Heimskringla - 15.04.1953, Page 2

Heimskringla - 15.04.1953, Page 2
2. SIÐA ffeimskringla (StofnuO ÍSIS) Ssmui 6t á hverjum mlövikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 VerO biaOsins er $3.00 árgangurlnn, borgist fyrirtram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aPlútandi sendist: The VUdng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritatjórl STEFAN EINARSSON Utanáekrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Wlnnipeg Advertising Managen GUNNAR ERLENDSSON "Heimskrlngla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Auttaorlzed as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa V/INNIPEG, 15. APRfL 1953 Stærðfræðireglur í stuðluðu máli í hinni merku bók sirtni íslendingar (1933) kemst dr. Guðm. Finnbogason svo að orði í kaflanum “Frá ýmsum hliðum”, er hann ræðir um þjóðareðli vort og hugsunarhátt: “Næst guöi treystu fs- lendingar be2t-----ríminu.” Þessi markvissu orð hins lærða og spaka manns hurfu mér í hug, er mér barst fyrir nokkru síðan bæklingur, er nefnist Stærð- fræðileg formúluljóð eftir Einar Bogason kennara frá Plringsda! Kom bæklingur þessi fyrst út 1946, en önnur útgáfa aukin 1950, báðar í Reykjavík. Er hér að vísu um litla bók að ræða að fyrirferð (38 bls. í seinni útgáfunni), en þeim mun drýgri og merkilegri að innihaldi, því að höfundur hefir færst það vandasama verk í fang að klæða í rímað mál stærðfræðilegar formúlur þær, í brotum, rúm- fræði, algebru, trigonometri og logaritmum, sem kenndar eru í al- mennum unglingasólum á íslandi. En þetta hefir hann gert með það í huga, að auðvelda nemendum stærðfræðinámið, því að hann telur lærdómsreglur lærast fljótar í bundnu máli en óbundnu, og einnig til þess að gera slíkt nám notadrýgra til framfúðar, þar sem stærðfræðireglur í ljóðum festist betur í minni heldur en í óbundnu máli. Þessar skoðanir sínar rökstyður Einar í greinagóðum formála, og vitnar meðal annars til hinnar kunnu vísu séra Einars Sigurðs- sonar próasts í Eydölum (1539—1626), er var höfuðskáld íslenzkt sinnar aldar, en vísuna er að finna í Formálavísum Vísnabókar Guð- brands biskups Þorlákssonar, er út kom 1612: Kvæðin hafa þann kost með sér, Þau kennast betur og lærast ger, en málið laust úr minni fer, mörgum að þeim skemtan er. Víkur höfundur umrædds bæklings einnig að því í formálanum, að ýmsir ljóðelskir menn, svo sem þeir skáldin séra Hannes Bjarna- son, prestur að Ríp í Skagafirði, og Þorsteinn Erlingsson hafi létt sér skólanám með þeim hætti, að þeir breyttu ýmsum reglum, sem þeir áttu að læra, í rímað mál. Og enn önnur dæmi hins sama telur Einar Bogason upp í formála sínum. Til viðbótar framansögðu má minna á það, að Jón skáld Ólafsson getur þess í “Endurminningum” sínum í “Iðunni” (1915) að faðir hans, séra Ólafur Indriðason á Kclfreyjustað, hafi, er hann var að kenna Jóni latínu, oft látið hann læra utanþókar ýmsar minnisvísur, og stundum ort þær sjálfur; bætir Jón við, þá kominn á efri ár, er hann skráði endurminningarnar: “Flest af þessum er- indum kann eg enn í dag. Utanbókarlærdómur getur verið mjög gagnsamur í slíkum tilfellum.” Gömul og ný reynsla sýnir því, að Einar Bogason fer ekki með staðlausa stafi í þessum efnum, enda hafa þessar stærðfræðireglur hans í ljóðum hlotið meðmæli dómbærra manna á íslandi, er hvatt hafa kennara og nemendur