Heimskringla - 28.07.1954, Síða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1954
HAMINGJUÓSKIR
L_
til íslendinga í tilefni af 65.
þjóðminningardegi þeirra á
Gimli, Man., 2. ágúst 1954.
Dr. G. Paulson
Viðtalsstaðir:
LUNDAR og ERIKSDALE
Manitoba
ENGILRÆKJAN
/rá tsafirði
COMPLIMENTS OF
Sky Chief Service
— It’s Super In Every Respect —
SARGENT & BANNING
/. F. Steitzer, prop.
Phone 3-114Z
\ Compliments of
Zeller’s Limited
Retailers to Thrifty Canadians —
346 PORTAGE AVE. (Between Hargrave and Carltor.)
í
!
í MEÐ INNILEGUM KVEÐJUM
...
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst, 1954
Húsmóðirin vestur í Boston í
Bandaríkjunum hafði lokið við
uppþvottinn og tekið til í eld-
húsinu eftir hádegisverðinn, en
börnin voru farin út. Hún gekk
inn í stofu, opnaði sjónvarpstæk
ið og settist niður. Það var hús-
mæðraþáttur, sem hún ætlaði a'ö
horfa á, en Stjörnubúðirnar sjá
um þennan þátt daglega. Fyrst
sá hún myndir úr fallegu eldhúsi
þar sem ung kona var að mat-
reiða og skýrði jafnframt upp-
skriftina. Síðan kom fram söngv
ari og flutti tvö hugnæm lög, og
svo eldhúsið aftur. Unga elda-
buskan sneri sér að áhorfandan
um fyrir faman sjónvarpstækið
og sagði:
“Nú skulum við reyna nokkra
rétti sem eru alveg nýir, og eru
framreiddir með “Engilrækjum
fá íslandi, sem fást aðeins í
Stjörnubúðunum. Engilrækjurn
ar lifa í kristaltærum fjörðum
fslands, og eru miklu minni en
þær rækjur, sem við erum vön,
þótt þær séu fullvaxta, en þær
eru eftir því ljúffengar. Sjó-
! mennirnir koma með þær ferskar
að landi og þær eru þegar soðn-
ar hreinsaðar og hraðfrystar.
Næst þegar þið bjóðið gestum
heim, skuluð þið koma þeim á
óvart með ljúffengum rétti með
Engilrækjum, og síðan getið þ'ð
sagt þeim söguna af þessum dá-
samlega litlu skeldýrum norðan
frá íslandi.”
Síðan hélt eldabuskan áfram
og lýsti uppskriftinni um leið
og hún sjálf matreiddi “Angel
Shrimp a la Newburgh’’- og
minnti auðvitað á það, að hrað-
frystar Engilrækjur frá íslandi
fengjust aðeins í Stjörnubúðun-
um.
Ef við rekjum aftur á bak sögu
rækjunnar, sem matreidd var “á
la Newburgh” í sjónvarpi vestur
í Boston, reynist leið hennar
hafa legið í stórum frystibílum
frá New York til Stjörnubúðar-
innar í Boston, í kælilestum Jök
ulfells frá íslandi til New York
og loks með rækjubát úr innan-
verðu ísafjarðardjúpi til frysti
hússins.
Fryst rækja hefur um skeið
verið út flutningsvara frá ís-
landi, og mun mega þakka það
amerískum manni, Herbert S.
Placanica að nafni. Hann er
sölumaður vestan hafs fyrir sjáv
arafurðir, sem SfS tekur í um-
boðssölu, og eru það að sjálf-
sögðu aðallega fiskflök. Eitl
sinn, er hann heimsótti ísland,
borðaði hann þessar litlu rækjur
sem eru mörgum sinnum minni
en venjulegar amerískar rækjur,
en hafa annað og sérlega ljúf-
fengt bragð. Taldi hann víst, að
þessi vara hlyti að seljast fyrir
allhátt verð vestan hafs, og varð
þetta til þess, að Sambandið tók
saman höndum við tvo ísfirö-
inga, Guðmund Karlsson og Jó-
hann Jóhannsson, um veiðar og
hreinsun rækjunnar, en hún er
fryst í frystihúsi kaupfélagsins
þar vestra. Tókst á skömmum
tíma að vinna markað fyrir rækj
una vestra, þar sem hún er köll-
uð “íslenzk engilrækja”, og hef-
ur sala hennar gengið mjög vel
hingað til. Er hún um að ræða
allmikið útflutningsverðmæti,
hálfa aðra milljón króna, það
sem af er þessu ári, og geysi-
mikla atvinnu fyrir ísfirðinga.
Rækjan er veidd í botnvörpu
og er afli bátanna oft rúm smá-
lest. Á fsafirði er rækjan soðin í
stórum potti, en fer síðan til
stúlknanna, sem plokka hana.
