Heimskringla - 30.06.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. JÚNf 1953
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
skínandi bjart.
En á eldhrauni upp, þar sem enn-
þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er
horfiö á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár, börn-
um og hröfnum að leik.
Ó þér unglinga fjöld, og íslands
íullorðnu synirl
Svona er feðranna frægð fallin í
gleymsku og dá!
Feðranna frægð var vakin úr
gleymsku á þessum degi. Hæstu
hugsjónir og heitasta þrá ís-
lendinga voru að rætast. Hátind-
ui athafnarinnar náðist, fannst
mér, í einni setningu. Gísli
Sveinsson var maðurinn sem
fékk að fara með þá setningu,
sem forseti sameinaðs Alþingis.
Hugsið ykkur staðinn og stund-
ina. Rigningin, sem haldið hafði
áfram alla nóttina, fór að aukast
fram eftir deginum. Nú er sögu-
ríkasta örlagstundinn kominn—
klukkan tvö eftir hádegi. Al-
þingis-samþykktin var afgreidd.
Þingmenn, tilvonandi forsetinn,
embættismenn þings, sátu í
frökkum, margir vafðir í tepp-
um, rigningin drjúpandi af
börmum höfuðfatnaðar þeirra,
ofan á skjölin sem þeir höfðu
meðferðis. Forseti sameinaðs Al-
þingis stendur upp—og eg býzt
varla við að lifa nokkursstaðar
í heimi jafn hátíðlega stund og
sú er hann mælti skýrt og ákveð-
ið: “Hérmeð lýsi eg yfir gildis-
töku stjórnarskrá lýðveldi fs-
lands.”
^ Eg stóð í þyrpingu með fáein-
um íslenzkum blaðamönnum á
bak við þingpallinn. Mér var lit-
ið til aldraðrar konu er stóð næst
^ér. Rigningin, hæg núna, í fín-
um dropum, baðaði andlit hennar
en gleðitárin blönduðust rign-
ingunni. Hér var auðséð gömul
sveitakona er þekkt hafði strit
og ástríðu erfiðrar vinnu alla
æfi.. Andlit hennar ljómaði af
ánægju—maður sá speglaða þar
hugsunina: “Komin er nú stund-
in — langþráða stundin. Að
bessu marki höfum við fslend-
ingar verið að keppa í nærri sjö
aldir. Eg þakka Guði fyrir að eg
hefi fengið að lifa þennan dag!”
Slíkar hugsanir geisluðu bara
úr svipum allra. Stundin var of
heilög, of þrungin alvöru og há-
tíðargleði, að fara að hrópa. —|
Næst kom þögn í heila mínútu |
—þögn um alt landið, í hverju
koti og í hverjum kaupstað, til1
sjávar meðal þeirra ar ‘fluttu
varninginn heim’, í erlendum
borgum við útvarpstæki þar sem
íslendingar hlustuðu á útvarp
athafnarinnar. Eg þarf ekki
frekar að reyna að lýsa því sem
orð fá eigi lýst.
Næst var hringt hverri einustu
kirkjuklukku á íslandi. Ekki er
kirkjuklukkan á Þingvöllum
stór, og ekki er hljómur hennar
sérstaklega hrífandi, venjulega.
En hvað maður var ánægður
samt að heyra rödd gleðinnar,
hefjast til himins þrátt fyrir
þúngu skýin, í hljómi þeirrar
bjöllu á þessum degi! í útvarp-
mu var búið að taka inn á plötu
hringingu ýmsra kirkjuklukkna.
Þeir kunna tæknina líka á fs-
landi, á mörgum sviðum. Þeir
blönduðu hljóðinu úr kirkju-
klukkunum í Dómkirkjunni, Frí
kirkjunni, kirkjunum báðum í
Hafnarfirði, inn á sömu hljóm-
plötu, og útvarpshlustendur
fengu að heyra samsteypu hljóðn
er maður gæti ímyndað sér,
hefði verið hægt að hlusta á all-
ar kirkjuklukkur hringjandi
samstundis um landði alt.
Þá var gengið til atkvæða-
greiðslu um kosningu forseta.
En hátindinum hafði verið náð.
Lang hrifningarmesta stundin
var liðin hjá. Draumarnir rætt-
ust. Eining ríkti. Af alhug barst
til himins bæn til handa lýðveld-
inu nýja: “Drjúpi hana blessun
drottins á, um daga heimsins
alla.”
Framh. á 4. bls.
