Heimskringla - 29.04.1953, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.04.1953, Blaðsíða 2
2. SIÐA \ ÍÍTcintskrinpia (StofnuO 18 88 Sstnur át á hverjuro miðviKudegi. Ei?endur: THE VTKTNG PRESS LTD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 VerO btaBsing er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirlram Allar borganlr sendiat: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aPlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Rltatjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrlft til ritstjórans: EDITOF HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Helmskrlngla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 (á sumardaginn fyrsta 1953) Authorlzed as Second Clasa Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 29. APRÍL 1953 MR. HOWE SVARAÐ (Þýtt úr Winnipeg Tribune) í útvarpsræðu, sem Rt. Hon. C. D. Howe, verzlunar- og hern- aðarmálaráðh., flutti fyrir tveim vikum, gerði hann þrjár yfirlýs- ingar sem hér segir. Fyrst af öllu neitaði Mr. Hówe, að um nokkra fjáreyðslu hjá stjórninni væri að ræða. Hann sagði: Stjórnin gerir sér far um að forðast ónauðsynlega eyðslu. Hver útgjaldaliður er af mörgum vandlega yfirvegaður, áður en hann er samþyktur. í öðru lagi neitar Mr. Howe, að Curry-skýrslan beri með sér eyðslusemi. Skýrslan heldur engu slíku fram. Mr. Curry ekki heldur. í þriðja lagi neitar Mr. Howe, að stjórnin hafi dulið menn nokkurs í hernaðarmálunum. Hann segir: Hver þingmaður getur fengið allar þær upplýsingar er hann æskir í sambandi við eyðslu opinbers fjárs með því að biðja um þær. Þessar staðhæfingar Mr. Howes, hrakti E. D. Fulton, íhalds þingmaður frá Kamloops, B. C., lið fyrir lið í útvarpi s.l. þriðjudag. Að því er eyðslusemina í heild sinni áhrærir, benti Mr. Fulton á orð Watson Sellars aðal-yfirskoðunarmanns reikninga sambands- stjórnarinnar, er hann tilkynti þingi að nokkur herfileg dæmi um eyðslu á skattfé almennings ætti sér stað og sem ekkert væri reynt til að bæta úr eða sneiða hjá. Mr. Fulton bætti við: “Yfirskoðunar- maðurinn sagði og bókhaldið þannig, að ekki drægi það úr eyðsl- unni.” Hér fara nokkur af dæmunum á eftir, sem Fulton benti á um fjáraustur stjórnarinnar: • Stjórninn hefir keypt gólfábreiður eða teppi fyrir $800,000. Þær þekja sex mílna langt svæði, 30 fet á vídd. Að Penhold, Alberta, reif stjórnin niður flugskóla, sem hafði kostað 1% miljón dali ogsem reistur var í síðara heimsstríðinu, en byggir svo alveg samskonar skóla aftur fyrir liy2 miljón dali. Á 23 mánuðum kaupir stjórnardeild Howes sjálf 1,150,000 hálsbindi er kosta landið $380,000. í sjóliðinu keypti stjórnin bönd á hatta, er endast til 1975. Olíudúka hefir stjórnin næga keypt til að hylja 24 ekrur af landi. Þeir kostuðu nærri eina miljón dala. Hér eru nú áþreifanleg dæmi þess, hvað forsjállega stjórnin hefir farið með skattféð, sem reitt er út úr almenningi. Viðvíkjandi því, sem Mr. Howe segir um að í skýrslu Curries sé ekkert, sem bendi á eyðslu stjórnarinnar og ekki svo mikið sem neitt gefið í skyn um hana, skal á nokkur atriði úr skýrslunni hér benda. Mr. Curries segir þar: “Niðurstaða vor er sú, að yfirleitt hafi stjórn, eftirliti og reikn ingshaldi, öllu mjög hrakað. Ennfremur segir Mr. Currie: “Og samfara þessari skoðun minni um ófullkomið eftirlit, óttumst vér, að margt hafi í súginn farið, sem annars mundi ekki hafa gert það og orðið kostnaðarsamara, en þó um einbera óráðvendi hefði ver- ið að ræða.” Svona mikið hefir Howe til síns máls um, að í Currie skýrsl- unni sé engin ásökunn fólgin á stjórnina. Um hitt atriðið að stjórnin hafi aldrei neitað að gefa þing- mönnum upplýsingar um það sem þeir hafi spurt að, bendir Mr. Fulton á þetta: Á s. 1. ári kröfðumst þingm. upplýsinga um fjárveitingu til flugvéla framleiðslu, er nam$668,000,000. Þessu var neitað af meiri hluta stjórnarinnar. Við kröfðumst skýrslu yfirskoðunarmanns í sambandi við Petawawa-hneykslið. Stjórnarliðið greiddi atkvæði á móti því. Á þessu ári kröfðumst við þess, að Mr. Currie væri ráðinn á- fram til