Heimskringla - 08.04.1953, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.04.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 8. APRÍL 1953 heimskkimgla 3. SÍÐA Hann mun hafa alist upp með1 móður sinni á ýmsum bæjum í Eyjafirði þangað til hann varð sextán ára. Gekk hann þá um haustið 1876 í þjónustu Björns Jónssonar eldra, ritstjóra Norð- anfara. Lærði hann þar prentiðn, auk þess sem hann stundaði hey- vinnu og gripahirðingu sem aukaverk, því Björn mun lengst af hafa rekið búskap auk prent verksins. Sumarið 1883 fluttist Grímur vestur um haf. Settist hann fyrst að í Winnipeg og vann í næstu tvö ár hjá Helga Jónssyni við prentun Leifs ásamt Jóni Vig- fússyni Dalmann. En Leifur varð ekki langlífur, og fór Grím- ur þá til Chicago (1885) og vann þar um eða yfir 20 ár við norsk og sænsk blöð — lengst við “Skandinaven”, stórt sænskt blað. Þegar útgefendur þess réðu af að fylgja dæmi ensku blað- anna og kaupa stílsetningarvélar, misti hópur handsetjara við það atvinnu sína, og var Grímur einn af þeim. Hætti hann þá prent- vinnu um skeið og fékk einhvers konar atvinnu hjá Hirti Thorðar- syni rafmagnsfræðingi um nokk- ur ár. Eftir það fór hann vestur á Kyrrahafsströnd, þar sem börn hans munu hafa verið i fóstri. En hann hafði þar vist skamma viðdvöl og lagði þaðan leið sína til Winnipeg. A austurleið stans- aði hann í Wynyard, Sask., og vann um tíma við prentverk hjá Sveini Oddssyni, sem þar var þá og gaf út blaðið “Wynyard Ad- vance”. Hann kom alfarin til Winnipeg árið 1912, og um jóla- leytið byrjaði hann vinnu við prentverk Great-West Life fé- lagsins, er undirritaður veitti þá forstöðu. Vann hann þar samfelt fram um áttrætt. En þá varð hann fyrir því slysi, að hann féll í öngvit í prentsmiðjunni og datt á hart steingólf, svo höfuð- kúpan brotnaði frá óðru eyra og upp á háhvirfil. Hann var flutt- ur á spitala og greri hauskúpan að fullu. En upp frá þeim tíma varð hann aldrei vinnufær. því bæði var aldurinn orðinn hár, og svo hvarf heyrnin og sjónin hröðum skrefum, og jafnframt minnið og sansarnir. Grímur kvæntist í Chicago fyrir eða um 1890 Maríu Ingi- björgu Jónsdóttur ættaðri úr Reykjavík á íslandi. Þau eign- uðust tvö börn, pilt og stúlku, se»n bæði komust til fullorðins ®ra. Drengurinn varð úti, að sagt var, vestur í Klettafjöllum á kreppuárunum, en dóttirin gift- ist liðsforingja af enskum ætt- um og bjó, þegar eg síðast vissi til, í Bremerton í Washington- ríkinu með manni sínum. María kona Gríms fórst af slysi eftir sex ára hjónaband. Féll hún út um glugga á tuttug- ustu hæð í íbúð þeirra hjóna og beið bráðan bana. Eftir það munu börnin hafa verið í fóstri hjá skyldfólki móður þeirra, en Grímur hafa séð þeim fyrir með- Í3gi, meðan þörf krafðist. Grímur var goðum gáfum gæddur, en um ymsa hluti ein- kennilegur maður. Mentun sína mun hann hafa öðlast í gegnum prentlistina og lestur góðra bóka. Hann var talinn góður tungu- málamaður, gluggaði í frönsku og þýzku auk Norðurlandamál- anna, sem hann kunni vel. Dönsku mun hann aðeinhverju leyti hafa numið heima, því í þá tíð var danska töluð á Akureyri jöfnum höndum. Auk þess lagði ^nn dálitla stund á stjörnufræði °S stjörnuspeki. Grímur var tæpur meðalmaður á hæð, en þéttur á velli, fremur fríður í andliti, gráeygur, dökk- ur á hár áður en hann hvítngði fyrir ellisakir, prúður í fasi og hjartagóður, ör á fé við öl, og y hélt því illa á f jármunum sínum. Þótt stundum blési kalt um ævina, var hann jafnan fámáll um það og æðrulaus. En síðustu ár ævinnar þráði hann það eitt, að fá hvíldina síðustu sem fyrst. G. /. Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDl) En þrátt fyrir alla kvenhyllina, var Andras enn ógiftur, og enn hinn sami ástríki og um- hyggjusami sonur í velgengninni, eins og hann hafði verið á tímum þrauta og fátæktar. Hann daðraði dálítið við allar, átti dálítil saklaus ásta- mök við margar, en engin af þeim stóra hóp fallegra meyja, sem skunduðu til* kirkju á sunnudagsmorgnum, gat hælt sér af því, að hafa haft þau áhrif á hinn ríka Andras Kem- eny, að hann hugsaði sér að gera hana hluthafa í hinum miklu auðæfum sínum. Þegar eldra fólkið, konur og karlar, var í gamni að kasta því fram og leiða getur að því við Andras, hver yrði líklegust til þess að verða framtíðar húsfreyja á Kisfalu, hló hann bara og sagði: ' “Það er nú allt gott og blessað, en það versta af því öllu saman er, að eg elska þær allar, og eg get ekki farið með þær allar til Kisfalu, það er ekki nægilegt rúm þar, og mín ástkæra móðir myndi ekki verða mjög ánægð með það — og ef eg kýs eina . . . . ef eg vel eina úr hundrað fegurðargyðjum, hvernig get eg það án þess að móðga hinar níutíu og níu, sem eg elska?” Ef móðir hans lét þá ósk sína með hægð í Ijósi, að sjá einhvern tíma í framtíðinni sonar börn sín í kringum sig, þá lagði Andras hend- urnar um hálsinn á henni, og kyssti hana á hrukk óttu kinnarnar. Móðirin andvarpaði, stúlkurnar felldu “það er aðeins til einn dýrðlingur í Heves- fylkinu, og það ert þú. Þegar engill stígur nið- ur af himnum, þá ætla eg að biðja hana að gift- ast mér; þangað til, ætla eg að vera ánægður með að elska dýrðlinginn minn.” Móðirinn andvarpaði, stúlkurnar felldu nokkur tár og Andras, nú orðinn þrjátíu og fimm ára gamall, var enn hinn skyldurækni sonur og öllum öðrum konum óháður. 7. Kapítuli HÖFUÐSTÓLL OG VEXTIR Veitingakonan hafði komið með elzta og bezta vínið sem hún átti tií, og sett það á það borðið, sem forsælan var mest, og var önnum kafin að þurka hvern rykblett af borðinu og bekkjunum. “Heyrðu! Þú ert að verða fallegri og fall- egri með hverjum degi, blessuð dúfan mín!” sagði Andras í sínum glaðlega og vingjarnlega rómi, rétt við eyra hennar. um leið og hann tók utan um hið mjúka mitti hennar, og smellti vel útilátnum kossi einhverstaðar á hinn snjóhvíta háls hennar. “Ef eg væri herra þinn og eigin- maður, sem eg margra ástæða vegna vildi óska að eg væri, myndi eg aldrei vera í rónni eitt augnablik; hann hlýtur að eiga erfitt með að halda piltunum frá því að grípa utan um þetta mjóa mitti1. þitt”. Og Andras hafði sett hina fríðu konu á kné sér, og augnatillit hans fullt aðdáunar, kom henni til að roðna, en hann gerði sér meðfram gott af hinu ágæta víni henn- ar, er hann teigaði stórum. “Já, það er nú bara það, Andras, þú veizt ekki hvað að gengur”, og tvö stór tár runnu nið- ur andlit hennar. “Hvað er það sem að gengur, Lotta? Þú verður að segja mér það. Er það nú nýr borði, sem þig langar til að fá, gullið mitt eða nýr silkikjóll til þess að skarta í á sunnu- dögum? Segðu mér hvað það er, en í öllum bæn- um vertu ekki að gráta, það þoli eg ekki.” Nei, nei! Það er ekki borði eða jafnvel kjoll, Andras, sagði konan og brast nú alveg í grát. “Til hvers er mér að vera fríð sýnum, og vera að halda mér til þegar eiginmaðurinn minn er hættur að elska mig?” “Hættur að elska þig, blómið mitt? Er Kal- man orðinn blindur, eða er hann farinn að skima í einhverja aðra átt?” “Eg veit ekki hvort er, en eg veit að hann elskar mig ekki, Andras”, sagði hún með titr- andi rödd, “hann hefir ekki barið mig í þrjár vikur!” Andras blístraði hátt. “Jæja, það er nú bara alvarlegt! og þú . . . . hvað hefir þú gert?” Og eg hefi gefið honum nægilegt tilefni til þess að vera afbrýðissamur. Eg dansaði við Horty Reso í. tvo klukkutíma, þangað til það ætlaði að líða yfir mig, og eg bara beinlínis datt í faðm