Heimskringla


Heimskringla - 05.08.1953, Qupperneq 2

Heimskringla - 05.08.1953, Qupperneq 2
t 2. SIÐA HEIMSKRINGLA Winnipeg, 5. og 12. Ágúst 195J STIKLAÐ Á STEINUM á aldarafmæli Stephans G. Stephánssonar eftir GUTTORM J. GUTTORMSSON Vesturálfu eyja nyrzt eyjan var sem bygðist fyrst menning, þá hins þekta heims, þjóða handan öldugeims. Vísað hafði athvarf á öndvegssúlan frelsis þrá. Gullöld hófst og hneig í val; hrönnin féll í öldudal. Vesturálfu eyjan nyrzt, auðlegð þótt hún hefði mist öndvegssúlu átti þá öndvegsibekknum sínum hjá, hafði á afli eldfjallsglóð, andans vopn í smíðum góð. Jók þeim styrk, ei jörðu gras, jökla og hafíss kaldabras. Brjóstvits rauðí blástur var bezta járn á steðja þar, sterkri lúð og hamrað hönd —heyrðust slögin út í lönd, þrotnu frelsi þá ei gleymt, þetta skyldi endurheimt! Völunds Dvalinn-vígðu sverij voru greipt og hafin ferð. Eftir langa orra hríð, unnið lífs og frelsis stríð andans vopnum elzta þings, orða Njáls og þveræings, er hún hvíta ássins Jóns ástardís, síns herra og þjóns; fyrir hann, hinn hreina skjöld, hlaUt hún frelsi, sæmd og völd. Vesturálfu eyjan nyrzt, útgarðsvörður, hinst og fyrst, orðsins listar logamálms, ljóðs og vísu, rímu og sálms, fornra rúna fjaðra vals, MINNINGARORÐ María Lovísa Pétursdóttir Sólmundsson F. 25. des. 1882—d. 30. júií 1953 Lovísa Sólmundsson var fædd í Winnipeg 25. desember 1882 Foreldrar hennar voru Pétur Guðlaugsson og Sigurbjörg Bjarnadóttir, sem voru frum- byggjar í Gimli landnámi. Hún fluttist frá Winnipeg til Gimli árið 1889 og ól allan sinn aldur í Gimli-byggð og bæ frá þeim tíma til dauðadags, sem bar að höndum þann 30. júní síðastlið- inn. Árið 1900 kvæntist hún Guð- mundi E. Sólmundssyni, syni Sólmundar Símonarsonar og Guðrúnar Aradóttur, sem fyrst bjuggu í Mikley en síðar að Gimli, Man. I>au eignuðust 11 börn, en tvö af þeim dóu á barns- aldri. Níu eru á lífi og eru nöfn þeirra sem fylgir: Mrs. E. R. Evans, Winnipeg, Man.; Mrs. Herbert Johnson, Mrs. Traveis Johnson og Sólmundur, öll að Gimli, Man.; Pétur, vestur við Kyrrahaf; Mrs. M. Olender, Gypsumville, Man.; Joseph, Benedikt og Marvin að Gimli, Man. Barnabörnin eru 11 og eitt barnabarnabarn. Lóvísa heitin átti átta syskini alls, en á lífi COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” eru aðeins tvö: Mrs. W. J. Wilkinson, Winnipeg, Man., og Dóri Pétursson, Gimli, Man. Lovísa heitin hafði frá fyrstu ungdómsárum varið sínum beztu kröftum til styrktar þeim mann- félagsmálum, sem henni voru kærust. Hún var fædd og upp- alin í lúterskri trú, og þegar hún var á sextánda ári gekk hún í lúterska kvenfélagið Framsókn á Gimli og léði því sína beztu krafta til dauðadags. Önhur fé- lagsmál Gimlibæjar nutu liðs hennar og ljúfmensku í starf- semi sem fyrir lá. En það sem mest kvað að í fari hinnar látnu merkiskonu var sú ástúð og um- önnun, sem eiginmaður hennar og börn urðu ávalt aðnjótandi. Var það í svo ríkum mæli, að slíkt mun fágætt. Hún stóð sem stólpi við hlið manns síns í þau fimmtíu og þrjú ár, sem þau áttu samleið saman. Sá ferill var stráður þeim sólgeislum og hug- ljúfum minningum, sem eru samfara þeim sálum, er eiga þá kosti að geyma, sem prýddu þessa mætu og ástúðlegu eigin- konu og móður: Trúmennskan, blíðan í viðmóti, þolinmæðin, góðviljinn til allra, hjálpsemin og hin íslenzka gestrisni voru sumar af hennar dyggðum, sem gjöra minningu hennar ógleym- anlega eiginmanni, börnum og öllum þeim ótal vinum og ætt- ingjum, sem nutu vinskapar hennar og viðkynningar. Lovísa Sólmundsson var rík af j kærleika og bjartsýni og tók því sem forlögin færðu með ró og staðfastri en þó blíðri lund Hún naut ástar og virðingar fyrir sitt velunna lífsstarf. Með- bræður hennar hafa alla reiðu