Ekki mun nema einn fimmti til
sjötti hluti rækjunnar vera kjöt,
og er það lítið á hverju dýri, en
fjöldi þeirra er hins vegar mjög
mikill. Stúlkurnar verða ótrú-
lega fljótar við að plokka rækj-
urnar, og eru dæmi þess, að þær
plokki um 16,000 rækjur á dag.
Eftir plokkun er rækjunum
pakkað og þær frystar á venju-
legan hátt. Við þessar veiðar og
vinnslu hafa oft á einn eða ann-
an hátt um hundrað ísfirðingar
atvinnu. Sjálfsagt mundi þetta
fólk hafa gaman af því að sjá
rækjurnar sínar í sjónvarpi, en
það verður að láta sér nægja vitn
eskjuna um það, að fólk í fjar-
lægum löndum sækist eftir þess
ari vöru og greiðir vel fyrir
hana. Hér á landi hefur alllengi
verið seld niðursoðin rækja og
hún aðallega borðuð á brauði, en
vestra getur kaupandinn fengið
smábækling, þar sem kennd er
notkun rækjunnar í margvíslega,
ljúffenga rétti. Hraðfryst rækja
er nú einnig seld innanlands, en
niðursuða hefur að miklu leyti
lagzt niður.
Fleiri aðilar hafa komið á eftii
Sambandinu og flutt út frysta
rækju, en helztu rækjustöðvarn-
ar eru ísafjörður og Bíldudalur.
íslendingar voru fyrstir manna
til þess að selja smárækju á am-
erískum markaði o,g hefur sú til
raun tekizt mjög vel og vörunni
verið tekið prýðilega. Hins vegar
SPARIÐ alt að $15.00
Prófið augu yðar heima með vorum
“HOME EYE TESTER”. Við nær og fjar
sýni. Alger ánægja ábyrgst. Sendið nafri
áritun og aldur, fáði 30 daga prófun
Ókeypis "Eye Tester” Umboðs
Ókeypis Nýjasta vöruskrá og menn ,
allar upplýsingar. óskast '
VICTORIA OPTICAL CO. K-627
276% Yonge St. Toronto 2, Ont.
er smárækja til víðar en við ís-
landsstrendur og er nú, þegar
skapaður hefur verið markaður
fyrir hana, hætta á að fleiti
hugsi til hreyfings og taki að
bjóða Ameríkumönnum hana
frysta. Er til dæmis ekki óhugs-
andi, að Japanir geri þetta og ef
til vill fleiri, og er þá með auknu
framboði hætta á lækkuðu verði
á hinum frjálsa markaði. En von
andi njóta íslendingar framtaks
síns við að ryðja þessu litla sjá-
vardýri braut til markaðar og
“HEIMSINS BEZTA
NEFTÖBAK”
VINNIÐ AÐ SIGRI FRELSIS
Bogi Sigurðsson
vonandi heldur þessi litla en mik
ilvæga grein sjávarútvegsins á-
fram að vaxa og blómgast.
ARNASON
MOTORS and ELECTRIC
GIMLI
MANITOBA
COMPLIMENTS OF .
Einarson Realty
TOWN PROPERTIES — FARMLANDS — RENTALS
— FIRE and CAR INSURANCE —
PHONE: 72
30—2nd Avenue,
GlMLl, MAN.
Parrish & Heimbecker
Löggilt 11. apríl 1909
Taka á móti korni, senda korn og flytja út.
Borgaður að öllu höfuðstóll. 1,196,000,00
Aukastofn ................ 2,375,000.00
Umboðsmaður—Gimli, Man.B. R. McGibbon
★
Aðalskrifstofa
WINNIPEG
★
Útibú
MONTREAL TORONTO PORT ARTHUR
CALGARY VANCOUVER
65 sveitakornhlöður
Endastöðvar í Calgary og Port Arthur
‘Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir
ábyggileg viðskifti”
I
I
RIN G 0 FF-
LEAVE
11 N E S
CLEAR!
Símamærin verður
að vita hvenær
talinu lýkur. - -
Að hengja upp síman,
gefur öðrum
tækifærið.
* Ef sími yðar er
af Magneto-gerð —
(með hringingarsveif).
mnniTOBR fEbEPHoni
SHSTEm
Sincere Best Wishes
to the Icelandic people on their 65th
National Celebration at Gimli
August 2nd 1954
Hugheilar Heillaóskir
til íslendinga á sextugasta og fimmta
þjóðminningardegi þeirra á Gimli
2. ágúst, 1954
Royal Albert Hotel
Telephone 92-2551
j WINNIPEG
j
j C. G. Hutchison, Mgr.
48 Albert Street
CANADA