Heimskringla - 05.08.1953, Side 1

Heimskringla - 05.08.1953, Side 1
f— AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality de Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrappei f'” L AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrapper LXVII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. OG 12. ÁGÚST 1953 NÚMER 45. og 46. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR VERÐUR IMAÐUR DROTN- INGAR ÞJÓÐSTJÓRI? B'laðið Manchester Guardian | flutti 24. júlí grein um, að sér litist ekki á þau ráðagerð, að gera Philip, mann Elizabetar drotningar, að þjóðstjóra (Re- gent) í stað Margrétar prins- essu. Staða Regents eða þjóðstjóra er sú að leysa af hendi verk kon' ungs eða drotningar, ef fjarveru eða dauða bæri að höndum. En að skipa mann, sem ekki er borinn til þeirrar stöðu í hana, segir blaðið vera óvenju- legt, óbrezkt. Ef Elizabet drotning dæi, yrði þjóðstjórinn að leysa af hendi starf hennar þar til sonur þeirra Charles prins, væri kom- inn til lögaldurs eða væri 18 ára. Og gæti ekki Hertoginn af Edinburgh þá verið orðinn svo valda- og áhrifamikill, að þjóð- in vildi hann konung áfram? — En þá væri farið út frá því laga- lega og með því gæti skeð, að við hefðum tvo konunga, segir blaðið. fSENDINGADAGURINN A GIMLI, 3. ÁGÚST Þjóðhátíð Winnipeg-íslend- inga fór fram s.l. mánudag að Gimli. Veður var hið ákjósanleg asta, hvorki of heitt né of kalt, og dagurinn, að venju, vel sótt- ur. Þó erum vér hræddir um, að Winnipeg-íslendingar hafi ver- DREW MINNIST Á TRÚMÁL Þegar Drew kom til Quebec, fékk hann að heyra á mönnum, að þeir gætu ekki kosið hann vegna þess að hann væri prótest- anti. Svaraði hann því á fundi í Trois Rivieres, Quebec, er mundssyni og Skúla Johnson 5000 manns sótti á þessa leið: “Yður hefir verið sagt, að greiða mér ekki atkvæði vegna þess að eg sé prótestanti. Vinir ið með færra móti Forseti dagsins var Jón Lax- dal kennari. Fórst honum stjórn- in ljómandi vel. Heimskringla vill þó gera þá athugasemd, að það ætti ekki vera þörf á að end- urtaka hverja tilkynningu af því sem fram fer á báðum málunum, ensku og íslenzku. Ef íslenzkan ekki nægir, þá ætti enskan ein að gera það. Fjallkonan Jórunn Thordar- son flutti sitt vel samda ávarp með ágætum. Tveir aðal-ræðumenn dagsins, séra Einar Sturlaugsson og próf. Watson Kirkconnell, beindu máli sínu að skáldinu St. G. Stephanssyni, en hans var minst bæði hér og heima á þessu ári, í tilefni af 100 ára fæðingar-af- mæli hans. Verða erindi þessara skörulegu ræðumanna birt í ís- lenzku blöðunum- Þau settu svip á hátíðina. Þessir nýju ræðumenn á íslend ingadegi Winnipegmanna, voru gerðir kunnugir áheyrendum af prófessorunum Finnboga Guð- mínir, eg er prótestanti af sömu ástæðum og flestir ykkar sem eru hér, eru kapólskir. Eg lærði fyrst að biðjast fyrir við hné móður minnar. Hún kendi mér að trúa. Þið gerðuð þetta einnig. Aðrir ræðumenn voru forsæt- isráðherra þessa fylkis, Mr. Campbell og Mrs. Benediktsson, dóttir skáldsins St. G. St.; var hún að koma úr íslandsferð. Fór hún þangað í boði stjórnarinnar til að vera viðstödd, er minnis- varði föður hennar hjá Arnar- stapa var afhjúpaður í júlí, sem skáldinu var