hans, en þegar eg kom heim, fór Kalman bara rólega að hátta, hann hafði þó ver- ið á dansinum, og séð Reso kyssa mig, og hann bara gerði ekki jafnvel svo mikið sem gefa mér löðrung á vangann.” Og hin vanrækta eigin- kona fékk nýja grátkviðu. “Þetta er svo svívirði- lega niðurbeygjandi”, bætti hún við milli grát- kviðanna. Síðastliðinn sunnudag gat Anna varla hreyft sig vegna baksins, eða lypt upp handleggnum, og Lucy var með svarta djúpa rák yfir þvert bakið. Það er nú regluleg ást! Eiginmenn þeirra hljóta að elska þær mikið og innilega, þar sem þeir sýna slíka afbrýðis- semi að berja þær svona. Eg gat ekki sýnt svo mikið að eg hefði einu sinni verið klipin í handlegginn svo eg varð að vera í kjól með löngum ermum, til þess a hylja smán mína.” “Svona! svona gullið mitt”, sagði Andras í huggunarrómi, “hættu nú að gráta, og lofaðu mér því að dansa hvern einasta dans við mig á sunnudaginn kemur, og eg vinn eið að því, að eg | skal kreista þitt mjóa mitti svo fast, og horfa | svo ástúðlega á þig, að Kalman skal brjóta staf- inn sinn á herðunum á þér í afbrýðisbræði. Svona nú, komdu með vín handa þessari gömlu gýðingshræðu þarna yfir frá; hann lítur út fyr- ir að vera illa haldinn af hita og þorsta, og eg þarf að eiga tal við hann, og það get eg ekki, ef munnurinn á honum er allur þur og skorpnaður . . . hérna, gefðu mér einn koss í viðbót . . . og annan til . . . Jæja, fjandinn hafi það, ef Kal- man sæi til mín núna, þá yrði ekki hvítur blett- ur á þínum mjúku herðum, þær yrðu allar blá- svartar, og svo útleiknar, að Anna, Lucy, og fleiri yrðu grænar af öfund!” Laglega veitingarkonan hafði nú látið huggast, hljóp hlæjandi inn í húsið, og kom með stóra vínkrús, sem hún setti á borðið fyrir Gyðinginn, jafnvel þótt henni sýndist vera það fremur óljúft. Rosenstein sat mjög þolinmóð- lega í sínu horni, og féllu síðustu geislar hinn- ar lækkandi kvöldsólar á hans grönnu herðar. Hann leit óneitanlega hálfbjálfalega út, einna líkast stórri fuglahræðu, sem bæri við himininn. Hann hafði beðið rólega meðan Andras Kemeny daðraði við veitingarkonuna, og það brá fegins-svip á horaða andlitið, þegar hann heyrði að hinn ungi stórbóndi pantaði mál af víni handa honum. Hann var ekki vanur þess- konar umhugsunarsemi frá neinum nema hin- um glaðlynda og góðhjartaða Andras, sem vissi af eigin reynzlu fyr á árum, hvernig það er að vera mjög heitur og þyrstur, of hafa ekkert vín, sér til svölunar. “Jæja þá, dúfan mín, farðu nú inn”, sagði Andras, og kyssti hina ungu konu kveðjukossi, “það sem eg þarf að taia við þennan gamla Gyð- ing er ekki fyrir þín fallegu eyru, sem aðeins eru búin út til þess að hvísla ástarorðum í.” “Þú villt ekki lofa mér að vera við?” sagði hún, og lézt verða óánægð og særð; “þú ætlar að tala leyndarmál við þennan andstyggilega Rosenstein. Hversvegna má eg ekki heyra þau? Eg get þagað yfir launungarmálum . . . Þú ætlar þó ekki að fá lánaða peninga hjá honum, eða hvað?” “Nei, ljúfan mín, það getur þú reitt þig á”, sagði Andras, hlæjandi. “Leyndarmálin sem við Rosenstein tölum um, eru hvorki verð þess að þegja yfir þeim, né heldur að bera þau út.” Veitingakonan varð að fara hálf-nauðug. Andras hafði, alla sína æfi, lært svo algerða hlýðni, að hann hafði einhvert undralag á því að kenna öllum að hlýða, sem hann þurfti að umgangast. Hann benti Rosenstein að koma nær, og Gyðingurinn flýtti sér, að ljúka við vín- ið, og færði sig nær með auðmjúku undirbeygju brosi, sem þjóðflokki hans um aldaraðir hefir verið kennt að setja upp við viss tækifæri. “Jæja, gamla hræða! Þú ert orðinn þreyttur að bíða að líkindum’, sagði Andras vingjarn- lega. “Fríðar konur tefja svo fyrir manni, og eg hefi