Sonur lýðsins
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI)
“En, því miður held eg að þú getir ekki náð
fundi hans”, sagði hinn feiti Benko. “Herra
greifinn hefir gesti, nálega tvö hundruð baróna
og barónessur, greifa og frúr þeirra, það situr
allt að miðdegisverði uppi í hinum mikla borð-
sal. Já, en ef þú gætir nú bara fundið bragðið
af öllu því ljúffenga góðgæti, sem eg matreiddi
fyrir þennan miðdegisverð!” sagði hann með
afsakanlegum metnaði.
“En herra greifinn getur ekki setið yfir
máltíðinni í allan dag, og erindið sem eg á við
hann, er ákaflega áríðandi.”
“Ef þú vildir nú bíða”, sagði Benko, og
klóraði sér í höfðinu, hugsandi, “þangað til
Janko kemur ofan í eldhúsið, þá getur hann
hvíslað því að greifanum að þú þurfir að tala
við hann, og þá kannské . . .Og hér er þá
Janko”, bætti hann við, þegar hinn virðulegi
þjónn birtist í dyrunum, “Janko, komdu hingað
sem snöggvast, þetta er Andras Kemeny frá
Kisfalu. Hneigðu þig fyrir honum, eins og greif
anum. . . .Og heyrðu nú, Janko, Andras langar
til að fá að tala við herra greifann”.
“Hans hágöfgi vill ekki láta ónáða sig við
máltíðina” ,sagði Janko, hugsandi .
“Sjáið þið nú til”, sagði Andras óþolin-
mæðislega, “Þið eruð allir ágætis drengir, en
það gengur dálítið of mikill tími í málæði. Eg
er í miklum flýti. Farðu nú upp á loft, Janko,
og vertu svo vænn að hvísla því að lávarðinum,
að Andras Kemeny frá Kisfalu langi til að tala
við hann undireins.”
“Hann svarar því”, sagði Janko undirgefn-
islega “að Andras Kemeny frá Kisfalu, geti bara
farið til fjandans!”
“Nei! hann segir það ekki, Janko”, sagði
Andras með hægð, “en ef hann segir það, þá
láttu þess getið að það sé mál, sem geti orðið
honum ærið kostnaðarsamt, ef hann sinnir því
ekki í tíma.”
Það var undarlegt, en það var eins og allir
færu æfinlega eftir því sem Andras bauð, og
gerðu að vilja hans. Það voru miklir kunnleikar
með honpm og alþýðufólkinu á mjög stórn
svæði þar í grend. Honum fannst ekki að auður-
inn hefði á nokkurn hátt hafið sig yfir jafn-
ingja sína, en hann hafði lært að skipa og
stjórna vegna þess að hann var viljasterkur og
ákveðinn, og hafði snemma á æskuárunum lært
skilyrðisíausa hlýðni. Því veittsit honum nú
létt að krefjast þess að sér væri hlýtt, þegar
hann var orðinn sinn eigin herra. Janko lagði
upp í sendiferðina, en hristi höfuðið, dálítið
efandi. Það var orðið þögulla í eldhúsinu. Ef
til vill fannst þjónustufólkinu að það hefði gex-t
sig of heimakomið við hinn ríka stór bónda sem
kominn var til þess að tala við lávarðinn. Anna
var búin að þurka rykið af stóra hægindastóln-
um, en stóð feimin og óákveðin hvort hún ætti
að færa hann að borðinu.
Benko hafði sent vikadrengina hingað og
þangað, og var búinn að setja vínflösku og
staup á borðið.
“Viltu ekki veita okkur öllum þann heiður,
Andras, að bergja á þessu víni?”
“Það myndi eg gera með mestu anægju,
Benko, minn góði vinur, ef það væri ykkar eig-
ið vín, eg skyldi drekka allt innihald flöskunn-
ar, 0g líklega biðja um meira, en meðan eg veit
ekki hvort herra lávarðurinn er vinur, eða óvin-
ur, get eg ekki drukkið hans vín. Anna, gullið
mitt, hættu að fægja þennan stól, hann er orðinn
nærri eins gljáandi, eins og fallgeu kinnarnar
þínar. Nei! Eg ætla ekki að drekka vínið á Bil-
esky-setrinu, en eg skal segja ykkur hvað eg
ætla að gera, eg ætla að kyssa allar fallegu
stúlkurnar hér”. Og Andras Kemeny lét ekki
sitja við orðin tóm, heldur tók utan um mitti
allra hinna laglegu þjónustu-meyja, og þar sem
þær veittu ekki mikla mótstöðu, hafði hann á
lítilli stundu gert þær, hverja með annari, kaf-
rjóðar í framan.
