Heimskringla - 28.07.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.07.1954, Blaðsíða 1
I LXVIII, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. JÚLl 1954 _ _ NÚMER 43. GlMLl “ER OKKAR RÓM” MÁNUDAGINN 2. AGUST 1954 Mr. B. Egilson borgarstjóri á Gimli, er forseti Islendingadagsins 2. ágúst 1954, er fer fram í Gimli Park, Gimli. 13 MILJÓNIR HVERFA Á NÝ INN FYRIR JÁRNTJALDIÐ Friðarsamningar í Indó-Kína voru undirritaðir í Geneva 21. júlí. Með þeim hverfa á ný 13 miljón ir manna í Viet-Nam inn fyrir járntjaldið. Áður tilheyrðu þær Indó-Kína sambandsríkjunum. Kommúnistar taka alt Víet Nam frá landamærum Kína og suður að 17 gráðu, sem mun vera nálægt helmingur þess rikis. Það minnir á, að. kommúnistum hefir þarna orðið svipað ágengt og í Koreu en því landi náðu þeir sem næst hálfu, án þess að Sam- einuðu þjóðirnar gætu við því spornað. Á átta árum hefir þarna hand- fylli byltingar-kommúnista náð í land, með íbúatölu mjög náið því sem er í Canada. Þetta fer tillögulega mjög hávaðalítið fram. Þess er aðeins getið sem daglegra viðburða í blöðum hér vestra. Skyldi verða eins þögult um það, ef Bandaríkin tækju Can- ada, í heimsblöðunum? Það er hætt við ekki. Þó væri það ekki vitund meiri viðburður, en þa'S sem tvisvar sinnum hefir gerst í Kína með hrifsingu Norður- Koreu og Viet Nam, og einum 10 sinnum hefir gerst í Rússlandi. En um það er ekki fengist og margir jafnvel vor á meðal, sem skoða öll þessi þjóðamorð kom- múnista í hæsta máta réttlætan- leg, þó aldrei hafi fyr átt sinn líka í allri þjóðamorðsögu heims ins. Það er einnhverju lofað í samn ingunum um, að íbúum Viet Nam, bæði þeim 13 miljónum, er járntjaldsmegin búa og hinna 10 miljóna í suður hlutanum, þar sem Bao Dai ræður en ríki, verði kostur gefinn á að greiða at- kvæði um hvaða stjórn þeir vilji hafa. Það fer þá eitthvað öðru- vísi en maður á að venjast ef kommúnistar verða ekki búnir að útbreiða stefnu sína í suður hluta landsins, að hann fari einn ig með þeim. Kostnaður þessa síðasta stríðs í átta ár, er sagður að hafa num- ið 8 biljón dölum. Af honum hafi Frakkar eða Indó-Kína lagt til i^álægt 5 biljónum, en Banda- ríkin 3 biljónir dala. Frakkar og Indó-Kínar hafa tapað um 92,000 manna í stríð- inu. Er talið að 19000 af þeim hafi komið frá Frakklandi en 43,000 hafi verið frá Sambands- ríkjum Indó-Kína. mega þeir það. Þeirra sigur þarj er eins mikill og sigur Kínverja í Koreu og Rússa í Vestur-Ev- ópu. 'Þeir hafa lagt undir sig miljónir íbúa hvarvetna, eins og þeir hafa ætlað sér. Nehru, stjórnarformaður Ind- lands, segir sigurinn í Indó- Kína einn hinn mesta viðburð síðan stríðinu lauk. Frakkar telja sig eiga þarna um sárt að binda. En þakkað af hans flokksmönnum, sósíalistum sð hafa gert sitt bezta. Ándstæð ingar stjórnarinnar eru bitrir út í stjónarformanninn, að hafa “selt út” til komma. Blöð á Englandi viðurkenna undantekningar lítið, að “lýð- ræðið hafi orðið fyrir miklu tapi”. Samt studdu þeir að því sem fram er komið. í Róm er um samninginn tal- að, sem annan Munich-samning. Því er og spáð, að hann eigi eftir að endurtaka sig í Evrópu. Tog- streita Rússa þar verði framveg- is í sama anda og í Indó-.Kína og í Munich var—eilíf uppgjöf og undanhald, unz alt lýðræði er úr sögunni. Með Norðurhluta Viet Nam sem kommúnistar hafa nú eign- ast fylgir Hanoi og Haiphong. Verða Frakkar að vera horfnir þaðan innan 300 daga. Eitt sem samningurinn fer fram á, að engar herstöðvar séu settar upp í Indó-Kína, hvorki í Laos né Cambodia. Á með því að koma í veg fyrir, að Banda- ríkin og Bretar setji upp her- varnir í Suð-vestur Asíu. Þegar þessi nýja kommúnista- stjórn er sezt á laggirnar, er skjótt búist við, að hún rétti út verndar hendi sína til hinna ríkj anna af Indó-Kína, eins og Cam- bodia og Laos. HÁTÍÐALJÓÐ Sungið á Þingvöllum 17. júní 1944 undir lagi eftir Emil Thoroddsen Hver á sér fegra föðurland, með f jöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð? Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð, en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Víð heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla bláan sæ hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls — við yzta haf. Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tyggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði fslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslands byggö sé öðrum þjóðum háð. —Samvinnan SÓLMYRKVINN OG HVERNIG HIN LIFANDl NÁTTÚRA BRÁST VIÐ HONUM um mönnum getgátur, er stöpp- uðu nærri fullyrðingum, um að hin lifandi náttúra mundi verða skelfingu lostin, sjófuglar mundu flýja á haf út, landfuglar mundu halda að komin væri nótt og bældu sig niður, kvikfénaður mundi hlaupa saman í hnappa, eða æða um eirðlaus kýr, baul- andi, hestar frísandi og kindur jarmandi. Eg gerði mér því ferð til Víkur í Mýrdal til þess að athuga þetta og seðja meðfædda forvitni. Þar átti myrkvinn að standa einna lengst, eða rúma mínútu. Þar var hægt að athuga kindur, kýr og hesta, alifugla, sjófugla og landfugla. Þarna voru því hin beztu skilyrði til slíkra athugana. Hafði eg tryggt mér fyrirfram aðstoð manna, er vel þekktu daglega háttu skepn anna og fuglanna, og hlutu því að sjá manna bezt hver áhrif sól- myrkvinn hefði og hverjar breyt ingar yrði á venjulegum háttum þeirra. Ólafur Jakobsson frá Fagra- dal veitti mér aðstoð við að at- huga háttu bjargfuglsins. Hann er nú um sextugt og hefur um áratugi verið sigmaður þarna í f jölunum. Er hann svo kunnug- ur fyrir þá íþrótt sína, að hann var fenginn til þess að sýna bjargsig í Almannagjá á Alþing ishátíðinni 1930. Hann er glögg- landið hafa farið síðan það ur maður og greinagóður og efíir byggðig.t,, að nú fórur fram vis-.-langa baráttu sína við björgin IIF J AJLIIL K (O) W A Almyrkvi á sólu er ekki dag- legur atburður. Fæstum af þeim, sem nú eru á lífi hér á landi, mun auðnast að sjá annan al- myrkva en þann, sem varð 30. júní, hversu lengi sem þeir lifa. Aðeins með því móti að þeir sé staddir annars staðar á hnettin- um gæti slíkt komið fyrir þá, því að næsti almyrkvi kemur ekki hér fyrr en eftir nær 200 ár (árið 2151), að því er fróðir menn segja. Enginn heimalning ur hafði heldur séð almyrkva fyrr, því að nú voru liðin rúm 121 ár síðan slíkur sólmyrkvi fór yfir fsland. Það var daginn fyrir uppstigningardag árið 1733. Segja annálar af Vestur- landi að þá hafi verið heiðskírt veður. Myrkvinn hófst skömmu eftir nón og stóð fram undir miðaftan. Var svo rokkið þegai dimmast var, að birtan var “við- líka sem þá sól er gengin undir að kvöldtíma”, og undir Jökll sáust stjörnur á himni. Sennilegt er að margir hafi hugsað að myrkvinn núna mundi verða svartari en raun varð á, því svo mjög hafði verið látið af því hve dimmt mundi verða. Get- ur því verið að sumum hafi þótt minna til koma en þeir höfðu vænst eftir. En þrátt fyrir það mun þessi stutti fyrirburður verða minnisstæður öllum þeim Indalegar mælingar á honum, en slíkt hefur aldrei skeð fyrr. Og íslenzkir vísindamenn tóku þátt í þeim rannsóknum. Það hefði ekki getað skeð, ef sólmyrkvinn hefði verið svo sem 25 árum fyrr á ferðinni, því að þá voru engir mælingaáhöld til hér, og enginn kunnáttumaður til þess að fara með þau. En það er ýmislegt fleira held ur en hin almyrkvaða sól og “kóróna” hennar, sem fróðlegt og skemmtilegt er að athuga á þeirri örskömmu stund, svo sem hver áhrif myrkvanin hefur á náttúruna, lifandi og dauða. Það hafa íslenzkir vísindamenn einnig rannsakað, því að hópur þeirra fór til Dyrhólaeyjar í þeim erindum gagngert. Athug- ulir alþýðumenn gæti þó einnig lagt þar ýmislegt til málanna, er að gagni gæti komið. Sólin slokknar og verður svört um hádag! Hvaða áhrif skyldi sú mikla og snögga breyting hafa á dýr og fugla? Mér lek meiri forvitni á að kynnast því, heldur en að horfa á hina slokkn þekkir hann allar venjur og kenj ar fuglsins sem þar býr. • í Suður-Vík er stórt kúabú. Um morguninn voru kýrnar reknar í haga í hlíðarnar langt fyrir ofan þorpið. Þangað fór Jón Bjarnason og leit eftir þcim meðan á sólmyrkvanum stóð, írá því er hann byrjaði og þar til honum lauk. Jón hefur hirt þessa nautgripi og þekkir háttu þeirra allra eins og fingur á sér. Þorlákur Björnsson bóndi í Eyarhólum