rannsóknar á því, sem stjórnin hafðist að. Það kváðu stjórnarsinnar niður með meiri hluta sínum á þingi. Við kröfðumst fullrar skýrslu frá yfirskoðunarmanni. Það var kveðið niður af stjórnarsinnum. Við kröfðumst skýringa á Army Works Services, sem gert var 1949. Þeim var neitað. Tvisvar kröfðumst við þessa á þingi að viðbættri McNabb- skýrslunni. í bæði skiftin notaði stjórnin liberal þingmeirihluta sinn, til að neita um þetta. Mr. Howe sjálfur notaði glaður tækifærið til að greiða atkvæði á móti, að skýring væri á þessu veitt. Samt er hann að þyrla ryki í augu almennings um að koma honum til að trúa, að þingmönnum séu veittar allar þær upplýsingar um stjórnarstarfið sem þeir biðji um. — Að þessu athuguðu verða fullyrðingar Mr. Howes harla lít- ils virði. Gleðilegt sumar, góði vinur minn. Gleðilegt sumar, þökk fyrir vinskap þinn. Gleðilegt sumar. Gæfan hjá þér dvelji. Gleðilegt sumar fögur blóm þér velji. Manstu er sólin morgunns-bjarma sló á “móa” og “grundir” þegar leysti snjó, hve “brakamýrin” breyddi græna dúkinn á brjóst og herðar, allan fagra búkinn? Manstu er lóan ljóð sín kvað á “mel”? þau ljóð sem geymst með okkur hafa vel, og hljóma jafnvel enn í eyrum vorum sem eyðum hérna kvöldsins hinstu sporum. Manstu ekki gauksins gýgju fagra slátt, og gott var þá að vita úr hverri átt þau bærist fyrst til smalans unga eyra, sem æskti það úr vissri átt að heyra. Því yfir höfði “unaðs-gaukur” gól, en “gaukur-fjár” í austri fylgdi sól, úr suðri heyrðist “sælu-gauksins” Ijóðið, en sorg að utan: “vesal-gauksins hljóðið. í norðri aðeins “ná-gaukurinn” hló, þá næðings-kulda yfir smalann sló. Hann vissi um marga von á sjúkra-beði, sem vel gat dáið, þannig söngin réði. Manstu ekki spóans “vell” hans langa lag? á lágri þúfu hann söng það nótt og dag, og einkum þegar úði féll úr skýjum, en aldrei breytti hann rödd í tónum nýjum. Og svo var álftin, unaðslegri söng við aldrei heyrðum sumarkvöldin löng. Og litla “tjörnin” varð sem Álfheims undur, því engar greindust raddirnar í sundur. í stærstu hljómleiks-höll við töfraspil eg hefi setið, aldrei fundið til slíks unaðs-hljóms í sál, í sinni og hjarta, er seiddi mig við litla “vatnið” bjarta. Nú minningarnar vakna ein og ein: um ofurlítinn fugl við lágan stein, er söng svo fagurt sólskríkjunnar-óðinn að sjálfur Þorsteinn tók þau með í ljóðin. Við tókum þetta vestur, vestur hér, og veitt það hefir unað mér og þér. Ei fleiri nöfn eg nefni að þessu sinni, þó nöfn þau öll mér standi í fresku minni. Nú slæ eg botn í bréfið, vinur minn, Og bið að vorið skrýði feril þinn, að alt hið góða gleði á veg þinn breiði, og gæfu-sólin brosi þér í heiði. P. S. P. ATHYGLISVERÐUR LJÓÐA- FLOKKUR Eftir próf. Richard Beck Páll V. G. Kolka, héraðslækn- ir á Blönduósi, er íslendingum vestan hafs að góðu kunnur síð- an hann ferðaðist um byggðir vorar fyrir tveim árum síðan á vegum Þjóðræknisfélagsins. — Hann er einnig, eins og kunnugt Hálfmánans bláföla, hallandi sigð, hrímgeislum dreifir á sofandi byggð, breiðir um garðinn sitt grisjaða lín, glært eins og ljósálfa slæður. Marmarahöllin og mjóturninn skín mjallhvít við silfraðar glæður. Ilmandi myrtan á miðnæturstund mókir og dreymir við sígrænan lund. Gulleplin drúpa með glitrandi bros, geymd milli fannhvítra blóma. Rósanna beð eru ^jöllitað flos, fegrað í dulrænum ljóma. f “Ársriti Stúdentafélags Reykjavíkur” síðastliðið ár birt- ist ljóðabálkur eftir Kolka lækni, er nefnist “Landvættir”, og hefir nú verið sérprentaður; er það vel, því kvæðaflokkur þessi er þannig vaxinn bæði um tímabært efni og skörulega með- ferð þess, að hann á skilið að komast í hendur almennings. f kjarnorðum inngangi gerir höfundur grein fyrir landvætta- trúnni meðal annars á þsesa leið: er. skáld gott, og hefir gefið ht e "1, Heimskringlu Snorra tvær kvæðabækur, Hmtbiörg I Sturlusonar er skaldleg frasogn (1936) og Stróndina (1940) ; bera þær því vitni, að þar er að verki gjörhuguH m^ður og heillund- aður, sem tekur viðfangsefni sín föstum tökum, og hefir mikið vald bæði á máli og ljóðformi. Má sem dæmi