Heimskringla - 20.10.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.10.1954, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGENTN, 20. OKT. 1954 NÚMER 3. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR BÆJARSTJÓRNARKOSN INGAR í WINNIPEG af þeim, sem nú sækja, og í ein hver af þeim væri ráðist, yrðu þessar kosningar ekki fyrir gýg háðar, eins og venjulegast er. Gæti þessa ekki brátt í starfinu á komandi ári, hefir til lítils ver sem unnið með þeim. Þó kosningar séu nú orðnar eins algengar og giftingar, er í hvert skifti sem þær eru haldnar ýmsislegt samfara þeim, sen þörf. er að minna kjósendur á. Áhrærandi bæjarstjórnar-kosn ingarnar sem í hönd La í Win-Í VÍGÐUR TIL PRESTS- niPeg, skal minna á þetta: | ÞJÓNUSTU f OíHIO Kosningadagurinn er næst- komandi miðvikudagur—27. okt. Um borgarstjóra stöðuna sækja sex; eru þeir sem hér segir Núverandi borgarstjóri, Gar- net Coulter, er sækir nú eftir að hafa verið 12 ár við völd. Hann þarf ekki að kynna. George Sharpe, bæjarráðsmað- ur í 8 ár. víðkunnur athafnamað- ur. Stephen Juba, fylkisþingmað- ur, og framfaramaður og vinsæll var aðeins 10,000 atkvæði á eftir síðast. Percival Ward Brown, sjónvarps og radíosali, á Ellice Ave., 40 ára gamall, óháður. Hann sótti sem sósíalisti í fylkiskosningum hér fyrir tveim árum, en tapaði. Ernest Draffin CCF-sinni mikill eljumaður sagður. w- A. Kardash, Kommúnisti. ^ kosninga-þinghá bæjarins kemur önnur deild fslendingum aðallega við, að því leyti, að þar eru Þeir flestir. En Charles Ray Fenton Á síðast liðnu sumri, var mað- ur vígður til prestþjónustu í West Middlesex Church í Ohio- ríki. Hann heitir Charles Ray Fenton, er mentaður á Miami- háskóla og víðar. Hann er alinn upp í Struthers, Ohio, þar sem foreldrar hans hafa búið. Hann þar sæ"kja'er sonur Dr- R- w- Fenton og nú 9 um 3 sæti. Er í tvö sætinnj Lovísu konu hans’ en hun er ís_ kosið til tveggja ára eins og! ienzk, og er dóttir Benedikt® og vanalegt er. en eitt sætið er autt I Ingibjargar ( Björnsdóttur ) vegna þess að V. B. Anderson Freemannson á Gimli, Manitoba. haejarráðsmaður sagði því lausu. —Birt eftir frétt £ Icel- Can‘ V E T U R Vetur byrjar n.k. laugardag 23. október, eftir gamla íslenzka tímatalinu. Hér er byrjunar hans ekki minst fyr en í sambandi við vetrar-sólstöðu 22. desember. Það hefir jafnan verið siður íslend- inga og þessa blaðs, að minnast komu vetrarins með fáeinum orðum í bundnu máli eða óbundnu. f þetta sinn höfum vér valið kvæði úr ljóðabók Benedikts Þorvaldssonar Gröndal (bróðursonar Ben. Gröndals) og látum það túlka tilfinningar Heimskringlu við komu vetrarins. Fer kvæðið hér á eftir: VETRAR—VÍSUR Er sagt að hann sé að setjast í helgan stein og flytja senn vest- ur að hafi. En um sæti hans fyr- ir eitt ár sækja nú tveir. Hinir 7 sækja um 2 sæti til tveggja ára. Af öllum hópnum eru 3 úr borgaraflokki, 3 CCF-sinnar, tveir óháðir og einn kommún- ísti. Nöfnin eru þessi: Mrs. Hallan- quist (endursækir), A. E. Ben- nett, sækir um eins árs sætið, er stjórnandi Bennett Construction Co. Ltd., og Stephen E. Johnson (eini fslendingur nú í vali); — allir úr borgaraflokki. Úr CCF-flokki eru: James Mc isaak, vélfræðingur hjá CPR., sækir um kosningu til eins árs. U. V. McKelvie (endursækir), A. N. Roberts, skólaráðsmaður um langt skeið. Óháðir sækja: H. B. Scott endursækir, er fylkisþingmaður ^fuframt; R. E. Anderson, ^ bráð velgefinn maður. 1 astur er svo kommúnistinn W; G- Gilbey. Norður-Winnipeg sækja 5 Um 3 sæti í bæjarráðinu; endur- sæ ja 3 þeirra. Þeir eru úr öllum ilokkum. En hverja skal kjósa? Það verða menn að segja sér sjálfir. ^ferkmiðið ætti að vera að kjósa Þá, sem mönnum finnast, að ein- hverju leyti líkjast þeim, er hér hafa áður bezt stjórnað og ráðist 1 umbætur, eins og vatnsvirkjun þessa bæjar, eða stofnun sem ity Hydro, menn eins og Evans °g Waugh, er hugsa um hag og -ei11 borgarinnar fyrst og reinst, og vinna í þágu heildar- ^nar- 1 stað hins að gera bæinn a taeningjabæli víxlara, eins og nu er vissulega verið að gera— °g áfram heldur eins lengi og enginn þorir að fara að ráði Krists, og reka þá út úr