Þetta varð til þess að glaðværðin komst
aftur á hæzta stig. Andras Kemeny var ekki
drambsamur! Lengi lifi Andras Kemeny! Þeg-
ar Janko kom aftur með þær undrunarverðu
fréttir að herra lávarðurinn ætlaði að veita
Andras Kemeny viðtal í reykinga-herberginu,
fann hann hinn síðarnefnda sitjandi í stóra
stólnum, allan eitt bros og allar ungu stúlkurn-
ar iðandi af kátínu, gáfu þær honum hýrt auga
úr hverjum krók og kima í eldhúsinu. Janko
varð að fara með Andras upp hinn mikla stiga,
til þess að koma^t inn í reykingasal lávarðsins,
og gegnum enda hinnar miklu forstofu, þar sem
Bilesky lávarður veitti sínum tignu gestum af
takmarkalausri rausn. Andras heyrði hljóðfæra-
slátt og hávaða, um leið og hann fór í gegn bak
við hljóðfæraflokkinn, til þess að vekja enga
eftirtekt á sér, og sömuleiðis brá fyrir augu
hans fríðum andlitum, litríkum kvenbúning-
um og skrautlegum herbúningum, sem minnti
hann á marglita garðinn, þar sem viltar rósir og
liljur uxu, og móðir hans annaðist, fyrir utan
húsið á Kisfalu.
Janko skildi við hann einan í reykingasaln-
um, og Andras leit í kringum sig, undrandi yfir
því, sem honum fannst vera fegurra og ríkmann
legra umhverfi en hann hafði nokkurn tíma
dreymt um.
Honum varð á að hugsa til sinnar eigin dag-
stofu, þar sem var svo lágt undir loft, og þar
sem móðir hans sat við spunann á hverjum degi,
— það var svo ólíkt þessum sal, sem, þótt allur
húsbúnaður væri þar fremur einfaldur, var
skrautlegri og viðhafnarmeiri en nokkuð sem
hann hafði hugsað sér. Ekki vissi hann hversu
lengi hann hafði staðið þarna og beðið, eftir að
Janko. hafði skilið við hann. Hann starði í
draumkenndri leiðslu út um gluggana sem
snéru *að trjágarðinum, þar sem rósatrén með
marglitu glerkúlunum glitruðu í sólskininu, og
glaðvær hlátur barst að eyrum hans úr samkvæm
issalnum. Hann virti fyrir sér allt þetta, ser-
honum að minnsta kosti, fannst vera skraut og
viðhöfn, og gat ekki annað en undrast yfir því,
að nokkur maður með fullri skynsemi, skyldi
hætta þessu fagra óðalsetri og yndislegu land-
eignum fyrir dutlungafulla og illræmda ný-
breytni; hvernig í dauðanum að hann gæti átt
það á hættu að missa allt þetta í f járhættuspili,
og þurfa ef til vill að hröklast úr þessu mikil-
fenglega húsi, skilja við þessa rósarunna og
þetta dásamlega útsýni. Hver sá maður, sem var
eigandi að öllu þessu, var hugsunarlaust fífl að
stofna nokkrum þumlungi af þessum fögru land
eignum í fjárhagslega hættu, aðeins til þess að!
fullnægja einhverjum heimskulegum og skað-
legum dutlungum . . .Andras var vakinn upp
úr þessum hugleiðingum með því, að dyrnar
voru opnaðar, og þeim lokað — og hann var. á-
varpaður með mjög þurlegri og stuttri kveðju,
og hann sneri sér við og stóð frammi fyrir herra
Bilesky-óðalsetursins. Hann sá fyrir framan sig
fremur glaðlegt, góðmannlegt andlit, dálítið
drambsamlegt ef til vill, en þó . .
Andras starði niður fyrir sig, starði með
ofurlítið ónotalegri smæðar-tilfinningu á bænda
búninginn sinn, hendur sínar, sólbrenndar og
harðar af erfiði, leður belti og skyrtuermarn-
ar, og skildi ljóslega, að þrátt fyrir auð og pen-
ingasakir, hlyti lávarðurinum að finnast hann
lítilmótlegur, og óbrúanlegt haf á milli þeirra.
“Nú ,hvert er erindið?” spurði Bilesky, um
leið og hann settist niður og tók eina af sínum
löngu tóbakspípum ofan af veggnum. Hann bauð
ekki Andras að sitja eða reykja, og meðan hann
fyllti pípuna, horfði hann með töluverðri for-
vitni á þennan unga, glæsilega bónda, sem var
sagður svo geysilega auðugur. Þrátt fyrir það
þótt hann hefði oft séð hann í þorpinu, eða úti
á ökrunum, hafði hann aldrei fyr haft tækifæri
til að standa augliti til auglitis við hann, eða
eiga tal við hann. Andras hafði sigrast á smæð-
ar og feimnis tilfinningunum. Hann skifti ofur-
lítið litum, þegar lávarðurinn settist sjálfur ró-
lega niður, en lét hann standa frammi fyrir sér
eins og hvern annan þjón.
