Heimskringla - 18.08.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.08.1954, Blaðsíða 1
LXVIII, ÁRGANGUR WINNIPÐG, MIÐVIKUDAGENN, 18. ÁGÚST 1954 NÚMER 46. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR GÓÐUR ÍSLENDINGA- DAGUR ísendingadagurinn á Hnaus- um s.l. laugardag hepnaðist forkunnar vel. Oss er nær að halda, að fáir þjóðhátíðardagar hér hafi tekið honum fram. Það er að vísu um fleiri en eitt atriði að ræða, sem ástæðu mætti telja fyrir þessu. En jafn framt söng frú Guðmundu Elias- dóttur, er hún var hylt fyrir óaf- látanlega, var þarna túlkað með söng og upplestri hluti hins mikla skáldverks “Óður tii ís- lands” úr hátíðaljóðum Daviðs Stefánsson skálds. Varð úr því í höndum söngfólksins og upp- lesarans há-dramatískur leikþátt ur, er setti svo mikinn svip á há- tíðahaldið, að vér minnumst ekki að neitt líkt því hafi átt sér stað á íslendingadegi. f helztu hiut- verkunum voru frú Guðmunda söngstjórinn Jóhannes Pálsson, frú Lilja Martin, píanóspilari, Gunnar Sæmundsson og Anna Austman fjallkona er um upp- lestur önnuðust. Forseti dagsins Sigurður Vopnfjörð, oddviti Bi- fröst sveitar leysti og starf sitt sérlega vel af hendi. Hann benti á hver var hinn sérstaki tilgang- ur þessa dags, er var hin sextug- asti frá fyrsta fslendingadegi á Hnausum 1894, eða í Norður- Nýja-íslandi. Höfðu menn þá komið saman á Hnausum, en í alt öðrum tilgangi. Bændur og búalið þyrftust til Hnausa með það í huga að fá tilsögn i smjör- gerð frá búfræðingum er fylkis stjórnin ákvaö að senda þangað. En norður til Hnausa komust þeir ekki. Slógu menn þá degin- um upp í íslendingadag, hinn fyrsta á Hnausum. f Winnipeg stóð þá yfir fimti íslendinga- dagurinn, og vitneskjan um það, hvatti til íslendingadagshalds- ins norður frá. Áminsta fregn af hinum fyrsta íslendingadegi, er að finna í Heimskringlu árið 1894 og var þar eitt sinn á hana bent á fs- lendingadegi á Hnausum áður. íslendingadagsins var að öðru lítils minst. Ávörp flutti Fjallkona, Mjrs. Anna Austman og Miss Canada, Evelyn Williams, og kvæði frumort (Mfinni íslands) flutti G. O. Einarsson. Eins og áður er vikið að, vakti söngur mikla athygli á deginum. Á stjórnandi hans, Jö- hannes Pálsson og systir hans frú Martin, miklar þakkir skilið fyrir söngmentarstarf sitt. Þau hafa gert garðinn fægan í því efni í Norður-Nýja-íslandi. Svo hátt hafa þau haldið fána söngs- ins þar á lofti, að hróður þeirra hefir borist út meðal Vestur-ís- lendinga. í ihvert sinn sem nafn þeirra systkina sézt á dagskra á samkomum, er það hvarvetna tal in trygging fyrir skemtilegum söng. Sveitin, og þjóðfélagið er í stórri þakklætisskuld við þessi systkini, svo stórri að hún verð- ur sent goldin að verðleikum. En vott þakklætis og virðingar er meira en tími komin til að sýna þeim. Það vildi svo óheppilega til að nóttina fyrir hátíðina, var helli rigning í Nýja-fslandi og sumir bekkir gestanna stóðu út í vatni ekki mjög djúpu, en nægu til þess að skemma nýju slfóna kven fólksins. Varð það því að ganga til sæta sinna mjög gætilega ,ef ekki