reistur þar. Grett- ir Jóhannsson flutti og kveðju frá stjórn íslands. Bjarni Egilson borgarstjóri á Gimli ávarpaði gesti dagsins. Kvæði flutti og G. J. Gutt- ormsson, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði. Söng á daginum stjórnaði Jóh. Fálsson frá Geysi með söng- flokk er hann hefir haldið uppi í Norður-bygðum Nýja íslands. Kendi óvanaleg frískleika í meðferð íslenzku laganna, sem oftast eru sungin hér eins og við létu mikið af seinni tíma fram- förum og mannvirkjum á ætt- jörðinni. Sumarið var og eitt hið bezta. Grasspretta óhemjuleg, svo að slá varð fyr en vanalega til að koma í veg fyrir að grasið legðist fyrir og eyðilegðist. Sögðust sumir aldrei hafa séð neitt líkt því áður heima. Með hópnum komu tveir gest- ir vestur heiman af fslandi, þeir séra Einar Sturlaugsson, sem hér er í boði frá Manitoba-há- skóla, og Jón Björnsson, kenn- ari frá Sauðárkróki. Dvelja þeir hér á meðal fslendinga um skeið. Heimskringla býður þá vel- komna og óskar að þeim verði dvölin hér ánægjuleg. Heim- ferðahópnum óskar hún og á- nægjulegrar heimkomu. HEIMSÓKN SR. EINARS STURLAUGSSONAR f ráði er, að sr. Einar Stur- laugsson leggi i næstu viku af stað vestur að hafi, þar sem hann mun dveljast fram eftir mánuðinum og tala á samkomum í Vancouver, Blaine og Seattle. Verið getur, að hann komi við í Vatnabyggðum á leiðinni vest- ur. Menn eru beðnir að veita at- hygli auglýsingum um samkom- ur á hverjum stað um sig, þar eð íslenzku vikublöðin koma ekki út í næstu viku og forvaði því naumur til auglýsinga. R. A. TAFT DÁINN Robert Alphonso Taft, foringi Republikana í efri-málsstofu Bandaríkjaþingsins, dó á sjúkra- húsi í N. York s.l. föstudag. Hann var 63 ára. Hann var sonur William Howard Tafts, 27 forseta Banda ríkjanna, fæddur í Cincinati, en ólst upp til skólaaldurs á Filips- eyjunum, þar sem faðir hans var landstjóri. En mentun hlaut hann í Bandaríkjunum bæði í Yale og Harvard. Hann var ó- viðjafnanlegur námsmaður, var t.d. efstur í bekk í báðum nefnd- um skólum. Vegna góðs laganámsferils, bauðst honum þegar atvinna hjá stórum lögmannafélögum í N. York. En það freistaði hans ekki. Honum var eflaust snemma hug- leikið, að líkjast föður sínum og verða að sjálfsögðu forseti. En þess varð honum ekki auðið. Lögfræðistarf sem hann hóf í Cincinati hóf hann brátt tii Ohio- Bandaríkjinn gerðust aðilar S., þjóðanna vegna þess að með því gætu aðrar þjóðir rekið þau í stríð. Ef til vill hefir hin gamla flokksstefna tekið Taft heldur sterkum tökum. Taft var giftur afbragðskonu er lifir hann ásamt fjórum son- um þeirra. Voru þrír af þeim í síðasta stríði. Kona hans hét Martha Bowers og tók svo drjúg an þátt með ræðuhöldum í stjórn málunum með manni sínum, að blað eitt sagði svo frá eftir einar kosningar, að “Bob og Martha Taft” hefðu unnið. GASPERI-STJÓRNIN FALLIN Eftir kosningar er fram fóru fyrir tveim vikum á ítalíu voru völd falin Alcide de Gasperi, hinum kunna og vinsæla stjórn- málamanni. Á þingi hafði hann ekki fullan meirihluta. En hann hafði svo mikið og farsællega við stjórnmál verið riðinn síðan 1945 ,að allir heldu að fyrir hann yrði ekki settur fótur. En þetta hefir öðruvísi farið. 