sýnt vott um þann hlýhug og virðingu, sem þeir bera minn- ingu hennar með því að leggja í minningarsjóð til heiðurs minn- ingu hennar, og á sá sjóður að ganga til kaupa á nýju orgeli í hina nýju lútersku kirkju, sem verið er að reisa á Gimli. Það hefir fjöldi vina lagt í þann sjóð til heiðurs þessari merkiskonti. Eiginmaður og börn hinnar látnu þakka innilega og hjartan- lega öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa heiðrað minn- ingu hennar, og ekki sízt hinum ágætu og prúðmannlega lækni á Gimli, Dr. Frank Scribner, sem lét sér svo annt um, að hún hefði sem allra bezta umönnun í síð- ustu veikindum hennar. Lovísa andaðist að heimili sínu á Gimli 30. júní 1953, eftir rúmlega þriggja mánaða legu. Útför hennar fór fram frá Gimli kirkjunni kl. 2 e.h. mánudag- inn 6. júlí að fjölda vina og vandamanna viðstöddum. Hún var jarðsungin af Rev. Padre E. Martin, R.C.A.F. Station, Gimli, og jarðsett í Gimli-grafreit. Guð blessi minningu hennar. F. O. HEIMSBORGlN Árið 1646 var sagt að menn af “átján þjóðum ætti heima á Man hate og þar umhverfis”. Pá hét þessi staður New Amsterdam, en nú heitir hann New York. Og svo má segja að þar sé saman komnir menn af öllum þjóðum heims. Þar eru fleiri Gyðingar en í Palestínu, fleiri Italir en í Feneyum, fleiri frar en í Dublin. New York er hin mikla heims- borg sem brætt hefur saman hina ólíkustu þjóðflokka í eina heild. En þó hafa menn af sér- stökum þjóðum safnazt saman á vissa staði. Norður af ráðhúsinu og rétt hjá Bowery, er Kínahverfið. Þar voru áður ópíumkrár, en nú eru þær horfnar. Þar er stillt fólk og hljóðlátt, sem talar syngjandi tungumál. Meðfram Mulberry- stræti er “Litla ítalía”. Þar er allt fjörugra. Þar er dansað á messum á götum úti, etið spag- hetti og drukkið rauðvín ósleiti- lega. Gyðingahverfið er hjá De lanvey stræti og Orchard-stræti. Þar er fullt af sölubúðum á gang stéttunum, svo að varla verður þverfótað. Pólska hverfið er hjá 7. stræti og First avenue. Rússa hverfið er hjá Second avenue. Þar norður af er sænska hverfið. Tékkar búa á milli 71. og 80. strætis. Hjá 86. stræti austur, af Lexington, er Yorkville. Þar búa aðallega Þjóðverjar, en einnig Austurríkismenn, Ungverjar og Slovakar. í Harlem búa Svert- ingjar, Portúgalar og Spánverj- ar. Þar skiftist á auður og ör- birgð. Svertingjar hafa flykkzt þangað síðan um aldamót og nú er talið að 300,000 manna búi þai á þriggja enskra fermilna svæði. Fyrst í stað var ekki laust við að nágrannakritur væri þarna í borginni og þjóðernisværingar, en nú er því löngu lokið. Hinir ýmsu þjóðflokkar hafa runnið saman í eina heild á þann hátt, að engin dæmi eru til annars slíkt í veröldinni. Það sýnir að ólíkar þjóðir geta búið saman í sátt og samlyndi, þegar ekki er verið að æsa menn upp til ill- inda og viðhalda erfðafjandskap. New York er því gott dæmi þess að þjóðirnar ætti að geta lifað saman í bróðerni og kærleika, eins og stefnt er að með þeim bandalögum, sem komizt hafa á seinustu árin, eða eru í uppsigl- ingu. Og þetta sýnir að það er engin f jarstæða að tala um Banda ríki Evrópu. Menn munu sjá og skilja með tímanum að allra hag er bezt borgið með því að náin samvinna komi í stað fjand skapar. - Um þetta ætti menn að geta sannfærzt með því að virða fyr- 'ir sér hv.e vel blessast sambúð hinna ólíkustu þjóða í heims- borginni miklu—New York, þar sem ríkir einstaklingsfrelsi og iafnrétti. —Lesbók Mbl. EIGIÐ ÞÉR HEIMA í N0RTH CENTRE? SE SVO . BROOKLANDS Þá veitið athygli að North Centre er nú STÆRRA kjördæmi. Þér þarfnist stjórnarþingmanns með 2^4 „. lífsreynslu, sem fús er á að berjast fyrir nágranna sína! ÍToa Mf/I //l/4 Greiðið atkvæði vegna voldugra North Centre með ELUCB AVE. Greiðið LIBERAL