Heimskringla - 29.09.1954, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.09.1954, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 29. SEPT. 1954 HEIMSKRINGLA 1. StÐA sinni á ári ferðast hún til Lon don til að heilsa upp á son sinn, íjölskyldu hans og aðra ættingja. Hún segist hafa ánægju af ferða lögum og hefir líka ferðazt víða. Tvívegis hefir hún komið til Ameríku. Systrafélagið, sem Alice hefir stofnað og stjórnar, er að því leyti frábrugðið öðum systrafé- lögum rómversk-katólsku kirkj unnar, að systurnar hafa daglega umgengni við fólk við margvís leg hjúkrunar- og hjálparstörf. Önnur systrafélög í Grikklandi starfa yfirleitt þannig að nunn urnar lifa einangraðar og fást einkum við bænahald. Alice held ur því fram að nunnurnar þjóni Guði bezt með því að vinna fyrir aðra og þess vegna eigi nunnu- reglan að breytast í það horf. Síðan Alice gerðist abbadís hefir hún aldrei komið fram opin berlega, nema við krýningarhá- tíðina í London. Hún sagðist þá hvorki koma fram sem prinsessa eða nunna, heldur sem móðir, er bæri að vera við hlið sonar síns á slíkum hátíðisdegi í lífi hans. Fljótlega eftir hátíðina hvarf hún heim aftur og sinnti starfi sínu af jafnvel enn meiri árvekni en áður. Stöðugt hefir farið fjölgandi í systrafélagi hennar og abbadísin er lofuð fyir stjórn, sem mótast af virðuleik og vin gjarnlegri framkomu. Peir skipta nú orðið þúsundum, er notið hafa hjúkrunar og hjálpar systrafélags hennar. —Tíminn 30. júlí FJÆR OG NÆR The next meeting of the Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will be hald Friday evening at the home of Mrs. A. Fischer, 659 Simcoe St. ★ ★ ★ ÚTVARP — Frá Fyrstu lút- ersku kirkju í Winnipeg verður messu útvarpað 3. október kl. 11 f.h. yfir CKY stöðina. Menn eru beðnir að veita þessu athygli. ★ ★ ★ Frá Vancouver — Ströijdin held ur Tombólu og Dans í Swedish Hall, kl. 8 e.h. 8. október n.k Inngangúr 50c — Drættir 25c. Allir velkomnir. ★ ★ ★ Ströndin í Vancouver sýndi Lýðveldishátíðar myndirnar fyr ir fullu húsi 22. september s.l. Voru áhorfendur hrifnir af feg urð og fróðleik sem gaf að líta í þessari merku mynd. THIS IPACt CONTRIDUTID DREWRYS MANITOIA O I V I S I 0 M WESTERN CANADA BREWERIES IIMITIS Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) Errington kom í hug líkkistan, sem falin var í skeljahellinum. “Meinarðu þá Thelmu sem er lifandi—eða hina sem er dáin?” “Báðar”, svaraði Sigurd tafarlaust. “Þær eru ein og hin sama—það er ekki hægt að að- skilja þær. Móðir og barn—rós og rósknappur! Önnur gengur á jörðnni eins og drotning, hin svífur í loftinu eins og silfurský; en eg sé þær mætast og fallast i faðma, þangað til þær sam- einast í eina veru sem er fegurri en englarnir! Og þú—þú veizt þetta eins vel og eg—þú hefir séð Thelmu, þú hefir kysst vina-bikarinn með henni; en mundu eftir því ! —Ekki með mér!” Hann stóð upp og hljóp til Erringtons, og lagði aðra grönnu höndina á brjóst hans. “En hvað þú ert sterkur—hraustur og hugdjarfur!” hróp aði hann með barnslegri aðdáun. “Og geturðu ekki einnig verið veglyndur?” Errington horfði á hann meðaumkvunar- fullur. Hann var búinn að fræðast nóg af þessu ruglingslega tali, til þess að vita það nú með vissu, sem áður hafði verið leyndardómur. Ó- hróðurssögurnar um Ólaf Guldmar voru ósann- ar—hann hafði auðsjáanlega lagt hinar jarð- nesku leifar konu sinnar til hvíldar í skelja hellinum, af einhverjum ástæðum í sambandi við átrúnað sinn, og heimsóknir Thelmu á þess um helga stað, voru nú vel