Heimskringla - 18.08.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.08.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. ÁGÚST 1954 liJttmgkrmgiéi (StofnuB JSSH Kott.ui út á hyerjum mlðvlkudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 VerC blaðslns er $3.00 árgangurlnn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOakiftabréf blaBinu aðlútandi sendist: The Viklng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Ut&náakrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heiznskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Aathoriied cts Second Clasa Mail—Post Oifice Dept., Ottqwq WINNIPEG, 18. ÁGÚST 1954 MINNI ISLANDS Ræða flutt á lðavöllum 14. ágúst 1954, Eftir BJÖRN SIGURBJÖRNSSON Góðir íslendingar Mér er það mikil ánægja og heiður að fá að mæla fyrir minni íslands á þessari hátíð yðar hér á Iðavöllum. Mlér er það auðvitað ánægja sem íslenzkum ríkisborgara en öllu fremur er eg hugsa um þann einlæga áhuga og ræktarsemi, sSm þér Vestur-íslendingar sýnið, er þér nú í sextugasta skipti komið saman á hátíðaslóðum fyrstu landnemanna til að minnast, eins og þeir gerðu, gamla landsins, fósturjarðar þeirra, og margra vor, og ættjarðar vor allra Islendinga. Oss sem alizt höfum upp á íslandi og et innprent- uð sú fagra mynd blómlegra dala, fossa og fjallatinda, sem oss aldrei gleymist — eru auðvitað kærastar slíkar hugarsjónir og minnumst þeirra í sameiningu í dag. En engu að síður minnumst vér með hinum, sem aldrei litu feðranna Frón, hins sameiginlega og sérkennilega íslenzka anda og menningar þeirrar arfleifðar, sem oss var látin eftir af forfeðrum vor allra, arfleifðar manngild- is, bókmennta og tungu, sem mótast hefur á vörum kynslóðanna í baðstofum íslenzku sveitanna. Nú eftir tveggja ára dvöl t Manitoba og töluverða kynn- ingu við landa hér víðsvegar um fylkið og lífskjör þeirra stend eg enn betur að vígi til að minn- ast nútíma íslands við yður held ur en eg gerði áður. Eg hef mér til mikillar ánægju komizt að raun um, að landar vorir á Fróni hafa enga ástæðu til að öfundast út í yður, sem hingað fluttust. Lífskjör fólks og lífs- hamingja eru engu síðri á Is- landi heldur en meðal landa þeirra vestanhafs og framtíðar- horfur hins litla lýóveldis, fram farahugur þjóðarinnar, stendur i engu að baki hinum volduga ná- granna hennar. Það er ekki tilgangur minn að bera frekar saman eða metast um lífskjör og menningu landa vora fyrir austan og vestan At- lantsála, vér getum glaðzt yfir velgengni íslendinga hvar á jörðu sem er. Hitt langar mig til að ræða, ar, sem rak forfeður yðar af landi brott til landnáms í Vest- urheimi. Velgengni íslendinga í dag, hinn ört vaxandi fólksfjöldi á Islandi er í fyrsta og öðru lagi að þakka því sjálfstæði, sem örlaði á í byrjun þessarar aldar og náðist að fullu fyrir tíðu ár- um síðan. Við hvert skref, sem erlend stjórn tók til undanhalds, urðu mörg skref til framtaks og dáða meðal íslenzku þjóðarinnar. Þeir einir, sem þekkja sögu íslendinga og erfiða baráttu hennar fyrir frelsi og fullveldi, geta skilið hve eðlilegar og sjáíf sagðar hinar stórstígu framfarir hafa verið á íslandi hin síðustu ár, svo að líkast hamskiftum hef ur verið. — Þeir einir geta skn ið og fundið þann fögnuð, sem umlykur hjarta hvers ósvikíns íslendings 17. júní ár hvert. Saga sjálfstæðisbaráttunnar sem eg er kunnugri og mér er j hefur verið rakin af mörgum á Ijúfara — stóru sporin, sem stig-j þessu sumri í ræðu og riti aust- in hafa verið á framfarabraut ís-^ an hafs og vestan og jafnvel víð- lenzku þjóðarinnar, síðan ánauðíar> en gjálf endurreisn lýðveldis- inni létti, erfðleika, sem ógnuðu jns ^ Þíngvöllum 17. júní 1944 en yfrstignir' voru, ástandið i j verður ógleymanleg öllum þeim, aag og framtíðarverkefni og er viðstaddir voru, og helgi vandamál, sem við blasa. j hennar og tign ólýsanleg í fá- Frá miðbiki síðustu aldar og tæklegum orðum. Á þeirri einkanlega á liðinni þessari öldlStUndu áttu allir íslendingar hefur fyrst rofað til í þjóðmái-; eina sál — hina íslenzku þjóð- um íslendinga, síðan þeir afsöi-j arsál. Þeir strengdu þess heit að uðu sér frelsi í hendur N.oegskon vinna upp dimmu árin ófrelsis unga árið 1262. ógnarstjórnj 0g ánauðar með nýju átaki og Dana knúði þjóðina niður í slíka atorku — strengdu .heit, sem i eymd og volæði, að ekki fá orð lýst. Ástandið í þjóðmálum vor um var oft svo, að undravert er, að nokkur gat .haldizt við á land- inu eða lifað af þær hörmungar. Framtíðarhorfur ungra íslénd- inga í þann tíð voru daufar, ef ekki alveg dauðar. Öll verzlun var einokuð í höndur útlendra manna, sem hugsuðu ekki um annað en arðinn af henni. Frain- tak einstaklinga á Islandi var heft og tillögur til úrbóta og framfara áttu líf sitt undir er- erlendri og skilningslausri ó- stjórn. Með slíku stjórnarfari og þjóðfélagslegu ástandi ullu nátt úruhamfarir, hvort sem þær birt ust í eldgosum og öskufalli eða veðurofsa og ótíð enn meiri hörmungum meðal íslenzku þjóð arinnar, og eymdTn var óskapleg. Það voru eftirstöðv^r slíkra hörmunga og enn yfirstandandi óstjórn, góðir Vestur-íslending- huga þúsundanna varð að einni hugsun — íslandi allt! Þessi heillastund að Þingvöll um 17. júní 1944 varð upphaf margskonar breytinga á kjörum íslenzku þjóðarinnar og afstöðu hennar og mikilvægi á alþjóða- vettvangi. Þau lög sem þá öðluð- ust gildi voru sannarlega ekki í anda við stöðulögin, svonefndu frá 1871, fyrir réttum manns- aldri síðan, er ákveðið var að Island skyldi vera óaðskiljan- legur hluti Danaveldis. Stjórnarskrá hins unga lýð- veldis var einnig mjög frábrugö in sambandslögunum frá 1918, þegar ákveðið var að Danmörk færi með utanríkismál Islands, þótt í umboði þess væri. Nú eiga íslendingar sæti á al- þjóðaþingum og í þjóðabanda- lögum. Njóta þeir þar sama rétt- ar og Danir, Canadamenn Bandaríkjamenn og allar aðrar Háskóli Manitoba hafði með höndum heil mikið kynningar starf á þessu sumri á meðal íbúa fylkisins. Starfið var í því fólgið, að haldnir voru fundir í háskólan- um og þangað boðið mönnum af cllum þjóðum þessa fylkis. Voru þár yfirveguð helztu hugð arefni hverrar þjóðar um sig, eins og trúmál, pólitík, og önnur þjóðfélagsmál, siðir og hættir og alt rætt og skýrt, til þess að hverjum mætti sem ljósast vera, um hugsanir og gerðir hinna ýmsu þjóðarbrota. Hugmyndin er nefnilega sú, að flýta kynningu þjóðar þessa lands alt sem hægt er, og bíða ekki eftir þvi, að sú kynning fáist af sambúðinni einni, sem getur tekið mjög langan tínia fyrir heildina. Einn eða tveir þjóðflokkar sem saman bua, kynnast skjótt. En það þaif langan tíma að kynnast öllum þjóðbrotunum hér á þennan eðli lega hátt. Til þéss að eining og samhugur og samvinna allra í- búanna geti sem fyrst skapast hér og orðið virk, er til þessa kynningarstarfs gripið. En þær 50 þjóðir, er þetta