til að notfæra sér bækling hans. Sá, sem þetta ritar, er ekki stærðfræðingur, en virðist eigi að síður sem höf- undur hafi unnið athyglisvert verk með þessum stærðfræðireglum sínum í bundnu máli, er mörgum megi að gagni koma. “Mikill meiri hluti ljóða þessara er undir alkunnum, vinsælum sönglögum, en hinn hlutinn er ortur undir þekktum rímnabragar- háttum”, segir höfundur í formála sínum, og skulu hér tekin tvö sýnishorn hinna einfaldari stærðfræðiregla. Fjallar hið fyrra um brot (þýðing nefnara og teljara), en hið síðara um að finna flatar-! mál ferjafnhliðans (ferhyrningsins): Nefnarinn nefnir hlutafjölda heildarinnar. Hlutafjöldinn teljarinn telur, tvíllaust, sem brotið innifelur. Flatarmálið ferjafnhliðans finnst með því: að hlið eins hans í annað veldi er hafin í. Til skýringar og hægðarauka eru allar aðalreglur þær, sem hér er um að ræða, prentaðar neðan við samsvarandi vísur. Sir William A. Craigie, hinn mikli íslandsvinur og rímnafræð- ingur, hefir í bréfi til höfundar farið um það miklum lofsyrðum, hve vel honum hafi hér tekist að færa “margar nytsamlegar reglur í stuðla og hendingar, sem greiðlega festast í minni. “Undir þau orð míns mikilsvirta vinar vil eg taka. Og vegna þess, hve hér er um einstætt verk að ræða í bundnu máli, hefi eg viljað segja vestur- íslenzkum lesendum frá því, þó að eg jafnframt geri mér fulla grein fyrir því, að það er einkum ætlað stærðfræðikennurum og nemendum heimaþjóðarinnar í þeirri grein. Bera þessar stærðfræðireglur í stuðluðu máli bæði vitni lær- dómi höfundarins í þeim efnum og hugkvæmni hans, og eru um leið, eins og eg sagði í greinarbyrjun, ágætt dæmi þess, hve ríkt það er í fslendingseðlinu, að treysta ríminu. —Richard Beck Það er venja Heimskringlu að viðurkenna það sem henni er sérstaklega hyglað frá bæði dát- um og ofurmennum Lögbergs. í síðasa blaði Lögbergs til- kynnir Thor Víking, ritari Fróns að Heimskringla hafi ekki flutt auglýsingu, er hann sendi henni til birtingar af fundi Fróns, sem halda átti 13. apríl. Nefnd aug- lýsing er birt í Heimskringlu 8. apríl. Hún (auglýsingin) barst Hkr. með góðum skilum í lok marz mánaðar. En þar sem mikið barst að því blaði, álitum vér nóg að hún kæmi í blaðinu 8. apríl, en létum það sitja fyrir, er bráð- ara bar að. Heimskringla sér ekki að þetta geri til né frá, úr því nefnd aug- lýsing kom í blaðinu nærri viku áður en fundurinn var haldinn. STUTT ÆFIAGRIP KRISTJANS GUNNLAUGS KRISTJÁNSSONAR Kristján Gunnlaugur Kristj- ánsson er fæddur á Úlfstöðum í Skagafirði þann 7. júní árið 1850. Foreldrar hans voru Kristján Þorsteinsson Gíslasonar frá Stokkahlöðum í Eyjafirði Guðrún Sigurðardóttir. Kristján ólst upp hjá foreldr-| um sínum á Úlfstöðum þar til hann misti föður sinn, þá aðeins 8 ára gamall. Um haustið eftir að hann misti föður sinn fór hann til Þorsteins föðurbróður sins, sem þá bjó á Finnastöðum í Eyjafirði. Þar var hann aðeins einn vetur, en fór um vorið aftur heim til móður sinnar að Úlfs- stöðum fyrir lítinn tíma en fluttist síðan norður í Þingeyj- arsýslu að Ytra-Lóni á Langanesi til Gunnlaugs Þorsteinssonar Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar föðurbróður síns og konu hans Viku síðar sendi Thor Víking RÓSU Jónsdóttir- Þá var hann 9| svipaða fundartilkynningu. Tók- ara’ °S hJá Þelm var hann Þar iú um vér úr henni það sem