Heimskringla - 16.07.1952, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.07.1952, Blaðsíða 2
2 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JÚLÍ, 1952 ^eímaknngla (StofnuO 180» i SeiLO iu 6t á hverjum miðvikudegl. SltíPndur THE VIKING PRESS LTD SS3 oc S56 Sargent Avenue. Winnipeg — Talsími 24 Ve»fl ’iieðelns er S3.00 árganf.;urinn, borgist fyrirtram ^Har norganir sendíst: THE VIKING PRESS LTD bji vlðskiffabréf biaðinu aðlúrandi sendist The ViKinE' Press Limited, 853 Sargent Ave.. WinriiDes Sitstjóri STEFAN EINARSSON Utanaskrlft tii rltstjórans: EDíTr*D HPttixskRINGT.A ok'j q~-orrv' ’vr "'‘-inioes Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskrinqla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorired aa Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIREG, 16. JÚLÍ, 1952 ÁSKELL LÖVE: Or ræðustúf fluttum að Hnausum 1. júlí 1952 .... Eg veit ekki, hvort telja má viðeigandi að nefna safn á þessum stað, en samt get eg ekki neitað mér um að koma á fram- færi hugmynd, sem eg trúi að sé gagnleg, sérstaklega þegar í hlut eiga landnemar 1 þessu víðlenda ríki. Ef þið hafið komið til Kaup- mannahafnar einhverju sinni að sumarlagi, hefir einhver ef til vill verið svo hugulsamur að aka með ykkur rétt út fyrir borgina á stað, þar sem heitir Landbúnaðarsafnið. Og allir, sem litið hafa Stokkhólm, hafa komið á eyju í miðri borginni, sem nefnd er Skan- sen. Á báðum þessum stöðijm eru söfn, sem aðrar þjóðir langar til að éignast, og þó er það á Skansen merkast og elzt. Safnið á Skansen sem og hið danska safn við Kaupmannahöfn eru svonefnd byggðasöfn. Þangað hafa verið flutt gömul hús og heilir bæir og jafnvel heil þorp með kirkju og öllu tilhetyrandi úr ýmsum landshlutum frá ýmsum tímum. Götur þorpanna eru eins og á 16. 17. öld, búðirnar hinar sömu og eins fatnaður fólksins, sem gengur um bæina við söfnin, prentsmiðjan prentar á löngu liðinn hátt, og glasblásarar og aðrir iðnaðarmenn búa til fyrir gesti ýmsa hluti á sama hátt og gert var áður en vélarnar fóru að gera allt í flýti. Inni í hverju húsi er allt eins og það var endur fyrir löngu, áhöldin í eldhúsinu skiljum við börn nútmans varla eða ekki, og eins eru skepnuhúsin með öðru sniði en við eigum að venjast. í stuttu máli sagt, þarna kynnast börn nútímans sögu fortíðarinnar. og hver og einn getur hægilega fundið, að hér liggur andrúmsloft löngu liðinna alda. Heima á íslandi hafa menn hin síðustu^ár hafist handa um framkvæmd á svipaðri hugmynd og þeirri, sem framkvæmd var fyrir löngu í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Þó er sá reginmunur á, að heima er aðallega reynt að halda nokkrum gömlum bæjum ó- breyttum með öllum tækjum, og eru Glaumbær í Skagafirði og Keldur á Rangárvöllum þeirra merkastir. Gömlu torfbæirnir heyra bráðum allir til hinu liðna, en komandi kynslóðir eiga á þessum stöðum að geta séð, hve erfið kjör forfeðranna i fátæku og viðar- lausu landi voru endur fyrir löngu. Hér í landi hafa menn í tíu þúsund ár eða lengur, en aðeins í tæpa öld hafa hvítir menn búið á þeim slóðum, sem við nú stönd- um á. Fyrir tveim mannsöldrum eða jafnvel einum var auðvelt að kynnast bústöðum x>g menningu frumbyggja landsins, en nú eru Indíánarnir óðum að hverfa og menning þeirra að mestu eyðilögð. Það er því varla seinna vænna að safna saman bústöðum þeirra og tækjum á einn