skiljanlegar. Enginn efi á því, að það var hún sem kom með fersk blóm þangaö á hverjum degi, og lét loga á litla lampanum fyrir framan krossmarkið, sem merki um þá trú, sem hin framliðna móðir hennar hafði játað, og sem hún sjálf hafði aðhyllst. En hver var Sigurd, og hvaða tengsl voru milli hans og Guldmars-fólksins? Hann svaraði spurningu dvergsins með ann ari spurningu: “Á hvern hátt á eg að vera veg- lyndur, Sigurd? Segðu mér það! Hvaða greiða get eg gert þér? ” Hin hvössu augu dvergsins glömpuðu af á- nægju. “Hvað geturðu gert!” hrópaði hann. “Þú getur farið héðan sem fljótast—farið sem fyrst aftur yfir hafið, og lofað mér því, að koma aldrei til Altenfjörð aftur! Settu upp þessi hvítu segl þín”, og hann benti æstur á hin háu möstur skipsins. “Þú ert konungur hér. Gefðu skipanir, og þér verður hlýtt! Farðu frá okkur, íarðu! Hvað ætti að seinka burtför þinni? — Fjöllin okkar eru dökk og drungaleg—hér eru klettar, jöklar og fossandi vatnsföll, sem hvæsa eins og höggormar á leið til sjávar. Sannarlega hljóta að vera til yndislegri lönd en þetta, lönd, þar sem loft og lögur eru eins og tveir demantar í sama hringnum—þar sem fögur og ilmrík blóm vaxa og ávextir, og þar sem þú ert litinn ástar- augum—já, því þú ert goðum líkur að hreysti og fegurð—engin kona getur sýnt þér kulda! Já, lofaðu því að þú skulir fara héðan!’’ og and lit dvergsins ljómaði af sársaukakenndum ákafa. “Það var erindi mitt við þig—að 'grátbæna þig að fara—setja upp segl í skyndi og fara, því hversvegna ætti þig að langa til að tortíma mér? Eg hefi ekkert mein gert þér enn. Farðu!—og Óðinn sjálfur mun láta þcr snúast allt til gæfu!” Hann þagnaði, örmagna af ákafanum. Errington þagði. Hann áleit þessa bæn að- eins sönnun á hinni hryggilegu brjálsemi dvergsins. Hugmyndin sem Sigurd virtist hafa, að hann hefði í hyggju að vinna honum mein, sýndi ástæðulausan ótta og hugboð, og varð ekki öðruvísi tekið, en sem afleiðing af hinu andlega ástandi hans. Við slíkri bæn sem þessari, var ekkert fullnægjandi svar til. Að yfirgera Alten Fjörð nú, í allri hans dýrð, af því að vesalings brjálaður maður beiddi hann þess, var nokkuð sem ómögulegt var að taka til greina, svo Philip sagði ekkert. Sigurd, sem gaf andlits og svipbreytingum hans nákvæmar gætur, sá samt sem áður, að hann hafði komist að ákveðinni niðurstöðu, og skildi með leiftur-hraða hvað Philip hafði afráðið. “Sviksamlegt og grimmt!” hrópaði hann í bræði. “Þú ætlar ekki að fara; þú hefir ákveðið að slíta úr mér hjartað, til þess að leika þér að. Eg hefi beðið þig, og fallið þér til fóta eins og konungi—og allt til einskis—allt til einskis! Þú vilt ekki fara? Hlustaðu nú á—sjáðu hvað þú munt gera,” og hann hélt purpuralitu blómun- um upp fyrir framan hann, og rödd hans varð veik og óskýr. "“Sjáðu!” og hann þreifaði á blómunum, “sjáðu, þau eru dökk og mjúk eins og purpuralitur loftsins—svöl og daggvot og fersk, þau eru hugsanir Thelmu. Vísdómsfull- ar og einlægar, hreinar og yndislegar. Engin hönd hefir tekið harkalega á þeim, engin gróf snerting spillt mýkt þeifra! Þau opnast, og breiða blöð sín móti sólinni, þau drúpa aldrei eða visna; þau eiga engin leyndarmál, nema undursamleik fegurðar sinnar. Þegar þú ert nú kominn á sjónarsviðið, sýnir þú enga miskun— þú munt komast að hugsunum hennar—einni eftir aðra, og leika þér með þær, eins og þær væru blóm—þessi blóm—þau munu brotna, og visna upp og deyja við hina eldheitu snertingu handa þinna—og þú— hvað munt þú hirða um það? Ekkert; Enginn maður