ekki VOn° 1875 að undanteknum; var í fyrri auglýsingunni OÍT, tveimur árum sem hann var hjá | bættum því er þörf var á, við það, er birtist í síðasta blaði. Þar sem fundarboðið var birt nægi- lega snemma og eins fullkomið i eitt skifti í Heimskringlu, eins og tvisvar í Lögbergi, sjáum vér ekki neina ástæðu fyrir neinn sem ekki er stórkostlegur skap- bresta-maður, að vera með íra- fári út af þessu. Það gerir Heimskringlu að minsta kosti lítið til. Hún má vel við það una, að Thor Víking, er búinn að fá meira álit á aug- lýsingagildi hennar, en hann hafði, er hann tók við embætti sínu hjá Fróni. Þá vildi honum það til, að hann birti aðeins fundarboð Fróns í Lögbergi. — Hefði honum nú verið nær, að biðja forláts á því, en að vera að fárast út af auglýsingu, sem í Heimskringlu kom og hefir von- andi haft tilætluð áhrif. Hvort ritara eða nefnd Fróns var um að kenna að auglýsing sú var ekki send Hkr. fáumst vér ekki vitund um. Það eftir- sjáanlegasta við það var hitt, að á fundinn komu svo fáir, að við messufalli lá. Þessir aðilar og ekki sízt rit- ari Fróns hafa síðan sjáanlega sannfærst um, að Heimskringla er lesin, og þar sem auglýsingin ekki birtist þar, hafa þeir ekki varað sig á því, að lesendurnir hafa ekki gert ráð fyrir neinum fundi. Það er annað, sem hálf-ein- kennilega kemur fyrir sjónir í sambandi við athugasemd ritara Fróns. Og það er að hann skyldi finna ástæðu til að fara að slétta skeri út af fundarboði, sem birt var, en ekki hinu, sem hann ann- aðhvort vildi ekki sjálfur birta, eða gleymdi góðmótlega, sem engan mun gerir að vísu, nema frá hlið almennrar kurteisi manns í opinberri stöðu í ís- lenzka þjóðfélaginu hér. Menn þurfa ekki endilega að auglýsa, að “hér sé kominn Hoffmann”. þó þeir komist þar í embætti. Heimskringla ætlar ekki að fara í þetta sinn, að draga at- hygli að fyrirliðum íslenzkra mála hér, eða fram komu þeirra En það er hægurinn nær fyrir hana, að benda á, að þeir mættu Gunnarsyni á í séra Gunnari Sauðanesi. Það bar snemma á því að Kristján var prýðis vel gefinn og bók-hneigður, en því miður átti hann ekki kost á að fá meiri bók lega fræðslu en venja var til á þeim dögum að flest alþýðubörn fengu, en það var að læra að lesa og draga til stafs og fræði Lút- ers. Með þessa litlu uppfræðslu varð Kristján að feta sig áfram fyrstu áfanga á lífsbrautinni. En hann var fæddur til að verða gæfu maður, og átti mjög verð- mætann auð, sem hann hafði tek- ið í arf frá góðum og merkum foreldrum og forfeðrum, sem skýrar gáfur, fróðleiksfýsn, stað- festa og drenglyndi; og þessar dýrmætu gjafir bar hann gæfu til að þroska og áyaxta, sér og öðrum til gagns og blessunar. Eftir því sem árinn liðu bætti hann við sinn andlega sjóð með lestri góðra bóka. Hann las allar íslendingasögurnar, Fornaldar- sögur Norðurlanda og yfir höfuð alt, sem hann náði í og frístund- ir leyfðu. Hann var líka eins á- hugasamur með alt, sem þurfti að gera og vinnubrögð áhrærði, og geymdi ekki til morguns það sem hann gat gert í dag. Krisij- án var glæsilmenni, fríður, hár og vel vaxinn, viðmótið glaðlegt og prúðmannlegt; hann var gleðimaður mikill, söngelskur og hafði góða og fagra rödd. hafði mjög gaman af öllum í- þróttum, sem í þá daga tíðkuð- ust, svo sem glímum, hlaupum og stökkum o.s.frv., var ákaflega léttur á fæti og fljótur að hlaupa, og fáir