28. júlí var vantrausts yfirlýsing á stjórn hans samþykt. Er talið hætt við, að fáir bjóðist til að mynda stjórn og kosningar á ný verði eina úrræðið. HVAÐ KOSTAÐI KOREU-STRÍÐIÐ Síðasta stríð í Koreu, er ekki eina orrahríðin sem þar hefir verið háð. Það má segja, að hin sólroðnu fjöll landsins hafi kveðið við af sverðasöng óslitið síðan á tíð Genghis Khan, og ef til vill lengur en saga getur um. En mest og dýrast hefir síð- asta stríð eflaust verið. Fallnir og særðir er talið að hafi verið 2,303,500 manna. Af þeim eru 1,900,000 taldir frá Norður-Koreu og Kína, en 400,000 frá Sameinuðu þjóðun- um. allra beztu fulltrúum landsins þingi.”V Um hæfileika hans bera hin mörgu störf hans innan stjórn- málaflokks hans fagran vott um um traust og tiltrú. Það gerir hans á þingi einnig í augum al- mennings með marg endurtek- inni kosningu hans. Á þingi styður hann þau mál ein, sem þjóðinni í heild sinni eru til heilla. Það er fyrir það, sem hann er virtur og talinn í hópi ágætustu þingfulltrúa þjóðarinn ar. Kjósendur hans munu líta svo á, að fáir hafi sem hann til end- urkosningu unnið. DR. FINNUR GUÐMUNDS. SAFNAR FUGLUM í ALASKA í blaðinu Anchorage Daily News, sem gefið er út í borginni Anchorage, í Alaska, er þann 3. júlí stór mynd af Finni Guð- mundssyni og félögum hans, svo og greinileg frásögn um tilgang farar þeirra og árangurinn. Segir blaðið, að ferðalangarn- ir hafi verið nýkomnir frá Hoop- er flóa, sem er við mynni Yukan fljóts, en þar eru miklar upp- eldisstöðvar gæsanna. Eru til fáir staðir á norðurhveli jarðar, þar sem fleiri gæsir eru saman komnar. Þeir félagar flugu með lítilli flugvél til þorps, sem heitir Che- vak, en þar búa aðeins innbornir menn. “Bjuggu þeir um sig í gráti liggi. Margt fleira fór fram eftir að a° ttua. kio gerouo petta e.nmg. ™«uhöldum lauk. Eitt f ^kisþingið var hann kosinn í Og eg hygg að þið tnunduð ntet. Mom.ve.gu, var lagður a L.ndn J mig minna ekki meira fyrir, Eft.r það ,ð h«,„ að gefa orðum mððurj i e r málss.ofu Washington- minnar gaum. íþrottlr foru og fram að morgm, -t, Það cretur iafnvel komið fvrir I sem Sotr væri að fá fréttir af til i tingsins- Hefir þ ð g Það getur jatnvel komið tynrl ® Pr fvr;r 1 flokks hans verið aðal starf hans. að úrslit kosninga eins og svo|ðlt11aSar :fra nefndmm, er y | f stjórnmálunum hefir Taft margt annað í starfi voru velt: P sto°- - I ,„«• r„nilhi:u.,ni oo- hótt fvll? íslendingadagurinn var góður!verðl repubhkam og þott tylla og fór myndarlega fram. Heims-|Þar flokk, er einangrun fylgir. kringla óskar að hann eigi enn langa framtíð vestra. En þeir skiptast þannig milli þjóða vestlæga hersins: — Frá Suður-Koreu 184,000, særðir og dauðir; — frá Bandaríkjunum 24,000 dauðir og 100,000 særðir; frá Bretlandi 600 dauðir, en 2,000 særðir; frá öllum öðrum Sameinuðu þjóðanna 2,000 dauð- ir, en 7,000 særðir. Og svo er fjármunalegi kostn- aðurinn. Hann nam hjá Banda- ríkjunum 12^ miljón á dag að meðaltali. Það verður í rúm 3 ár yfir 10 biljónir. a því, hvernig guðstrú vor er. Það er sagt að frelsið sé mann- inum dýrmætara en nokkuð annað. Trúfrelsi er áreiðanlega eitt af því. Það heldur trúnni lif- andi. Kemur í veg fyrir að bún verði meiningarlaus