elskar nokkurií tíma visnað blóm, jafnvel þótt hans eigin hönd hafi kramið það”. Rödd hans skalf af áköfum þunglyndisofsa, og hafði mikil áhrif á Erring- ton. Hann gat ekki annað en leitt óljósum get- um að því, að þessi hrellda sál hefði fengið þá villu inn í höfuð sitt að hann, Errington væri hingað kominn til þess að beita Thelmu ein- hverju hróplegu ranglæti, og hann kenndi sárt i brjóst um þennan vesaling fyrir að vera að kvelja sjálfan sig með þessari fráleitu hug— mynd. “Hlustaðu nú á mig, Sigurd,” sagði hann í dálítið óþolinmæðislegum og skipandi rómi; “eg get ekki lofað því að fara héðan nú þegar, en eg get lofað því, að eg skal ekkert mein gera þér—eða Thelmu. Ertu þá ánægður?” Sigurd brosti dauft og tómlætislega og hrissti höfuðið. Hann leit á blómin eins og í leiðslu; og lagði þau varlega á einn bekkinn á þilfarinu. “Eg má til með að fara”, sagði hann óskýrt: “Hún er að kalla á mig”. “Hver er að kalla á þig?” spurði Erring ton undrandi. “Það er hún”, hélt Sigurd áfram, og gekk á kveðinn að stiganum “Eg heyri til hennar. Það eru rósir sem þarf að vökva, og dúfur sem þarf að hugsa um, og margt annað að gera”. Hann iiorfði festulega á Philip, sem sá að hann var ákveðinn í því að fara og hjálpaði honum ofan stigann, og ofan í litla bátinn. “Þú ert ákveðinn í því að fara ekki?” Errington svaraði brosandi úr stiganum: “Eg er ákveðinn í því, Sigurd—eg hefi alls enga löngun til að sigla héðan svo fljótt. Er allt í lagi þarna hjá þér?” Hann sagði þetta glaðlega, en fannst með sjálfum sér að það vera allt ann að en hættulaust fyrir þennan viðfirta aumingja að vera aleinan á þessari bátkænu úti á miðjum firði, og stendurnar klettóttar og hættulegar, en Sigurd svaraði nærri því með fyrirlitningu: “Allt í lagi!” hafði hann eftir. “Það er það sem Englendingar segja alltaf. Allt í lagi! Eins og nokkuð geti nokkurn tíma komið fyrir mig á sjónum! Við þekkjumst, og kemur vel saman. Þú gætir farist á sjónum, en eg aldrei! Nei, það er önnur leið til Valhallar!” eg geri ráð fyrir því, að það séu ótal leiðir þangað”, sagði Errington glaðlega; hann stóð enn þá í stiganum, og studdi sig við skips- hliðina, og horfði á gest sinn taka til áranna, og róa á stað. “Far vel, Sigurd! Farðu varlega. Eg yona að við sjáumst aftur bráðlega.” En Sigurd svaraði ekki. Hann beygði sig yfir árarnar og réri burt fljótt og fimlega, og Philip dróg stigann upp, og sá litla bátinn fljúga yfir sjóinn eins og fugl í áttina til lend- ingarstaðar Guldmars. Hann braut heilann um það aftur og aftur, í hvaða sambandi þessi brjál aði dvergur gæti verið við bóndann og dóttur hans. Það leyndi sér ekki; að hann var þeim nákunnugur. Honum varð litið á blómin, þar sem þau höfðu verið skilin eftir á þilfarsbekknum, og tók þau og fór með þau ofan í matsalinn, og lét þau í vatnsglas á borðinu. “Litli náunginn kall aði þau “hugsanir Thelmu”, tautaði hann bros andi. Hann varð mildari og hlýlegri á svipinn, þegar hann leit á hálfvisnuðu rósina, sem Thelma hafði'sjálf gefið honum, og þegar hann fór til svefnklefa síns, losaði hann hana varlega úr hnappagatinu, og tók bók sem hann hélt mik- ið upp á, af því móðir hans hafði átt hana, og bjóst til að leggja hana á milli blaðanna. Bókin var “Imitation of Christ”, í einkennilega fall- legu skrautbandi—með silfurspennum, og þeg ar hann ætlaði að leggja þennan ilmandi minnja grip milli blaða, þar sem bókin opnaðist af handahófi, varð honum litið á opnuna þar sem þessi orð stóðu: “Ekkert er yndislegra en ástin, ekkert