þurftu að etja við hann í kapphlaupi. Vorið 1875 fór hnan í Syðra- Lón til merkis hjónanna Jóns Benjamínssonar og Guðrúnar Hallgrímsdóttur og var hjá þeim í tvö ár. Á þeim árum tel eg að hann hafi stigið það spor, sem varð hornsteininn að gæfu hans því vorið 1878 þ. 7. júní giftist hann Svanfríði, dóttir þeirra hjónna Jóns Benjamínssonar og Guðrúnar Hallgrímsdóttir. Svanfríður var að verðleikum Heldur ferskleika! Verkar fljótt! Hér er þetta undursamlega nýja ger, vinnur eins fljótt og ferskt ger, samt er það altaf ferskt, heldur fullum krafti í matskápnum. Þér getið keypt mánaðar-forða í einu. Engar nýjar forskriftir nauðsynlegar. Notið Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast alveg eins og ferskt ger. Að leysa upp: (1) I ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina teskeið aí sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 mnnútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast. Kaupið mánaðarforða hjá matsölumanni yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! og hamingju, færu að hugsa um að fara til Ameríku, landsins sem bauð svo mörg tækifæri öll- um þeim, sem höfðu dugnað, ráð- deild og áhuga til að bjarga sér. Eftir eins árs ábúð í Hlíð seldu þau sinn litla bústofn, kvöddu frændur og vini og fósturjörð og stigu um borð í farþegaskip í júlí mánuði 1878, sem flutti þau til Ameríku. Þau komu til Nýja-íslands í ágúst og settust þar að við svo- kallað íslendingafljót. Þegar þau höfðu verið þar í viku fædd- ist þeim dóttir. Við sem komtim til þessa lands morgum árum seinna höfðum aðeins óljósa hug mynd um alla þá erfiðleika, sem frumbyggjarnir höfðu við að stríða. Þau létu það ekki á sig fá; og voru við því búin að taka erfiðleikunum með stillingu og bjartsýni. Þeim fanst ekki álit- legt að setjast að í Nýja-lslandi til langframa; atvinnan var að mestuleyti fiskveiði, og það starf var ekki Kristjáni að skapi. Hann ásetti sér því að leita að aðseturs- stað, sem ætti betur við sitt hæfi. Um veturinn fór hann suður til Pembina til að lítast þar um, og honum leyzt svo vel á landið þar í kring að hann fastréði að flytja þangað suður og taka þar land eins fljótt og færi gæfist. Vorið 1879 voru menn sem örast að flytja burt úr Nýja-tslandi til Norður Dakota, og tók Kristj án sig þá upp með konu sína og missiris gamla dóttir ásamt tveimur öðrum fjölskyldum. Þessi litli hópur lagði af stað frá íslendingafljóti þann 16. marz 1879 fótgangandi með einn talin beztur kvennkostur þar um| uxa fyrir flutningstæki. Þau slóðir. Sama vorið sem þau gift- ust fluttu þau að Hlíð og byrj- sumir stórum taka sér fram í uðu þar að búa. kurteisi í þeim störfum. Heimskringla sagði ekki orð, þegar Thor Víking skágekk hana. Hún hefir heldur ekki gert það, þó aðrir þjónar hinna opinheru íslenzku samtaka vorra hér, hafi nákvæmlegá gert það sama. —En hún vill aðeins segja Á þeim árum var styrt árferði á íslandi og lítið tækifæri fyrir efnalítið fólk að ryðja sér braut til velgengni og frama. Allar af- urðir bænda í lágu verði, en okur verð á flestum útlendum vörum, því dönsk verzlunareinokun hélt öllum kaupskap í sínum helja.' ekki álit- Stúkan Skuld heldur næsta fund sinn, á mánudagskvöldið þann 20. apríl kl. 8. Vænta með- limir að hann verði sem allra f jölsóttastur. Laugardaginn, 4. apríl, jarð- söng séra Philip M. Pétursson