átti skaði að ské. En þetta virtist ekki hafa nein áhrif á gestina. Þeir gleymdu annmörkunum við söng inn og að hlýða á Óð íslands og voru ekki síður þægilegir og is- lenzkir að hitta, sem dagur þeirra hefir lengi verið annálað- ur fyrir. íslenzk glíma og aðrar íþrótt- ir fóru fam á deginum. Væri ósk andi að blaðinu væri send úrslita frétt af þeim er þar stóðu fyrir verki eða öðrum kunnugum. Það var sólskin og þurt verð- u allan daginn. En það borgar sig hvernig sem veður er a'ð sækja annan eins íslendingadag og á Hnausum var s.l. laugardag. LOFAR AÐ TAKA FORMÓSU Chun Enlai, forsætisráðherra Kína, hefir á fundum ung-kom- múnista, sem hann hefir verið að sækja, lofað því, að senda her bráðlega út af örkinni til að taka eyjunna Formósu herskyldi. Þegar fréttin barst út, sagði stjórnari eyjunnar, Chiang Kai- shek, að Enlai lofaði þessu upp í ermina. Ástæðan fyrir að hann segði þessar fréttir, væri sú, að þjóðernissinnar væru að færast í aukana á meginlandinu og hann væri smeykur um sig í valda- sessinum. Ástæða fyrir óeirðunum er sú, að í Kína er nú sultur og seyra. Flóð í ám hefir orðið svo mik- ið, að um 1/4 miljón manna hef- ir farist, en fleiri miljónir orðið að flýja af búum sínum. í ummælum sínum hefir Enlai varað Bandaríkin við að skerast í leikinn. Þess skyldi grimmilega hefnt verða. Kínverjar eru miklir menn orðnir. f síðasta stríði sem enn er ekki lokið af því að komm- únistar vilja ekki heyra frið nefndan, lögðu Japanir allar stærstu borgir Kína undir sig og IndóKína.Formósu höfðu þeir þá einnig haldið fram undir hálfa öld. Burtu af þessum slóð- um ráku Bandaríkin Japana ein- ir saman. Kína á þeim frelsi sitt að þakka. En um leið og landið var afhent þáverandi stjórn, lagði Enlai leið sína til Moskvu, að kynna sér stjórnaraðferðir kommúnista. Að því loknu hélt hann til Kína aftur og hnepti þjóðina undir einræðisvald kom múnista, en svifti hana fengnu frelsi. Og nú talar þessi maður um að ná sér niðri á Bandaríkj- unum, eins og það verði honum leikur að ganga yfir þau í stríði. Hvað mundu ekki fífl þau, er þannig tala, gera, ef þau mættu sín mikils. Halda kommúnistar alt mannkynið brjálað nema sjálfa sig? ERU NÆR ALLIR ÍSLENZK- IR PRESTAR SPÍRITISTAR? Finnska blaðið “Uusi Suomi” hefur það eftir síra Jóni Auð- uns dómprófasti, sem setið het- ur norrænt spiritistaþing í Hels- ingfors, að svo til ihver einasti prestur á ísland sé spiritisti. Hinn 1. þ.m. birti norska blað ið “Verdens Gang” UP frétt frá Helsingfors, þar sem sagt er, að Petjan Auðuns (vafalaust mis- prentun fyrir Jón Auðuns) muni sækja Osló heim að loknu þinginu í Helsingfors til þess að fá norska spiritista til þess að ganga í Samband norrænna spir- itista. Á þinginu skýrði síra Jón Auðuns frá því, að nær hver einasti íslenzkur prestur væri spiritisti. Síðan segir orð- rétt í frétt “Verdens Gang”: í dag mun allt þingið—engir norskir gestir sitja það — skoða — REYKDALSROUGHNECKS— Winston Hand tenderly nurses the GLÍMA TROPHY he won at Gimli, August 2, while Bob Tebbutt, Herbie Frederickson