Heimskringla - 26.05.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.05.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MAÍ 1954 Híctmskringla <stofv» ni«t Esmm út ó hverjum mióvUcudegl. Eígendur: THE VIKING PRESS LTD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 VerC bhtOslns er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram Ailar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréí blaCinu aClötandi sendist: The Vilcing Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAH EJNARSSON Utanásterift til rítstjórans: EDITOP HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave . Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Keimskrlngla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorlaed as Second Clqss Mcul—Post Otflce Dept., Ottawq WINNIPEG, ?6. MAÍ 1954 Lýðveldi Islands 10 ára Á þessu ári eru 10 ár liðin frá því að íslenzka lýðveldið var endurreist á Þingvöllum við Oxará Þessa verður að sjálfsögðu minst a þjoðbatíðisdegi íslendinga 17. júní, á þessu sumri. • • • • Það væri ekkert eðlilegra en að það sé gert, svo mikill og al- mennur fagnaðardagur, sem 17. júní var 1944. Hann mun í sög- unni héreftir verða talinn einn fagnaðarríkasti dagur þjóðarinnar. Blaðið “Fylkir”, gefið út í Vestmannaeyjum leggur það til að á þessu ári sé ekki látið nægja að hafa vanalegan þjóðminning- ardag í Reykjavík, heldur hátíð á Þingvöllum eins og 1944. Þessa 10 ára afmælis íslenzka lýðveldisins mun og minst verða hér eins víða vestra og við verður komið. Það er líklegt, aó það verði aðal-hátíðarefnið á íslendingadögunum hér, þó ekki sé enn neitt farið að hreyfa því, í ræðu eða riti. En þjóðræknisdeild- in “Frón” í Winnipeg hefir þegar hafið undirbúning slíkrar há- tíðar í Winnipeg. Minni hún á hina miklu hátíð Þjóðræknisfélags- ins hér 1944, er fram fór í Fyrstu lútersku kirkju, er betur farið en heima setið. Hélt þá prófessor Skúli Johnson ræðu um aðdrag andan að stofnun lýðveldisins og Jón Bíldfell um landnemana hér vestra. Héldu ræðumenn svo vel á efni sínu, að stundin verður þeim, er samkomu þá sóttu, ein hin fagnaðarríkasta, sem við höfum hér á þjóðernislega vísu á samkomum átt. Hin árvakra deild Frón hefir á samkomu sinni í þetta sinn tjaldað því bezta, sem völ er á til skemtunarinnar. En skemtiskrána er hægt að lesa í blöðunum. Ræðumenn eru þar séra Bragi Friðriksson, er um 10 ára lýðveldið ræðir frá sögulegu sjónarmiði, en um Jón Sigurðsson forseta, flyt- ur Björn Sigurbjörnsson ræðu. Hann stundar hér framhaldsnám á Manitoba háskóla og er kunnur að góðu orðin fyrir það liðsinni sem hann hefir veitt þjóðernismálum Vestur-íslendinga. Sézt þarna, sem á þjóðræknismóti deildarinnar síðast liðinn vetur er stjórnarnefndin valdi séra Theodor Sigurðsson til ræðu- halda, að henni er ant um að bjóða samkomugestum það bezta sem kostur er á í það og það skifti. Og með því helzt bezt við áhugi fyrir því, sem íslenzkt er hér vestra. Samkoma þessi er haldin í nafni drenglundar þeirrar, er í brjóst- um íslendinga býr hér til ættjarðarinnar. Á það viljum vér minna. Hlédrægnin sem hugsunarhátt vorn er að heltaka hér vestra, í þjóðræknislegum skilningi, ætti að vera lögð á hilluna þetta kvöld og samkoman að vera vel sótt. ÆSINGARMÁL í Bandaríkjunum eru tvö æs- ingarmál á döfninni, sem mikla forvitni