Heimskringla


Heimskringla - 05.08.1953, Qupperneq 3

Heimskringla - 05.08.1953, Qupperneq 3
Winnipeg, 5. og 12. Ágúst 1953 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA KRÝNINGARSKRÚÐI ELÍSABETAR “MESTA SKART ALDARINNAR” Langan tíma tók það að vefa krýningarskrúða hinnar unga drottningar, og segja þeir, sem fengið hafa að snerta þessa fíngerðu voð, að hún sé svo mjúk að undrum sæti. Efnið er silkiflauel, purpuralitt, næfur- þunnt og létt. Fóru 20 metrar i kjólinn og er breiddin á voðinni 45 cm. Raunar voru gerðir 2 kjólar, ef svo illa skyldi til tak- ast, að eitthvað yrði fundið að cðrum hvorum, eða ef eitthva mistækist við mátun eða útsaum. Seinlegt verk Það tók meira en 3 mánuði að ljúka vefnaðinum. Og ekki var það gert i vélum, heldur var ofið í höndunum og á trégrindum. Eftirlit höfðu tvær rosknar konur, sem einnig ófu krýning- arskrúða móður Elisabetar árið 1938. Silkiormarnir sem gáfu af sér efnið, voru og af beztu teg- und, ræktaðir í Kent. Á hverj- um ferþumlungi voru 16,000 fín- ir silfurþræðir, sem klippa þurfti hnífjafnt. Þessar þjálfuðu konur —vevararnir gátu ekki afkastað meiru en hálfum metra á dag og hafa þær þá orðið að klippa hundruð þúsundir silkiþráða dag lega,. Aðrir þrír mánuðir fóru í að gullsauma kjólana. Gerðu það færustu konur í hinum konung- lega handavinnuskóla London. Gerð útsaumsins er hefðbundin —eru það margvísleg tákn, sem lúta að gögu konungsættarinnar. Síðar sýningargripur Drotningin notar tvo aðra skrúða þennan dag, og notar hún þá líklega aldrei aftur á ævi sinni. Þennan kjól, sem lýst var, getur hún haft heima í höllinni, til þess að skoða alla gerð hans vel, þegar krýningarumstangið er um garð gengið. En sennilega verður hann sendur í safn Lond- onborgar, þar sem hann verður til sýnis ásamt krýningarskrúð- um forfeðra hennar. Krýningarskrúðarnir hafa á siðari árum verið taldir til dýr- gripa brezku þjóðarinnar, en ekki hafa þeir ávallt verið vernd aðir sem við átti. Allt krýning- arskraut Georgs IV. var selt á uppboði 1931 og fekkst aðeins lítið verð fyrir það—rúml. þús- und krónur. Til eru sögusagnir um að krýningarskikkjur fyrrv. konunga hafi verið fengnar leik urum, sem vantaði skrautflíkur. En óhugsandi er að svo fari fyr- A. W. “Biir HANKS FOR POSITIVE REPRESEN TATION IN A LIBERAL GOVERNMENT Mark Your Ballot IIMKS, l \l X ON AUGUST lOth South Centre Liberal Election Committee ------------------> A.bility Counts in G O O D GOVERNMENT ir skrúða þeim, sem síðast hefur verið notaður. Var smurð í. mjallhvítum kjól. Þegar drottningin ók frá Buckingham höll til Westmin- st Abbey, þar sem krýningin fór fram, var hún í þingskrúða sín- urn (skarlatslitum). Sá búning- ur var líka nýr, en nákvæmlega eins og hinn venjulegi þing- skrúði hennar. Við fyrsta hluta hátíðarinnar, þegar erkibiskup- inn af Kantaraborg kynnti hana þjóðinni, klæddist hún þeirri flík. Að því loknu gekk drottning a.fsíðis og afklæddist skarlats- skrúðanum sínum, en undir hon- um var fleginn, snjóhvítur kjóll. Erkibiskupinn helgaði hana þá, signdi hana á örmum, enni og | brjósti með vígðri olíu og gerð- ist það undir skrautlegum tjald- himni. Þegar því var lokið skrýddist drottningin á ný— að þessu sinni gullslitum kyrtli. Aðeins þeir, sem boðnir voru í West- minster Abbey sáu hana í þess- um skínandi skrúða. Svo búin var hún krýnd kórónu hins heil aga Játvarðar. Fleiri siðaathafnir fylgdu og þá loks skrýddist hún “mesta skarti aldrainnar” — þeim kjól f sem var lýst að nokkru. —Vísir EFLA HNEFALEIGAR HEIL BRIGÐA SÁL í HEIL- BRIGÐUM LÍKAMA Eins og áður hefir verið Uppi eru um það háværar radd ir, bæði á Norðurlöndum og í Englandi, að banna ætti opin- ber hnefaleikamót, þar sem þau séu ekki til annars fallin en æsa upp illar hvatir og stuðla að ruddaskap og glæða ofbeldis- hneigð. Nýlega birti Dagblaðið norska grein, sem áður hafði komið í norrænum smáblöðum, er í meg- inatriðum er á