Heimskringla - 02.06.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.06.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1954 Bfeimskrxngia (StofnuO lHtt) * Kamui úi á hTerJum miSvikudegt Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og »55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. - Talsími 74-6251 VerO blaösin* er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Oll víOekiftabréf blaOinu aOlútandi sendist: The Viklng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrlft til ritstjórans: EDITOP. HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON “Heimskrlngla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man„ Canada — Telephone 74-6251 Authorized rns Second Clasa Moil—Post Office Dept., Ottgwa WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1954 NÝJASTA NÝTT Það nýjasta af öllu nýju úr þessum bæ að frétta, er, að síðast liðinn mánudag var byrjað að nota sjónvarp við fréttasendingar. Er það CBC útvarpsstöðin hér sem færðist það í fang. Það sem fyrst var sjónvarpað, var mynd af Elizabetu II Bretadrotningu. Síðan héldu þeir ræður D. L. Campbell, forsætisráðherra Manitoba, J. B. Finlay, fuHtrúi CBC hér og Wilf Carpenter, um- sjónarmaður sjónvarpsins í Winnipeg. Að ræðunum loknum hófst fréttaflutningurinn með sjón- varpi. Þótti öllum hér auðsjáanlega mikið til þessarar nýungar í fréttaflutningi koma. Þetta er í fyrsta sinni, sem sjónvarp er starf ræ'kt í siéttufylkjunum af þeirra hálfu eða frá þeirra eigin stöð. Fyrstu sjónvarpsstöðvar í Canada voru reistar í Montreal og Toronto árið 1952. Nú eru í Canada 23 stöðvar. í Quebecfylki eru 625,000 sjónvarpstæki í notkun, í Ontario 400,000 og í British Columbia 26,000. » Þeir sem heima áttu hér suður við landamæri Bandaríkjanna, höfðu tæki sem þeir gátu sett í samband við bandarískar stöðvar, áður en þær voru nokkar í Canada. Sjónvarp var hafið í Bandaríkj- unum 1946—1947, en einum 10 árum áður í Bretlandi. Það er stund- um spurt hvaða áhrif sjónvarp muni hafa. Menn svara því á ýmsa lund. Sumir halda fram að það hnekki reksti kvikmyndahúsa. Varð og sú reynslan fyrstu tvö til þrjú árin í Bandaríkjunum. En þeg- ar nýjabrumið var af var afturfarið að sækja hreyfimyndahúsin betur. Á kaup á útvarpstækjum, hafði sjónvarpstækið þau áhrif, að sala á stórum tækjum mínkaði, en jókst mikið á hinum smærri bæði í heimahúsum og í bílum. Á samkomulífið hefir sjónvarp einnig haft nokkur áhrif. Ungir, sem fullorðnir, hafa kosið að vera heima og njóta hinnar nýju og mestu skemtunar, sem á heim- ilum hefir boðist. Á lestur er haldið að sjónvarpið hafi einhver áhrif. Samt fjölgar blöðum jafnt og þétt og eru meira lesin en nokkru sinni fyr. ' í mentalegum skilningi er sjónvarpið óviðjafnanlegt í sumum kenslugreinum. Máltækið segir, að sjón sé söguríkari. Það verður gleggri mynd eftir í huga mannsins af því sem séð er en því sem er heyrt. En þeir sem vit hafa á, segja það fara með sjón barna. Hún sé veikari fyrir en eyrað og auðveldar að ofbjóða við kensluna. Hvað satt er í þessu mun ekki fyllilega sannað. En hvort sem nýung þessi er til ills eða góðs, er hún nú kom- in í notkun hér og er mikið fagnað. í lok þessa árs, er sagt að til útvarpsstöðva í Canada muni þrír-fjórðu 'íbúanna ná. í Bandaríkj* unum njóta nú sjónvarps 12 miljón manna. Það er gizkað á að 7600 manns hafi notið sjónvarpsins er það var opnað hér. BRÉF TIL VESTUR-ÍS- LENDINGA Eg kom tfl ykkar landar, vest- an hafs, sumarið 1938 og heim- sótti flestar byggðir ykkar þá um sumarið, hélt ræður og naut hjá mörgum ykkar gestrisni sem eg gleymi aldrei. Eg kom til að vinna að því með ykkur og lönd- um heima að byggð yrði brú yfir hafið til að tengja saman hið andlega ríki íslendinga, sem nær yfir allan heiminn, þar sem maur af íslenzku bergi brotinn lifir og starfar. Eg get nú, þegar svo langt er um liðið frekast gert grein fyrir hinni einkennilegu umhyggju sem eg naut hjá ykkur sumarið 1938, með því að segja frá smá- atviki úr því ferðalagi. Eg hefi eins og flestir menn nú á dögum ferðast í framandi löndum og dvalið