vekja út um allan heim, en fréttir sem nokkuð er á að græða verða ekki sagðar af. Ann að er McCarthy málið, sem nú er farið að tala um, sem fleyg, er kljúfa muni republikaflokk- inn, og McCarthy og hægri flokksmenn segja óumflýanlegt. Sókndjarfastur er þar McCarthy og virðist hann nú stefna að því að vilja mínka vald forseta en efla vald Öldungadeildar þings- ins. Um þetta hefir oft verið rif- ist áður, en árangurslaust. Þörf- ina nú telur McCarthy liggja í því, að forsetinn sé of deigur í bardaganum við kommúnista. Hitt málið er viðvíkjandi Sam vinnu Breta og Bandaríkamanna. Eru sum blöð æði æst út í ófarir vestlægu þjóðanna í Indó-Kína og kenna Bretum það fyrst og fremst. Fullyrða sum blöð að ekki muni hjá því fara að nú skilji fyrir alvöru leiðir með Bretlandi og Bandríkjunum, og með því sé í veg fyrir það komið, að lönd þessi verjist sameigin- lega utan aðkomandi óvinum eins og þau hafa gert um mörg undanfarin ár. Að þarna sé því dálítið í húfi, leynir sé ekki og tekst vel til, ef ekki leiðir til æsinga og vandræða. Vilja sum- ir að Eisenhower forseti fari sem skjótast á íund Churchills. Og Churchill er sjáanlega ekki ánægður með útkomu Geneva fundarins. Hann vildi fresta allra ráðstafana fyrir fram á þeim fundi til þess að ekkert héldi kommúnistum frá að bjóða þar gæði sín. Og þau sýna sig nú orðið i hrapalegum ósigrum vestrænu þjóðanna í Asíu, ósigr um, sem víðar um heim eiga eft- ir að sína sig, sem afleiðing sam- vinnuslita Breta og Bandaríkj- anna. Hólmfríður Danielson: LISTAMAÐURINN í ÞJÓN- USTU MENNINGARINNAR Erindi flutt á sumarmálasam- komu í Fyrstu lútersku kirkju 22. april 1954 Framh. Sigurður og Indriði urðu miklir vinir og eggjaði Sigurð- ur hann á að semja söguleikrit. Indriði reyndi að semja leikrit út af Gísla sögu Súrssonar, en það var Nýársnótt hans sem varð einn sá helzti leikviðburð- ur sem nokkru sinni hefir átt sér stað í Reykjavík. Nýársnóttin var frumsýnd 28. desember 1871 og svo var fögnuður bæjarbúa mikill að þeir skutu saman 150 ríkisdala heiðursgjöf handa hin- um unga höfundi, sem sjálfur bafði leikið Guðrúnu. En Sig- urður málari sem átt hafði svo mikinn þátt i því að leikurinn varð til, og hafði gefið honum hina gullfallegu og smekklegu ytri umgjörð, hann fann sigur- legði í því að hafa hjálpað til að skapa listaverk, um sjálfann sig var hann alls ekki að hugsa. In- driði segir sjálfur: “Hann stapp- aði í mig stálinu þegar eg var að gefast upp”. Sigurður hafði svo að segja staðið við hlið In- driða meðan leikritið var í smíð- um, það var hann sem gerþekkti þjóðsögurnar, gerði athugasemd- ir, teiknaði jafnóðum búninga, og sá um hinn mikla útbúnað all an og fyrir hann varð sigur In- driða kórónan í fórnarstarfi hans sjálfs fyrir íslenzka leik- list. En hugsjón hans og framsýni staðnæmdist ekki við svo búið. lann vildi láta stofna “National | Scenu”, og þetta skipulagði j hann allt saman og lagði tillög- | ur sínar fyrir almenning. Menn j áttu að leggja saman krafta sína. byggja gott leikhús, stofna leik- félag, menntast í leiklistinni; þýdd og frumsamin ágætis leik- rit átti að fá og þar á meðal þýdd leikrit Shakespeare’s. I Hann hafði nú orðið þess vald- aridi að “intelligent menn” eins ! og hann komst að orði (1858), svo sem Indriði og Matthías voru farnir að semja góð leik- i