þessa leið: Kjör orð íþróttanna er heilbrigð sál í heilbrigðum líkama, og íþróttir þjóna yfirleitt þessu markmiði, ef þeim er beitt skynsamlega. En hnefaleikar þjóna ekki þess- ari háu hugsjón, hvorki hvað varðar heilbrigði líkama né sál- ar. Hvað veldur því, að við erum ekki laus við þessa íþrótt sem opinbert sýningar- og skemmti- atriði? Til þess að vera góður hnefaleikamaður þarf vissulega afl, snarræði, aðgætni, lipurð, hörku og vissa tegund hugrekk- is. En það þarf þó ekki að neinu leyti að stuðla að heilbrigði sál arinnar. Þessum eiginleikum er beitt í tortímandi skyni. Nautaat þykir ekki loflegur vitnisburður um menningu Suð- urlanda. Hnefaleikar eru ekki miklu betri en nautaat. Hnefa- leikamennirnir gefa hvor öðrum glóðarauga, blóðið seytlar út úr munnvikum ,andlitin afskræm- ast, annar aðilinn liggur á gólf- inu og engist þar sundur og sam- an og heldur við öngviti og fell- ur líka kannske í öngvit. Þetta stuðlar ekki að heilbrigði neinn- ar sálar. Hvorki hnefaleikamann anna né áhorfendanna. Þetta ræktar þvert á móti ruddaskap með fólki. Það hlýtur að vera eitthvað gallað í fari þess, sem sækir ánægju í það, sem veldur öðrum þjáningum. Gagnmerkir heilsufræðingar fullyrða einnig, að hnefleikar séu skaðlegir líkamsheilsu manna, og vilja hefja baráttu gegn þeim á þeim grundvelli. Hnefaleikarnir eiga ekki að leggjast að jöfnu við aðrar í- þróttir og njóta sama heiðurs. Það á að gera þá útlæga. — Þetta segja hin norrænu blöð. Við þetta má bæta örfáum orð- um frá íslenzkum sjónarhóli. — Það væri til dæmis nokkurt rann sóknarefni, hvort hnefleikar kunni að eiga þátt í þeim ofbeld isverkum, sem hér hafa verið framin og færzt stórum í auk- ana siðustu misseri, og sé svo, þá hversu mikinn þátt. Það væri einnig rannsóknarefni, hvort sú getgáta er rétt, að hnefaleikana aðhyllist margir þeirra, sem eru eða líklegir eru til þess að vera umhverfi sínu hættulegir. Hvað hafa margir þeirra, sem við of- beldisverkin eru riðnir, sótt hnefaleikamót? Það væri mikiis vert að fá svar við því. —Tíminrt Það er fullkomnað Lýðveldi hefur verið stofnað í Egyptalandi og er Naguið for- seti þess. Byltingarráðið egypzka tók ákvörðun þessa í gærkvöldi. — Naguib verður forsætisráðherra áfram, en lætur af embætti her- málaráðherra. Að þremur árum liðnum fer fram þjóðaratkvæði um forsetakjör. VEITIÐ AÐ MÁLUM ST. LAURENT Hinum Rétta Foringa — Hins Mikla Vaxandi Lands Greiðið atkvæði með LIBSRAL þingmannsefni kjördæmis yðar “Það er kenning liberala, að hver maður, hvort sem staða hans er há eða lág, sé mikilvægur og að það ætti að vera tilgangurin með þjóðfélags- eða pólitískustarfi að gera öllum þegnum lands- ins mögulegt að ná þeim þroska, sem þeir eru hæfir til, svo að þeir geti orðið sjálfum sér og öðrum til sem mestrar nytsemdar og situðlað að því, að lífið verði sem ánægjulegast. RT. HON LOUIS S. St. LAURENT forsætisráðherra Canada LANDIÐ NTT ER TÆKIFÆRANNA LAND 1 engu landi hafa framfarir verið meiri síðustu fjögur árin, en Canada. Framtíð- in er hvergi bjartari en hér. í þessu frelsis- og tælýfæranna landi, gefst þér og hverjum tækifæri að eiga þátt í framförunum sem St. Laurent- stjórnin hefir á prjónunum til tryggingar framtíðinni. Undir stjórn St. Laurent, hafa ný verk- efni átt góðum undirtektum að mæta. Það hefir orðið til atvinnubóta. Það góða við það verk stjórnarinnar og þjóðarinn- ar, sem samvinnu á um það við stjórnina, er að hún er hverri fjölskyldu alhá þjóð- inni til velferðar og tryggingar. Fjöl- skyldu styrkurinn, ellistyrkurinn, at- vinnuleysis-vátryggingar, heilsu eftirlit, er alt hluti af því verki, sem unnið er í þágu réttinda og til að hefja borgarana. Verið vissir um, að þessu haldi áfram . — Greiðið atkvæði með flokkinum sem hefir hjálpað til að gera Canada að frelsis- og tækifæranna landi, þar sem þér og börn- um þínum farnast ágætlega!

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.