land byggja, þurfa að kynnast til þess að þær í einingu geti bygt upp það þjóð líf sem hér er í sköpun. “Nei, vér kunnum einhug aldri enda hlaut í mæðu kaldri frelsis þjóðin þreytt” .... segir Matthías um ísland. I Þessu landi gæti ekki síður illa farið, ef íbúarnir hugsuðu ekki sameginlega um þau þjóðlegu á- tök er þeirra bíða hér eða kynnu aldrei að vera “allir eitt”, eins og skáldið ennfremur kemst að orði. Skýrslur og lýsingu af starfi háskólans hefir frú Jóhanna Wilson, dóttir Mr. og Mrs. Joseps Skaptasonar, nýlega birt á ensku Segir þar frá öllu er gerðist á kenslutímabilinu, sem stóð yfir frá 2. júlí til 13. ágúst. Auk erinda sem flutt voru á há- skólanum, heimsóttu kennararn- ir mörg þjóðarbrotin og áttu hjá þeim umræður um hætti og siði þeirra. Þessum heimsóknum iauk á íslenzku heimili einu, sem dæmi af þeim, segir í grein Mrs. Wilson, þar sem sezt var að kaffi drykkju með vínbrauði og pönnukökum og fleiri íslenzkum iéttum. Af hálfu íslendinga flutti W. J. Lindal dómari erindi á há- skólafundi um íslendinga, um uppruna þjóðarinnar, sögu henn ar og bókmentir. I hlutfalli við fólksfjölda, hefðu fleiri flutt vestur en frá nokkuru öðru landi. Hann kvað um 20,000 hafa hingað flutt, sem væri mikió af fámennri þjóð eða sem ekki teld ist mikið fram yfir 150,000 manna. En þrátt fyrir þjóðar- fræðina, hefðu hingað fluttir ís- lendingar sýnt sig góða borgara. Benti hann á ýmislegt þesshátt- ar orðum sínum til sönnunar. Mynd sem á öðrum stað birt- ist af kennarahóp háskólans, var tekin er verið var að leggja af stað í eina heimsóknarferðina hér í bænum. þjóðir heims. Atkvæði Islands, eyjunnar í Norðurheimskautinu, hefur sama vald og atkvæöi hinna völdugu ríkja Norður- Ameríku. Fáni íslands, rauður, hvítur blár, blaktir á sendiráðsskrif- stofum og sendiherrabústöðum víða um lönd og álfur. Æðsta manni þjóðarinnar, for- setanum er tekið sem jafningja af þjóðhöfðingjum annarra ríkja. Þótt ekki væri neinu öðru til að dreifa væru þetta ríkuleg laun fyrir aldalanga baráttu for- feðra vorra. Vissulega megum vér íslend- ingar vera hreyknir af frammi- stöðu þeirra landa vorra, sem fram hafa komið fyrir hönd ís- lands á samfundum heimsþjóð- anna. En vandi fylgir vegsemd hverri og svo er í þessu máli. Eftir að sambandsslit fóru fram við Dani, og íslendingar tóku að öllu leyti við utanríkis- málum sínum, tóku þeir einnig á sig ábyrgðina á vernd lands og þjóðar jafnt í friði sem í ófriði. Landhelgisgæzlan er fram- kvæmd af íslendingum og er það hvorki létt verk né löður mannlegt, einkanlega vegna á- sækni einnar fyrrverandi vína- þjóðar vorrar. Það varð augljóst í síðasta stríði, að vernd Dana var oss ís- lendingum einskisnýt, enda urð- um vér vopnlausir fyrir árás Englendinga, snemma í stríðinu. Gerðu Islendingar sér einníg ijóst, að þótt algjört hlutleysi væri æskilegast, væri það jafn- framt tilgangslaust á ófriðartím- um. Um alíslenzka gæzlu landsins var ekki að ræða sökum fólks- fæðar, og tóku ísfendingar til þess ráðs, sem sjálfsagt var, að ganga í lið með vestrænum þjóð um um sameiginlegar varnir hins frjálsa heims. Eru Islendingar því meðlimir, ísamt Kanadamönnum í 14 ríkja bandalagi Atlanzhafsríkj- anna. Með þeirri ákvörðun 'engu Islendingar sömu réttindi >g hlunnindi sem hin ríkin, er óku á sig um leið hlutfallslega nnar sömu kvaðir. Var talió nauðsynlegt vegna yfirvofandi ófriðarhættu, að byggja upp