hærra eða hreinna, ekkert sæluríkara, ekkert fullkomnara eða betra, á himni eða jörðu!” Og hann brosti, og roðinn var dýpri og heitari en vanalega á fríða og karlmannlega andlitinu, hann snerti rósina mjúkt og innilega með vörunum og lokaði hana með lotningu inni á bessum helga stað. 9. KAFLI Næsta dag var veðrið heitt og bjart, og hinn trúrækni lúterski guðsmaður ,séra Charles Dyce worthy, leið alvarlega af því, að hafa hlaðið utan á sig allt of miklum líkamlegum holdum, þar sem hann réri þreytulega yfir f jörðinn í átt ina til einkabryggju Olafs Guldmar. Þegar svit inn rann í lækjum ofan eftir andliti hans, gat honum ekki annað fundist, en að hann hefði orð ið aðnjótandi helzt til mikillar fitu af himnum ofan, hann var ekki sem bezt fallinn til þess að vera góður ræðari. Sólin var brennandi heit, og sjórinn þungur og þykkur eins og olía, það var cins og hann veitti hverju klaufalegu áratogi guðsmannsins megnustu mótstöðu. Með öllu og öllu var þetta of þung og þreytandj vinna— þar sem hann var líka dálítið hvaplegur og tauga óstyrkur eftir að hafa komist í kynni við “whiskýið” hans Macfarlanes kvöldinu áður. Professional and Business = Directory^ Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON • 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Löglrœðingar Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr« P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLIMC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Lid. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 994 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Ofíice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL limited selur líkkistur og annast um útíanr. Allur úMtúnaður sá besti. Ennfremur selux hann minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 74-7474 Winnipeg v M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandol Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. > f —\ The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eatou's) Office 92-7130 House 72-4315 BS£&&&&& Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing j Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 L j MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Mcdical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. finkleman OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi ) Ver verzlum aðeins með fyrsta fiokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO grocery PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 X . BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun j Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. | Opp. New Maternity Hospital [ NELL’S FLOWER SHOPI Wedding Bouquets, Cut Flowcrs Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 tr~ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _ Res. Ph. 3-7390 L — Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 l DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medicai Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU —r> Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. 1 x. JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 L 206 Confederatioi* Building, Wínnipeg, Mán. GILBARTFUNERAL HOME - SELKIRK. MANITOBA - J. Roy Gilbart .Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk X. X HERE _NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144 GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China Phone 3-3170 884 Sargent Ave.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.