í stórum og litlum borgum. Mér hefur all- staðar veizt tiltölulega auðvelt að læra að rata og komast leiðar minnar,líka í hinum mannmörgu borgum og er það ekki í frásög- ur færandi, en hitt en undan- tekning að í Winnipeg dvaldist eg margar vikur en lærði þó aldrei að rata um bæinn. Vinir mínir ,einkum Grettr Ásmunds- son, ræðismaður og synir séra Pögnvaldar Péturssonar fluttu mig í bílum sínum, hvert sem eg fór. Þessi flutningur var eins og í ævintýri þjóðsagnanna þar sem menn settust á klæði og það bar þá sviflétt til fjarlægra staða. Þetta hefur sennilega ver- ið of mikil gestrisni en hún var full af ástúð og vinsemd, sem maður gleymir aldrei. Nú höfum vð landar báðum megin hafsins framkvæmt margt í þessu andlega brúarbyggingar- máli íslendinga síðan 1938. Flest hefur gengið vel, en sumt mið- ur. Eftir heimkomuna reyndi eg að koma á þjóðhátíð með fs- lendingadagssmiði á Þingvöll- um vorið 1939. Þar var Fjallkon- an í hásæti eins og á ykkar þjóð- hátíðum. En þennan dag var kalt veður og hvasst, og hátíðin tókst ekki eins vel og til var stofnað. Þessari tilraun var ekki haldið áfram. En nú er þjóðhá- tíð í Reykjavík 17. júní ár hvert, og þar kemur Fjallkonan fram á svalir Alþingishússins við Aust- urvöll í fögrum faldbúningi, það eru áhrif frá ykkur í Am- eríiku. Nú var mér æ ljósara á ferðum mínum vestra, 'hvað marga eldri landa langaði heim og að ókleypt mundi samt að láta þá ósk rætast, nema fyrir fáa menn. Eg gerði samt litla til- raun í þessu efni og fékk hjá Alþingi fjárupphæð handa þjóð- ræknisfélaginu til að bjóða heim tveim önnum vestan hafs, ár hvert. Þetta var góð byrjun og hún lánaðst vel í nokkur ár, en lagðist niður eftir að eg var hættur að vera í stjórn Þjóð- ræknisfélagsins. Eg reyndi líka aðra útvegi. Landar í Ameríku höfðu með stórhug og fórnfýsi lagt fram tiltölulega mikið fé í Jónas Jónsson frá Hriflu Eimskipafélag íslands. Eg fékk stjórn félagsins til að bjóða heim til íslands nokkrum mönnum vestan um haf, sem staðið höfðu í fararbroddi í því máli, þegar félagið var stofnað. Þessu var vel tekið og nokkrir af skörung- um landa í Vesturheimi komu heim með konur sínar í þetta 'heimboð, og fóru nokkuð víða um land. Því miður var Jón Bíldfell það sumar norður í Baf- l'inslandi og gat ekki komið og féll ferð hans niður. Mátti hann þó ógjarna missa sig, því að sköruleg var framkoma hans á aðalfundinum 1913, í fríkirkj- unni þar sem hann fór með um- boð allra Vestur-íslendinga. Skömmu fyrir stríðið kom Sóf- ónías Þorkelsson hingað heim og dvaldi hér vetrarlangt. Hann var þá einn af forgöngumönnum félags vestan hafs, sem vann að því að rituð væri og gefin út saga Vestur-íslendinga. Þor- steinn Þorsteinsson rithöfundur samdi fyrstu þrjú bindin. Þetta var þjóðlegt verk en nokkuð erf- itt að koma útgáfunni í frani- kvæmd, hvort heldur sem var vestan hafs eða austan. Eg var þá í stjórn menntaálaráðs, en í þeirri nefnd var djarfur og á- hugamikill famkvæmdarstjóri, Jón Emil Guðjónsson. Það varð að samkomulegi Sófóníasar Þorkelssonar og Jóns Emils Guðjónssonar, að menntamálaráð skyldi gefa út söguna. Hún yrði samin vestan hafs og kostnaður við útgáfuna lagður fram af Vestur-íslendingum. Hins -veg- ar slfyldi menntamálaráð nota söluskipulag sitt til að selja bók- ina sem allra víðast hér á landi. Þetta lánaðist vel í fyrstu og seldust tvö fyrstu bindin allvel einkum á íslandi, og viðunan- lega í Vesturheimi. Tregara gekk með sölu þriðja bindis, einkum vestan hafs, en þá voru eftir tvö bindi óskrifuð, og ekki sýnilegt að nægilegur áh,ugi væri fyrir málinu vestan hafs. Jóni Emil Guðjónssyni þótti leitt að láta verkið stranda í miðju kafi og varla viðunandi gagnvart kaupendum, sem hann hafði út- vegað og hlotið frá stuðning við útgáfuna frá byrjun. Varð það þá að ráði hjá menntamálaráði að fela einum af yngri rithöf- undum vestan hafs, prófessor Tryggva Oleson að rita síðustu tvö bindin. Tók hann upp þráð- inn þar sem Þorsteinn Þorsteins- son hætti, en menntamálaráð gaf bindin út á sinn kostnað. Það bafði orðið alllangt hlé á útgáf- unni, og