Frederick Sangster, sem var 61 ára að aldri. Thompson útfarar- stofnun sá um útförina. það, að hún muni ekki til lengd- greipum. Það var þvi ar þeyja yfir embættislegum | legt fyrir efnalítið folk, sem var yfirsjónum þeirra, í almennri' að byr ja búskap að etja kappi.við af öllu, ef æ slíkt ofurefli þegar náttúran kurteisi, og sizt skýrara verður, að það sé að yfir lögðu ráði gert. Kaupið Heimskrinjílu Borjrið Heimskringli bezta íslenzka fréttablaðið og erlend kúgun lögðust á eitt að sjúga úr þjóðinni merg og blóð. Það var því ekki furða þó ungu hjónin, sem höfðu svo mikla starfslöngun og áhuga til komu til Pembina 30. marz. Að þau fluttu svona snemma mun hafa komið til af þvl að Kristján aleit að hann hefði þa betra tækifæri að ná í gott land. Strax og komið var til Pembina tóku þessir þrír menn lönd hver hjá öðrum þar sem kallað var á öldunni. Kristján bygði bjálka- kofa á landinu og var honum skift í tvent, bæði herbergin lít- il.. A þessu landi bjuggu þau hjónin í 4 ár og voru þá búin að ná eignarrétti á því. Þá breyttu þau aftur til og tóku annað land rúmar 2 mílur fyrir suðaustan Mountain. Þar bjuggu þau í nokkur ár, en þá keypti Kristján land þar sem kallað er Eyford- bygð- Það voru mest alt landar að ryðja sér braut til velgengni Sem þar bjuggu og að geta sest að og búið um sig á meðal land- anna var það sem þau höfðu stöðugt þráð. Á þessu landi bjuggu þau í moldarkofa tvö fyrstu árin, en þá bygði Kristján gott all-stórt hús með lofti, sem hann svo stækkaði og endurbætti mikið síðar, setti inn rafljós og margt fleira. Húsið er fullar tvær hæ^" ir, 8 stór og rúmgóð herbergi. björt og skemtileg, gangur i gegn uppi og niðri. Eg hefi heyrt að þetta land væri kallað steina sléttan, og var að mestu leyti óunnið. Þeir sem hafa unnið grýtt lönd vita hvaða átak það tekur að vinna þau og gera að góðum akri. Þegar rýmkaðist um efnahag og ástæður þá keypti hann ann að land, og svo nokkru síðar hið þriðja og voru þau líka mikið til óunnin, eins og fyrsta landið. En nú voru drengirnir óðum að vaxa upp og létu ekki sitt eftir liggja að hjálpa við vinnuna, þeir voru vel efnilegir og sóru sig í œtt- ina að atorku og áhuga. Kristján æðraðist aldrei þó örðugleikarnir sýndust stundum óyfirstíganlegir, var æfinlega öruggur og bjartsýnn. Dugnað- ur og framsýni og trúin á það að Guð hjálpar þeim sem vill og reynir að hjálpa sér sjálfur gaf honum gæfu til að vinna sigur á erfiðleikunum, og færði hann í höfn vinsælda og virðingar. Kristján var mjög bókhneigð- ur og mikið fyrir hans tilhlutun var þann 11. janúar 1897 stofnað lestrarfélag á Eyford sem nefnt var “Austri”. Áhugi hans fyrir því að stofna íestrarfélag staf- aði af þvl’ að hann unni svo mjög jnóðurmálinu og óskaði af al- hug að það mætti sem lengst lifa í byggðinni; og hann áleit að gott íslenzkt bókasafn mundi mikið stuðla til þess. Lestrar- félagið átti mjög gott og stórt bókasafn. Kristján var sannur sonur ís- lands; hann fylgdist með því sem gerist heima, og gladdist af öllu sem íslandi er til góðs og sóma. Ást Kristjáns á fósturjörðinni og því sem íslenzkt er, stendur ekkert í vegi fyrir því, að hann sé ekki líka góður Bandaríkja- borgari. Kristján hefur tekið drjúgan þátt í bygðarmálum, sem til góðs og framfara horfðu, og hans til- Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.