svo sáralítið af því að segja á liðnum ár- um, hefi eytt svo litlum tíma í það, að eg má til með að bæta upp fyrir það nú, ef eg á að geta sagt að eg hafi notið míns hluta af því sem bezt er í þessum heimi. Kondu nú og settu þig niður hérna í skugganum . . • ekki of nálægt mér þó!” bætti hann við hlæjandi, og hliðraði til á bekkn- um hjá sér. Gyðingurinn sjálfur var kominn í óvenjulega gott skap. Hinn einlægi og góð- mannlegi hlátur unga mannsins hafði þau áhrif á alla, og Rosenstein gerði einhvert hljóð með sínum samanbitnu vörum, sem hefði verið hægt að halda að ætti að heita hlátur. Ungi stórbóndinn ýtti flöskum og vínkrús- um til hliðar. Vínið stigur til höfuðsins, og þeg ar maður átti einhver viðskifti við Gyðing, þá var hyggilegra að vera algáður, en tóbakspípu er gott að reykja sér til hressingar, og Andras fyllti rósviðar pípuna sína, og studdi báðum olnbogunum á borðið. “Eg er þess albúinn að hlusta”, sagði hann við Gyðinginn. Rosenstein hafði tekið upp úr vasa sínum annað af þeim skjölum, sem Bilesky lávarður hafði skrifað undir þá um morguninn, án þess þó að lesa það yfir áður. Hinu skjalinu var kirfilega komið fyrir i innri vasa hans, og var auðsjáanlega ekki ætlað neinum nema honum sjálfum. “Hinn göfugi herra, Bilesky, þarfnast tvö hundruð og fimmtíu þúsund florins”, hóf hann máls, “hann er að byrja á vinnunni í gufumyln unni á morgun, og hann þarf að greiða verka- mönnunum frá Budapest há laun; en þá má hann til með að hafa, þar sem verkafólkið hér í kring afsegir að koma nálægt byggingunni, sökum hræðslu við djöfulinn. Professional and Business ] — —= Directory----- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Lid. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sírai 927 558 308 AVENUE 'Bldg. — Winnlpeg WTNDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 Yaid Phone 72-0573 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBELES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showroom: 445 RIVER AVENUE l’hone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service BRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) 1 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 í SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OU-T CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated C.ataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. __ Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 --------------------------^ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350% HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somersct Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðinqax Bank of Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 9S4 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur likkistur og annast um utfanr. Ailur úthúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar mmnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 74-7474 Winnipcg Union Loan & Invesíment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 0O8 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltc British Quality - Fish Nettlng 60 Victoria St., Winnipeg. Man Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDBOI Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipec PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCER'' PAUL HALLSON, eigandi 714 EUice Ave. Winnip, TALSÍMI 3-3809 thos. mim k s«us LIMITED BUILDERS’ supplies COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 Officc Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT % Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 - 4.30 p.m. <v"----------------------—---------------—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.