atkvæði! Endurkjósið SI.UIREHT! Mikill foringi fyrir voldugra Canada I M. W ' ‘'y i PETER TARASKA Bæjarfulltrúi • Hefir selið í skólaráði • Velferðarnefnd almennings • Sjúkrahúsanefnd • Lögreglunefnd • Ötull áthafnamaður • Fæddur í North Centre (Published by North Centre Liberal Association) fræðirita Haukadals, snillings margs, sem nú án nafns nýtur frægðar Árnasafns. Fyrir Sæmunds fróða vit, fyrir Snorra og Ara rit hún að sönnu einstæð er, engin slík á jörðu hér. Aldamyrkur hrjáði heim, henni lýsti þá í geim þjánar, eldgoss, íss og snjós andans björtu norðurljós. Nýrri aldar efst og hæst anda ber, og hjarta næst, beggja megin Atlantsáls, einnar þjóðar norræns máls; stendur hinum stærstu jafn —Stephan er hans konungs nafn, Sæmunds hans og Snorra snild snörum þætti eilífgild. Vesturálfu enginn vann anda sannleiks trúrri en hann, hvort sem orð hans arnsúg dró eða þrumu niður sló; hvort sem þrúðugt hamarsslag. heyrðist eða svanalag var það mannúð meginstoð, mannréttinda kristniboð. Yfir heimsstríðs heljarslóð hrundu Stephans kraftaljóð. Stríðin sjálf hann dæmdi dræp, drotna kærði fyrir glæp, gildi mannsins, sorasvift, sá í framtíð himinlyft. Átti þar, að ósk og von, ættjörð hans sinn bezta son. Eyjan hans við yzta mar, eftir stríð og sigur þar er hún vígi Vesturheims, vörður Atlantshafs og geims, jökulhvít og hlíðagræn, herjum kringd, en friðarvæn, alheimsfriðar fyrirmynd; friðarbogi er yfir tind. ÍSLAND HEFUR EINA LÆGSTU DÁNARTÖLU ALLRA LANDA fsland hefur nú lægri dánar- tölu en nokkurt annað land, þar sem hagskýrslur eru gerðar að Hollandi einu undanteknu. Dánarhlutfall íslendinga hef- ur frá því árið 1876 og til ársins 1950 lækkað úr 24.5 af hverju þúsundi og niður í 8.2 af þús- undi eða niður í þriðjung. Lægst ur varð manndauðinn tvö síð- ustu árin sem hagskýrslurnar ná yfir, þ.e. árin 1949 og 1950, þá komst hann niður í 7.9 af þús- undi. Manndauði á íslandi er nú orð in mjög lítill í samanburði við önnur lönd, og eins og áður er tekið fram hefur Holland eitt lægri manndauða en við, eða 7.5 af hverju þúsundi, en Holland og ísland eru einu lör.din í heim inum sem hafa komið manndauða tölunni undir 8 af þúsundi. Löndin sem' hafa manndauða- tölu undir 10 af hverju þúsundi eru í Norðurálfu, auk íslands og Hollands, Noregur, Danmörk og ítalía. En auk þessa hafa svo Canada, Bandríkin, Nýja-Sjá- Ind og Ástralia manndauðahlut- íöll á milli 9 og 10 af þúsundi. Annars er hlutfallið milli manndauðans og mannfjöldans í heild sinni ekki aðeins komið undir heilsufari og hollustuhátt- um, heldur lítia eftir aldursskift ingu þjóðanna. Frá því er hagskýrslur voru gerðar um mannaduða hér á landi hefur manndauðinn ætíð verið tiltölulega meiri meðal karla heldur en kvenna þar til siðustu 5 árin (þ.e. fyrir 1950) að hann er orðinn alveg jafn, en 1876—1885 var hann 4.5 af þúsundi hærri meðal karla. Mann dauðinn hefur því minnkað til- tölulega meira meðal karla en kvenna. Barnadauði á 1. aldursári er nú orðinn lægri á íslandi en í flestum löndum Norðurálfunnar og sennilega stendur Svíþjóð ein okkur þar framar. Samkvæmt skýrslum um barna dauða á 1. aldursári í löndum Norðurálfunnar á árinu 1950, deyja 20.5 börn af hverjum 1000 lifandi fæddum í Svíþjóð á 1. ári. Á íslandi 21.7 Hollandi 25.2 en þessi þrjú lönd hafa lægsta dánartölu ungbarna. 1 Suð-aust- ur-Evrópu eins og t.d. Ungverja- landi, Júgóslavíu og Búlgaríu kemst dánartalan frá 100 og upp í 130 af hverju þúsundi. Manndauðinn á íslandi er minnstur síðari hluta sumars og fyrri hluta vetrar, en mestur síðari hluta vetrar fyrri hluta sumars. Manndauðinn er tiltölu lega minni meðal giftra en ó- giftra. —Vísir MMMSl BETEL í erfðaskrám yðar

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.