orð. En hvaða trúflokki við heyrum til HEIMSÓKNIN ÓGLEYMANLEG Það er eitt og sama svarið hjá genr mmna til. Það er meira Vestur-íslendingunum sem ís- komið undir því hve einlæglega við elskum og tilbiðjum guð, — en hitt hvað við nefnum trú vora.” Blöð herma að Drew hafi flutt ræðu sína í Quebec á svo liðugri frönsku, að Frakka furðaði á því En á því segja fregnritar ekki neitt að furða, því kona Drews talar Parísar-frönsku, og er þó ekki frönsk. Hún flytur oft pól- itískar ræður bæði á frönsku og ensku. land heimsóttu á þessu sumri, og sem til baka komu s.l. mið- vikudagskvöld, að ferðin verði þeim ógleymanleg. Eftir veizluhöld í Reykjavík, sem áður hefir verið getið um og ferðar til Þingvalla, dreifðist hópurinn og hver hélt til sinna átthaga. Höfðu þeir þar um þriggja vikna dvöl ,sem þeim var gerð eins ánægjuleg og kost- ur var á. Þeir sem vér áttum tal við, Það eitt er víst, að hann hefir í utanríkismálum verið mjög mótfallinn þátttöku Bandarikj- anna í stríðum. Var þó stefna hans fyrir árásina á Pearl Har- bour ákveðnari í þessa átt en siðan. Hann var með Marshall- hjálpinni og hefir verið með öðru er gera hefir þurft, eftir að út i stríð var komið. En honum finnast þar vopnin hafa snúist í höndum Trumans forseta og gagnrýnir framkvæmdirnar, — fanst óþarft að her væri sendur til Evrópu, Koreu, íslands og til varnar á Atlanzhafinu—eða nokkuð úr landinu. En þeir hlut ir hafa nú ekki verið gerðir að gamni sínu. Hefir einangrunar- sinnum þar þótt skjátlast. Taft hefir einnig haft á *ióti, að Eins og getið hefir verið í fréttunum, sækir Stanley Knowles um kosningu í Nyrðra Mið-Winnipeg kjördæmi í kosn- ingunum 10. ágúst. Hann hefir verið þingmaður þess kjördæmis síðan 1944. Enginn þingmaður hefir hreinni skjöld en Mr. Knowles. Hann hefir áunnið sér það frægðar orð hjá tímaritinu Sat. Night, að vera nefndur “einn af svefnpokum sínum í lítilli rúss- neskri kirkju, sem er þar á staðn um”, segir blaðið, “og bjuggu þar í sex daga, enda þótt þorps- búar hefðu varað þá við að setj- est þar að. Bentu þeir komu- mönnum á, að innborinn maður hefði skorið sig á háls í kirkj- unni fyrir fáum árum og verið grafin eða urðaður rétt við hana. Og hann liggur ekki kyrr sögðu þorpsbúar. En vísinda- mennirnir voru of þreyttir á hverju kvöldi eftir ferðir sinar um sléttur, vötn og læki, til þess að geta haldið sér vakandi og beðið eftir draugsa”. Þá skýrir blaðið ennfremur frá því, að dr. Finni hafi tekist að ná 40 fuglum, auk eggja, sem hann ætli að hafa með sér heim til Náttúrugripasafnsins. Hafði hann þegar gert ráðstafanir til að láta setja þá upp, en félagar hans hafi skrifað hjá sér margt til minnis eða gert teikningar af fuglum þeim, sem þeir hafa fund ið af þessari tegund. Vísindamennirnir munu nú komnir til Aleut-eyju, en þar gefst þeim tækifæri til að sjá keisara-gæsir, sem halda tryggð við Alaska og fara ekki þaðan. Eru aðeins til fáeinar þúsundir af þessum gæsum. í bréfi, sem dr. Finnur hefur skrifað heim, segir hann, að hann hafi haft tækifæri til þess að sjá margar fuglategundir, sem eru sjaldséðar eða finnast ekki annars staðar en í Alaska, og á hann þá eftir að fara til Pribiloff eyja, sem eru