Þrátt fyrir það vissi hann að hann varð að
vera þolinmóður, og fara að öllu með gætni, ef
hann átti a geta búist við að hlustað yrði á er-
indi sitt, og með mestu hægð náði hann sér
sjálfur í stól og settist.
“Eg skal ekki eyða of löngum tíma í það að
bera fram erindi mitt”, byrjaði hann mjög festu 1
lega. “Eg veit að yðar hágöfgi vitið mjög lítið
um margt sem er að gerast um þessar mundir á
landeignum yðar—því er bóstaflega haldið frá
yður......”
“Vissulega hefur þú ekki komði alla leið
frá Kisfalu til þess að segja mér frá þessu”?
svaraði greifinn hlæjandi. ^
“Eg bið yður afsökunar, göfugi herra”,
sagði Andras. “Það myndi verða mikill tíma
sparnaður fyrir okkur báða, ef yðar hágöfgi
vildi láta mig halda erindlnu áfram, án þess að
taka fram í fyrir mér. Eitt af því, sem yðar há-
tign er ekki kunnugt um, er það að nú sem
stendur er megn og hræðileg óánægja og upp-
reisn á margra mílna svæði, í þorpunum og á
ökrunum. Bænda- og verkalýðurinn er alvarlega
skelfdur. Fólkið skilur ekki til hlítar það sem
er að gerast, og enginn virðist hafa lagt mikla
stund á að skýra það fyrir því. f dag er verka-
lýðurinn í hættulega angurværu og æstu ásig-
komulagi, og hver veit hvað getur gerst á morg-
un? Fókið gæti leiðst út í trylltan ofsa, og það
er hættulegt að hafa sléttulýðinn upp á móti
sér. Hann er eins og ungverska ómælis-sléttan,
sléttur, gáralaus, og rólegur eins og stöðuvatn,
en komi einu sinni æstir stormar af himnum
ofan, ýfa þeir upp hið lygna stöðuvatn, og sand
bakkarnir sem virtust svo meinlausir og sak-
leysislegir, þyrlast eins og strókur upp í loftið.
Þeir rísa hærra og hærra, magnaðir af veður-
ofsnaum, og þegar þeir getea' ekki lypt sér hærra
falla þeir með tröllslegum dunum og dynkjum
niður á jörðina og grafa allt mannlegt- og líf-
ræns eðlis undir þykku sandlagi, af því það hef-
ur dirfst að reita það til réttlátrar reiði”..
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Dr. P. H. T« Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sími 927 5S8
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors ai
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osborne St. Phone 4-4395
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s)
Offíce 927 130 House 724 315
Bookkeeping, Income Tax, Insurance
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, cigandi
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 74-1181
V
SAVE l/2 ON NEW RUGS
CARPET REWEAVING
new RUGS made from your
OLD WORN OUT CLOTHES
OR RUGS.
Write For Free Illustrated Cataloge
CAPITOL CARPET CO.
701 Wellington Ave.
Wtnnipeg, Man. Ph. 74-8733
1
cr~
GRAHAM BAIN & CO
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
350y2 HARGRAVE ST.
Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390
1
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
★
506 Somerset Bldg.
*
Office 927 932 Res. 202 398
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögfrœðingctr
Bank of Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St
Sími 928 291
TELEPHONE 927 025
H. J. PALMASON
Chartered Accountanta
505 CONFEDERATION LIFE Bldg.
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
L I M I T E D
selur líkkistur og annast um
utfanr. Allur útjiúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann aUskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PYMORE Ltd.
British Quality - Fish Nettlng
60 Victoria St., Winnipeg. Man.
Phone 928 211
Your Patronage Will Be
Appreciated
Manager: T. R. THORVALDBON
Halldór Sigurðsson
>C SON LTD.
Contractor & Builder
526 Arlington St.
Simi 72-1272
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Bldg.
275 Portage Ave. Winnipeg
PHONE 922 496
Vér verzlum aðeins með fyrsu
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI 3-3809
THDS. JUKSIIN & S#\S
LIMITED
BUILDERS’ SUPPLIES
COAL - FUEL OIL
Phone 37 071
Winnipeg
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOI
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, C.orsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
Umboð Heimskringlu á Lang-
ruth hefir Mrs. G. Lena Thor-
leifson góðfúslega tekið að sér.
Eru áskrifendur blaðsins beðnir
að afhenda henni gjöld og yfir-
ieitt greiða fyrir starfi hennar
eins og hægt er.
Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.