and Bob Brockhill, his vanquished competi- tors, look on. On August 14th, the boys went to Hnausa to exhibit the glíma at the celebration there, although holidays prevented two of them from attending and Ronnie Stefansson, recently returned from vacation, was added to the group. borgina, en í kvöld munu þeir hafa mikinn miðilsfund fyrir boðna jarðneska og yfirnáttúr- lega gesti. f annarri frétt í sama blaði sama dag segir svo í fyrirsögn “Gervallt fsland er fullt af spir itistum. — Mjög fáir eftir í Nor egi”. Síðan segir frá því að síra Jón Auðuns hafi flutt fyrirlest- ur á spiritastaþinginu í Helsing fors, þar sem hann sagði, að það megi heita meginregla, að is- lenzkur prestur sé spiritisti. Hið norska blað segir síðan: “Þessi orð hafa vakið nokkra athygli. Það hefur lengi verið á margra vitorði, að íslenzkir prestar hafa haft áhuga fyrir spiritismanum, en menn héldu, að þeir vildu ekki láta bera svo rnikið á þessu . . . Úr annari átt höfum vér einnig aflað upplýs- inga um það, að ekki einungis prestar heldur og þekktir stjórn málamenn og kaupsýsluspiritist ar taki þátt í fundum, þar sem reynt er að komast í samband við framliðna.” —Vísir 13. júlí KOMMÚNISTAR ÚTLÆGIÐ Síðast liðinn fimtudag sam- þykti öldungadeild bandaríkja þingsins tillögu um að leyfa ekki starfsemi kommúnista- fiokks í landinu. Atkvæði i deild inni féllu þannig, að 85 voru með tillögunni, en ekkert á móti. Málið á eftir að koma fyrir fulltrúadeild þingsins. Er hald- ið, að bannið verði einnig sam- þykt þar. Eisenhower forseti kvað ekki verá um þetta. Er talið að hann æski, að fulltrúadeildin felli til- löguna. Kváðu Herbert Brownell dóms málaráðherra og J. Edgar Hoov er, vera sömu skoðunar og for- seti. Einstaklingsfrelsi mælir með því, að kommúnista skoðanir séu leyfðar, sem hver önnur pólitisk skoðun, í hvaða þjóðfélagi sem er, sé starfið aðeins innan þess þjóðfélags. Þegar kommúnista- flokkur gerist þjónn erlends valds á móti þjóðfélagi sínu og stjórn þess, þá er svo litið á, sem hann hafi fyrirgert rétti sínum til starfsemi. Og gallinn er, að kommúnistar eru mjög mikið með því marki brendir. gleymst hefði er út var farið, að loka krananum í baðkerinu, mundurðu hlaupa að næsta krana og opna hann einnig, sem væri samkvæmt hugmyndinni, að því fleiri sem opnir kranarnir væru, því minna yrði flóðið í húsinu? Það mundi engin maður svo heimskur, að hann ekki gengi beint að krananum í baðkerinu og stöðvaði vatnsflóðið þar, áður en hann færi til sérfræðinga að spyrja þá um það. Hvernig væri að reyna einnig heilbrigt vit í meðferð vínsölumála Manitoba? MINNI ÍSLANDS Merki Ingólfs stóð í stafni, Stafað dýru hetju nafni. Blasti þar við fjörður fríður, Friðar sæll og himin blíður. Skorti enga auðnu kosti Algræn hlíðin við þeim brosti. Landið nýtt, með hjartans hylli Hóf þá upp í meiri snilli. Gaf þeim frelsi orðs og anda Afrek stór til fjarra landa Orðstír þeirra í heimsins höfn- um Helgur varð í braga söfnum. Þá varð íslands hróður hæstur Hugur dáða og manndóms strærstur. Konnungs drápur Egill