sannköll- uð paradís fuglanna. Eins og Vísir hefur skýrt frá, buðu Bandaríkjamenn dr. Finni vestur um haf til 3ja mánaða dvalar og ferðalaga. —Vísir 11. júlí á verið getið, en þótt hún þætti allrosaleg, keyrði samt fyrst um þverbak, þegar hann prédikaði í lítilli sveitakirkju, sem var troð full af fólki. Prófessorinn benti þá ógnandi út á kirkjugarðinn og sagði: — “Eg fullvissa ykkur um að fjöldi þeirra, sem hér eru grafnir, hafa hlotið dvalarstað í helvíti”. Þar eð ættingjar, vinir og afkomend ur þeirra, sem jarðaðir höfðu verið í kirkjugarðinum, hlýddu messu, þótti þeim þetta nokkuð harðir kostir. Schelderup Hamarsbiskup hef ur opinberlega andmælt helvít- iskenningu Hallesby, en Hall- esby situr við sinn keip. Nú hef- ir Schjelderup ritað kirkjumála- ráðuneytinu bréf og farið þess á leit að það skeri úr því, hvort helvítiskenningin eigi að vera grundvöllur norsku kirkjunnar. Ráðuneytinu þykir óþægilegt að þurfa að skera úr slíku og hef- ur fyrst um sinn afsakað sig með því, að um þetta verði ekk-. hægt að taka ákvörðun í sumar- hitanum—það verði að bíða þangað til sumarleyfum ljúki. Þing fylkismanna hefur ein- róma tjáð Schjelderup biskupi þakkir fyrir afstöðu hans í hel- vítismálinu og allur almenning- ur fylgir honum að málum. Hins vegar berjast Hallesbymenn fyr- ir varðveizlu helvítis af miklu kappi og telja menninguna og móralinn í bráðri hættu, ef hel- vítistrú verði afnumin. Hammer- lund hinn þekkti skopteiknari, hefur teiknað mynd af hliði helvítis í Dagbladet og stendur undir myndinni: “Lokað vegna sumarleyf a”.—V ísir HITT OG ÞETTA Schjelderup heimtar úrskurð um helvíti! Hallesby prófessor og helvít- iskenningar hans hafa valdið feikna umræðum í Noregi í vet- ur. Útvarpsræðu hans hefur áður FJÆR OG NÆR Við þessa gesti af þeim sem voru lengra að, urðum vér varir á íslendingadeginum á Gimli: Mr. og Mrs. Fred Snædal frá Steep Rock; Mr. og Mrs. Guðm. Grímson frá Mozart, Sask., og sonur þeirra Jón og kona hans: Jón Thorsteinsson frá Steep Rock; Mr. og Mrs. Helga Finns- son frá Steep Rock; Dr. og Mrs. Arnold Holm frá Vancouvei. Óla Olson frá Steep Rock; Mr. og Mrs. R. Gíslason frá Steep Rock. Frá Lundar voru þessir: Mr. og Mrs. Gísli Magnússon, Mr. og Mrs. Ólafur Magnússon; Mrs. Björg Björnsson, Jón Guttorms- son; Mr. og Mrs. V. Guttorms- son; Mr. og Mrs. Óskar Thor- gilsson. Frá Upham, N. Dak., var sr. Egill Fáfnis. Frá Brandon: Mr. og Mrs. E. Egilsson. Frá Cavalier: Séra Stefán Gutt- ormsson. Frá Minneota: Lúðvík Halldcr Oddssón og Marvin Anderson. * * * Á íslendingadeginum á Gimli voru stödd Rev. og Mrs. Eric Sigmar frá Seattle, Washington. Þau hafa verið að heimsækja frændur og vini á Gimli og í Geysisbygð en eru annars á leið til íslands. Fer presturinn þangað til að stunda nám í ís- lenzku í sjö mánuði á háskóla íslands. Eru verðlaun til þess veitt frá íslandi til Columbia- háskóla. Að þeim tíma liðnum fer hann til nokkra mánaða náms í guðfræði í Lund í Svíþjóð. Séra Eric fékk leyfi frá lút- erska söfnuðinum í Seattle til' þessara burtuveru, en býst við að verða kominn til bakka í júli á næsta ári, og taka við þjónustu safnaðar síns.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.