varnir landsins í samráði við hin bandalagsríkin, og fylgdi þvi ennig sú kvöð að hafa erlendan her í landi. Sú kvöð verður mönn um ávallt mestur þyrnir í aug- um, jafnvel þótt þeir geri sér mæta vel grein fyrir nauðsyn hennar. Það fylgir einnig fullráðum íslendinga yfir utanríkismálum sinum að fara með alla utanríkis- verzlun, og hefur öflun markaða fyrir framleiðsluvörurnar verið erfiðust í þeim efnum. Reyna ís- iendingar að fylgja þeirri stefnu að ná viðskiftasamningum við sem flest ríki til að verða engu enu háðir, enda brenndu þeir sig illilega á vðskiftum sínum viö Englendinga ekki fyrr löngu síð an. Frá því íslendingar tóku vió utanríkisverzlun sinni hefur í henni sem í svo mörgu öðru, sið- an lýðveldið var endurreist, orð- ið mikil breyting til batnaðar og hafa íslendngar aldrei fyrr hafí meiri verzlun við útlönd né víð tækari. Árin eftir að lýðveldið var stofnað, tók við völdum ríkis- stjórn, sem síðan hefur veriö kölluð “nýsköpunarstjórn”. í anda hins unga lýðveldis »hóf hún markið hátt og hóf umbyli- ingu í atvinnuvegum íslendinga með endurnýjun atvinnutækj- anna til sjávar og sveita. “Ný- sköpuiiartogararnir” streymdu til landsins, unz íslendingar áttu einn fullkomnasta togaraflota í heimi. Bátaflotinn var stórauk- inn og endurbættur og fjölmörg ný farþega- og farmskip kljúfa úthöfin í dag undir íslenzkum fánum. Flugsamgöngur voru einnig stórauknar og íslending- ar Æignuðust millilandaflugvél- arnar, sem margir ykkar Vestur- íslendinga kannizt við. Það hefði þótt tíðindum sæta á íslandi fyrir nokkrum áratug- um að farartæki undir íslenzku flaggi legðu leið sína vikulega og stundum oft í viku frá Reykj- avík til New York og Hong Kong í Kína. Á sviði landbúnað- arins urðu stórbyltingar, sumar svo, að heilar sveitir tóku stakka skiftum, er gömlu torfbæirnir létu undan síga fyrir reisulegum steinhúsum, hvítum með rauðu þaki, svo sem tíðkast á Fróni. Mýrafen og þúfnakollar, sem gömlu bændurnir reittu með ljá- um sínum, eru á hröðu undan- haldi fyrir gröfuskóflu og ýtu- tönn. Vegir þenja sig yfir staði, þar sem áður var ekki fært nema fuglinum fljúgandi. Með bætt- um samgöngum hefur félagslíf aukizt og samkomustaðir og fé- lagsheimili risið upp svo að segja í hverjum hrepp. Mennta- mál hafa verið til fyrirmyndar á íslandi um aldaraðir, svo aö það hefur aldrei til frétta talizt, að maður væri fróður og fær i- erlendri tungu, hvað þá að allir landsmenn væru læsir og skrif- andi á móðurmálinu, svo sem var á mestu niðurlægingatímun- um ekki síður en í dag. Samt hefur mikil rækt verið lögð við skólamál, og ný skólahús risið víða á landinu. Reynt er að láta æðri menntun ná til sem allra fiestra og eru nú fjórir skólar sem útskrifa stúdenta eða “Bachelor of Arts” á hérlendri tungu, í stað hins eina sem áður var. Heilbrigðismál eru með ágæt- um og á mörgum sviðum til fyr- irmyndar, sérstaklega um sjúkra tryggingu og annað þjóðfélags- legt öryggi. Afkoma manna hefur stórbatn að á örstuttum tíma, og eru með- altekjur á íslandi, þrátt fyrir torsótt landgæði, haerri en með- altekjur í Kanada og jafnvei í WHEN YOU cm eywwœ • Keep a handy list of out-of-town telephone numbers —give the long distance operator the number and help yourself to better service! Ask at your telephone office for a FREE booklet for llstlng often-used local and long-distance numbers. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.