orti Einurðina síst hann skorti Víkingur að viti og hreysti Vilja sjálfs og Óðins treysti Bjarmar aftur yfir fjöllum Upp rís þjóð með köppum snjöllum Eftir margra alda þrenging íslands þjóð fékk nýja spreng- ing. Heklu-gos af andans eldi Aflgjafinn í hennar veldi. Nú á þjóðin nýjan blóma Nú er bjart um hennar sóma Vöknuð er í hennar hjarta Hæða-ljósið morgun bjarta Hetju þrótt og anda í orðum Engu minni nú enn forðum. Rís hin forna frægð af grunni Ffelsið við sem þjóðin unni Allar nýjar orkulindir Allar stórar töfra myndir Oþnar standa og auðlegð boða Alt er skreytt af morgunroða. þennan dag, heiti kauptúna, skóla og héraða og þá ekki sízt nafn bygðarinnar sjálfrar — Nýja-ísland — sýna og sanna hvar hugurinn dvaldi löngum. Mér kemur í hug upphaf kvæðis eftir þann er öndvegissess skipar meðal sona fslands á Vesturvegi lífs og liðinna: Við ýttum Vesturálfu til frá Islands köldu ströndum, en margur flutti minni yl frá miklu hlýrri Iöndum. Og þið fluttuð fleira. Fáli munu hafa svo í þá langferð lagt, að ekki hefðu í veganesti nokk- uð af þeim úrvalsbókum, sem þjóð mín hefir jafnan sótt til þann þrótt er vex við hverja þrekraun. Höfuðskáldi ykkar Ný-íslendinga kveður svo að orði í einu sínu snildarkvæði þar sem hann minnist eyjunnar fornu: Aldamyrkur hrjáði heim, henni lýsti þá í geim þjánar, eldgoss, íss og snjós andans björtu norðurljós. Góðra þakka vert er það, böru yngri og eldri hve mikla rækt þið hafið lagt við alt, sem feg- urst og bezt er í íslenzku eðli. Gleðiefni og sæmdarauki er mér einnig hve mörg ykkar hafa með dugnaði og framsýni rutt ykkur braut til frama á ýmsum sviðum. En eg dáist ekki síður að hin- um mörgu fróðleiksfúsu, að meira eða minna leyti sjálfment uðu alþýðumönnum og konum, sem verið hafa umhverfi sínu leiðarljós og “rétt æskunni örv- andi hönd”, þó að í kyrrþey væri oftast unnið. Ennfremur ber mér að minn- ast þess að í sextíu ár hafið þið sýnt tyggð ykkar til mín og heimaþjóðarinnar með því að fjölmenna á mót sem þetta nú í dag til að heiðra með ljóðum og ræðum eylandið norður við heimskaut. Fyrir þá ást ykkar og órofatryggð er eg ykkur hjartanlega þakklát, og er það mín einlæg ósk að enn um lang- an aldu megið þið halda við þeim góða sið að mætast hér á Iðavelli og þannig endurnýja og tryggja bræðraböndin milli þjóð arbrotanna beggja megin Atlanz hafs. Að endingu tek eg að láni nokkur erindi úr Vestmanna minni eftir Steingrím Arason: Þá sól er að síga í æginn og sóleyjan lokar brá, og breitt hefur fóstran blæju á börnin sín stór og smá.— Er sjón hennar seidd í vestur umsólroðinn öldugeim, þvi börnin sín mörgu man hún, sem mæna úr vestri heim. Því þangað sendi hún sonu er sókndjarfir lyftu hönd og báru Fjallkonu fáann til frægðar um höf og lönd. Því mænir vor móðir í vestur í minningahillingar. Hún á þar svo hlýja hugi og heitust elskuð þar. Þar handan við hafið sér hún í huganum draumalönd, — og sólstafir seilast vestur sem sigrandi móðurhönd. 