gerði það fyrir mig $ð hafa gát á hestum sínum úti í haga, alllangt fyrir utan Pét- ursey. Sá hann um að engin styggð kæmi að þeim um morg- uninn og gekk svo til þeirra í þann mund er myrkvinn hófst. Þarna voru og kýr hans og veitti hann háttum þeirra athygli líka. Börn sín stálpuð sendi hann til þess að gefa gætur að landfugl- um og kríum. Margir fleiri tóku og að sér að gefa hinni lifandi náttúru gaum og veittu mér síðar upplýsngar um hvers þeir höfðu orðið vísari. Þykir mér rétt að segja hér frá Mrs. Paul W. Goodman Fjallkonan á íslendingadeginum á Gimli 2. ágúst 1954, er Mrs. Paul W. Goodman, kona Paul Goodman bæjarráðsmanns í Winnipeg. andi sól. Hafði eg heyrt af fróð- þessu, í þeirri von að það geti Fjallkonu dísir er sáu. Og að einu leyti er þessi Kommúnistar kváðu glaðir af|SÓlmyrkvi merkilegri heldur en sigrum sínum í Indó-Kína. Enda.allir þeir 11 almyrkvar, sem yfir Dorothy Stone Dorothy Johnson Þessar eru heilladísir Fjallkonunnar á fslendingadeginum 2. ágúst 1954 á Gimli Manitoba orðið til uppfyllingar öðrum at- hugunum. Myrkvinn var á miðvikudag. Á mánudaginn rigndi um suðvest anvert landið, en á þriðjudag var dumbungsveður og þó úrkomu- laust víðast .Þá fór eg austur á- samt fólki, sem var mér til að- stoðar. Útlitið var ekki gott. Á endilöngum Eyjafjöllum lá þoka ofan í miðjar hlíðar. í Vest- mannaeyjar grillti aðeins við og við, og aðeins sást glóra í neðsta tanga skriðjökulsins þar sem Jökulsá á Sólheimsandi kemur upp. Eins var í Mýrdalnum, þoka niður í mið fjöll. En morguninn eftir var breytt um. Við vorum árla á fótum og þá skein sól á skafheiðum himni. Fjöllin umhverfis Vík, sem eru gróðin upp í eggjar bar rök og dökkgræn við ljósbláan himin, en úti fyrir hið síkvika haf sól- stafað og freyddi á svörtum f jörusandinum. Dýrlegt veður dýrleg útsýn hvert sem litið var! Hiti var þegar mikill og fór hækkandi, svo hann var kominn yfir 30 stig móti sól. Það var gott og notalegt að njóta hlýrra og bjartra geislanna, og manni fannst það nær fjarstæða að hugsa sér að sólin mundi slokkna eftir stutta stund. En þó vissu allir, að einhvers staðar úti í hinu heiðbláa himindjúpi var hinn ósýnilegi máni og stefndi beint á sólina. Hefði hann verið sýnilegur, mundi svo hafa virst á þeim stað er við hann kæmi úr vestri og stefndi til suðurs, því sem hann er vanur. Við Ólafur Jakobsson fórum austur .að Víkurkletti í þann mund er sólmyrkvinn hófst. hnýpt bjarg, aðskilinn frá sjálfu fjallinu efst með sprungu eða geil. En þótt kletturinn sé svo brattur er hann gróinn upp á eggjar, og er því grænn tilsýnd ar með brúnleitum blettum og rákum þar sem bergið kemur út úr gróðrinum. í þessum kletti og björgum þar um kring, eiga sér hundruð fýlunga hreiður og því taldi Ólafur þetta vænleg- asta staðinn til þess að athuga um viðbrögð fuglsins þegar myrkrið dytti á. Við settumst þar sem klettur- inn blasti bezt við. Fjöldi fugla var á svifflugi meðfram klettin um og yfir honum, en á syllum og grastóm sátu enn fl. fuglar. Þarna var margróma og skrælc- róma samsöngur, eins og títt er þar sem fýllinn á heima. Görg- uðu þó mest þeir er sátu, ef ann ar fýll ætlaði að setjast hjá þeim. Nú bruðgum við svörtum glerj um fyrir augun og litum til sól- ar. Jú, það var engin falsspá að hún mundi sortna þennan dag. Hálfkúlulaga skuggi var kominn á rönd hennar hægra megin og át sig lengra og lengra inn í bana. Það var engu líkara en að þessi skuggi ætlaði að kljúfa sól ina í tvennt, því að enn sýndist hún talsvert minni fyrirferðar en hún sjálf. ð Skjótt dró úr hita sólar, en birtan virtist dvína lítið fyrst í stað. Þó fór að koma annarlegui svipur á loftið haf og hauður. Sjórinn virtist verða stálgrár, en loftið fékk á sig bleikan svip. Hinn sterkgræni litur í fjöllun- um tók að leysast upp og blána, Og sandurinn fyrir framan varð undarlega litverpur. Þegar hálf kringla sólar var myrkvuð, kólnaði óðum og tók að bregða birtu. Litirnir í fjöll- unum breyttust nú einnig óðum og bar æ meira á bláa litnum þó ólíkum fjallabláma í fjarska, því að hann var ekki jafn hreinn, Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.