stað, því að afkomendur okkar munu glaðir kynnast hinni frumstæðu menningu, sem forfeður þeirra drifu á brott. Þó munu þeir miklu fremur vilja kynnast bústöðum og tækj- um sinna hvítu forfeðra, sem héldu hingað um reginhöf frá ýmsum löndum heims. Ennþá er gjörlegt að koma upp söfnum til að sýna líf þeirra og baráttu heima fyrir og hér fyrstu árin, en eftir nokkur ár eða áratug getur það orðið um seinan. Við ættum að hefjast handa um að koma upp byggðasafni í Manitoba, þar sem reistir yrðu bæir og þorp sömu tegundar og þeir, sem fólkið flutti úr þegar það yfirgaf sín gömlu lönd, bæði rík- mannleg hús og hús hinna fátæku, með öllum tækjum og áhöldum, sem til eru enn. Við hvert safn hlytu að vinna menn og konur, sem sýnir hin fornu vinnubrögð og gengur klætt eins og áður fyrr. Mætti jafnvel flytja inn a'llskonar húsdýr til sýningar við bæi hverrar þjóðar, svo að hægt yrði að sjá muninn á þeim stofnum, sem hinir ýmsu innflytjendur áttu að venjast heima fyrir, svo að safnið líktist veruleikanum sem mest. Á sama svæði mundi svo rísa bjálkakofar af sömu gerð og þeir, sem landnemarnir byggðu við komuna til hins nýja lands, og þeim yrðu sýnd þau tæki, sem þeir notuðu í harðri baráttu fyrir lífi sínu og sinna fyrstu árin. Það eru mörg þjóðabrot í Manitoba, og slíkt safn verður ekki byggt á einum degi. Eflaust verður það byggt með tímanum, og þegar eitt þjóðarbrot hefir hafizt handa, koma hin strax á eftir til að reyna ða verða hinum fremri. Eg er ekki í hinum minnsta vafa um, að fegurri minnisvarði verður ekki reistur landnemunum, og vonandi finnst ykkur eins og mér, landar góðir, að hinir ís- lenzku frumbyggjar hins Nýja íslands, sem komu flestir snauðir handan um haf með gáfur og góðan vilja sem veganesti, eigi ekkert fremur skilið en að okkar ættliður hefjist handa um byggingu slíks byggðasafns með því að byggja af eigin rammleik hin fyrstu hús í slíku byggðasafni einhversstaðar í Nýja íslandi eða í hinum fagra borgargarði Winnipeg borgar, Assiniboine Park. Hið íslenzka hverfi hlyti að sýna veglegan íslenzkan torfbæ, kannske prestsetur með gamalli torfkirkju ^sem og lítinn kotbæ, en líka fyrstu hús landnemanna við Winnipegvatnið og helzt eftirlíkingu þeirra húsa, sem ríkinu Nýja fslandi var stjórnað frá í tólf ár. Eg er sannfærð- ur um, að slíkt yrði ekki aðeins íslenzkum mönnum til virðingar, heldur og mikil hilatning til allra annara þjóðarbrota þessa fylkis og ef til vill víðar, því að þótt okkar tími sé tími hinna miklu fram- fara og hins ókomna, verður aldrei fundin ný menning, sem ekki byggir á reynslu hins liðna, og sú þjóð, sem gleymir fortíð sinni, á á hættu, að framtíðin renni líka úr höndum hennar út í sand hins ókomna. Eflaust segja menn, að þetta sé ágæt hugmynd, hún hljóti að verða framkvæmd einhverntíma, bara ekki af þeim eða okkur. Við viljum aJlir gjaman Ijá góðu máli lið, ef það kostar okkur ekkert og við getum hlotið af því heið- urinn án mikillar fyrirhafnar, og séum við farin að eldast, von- umst við eftir, að hinir yngri taki af okkur alla fyrirhöfn. En það er máltæki í Færeyjum, að fs- lendingar geti allt, og þótt við séum ef til vill ekki óllíkir öðrum að því leyti, að okkur þykir gott að geta látið nágrannan fást við erfiðleikana, hafa Vestur-ís- lendingar sýnt það í verkinu greinilegar en önnur þjóðarbrot hér, að þeir vilja allt ásig leggja