9 Megi blessun drottins vera með ykkur öllum alla stund. FJÆR OG NÆR í fyrri viku kom heiman af fslandi ungur íslendingur, Bragi Melax að nafni, frá Breiðabólsstað í Húnavatns- sýslu. Hann er kennari-að ment un og gerir ráð fyrir að skoða sig hér um nokkrar vikur. ★ ★ ★ Séra Octavíus Thorláksson frá San Fransisco, er staddur ásamt frú sinni í bænum. ★ ★ ★ í Home St. United Church voru 7 ágúst gefin saman í hjóna band Lorraine Almond og Árni Árnason, sonur Mr. og Mrs. T. Árnason, Winnipeg. ★ ★ ■»r Songs of the North Heimskringlu hefir nýlega borist 3 hefti af söngverki, sem S. K. Hall, hefir verið að gefa út og hann nefnir “Songs of the North”. Oss minnir að hann halda því fram, er hann hóf starfið, að það væri gert í viðurkenningar- skyni til íslenzkra skálda. f þessu hefti eru textar á ensku, þar sem í þýðingu af kvæðunum hefir náðst. Bókin er því eins nothæf yngri kynslóð- unum, sem ekki kunna íslenzku, sem þeim eldri. Höfundurinn S. K. Hall a þakkir frá íslendingum skilið fyrir að hafa ráðist í þessa út- gáfu. Tónsmíðar hans eru í þess ari bók sem áður, honum og ís- lenzkri þjóð til sóma. Sönglaga- gerð vor vestra, er auðugri fyrir starf höfundsins. NÝ NEFND Það er eitthvað skrítið við það, að kjósa nýja nefnd til að rannsaka gerðir McCarthys. Ef hann gaf ekki fullnægjandi svör fyrri nefndinni, virðist litlar lík ur, að hann verði auðveldari sex marffia nefndinni nýju. Er að vísu sagt að 4 öldungar nýju nefndainnar séu úr hægrimanna flokki republikana, er McCarthy sjálfur fyllir. En þó er haldið fram, að hlýði hann þeim ekki betur en fyrri nefndinni í svör- um sínum, geti svo farið, að hann verði hreinlega rekinn úr flokkinum. Hefir eitthvað venð gefð í skyn af hnni nýju nefnd, að hún ætli ekki að láta Mc- Carthy kalla sig “meinsæris- menn” eða “útlærða lygara”, fyr ir ekki neitt. Eisenhower segir auðvitað að hér sé ekki um ann- að að ræða en öflun einlægra skýringa á málinu og hann von- ar að hinni nýju nefnd auðnist að finna þær. HEILBRIGT VIT Bréf birtist um áfengismál þessa fylkis í Winnipeg Tri- bune, er hljóðar á þessa leið: Ef þú kæmir að öllu á floti í húsinu þínu, vegna þess að Lengi lifi fslands óður Afli sjós, og hlíða gróður, Míeðan ár til fjarða falla, Flögrar sól um jökul skalla; Ríki tign og aðals andi Yfir þessu fræga landi. G. O. Einarsson ÁVARP FJALLKONUNNAR frú Önnu Austman á Hnausum 14. ágúst 1954 Eg heilsa ykkur niðjar mínir og flyt ykkur kveðjur frá þjóð- bræðrum ykkar og systrum aust an Atlansála, frá fjöllum og dölum, fossum og lækjum, fögr- um túnum og friðsa^lum bæ. Eg gleðst af því að mega enn einu sinni dvelja með ykkur stutta stund og líta þennan stóra og fagra flokk þess fólks, sem telur uppruna sinn til mín. Févana létuð þið Vesturfarar í haf frá mínum ströndum. En mitt í dagsins önnum á erfiðri landnámstíð yljaði ykkur um hjartarætur hlýhugur frænda og vina eftirskildra, ljúfar æsku- minningar og litauðgar myndir hrífandi náttúrufegurðar á björt um vordögum “heima” þar sern þið höfðuð barnaskónum slitið. Bæjarnöfnin ykkar hér, sem mörg hafa haldist við fram á

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.