þess minna á hið orðhaga og myndauðga kvæði hans “Máraflúr”, er hefst á þess- um erindum: af því, er Haraldur blátönn hugði á hernað til íslands og sendi þangað mann í hamförum til þess að njósna um, hvar varnir væru veikastar. Hann leit aði fyrir sér á fjórum stöðum, en landvættir bægðu honum frá í líki dreka, arnar, griðungs og risa. Snorri getur þess að vísu til skýringar, að á öllum þessum fjórum stöðum hafi verið miklir og hraustir höfðingjar fyrir, en góðsögnin náði betur hug og hjarta þjóðarinnar, sem taldi þar kynjaskepnur fremstar allra landvætta. Og svo fór, að flatti þorskurinn, ímynd þeirrar efnis- hyggju, sem metur allt í álnum og fiskum, var tekinn úr skjald- merki íslands, en risinn, drek- inn, uxinn og örninn settir í stað inn tem sýnilegt og lögleitt tákn þess, að íslendingar setji þjóðerni sitt oíar öllu og trúi á lífsmátt þess.” Ákallar höfundur síðan land- vættirnar í heild sinni þessum orðum: Hljóðs bið eg allar helgar lands míns vættir: Hamranna tröll með djúpan þrumuróm, er starir þungbrýnt fram um gljúfragættir — og þig, er boðar lýðum Drottins dóm, dreki, sem blundar undir jökul- íótum \ 1 og andar glóðum elds á tímans hjóm — — gullhyrndi uxi, er fetar traustum fótum fjalldala breið og grösug heiða- lönd með reginorku, falda í lygnum fljótum------------- svifhraði örn, er sveimar yfir strönd, svalkaldar rastir ýfa vængja- slættir, þú heldur vörð að hafsins yztu rönd. Þetta Nýja Ger Verkar Fljótt Heldur Ferskleika Þarf Engrar Kælingar Nú getið þér bakað í flýti án fersks gers. Aðeins takið pakka af Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast úr matskápnum og notið nákvæmlega eins og köku af fersku geri. Þetta er alt sem þarf að gera: (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina te- skeið af sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Þér fáið sömu fljótu hefinguna. Notið það í næstu bakninga brauð og brauðsnúða. Aldrei þurfið þér framar að hafa armæðu af að halda gamaldags fersku geri frá skemdum. Kaupið mánaðar forða af Fleisch- mann’s Fast Rising Dry Yeast hjá matsölumanni yðar í dag. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! Heyrið mitt ákall, lands mins verndarvættir: Vekið til nýrra dáða fornar ættir. Þvínæst ~snýr skáldið brenn- andi ákalli sínu til hverrar land- vættar um sig um að lækna mein lands og lýðs, vekja þjóðina til meiri trúnaðar við hið bezta í fortíð sinni og sjálfri sér og til að standa sem fastast vörð um land sitt og þjóðerni. Sameigin- lega ávarpar skáldið svo land- vættirnar þessum fögru og þjóð- hollu bænarorðum: Haldið um fslands helga fána vörð, hollvættir góðar, signið frelsis merki, þrílitað tákn um fagra fóstur- jörð. Heiminum sýnið voldugt afl í verki, verndið hinn hvíta, rauða, bláa lit á meðan skína fjöll í fannaserki, fossinn í glúfri, brim við kletta- fit----------- á meðan land vort geymir eld í æðum, eygló á loftið málar roðaglit — á meðan blámi skín á himinhæð- um, heiðavötn glitra um bjarta sum- arnátt — á meðan Frón á gnægð af tign og gæðum. Þá skal um allar aldir gnæfa hátt íslenzka merkið, hvítt og rautt og blátt. í seinni hluta ljóðabálksins, jafnframt því sem höfundur heit ir enn á landvættirnar að duga þjóð á örlaga- og hættustund, bregður hann upp áhrifamiklum myndum af því ófriðar- og ó- heillaástandi, er ríkir í heimin- um, og þeirri hættu, sem hann telur vofa yfir íslandi, bæði af áhrifum utan að og meinsemd- um innan þjóðlífsins sjálfs. Snýr skáldið á ný í kvæðislok ákalli sínu til landvættanna, en minnir jafnframt á þá merkilegu og margslungnu sögu, sem íslenzka þjóðin á sér að baki, hve dýru verði hún hefir keypt réttinn til að lifa lífi sínu. En þetta er loka- erindi flokksins og talar það sínu eigin máli: Landvættir fornar! Lítið því til vor, \ látið oss njóta arfs, er Saga geymir. Bæn vora helga blóði drifin spor. íslending hvern um alla tíma dreymir óskadraum þann að mega lifa frjáls. Bölvaður sá, er sinni ættjörð gleymir. Sendið oss heldur ís og elfur báls,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.