til að halda við minningunum um hið liðna og menningunni, sem hingað fluttist með þeim. Þótt kennslustóllinn í íslenzku við Manitobaháskólann hafi kost að mun meira fjárhagslegt átak en slíkt safn myndi þurfa að kosta, hafa þúsundir manna sýnt það í verkinu, að þeir horfa ekki á aurana, þegar mál þeirra og menning eiga í hlut. Eflaust myndu íslenzk yfirvöld líka styðja slíkt mál með ráðum og dug og gefa hingað muni, sem nauðsynlegir yrðu fyrir byggða- safn fylkisins, og alþýða sveit- anna víðsvegar um Kanada vill vafalaust gjarnan gera sitt til að næstu ættliðir fái skoðað fortíð- ina á þennan auðvelda og lær- dómsríka hátt. Vandinn er að- eins að finna góða menn til að hefjast handa og koma verkinu af stað—hálfnað er verk þá haf- ið er—en úr því1* er vandinn minni. Og það er sannfæring mín, að ef slíkt nauðsynjaverk bætist við hina velkunnu nýju deildarstofnun í íslenzku máli og menningu við háskólann hér, verður þess varla lengi að bíða, að hérlendir menn fari að nota hið færeyska orðtak örlítið breytt og segi, að Vestur-ís- lendingar geti allt. forsetastörfum í lestrarfélaginu Seattle kunna einnig vel að meta og þjóðræknisdeildinni “Vestri”, ótrauða félagslega starfsemi hans þar í borg eftir áratuga forustu- og forustu í þeim málum. Sýndi starf í þeim málum meðal landa það sig eftirminnilega í hinni sinna á þeim slóðum. Á hann það veglegu veizlu, er þeir, með miklu meir en skilið, að hans sé' þjóðræknisdeildina “Vestra” minnst sérstaklega á þeim tíma-1 fylkingarbrjósti, héldu þeim mótum, og honum þökkuð mikil hjónum, Halli og hinni ágætu og og farsæl þjóðræknisleg störf vinsælu konu hans, Jóhönnu hans, og skyldi fyrri gert hafa ( Ingibjörgu (Stefánsdóttur Sig- verið. En “betra er seint en urðssonar við Lundar, Man.), í aldrei”, eins og þar stendur, og tilefni af 25 ára hjúskaparafmæli hittir spakmælið forna þar aft- ur ágætlega í mark. þeirra í febrúar 1950. Var þar um að ræða eitt hið fjölmennasta og Ekki verður hér sögð saga virðulegasta samsæti, sem íslend Halls nema í örfáum megindrátt tngar á þeim slóðum hafa efnt um, því að hann er enn, sem bet- ur fer, í fullu fjöri og á vonandi til, og lýsti Jón Magnússon því í prýðilegri grein í vestur-ísl. roörg ár framundan; væri það vikublöðunum, en hann er gagn- því smekklítið, og honum vafa-j ^unnugur félagslífi íslendinga laust líít að skapi, að hafa um- Þar í borg og hefir sjálfur komið þar mikið og vel við sögu. En landar Halls hér í álfu þekkja hann einnig af blaða- sögn þessa með miklum dánar- minningarblæ. Fullu nafni heitir hann Hall- AFMÆLISKVEÐJUR og ÞAKKARORÐ ur Engilbert Magnússon og er | g^mum hans, sem bæði bera fag fæddur 17. ágúst 1876 á Sauðár-iUrt Vltm eldheltum þjoðræknis- króki, en foreldrar hans voru áhuSa hans °g eru alltaf hinar “Þess skal getið, sem gert er”, segir hið fornkveðna, og felst í því orðtæki, eins og öðrum spak- mælum á vörum alþýðunnar, sannleikur, sem vert er að gefa gaum. Fer ekki sízt vel á því, að þau sannindi séu í minni borin og sýnd í verki, þegar um er að ræða hin ólaunuðu og stundum lítt þökkuð störf þeirra manna og kvenna í landi hér, sem af ein- skærri ást á málstaðnum, vinna að þjóðræknismálum vorum, og þá jafnframt löngum í hjáverk- um frá tímafrekum skyldustörf- unum. Góðu heilli, er enn slíka velunnara þeirra mála að finna víðsvegar í byggðum vorum og þeim