rit, en allar hugmyndir hans i reyndist ekki unt að framkvæma | meðan Sigurður var á lífi. “En : hann var búin að sýna leikhús- ! gestum í Reykjavík”, segir Jón Auðuns, “að þessi grein listar- innar átti sér miklu meiri mög- ulleika á íslandi en nokkurn hafði dreymt um. Leiksvið hans í “Gildaskálanum” og “Glasgow” höfðu opnað Reykvíkingum ævintýra heim, sem fæstir þeirra höfðu áður séð, og veitt miklum menningarstraumum yfir 'hið fátækiega bæjarlíf.” Ætli þeir sem nú sækja hið veglega leikhús Reykjavíkur hugsi nokkru sinni til mannsins sem var frumkvöðull að veru- legri leiklistarstarfsemi á fs- landi. Þegar þeir horfa á ný- tizku útbúnað, glæsilega ljósa- dýrð og beztu leikara þjóðarinn- ar, og frá útlöndum, ætli þeir siái þá í anda Sigurð Guðmunds- son málara, veikan, bláan af kulda, vera að strita við fram undir morgun að mála leiktjöld í gamla “Glasgow”. Síðasta vet- urinn sem hann lifði var hann að mála leiktjöldin fyrir Hellis- menn Indriða. Þessi vetur, 1873- 74 var kallaður “Hreggviður stóri”, eða “svellavétur hinn mikli”, og þá var það oft að Sig- urði var kalt í stóra salnum í Glasgowhúsi. Hann fékk vont kvef en starfsáhuginn var svo mikill að hann hætti ekki vinn- unni. Upp frá því batnaði hon- um aldrei. Síðustu kröftum sín- um varði hann til þess að búa Þingvöll fyrir þúsund ára hátíð- ina, árið 1874. Þetta gerði hann með sömu vandvirkni, smekk- vísi og hugviti, sem honum var lagið, þó hann þá væri orðinn mjög aðframkominn af sjúk- leik þeim sem leiddi hann litlu síðar til bana. Hér sem endranær var það sköpunargleðin ein sem hann bar úr býtum. Þegar kon- ungur spurði Hilmar Finsen, landshöfðingja, hvort ekki mætti með einhverju móti heiðra manninn sem svo snildar- lega hefði séð um útbúnað og skreytingu staðarins, er sagt að hann hafi eitt því og sagt:: “han har ikki fortjent noget” (hann verðskuldar ekkert). “Þetta var síðasta kveðja valdhafanna til hans”, segir Jón Auðuns. Naumast mátti búast við því að Finsen væri mjög vel við Sig- urð málara/ því hann var eld- heitur í sjálfstæðisbaráttunni og oft berorður gegn stjórnarvald- inu. Nokkur ádeilukvæði mun bann hafa ort um þetta efni, sem flest komu í ljós eftir hann lát- inn. Það voru “Kvöldfélagar” Sigurðar sem unnu mest að því að koma Jóni Ólafssyni undan eftir að “fslendingabragur” hans kom út og alt fór í uppnám. Nótt ina áður en Stiftamtmaður, Hii- mar Finsen átti að taka við hinu virðulega Landshöfðingja em- bætti, 1. apírl 1873, var stórt svart flagg hengt við fánastöng- ina fyrir utan hús Fijnsens. En Sigurður hafði málað á það stór- um hvítum stöfum “Niður með landshöfðingjann” og stóðu staf irnir á höfði, til að sýna enn meiri óvirðingu þeim sem þann- ig þóttust ætla að “þóknast fs- lendingum”. • Sigurður málari hafði ekki komið til fslands til að leita sér frama né fjár, enda hlaut hann Nýtt Fljóthefandi Dry Yeast heldur ferskleika ÁN KÆLINGAR Konur sem reynt hafa hið nýja, skjótvirka, þurra ger Fleischmans, segja að það sé bezta gerið, sem þær hafi reynt. Það er ólíkt öðru geri að því leyti að það heldur sér vel þó vikur standi upp á búr-hillu. Samt vinnur það sem ferskst duft, verkar undir eins, lyptist skjótt, framleiðir bezta brauð, af allri gerð til fyrir og eftir matar. Uppleysist: (l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri á. Lát standa 10 mínútur. (3)Hrærið vel í. (Vatnið not- að með gerinu, er partur öllu vatni er forskriftin gerir ráð fyrir). Fáðu þér mánaðarforða hjá kaupmanninum í dag. 4546—Rev. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast hvorugt. En efamál er hvort nokkur maður hefir sýnt meiri föðurlandsást en hann. Á þeim starðsviðum sem hann tók sér fyrir hendur varð hann braut- ryðjandinn, hugsjqnamaðurinn og kunnáttumaðurinn sem öllu fómaði sem bláfátækur maður framast getur fórnað. En hann var of trúr sjálfum sér til þess að skjalla þá sem óeinlægir voru, þó þeir hefðu yfirráð í sínum höndum. Eitt sinn segir hann í bréfi til vinar síns (lík- lega Steingríms) í K.-höfn: — “Þyggðin verður að betla krjúp- andi á hnjánum og biðja um náð hjá löstunum, segir í -Hamlet, svo var það á 16. öld og svo er það nú.” Hann vissi vel hvernig átti að haga sér til þess að kom- ast áfram í heiminum, en hann valdi ekki þann veginn. Sigurður málari var kosin fulltrúi á þingvallafundinn 26. júní 1873, “en meðan sigurvíman var á þjóðinni eftir þúsund ára hátíðina”, segir Jón Auðuns, “var hann að hníga í valinn, mað- urinn, sem dreymt hafði stærri drauma um ísland en flesta aðra menn. Hann drógst yfir til Jóns Guðmundssonar til að borða máltíð og máltíð. Dagleg spor hans upp í helgidóminn hans: torngripasafnið á dómkirkju- loftinu, urðu þyngri og þyngri . . . og svo gekk hann heim í fá- tæklega herbergið sitt í Davíðs- húsi. í hjartanu brann föður- landsástin, hún var sterkari hjá Sigurði málara og raunar mörg- um öðrum en hún hefir nokkurn tíma síðar orðið á íslandi, og gremjan brann gegn öllu þessu öndverða og vitlausa í samtíð- inni, sem hann hafði ekki ráðið við.” í bréfi sem Matthías skrifar til séra Jóns Bjarnasonar sem þá var í Decorah, Iowa, segir neðanmáls: “Málaraauminginn er að deyja—úr bjúg og tær- ingu.—Eg sat í Davíðshúsi hjá honum í gær og gerði “skeifur” þegar eg gekk út. Hann lá i hundafletinu í einum bólgu- stokk, ískaldur undir tuskum og aleinn—og banvænn! alltaf að tala um að ekkert gangi. með framför landsins.” Þá var Sigurður fluttur í sjúkrahúsið sem var uppi yfir Gildaskálanum, þar sem hann hafði löngum setið við að mála leiktjöld, og þar andaðist hann 7. september 1874, 41 árs. Þaðan fór útför hans fram. Séra Matt- hías flutti áhrifamikla ræðu, og meðal þeirra sem fylgdu honum til grafar voru nokkrar konur í skautbúningi með svartan fald. Lárus Sigurbjörnsson tekur því fram í tveim af greinum sín- um um Sigurð í Skírni, að Matt- hías hafi ekki verið ánægður með eftirljóð þau er hann orti eftir Sigurð ,én að litlu síðar er hann orti um Hallgrím hið al- kunna ljóð, þá hafi hann verið HVAÐ, JÁ HVAÐ VERÐUR UM PENINGANA? Það er spurning er allir íhuga! Við spyrjum einnig að þessu hjá voru Imperial. En svarið fæst í ársskýrslum félagsins En þannig var peningunum varið síðastliðið ár. 53i/o cents fóru til kaupa hráolíu og annara hráefna 281/2 cents fór í reksturskostnað.. .þar með kaupgjald starfsfólks. 10 cents var etið upp af sköttum—og þetta innifelur ekki fylkisskattana. 4 cents var notað til endurnýjunnar slitnum vélum. Það, sem eftir var — 4 cents var ágóði til hluthafa fyrir notkun verkstæða og véla keypta fyrir jieninga þeirra IMPERIAL OlL UMiTED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.