fækkaði kaupendum drjúgum hér á landi en þó öllu meira í Vesturheimi. Hinsvegar er ritverkið nú fullgert. Saga Vestur-fslendinga biridin fimm, eru rriikð og gott verk sem þarf að vera til á heimilum sem allra flestra íslendinga báðum megin hafsins. Verk próf. Tryggva er enn aðgengilegra fyrir yngri kynslóðina vestan hafs af því, að þar er sagt frá atburðum sem eru enn í minni flestra manna vestur þar, auk þess sem prófr essor Oleson er maður mjög vel ritfær og verk hans allt bæði fróðlegt og skemmtilegt. Mér hefur þótt við eiga, landar í Vesturheimi, að skýra ykkur frá þessu þjóðræknismáli. Ekki svo mjög til að kæra yfir því, að menntamálaráð mun fá einhvern halla af bókaútgáfu þessarri, heldur af því að þessi saga á ekki skilið það tómlæti, sem sem henni hefur verið sýnt. Mun eg að líkindum, ef tími vinnst til minnast oftar á þetta mál og á hina nýju Andvökuút- gáfu Stefáns G. Stefánssonar og bréf hans. Þetta skáld er nú við- urkennt að vera einhver mesti Ijóðsnillingur í Vesturheimi. Ætti ljóð hans og bréf að vera til og talinn helgur dómur á sem fl^stum heimilum íslend- inga í Ameríku, jafnvel þó að enskan færist í aukana, en um það mun eg nú ekki fjölyrða, yngri kynslóðin man uppruna sinn. Mig langar til að leggja fram ofurlitla tillögu við landa í Vesturheimi. Sögumálið var byrjað vel og skörulega, en því er ekki fulllokið vestan hafs. Sagan er ekki nógu víða til. ís- lendingar austan hafs gefa út íslendingasögur í mörgum bind- um, að' öllu leyti vel vandað verk. Það er bundið í fallegt band með gylltum stöfum á kjöl- um. Innan tíðar verður þessi út- gáfa til á flestum íslenzkum heimilum. Fullorðið fólk og unglingar lesa nokkuð í þess- um bókum þó ekki svo mikið sem skyldi og stundum standa þær ólesnar, til metnaðar- og heimilisprýði. Þar sem góð og þjóðleg bók er ekki mikið lesin er hún þó til prýðis.-Slíkar bæk- ur halda við eldi dýrmætra minn inga og það er líka mikils virði. Þið hefðuð gott af að iðka þenn- an sið fólksins í gamla landinu. Kaupið sögu Vestur-fslendinga í sem allra flest heimili, meðan hún er til. Sú saga hermir frá dáðríku lífi kynslóðarinnar, sem vestur fór og afkomendum, sem erfðu landið eftir feður, mæður, ömmur og afa, og hafa gert ís- lendingsnafnið virt og heiðrað í fjarlægum löndum. Að endingu óska eg ykkur góðs og gleðilegs sumars, með þökk fyrir gamla kynningu og minningar. Jónas Jónsson frá Hriflu EATON’S LO OK FOR E AT O N’S OWN HaHðonHall STOPPUÐ HÚSGÖGN í EATON búðum um alt Canada! Hin vingjarnlega nýtízku gerð og samstilling hinna ýmsu parta einkennir þessi húsgögn, sem sniðin eru eftir þörfum yðar. Jafnt grind sem stoppun, púðar og yfirver, bera á sér hinn sér- stæða Eaton-blæ. Gerð þessara húsgagna er látlaus en aðlaðandi og veitir hin ákjósanlégustu þægindi. “HADDON HALL ’ sannar með verði sínu. “Your Best Buy Is an EATON Brand!” EATON’S of CANADA , Súerstu smásölusamtök í Canada — Búðir og pöntunarskrifstofur frá strönd til strandar! Hin nýja flugvél Loftleiöa, Edda • / Fyrir nokkru tókst um það samningur milli Loftleiða og norska flugfélagsins Braathen’s SAFE að Loftleiðir tækju Sky- masterflugvél þá á leigu sem SAFE hafði áður notað til Aust urlandaferða og Loftleiðir höfðu haft á leigu að nokkrum hluta, Flugvél þessi, sem áður nefnd ist Norse Skyfarer, hafði ein- kennisstafina LN-HAT, og var Imperial olíufélagið kaupir eina miljón dollars virði af vörum á hverri viku. Það eru kaup vor í Canada fyrir hversdagsþarfir vorar. 1 því telst ekki hráolía, en kaup á henni netnur $4V£ miljón á viku! í því eru ekki falin vinnulaun eða skattar. Hvað kaupum við? Frá súpu (handa jarðfræðilegum leiðangrum) tiWmota (til þess að halda nokkrum miljónum nagla), / lyftivél sprengiefni og diesel vél, jafnvel catalytis cracking áhald (cat rackers kallaðir),*' alt til þess að gera sem ágætasta gasolíu. Við kaupum muni frá 6,000 canadiskum félögum frá hafi til hafs. Kaupum þessum er mikið starf samfara, er gefur fjölda fólks atvinnu um alt land. IMPERIAL OIL UMITED y j

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.