borgum þar sem íslending- ar eru fjölmennastir vestur hér. Framarlega í þeim hópi stend- ur Hallur E. Magnússon, tré- smíðameistari og kaupmaður í Seattle, sem nýlega átti 75 ára afmæli og lét um sama leyti af þau hjónin Magnús Sölvason og Ragnhildur Grímsdóttir. Fjög- urra ára að aldri fluttist Hallur til Austfjarða og ólst upp í Stakkahlíð í Loðmundarfirði; telur hann sig því Austfirðing, og erum við sveitungar hans úr þeim svipmikla landshluta hæst- ánægðir með að eiga hann í okk- ar hópi, enda ber hann slíkan ræktarhug til æskustöðvanna austur þar, að til fyrirmyndar má vera mörgum þeim, sem þar eru bornir og barnfæddir . Hallur fluttist vestur um haf 1904, og var búsettur í Winni- peg þar til hann gekk í canad- iska herinn 1916; eftir að hann kom úr herþjónustunni 1918 sett ist hann að á Lundar, en fór vest ur til Seattle 1924 og hefir átt þar heima síðan, eða nú í nærri því þrjá áratugi. Hefir hann, eins og þegar er gefið í skyn, verið byggingarmeistari og kaupmað- ur þar í borg. Hallur er rammur íslending- ur í beztu merkingu þess orðs, rótgróinn og heilhuga sonur sinnar gömlu móður, enda hefir hann sýnt það ótvírætt í þjóð- ræknisstarfsemi sinni meðal landa sinna í Seattle, en hann hefir síðan hnn fluttist þangað verið áhuga- og forgönfumaður mikill í félagsmálum þeirra, löngum skipað formannssessinn á fslendingadögum og öðrum samkomum, að nokkurum árum undanteknum, er hann var utan- borgar. Árum saman hefir hann einnig verið forseti þjóðræknis- deildarinnar “Vestri”, rækt það starf með brennandi áhuga og dugnaði, og við verðskuldaðar vinsældir. Fyrir það starf, og alla íslenzka félagsstarfsemi hans, skulda þjóðræknissinnaðir fslendingar hvarvetna honum miklar þakkir. Landar Halls Magnússonar í læsilegustu, því að hann er rit fær vel. _ Eigi er Hallur sáður kunnur löndum sínum fyrir skáldskap en hann er skáld gott. Gaf hann, eins og kunnugt er, út á sínum tíma kvæðasafnið “Lykkjuföll”, og hafa gamankvæði hans orðið vinsæl, enda eru þau bæði lipurt kveðin og oft bráðsmellin. Þessi kvæði hans, og eins önn- ur ljóð hans frá síðari árum, en mörg þeirra eru tækifæriskvæði, sýna það, að honum er létt um stuðlað mál, enda fór hann mjög snemma að yrkja, orti allmikið þegar í bernsku og æsku fram að fermingu. Voru þeir leikbræður og fermingarbræður Helgi Valtýsson rithöfundur og Hall- ur, og létu óspart fjúka í kviðl- ingum, en Helgi er löngu þjóð- kunnugt skáld. Kvæði Halls hafa eigi fram að þessu komið út í heildarsafni, en með þeim hætti myndi vitanlega fást sannari mynd af skáldskap hans, en unnt er meðan ljóð hans eru á víð og dreif. Nokkur sýnis- horn kvæða hans er samt að finna í safni austfirzkra ljóða — “Aldrei gleymist Austurland”, Akureyri, 1949, sem Helgi Valtýs son bjó undir prentun, og hér hefir verið fylgt um aldur Halls og uppruna. Meðal ljóða Halls í þesu safni er hið prýðilega kvæði hans — “Minni landnemans”, sem hann flutti á landnámshátíðinni að Lundar 1947, og ýmsum mun íj fersku minni úr vestur-íslenzku vikublöðunum, og einnig er prentað í Minningariti Lundar- bygðar (1948). f safni aust- firzkra ljóða er einnig hið fagra kvæði “Móðir”, sem er á þessa leið: “í fyrsta sinn er opnast augu þín, og örlög hulin ráða þínum kjör- um, af mjúkum höndum lagður ertu í lín með ljúfum kossi af þinnar móð- ur vörum. Og þegar flest í veröld, vinur, brást, og vonir þínar finna hvergi gróður, þá áttu helga, himinborna ást í hjarta þinnar öldnu, göfgu móður.” Ættjarðarkvæði Halls eru þrungin djúpstæðri ást hans til islands, eins og sjá má af upp- hafserindunum úr kvæði, sem hann flutti á samkomu 17. júní 1948: “Þennan fagra frelsisdag, frónið lætur skarta, heyrist íslenzkt æðaslag út frá hverju hjarta. Þetta aldna ættarband, sem ekkert getur slitið, tengir menn við móðurland, meðan endist vitið.” Þá eru lausavísur Halls löng- um vel ortar og slá bæði á strengi gletni og alvöru, og skal þessi, er nefnist “Sigling lífsins” tekin sem dæmi, enda mun ó- hætt mega segja, að hún lýsi vel bjartsýni hans og heilbrigðu horfi við lífinu: “Þótt þú brjótir skip á skerjum, skolist hrönn og týnlr verjum, mátt þú ekki láta linna lífsþrá dýrstu vona þinna.” f þeim anda hefir hann lifað og starfað langa ævi, trúr ættar- eðli sínu og menningarerfðum; og í sama anda er greinarstúfur þessi til hans stílaður, er hann hefir nú fyrir nokkuru hálfnað áttunda tuginn, lífsglaður og ó- trauður. Veit eg þá vera marga fleiri landa hans, sem taka undir þá kveðju til hans þakka honum unnin félags- og þjóðræknis- störf, og óska þess, að hann megi sem lengst prýða hóp þeirra. Richard Beck f SLENDINGADAGURINN AÐ GIMLI 4. ÁGÚST Allir hlakka til fslendinga- dagsins að Gimli. Aldrei hefur fólkið orðið fyrir vonbrygðum með skemtiskrá dagsins, enda er alltaf vandað til hennar árlega svo vel, sem föng eru til. Eg veit, að fólk er nú farið að langa til að frétta um hvað verði til skemtunar á hátíðinni að Gimli, þann 4. ágúst n.k. Þess vegna stíng eg nú niður pennanum, að kynna fyrir ykkur gesti þá sem skemta á hátíðinni að þessu sinni. Eg veit þið munið kannast við þá flesta, og eg veit þið íagnið valinu og hlakkið til að BENDINGAR UM BANKA VIÐSKIFTI ÞlN.EIN AF FLEIRI GREINUM “ Hvernig stíla skal bankaávísun? “ Með því að nýir innflyjjendur í Canada, eru ef til vill ckki fróðir um viðskifti við canadiska hanka, er oss Ijúft að veita þeim upplýsingar um hvernig stíla eigi bankaávísanir. 1. Þér*%krifið á ávísunina hinn ákveðna greiðsludag. 2. Þer getið merkt ávísunina eins og myndin sýnir og skrifað sama númerið á miðann, sem gengur af til þess að vera viss um greiðslur, og er þér gefið út ávísun, er um að gera, að rita númerið -á sparisjóðsbókinni. fflanÁJon. AuMl-ffiÉí ^52 ^kffOO Q RRAXCM Ccvwpojwx^i/'l<?-ít-?_ 3. Verið viss um að ávfsunin sé stíluð á bankann, sem þér skiftið við. 4. Að nafn einstaklinga eða félags, er þér greiðið fé, sé á réttum stað. 5. Skrifið upphæðina í tölum fast við $ merkið. At- hugið að tölurnar, sem tákna einn. fjóra og sjö eru skrif- aðar í Canada eins og sézt á myndinni. 6. Skrifið upphseðina f orðum cins langt til vinstri og hægt er, og dragið linu eftir hipu ónotaða plássi, svo ckki sé unt að bæta inn orði til að stækka upphæðina. Verið viss utn að hin skrifaða upphæð og upphæðin í tölum sé eitt og hið snma. 7. Skrifið nafn vðar greinilega svo að það samsvar sýnishorninu af rithönd yðar, sem bankinn geymir. 8. Þjóðtekju- og póstfrímerki festist hér — 3 cent fyrir upphæð að $100.00, og þeirri upphæð innifalinni; 6 cents fyrir allar upphæðir, sem fara yfir $100.00. The Canadian Bank of Commerce YFIR 600 ÚTIBÚ í CANADA ALLIR VELKOMNIR .... Aðalskrifstofa Toronto “3”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.