muster- mu. Verkefni eru hér mörg til þessu lík, er góðrar bæjarstjóm- ar bíða. Ef þau væru í huga höfð TEKUR VIÐ YFIR- STJÓRN Skúli próf. Hrútfjörð Á þessu hausti tók Skúli próf. Hrútfjörð í St. Paul, Minn., yfir- stjórn landbúnaðardeildar Min- nesotaháskóla; hafði hann áður aðstoðarstarf með höndum við deildina. íslendingar hvar sem eru senda próf. Skúla heillaóskir sínar og endurtaka þakklæti sitt til hans fyrir hið ágæta vísinda- starf, er hann vann 1952 heima á íslandi i sambandi við rann- sóknir á framleiðslumagni jarð vegs þar, og hann sagði okkur svo snildarlega frá, í ræðu sem hér var flutt 1953 á Frónsmóti Að vísu gat hann þá ekki komið og annar varð að flytja ræðuna. En hún er og verður mönnum hér ógleymanleg. Og að vita til þess, að hér fæddur íslendingur leysti slíkt verk af hendi, er þeim mun aðdáunarverðara í augum Vest ur-fslendinga. Messur í N.-Nýja-íslandi 24. október, 1954 ' Hnausum, kl. 2 e.h. Geysi, kl. 8. e.h. Báðar á ensku og ársfundur eftir báðar messur. Robert Jack Þótt geislar röðuls missi mátt, er mundar vetur hramm, — þá berum allir höfuð hátt og höldum glaðir fram. Ei ber að syrgja sumar-skraut, því suðrænt frón er ei, — en herða sig og þola þraut skal þéttur sveinn og mey. Hún er nú svona sett á jörð, vor sæla móður-grund, að ýmist grænkar alt um svörð og ýmist klakar sund. Eg vildi að eg fengi fest hjá frónskri drótt það orð, að alt af þrífist börnin bezt þar býður misjafnt storð. Það þykir sælt, að sitja grund um sumar fagurt kvöld, og hjala blítt við hugljúft sprund— er himins-roðna —tjöld. En er ei líka yrði dátt, með ungri blómarós, að svífa yfir svellið blátt við sval-bjart mánaljós. Við lofum grænu grundina og gljúfra-foss og lyng og berja-litlu lautina og ljósan fjallahring. En líttu ’um valið vetrar-kvöld og veraldanna fans! Og horfðu um nótt á niðatjöld og norðurljósa dans! Og sjáðu á hálu svellunum, þar situr rós við rós, °g greinótt tré á gluggunum er glitra á stjörnuljós. Það eru sem sé alheimslög, að altaf birtir snild sú nátturunnar höndin hög, sem hörð er bæði og mild. Þau lög fá ætíð unað veitt, þótt æði Norði’ um sjá. Og ekkert getur “alþing” breytt þeirri alheims stjórnarskrá! Þótt verði kalt í veðrinu og vanti sól og þey, — ef hjarn býr ekki í Ihjartanu, þá hlýjan bregst oss ey. Mín kæra þjóð sem eld og is af öllum þekkir bezt, þú ert svo reynd, svo vösk og vís, þú víli slærð á frest. Þú gengur móti gaddinum með Grettis þor og afl. Með orku, von og vitsmunum þú vinnur sérhvert tafl. Eg óska þess mín unga þjóð, ?ð ávalt kuldi og snjár þín herði bein, þitt hiti blóð, en hræðslu-frjósi — tár. Svo bind eg enda á braginn minn og bíð þess, þjóðin mín, 1 að farsæll verði veturinn og vænkist ráðin þín. MINNINGAR0RÐ F. 21. maí 1893 — D. 13. apríl 1954 Leifur E. Summers Leifur E. Summers var fædd- ur að Carberry í Manitoba 21. maí 1893 og voru foreldrar hans Eiríkur Sumaliðason og Þor björg Jónsdóttir, bæði ættuð úr Borgarfirði syðra. Þau voru af góðum og traustum, íslenzkum bændaættum og nutu vinsælda og virðingar. Átti Leifur Sum- mers margt skyldfólk hér í Am- eríku og heima á íslandi. Eru þar á meðal lærðir menn, lög- fræðingar, læknar, skáld og listamenn. — Af systkinum Leifs eru nú þrjú á lífi, Jónína, kennslukona í Los Angeles, Jón í Vancouver og Henry í Ed- monton. Ein systir Ingibjörg Jackson, lézt fyrir allmörgum árum. Leifur ólst upp í foreldrahús- um og var í bernsku mjög heilsu- lítill, svo að óttast var um, að hann myndi ekki ná fullorðins aldri. En honum óx styrkur og hann varð heilsubetri er leið á bernsku og æskuárin, þó aldrei yrði hann vel hraustur eða heilsugóður. Þegar hann var 17 ára byrjaði hann að starfa hjá T. Eaton’s félaginu i Winnipeg og hjá því félagi starfaði hann þar til hann, vegna heilsubrests, lét af störfum árið 1950. Um þriggja ára skeið hvarf hann þó frá störf- um sínum hjá félaginu og stund- aði landbúnaðarvinnu á bújörð í Teulon í Manitoba. Gerði hann það sér til heilsubótar. Leifur Summers kvæntist eft- irlifandi konu sinni Sigurlaugu (Lil) Árnason 9. október 1915. Var hjónaband þeirra framúr- skarandi ástúðlegt. Þau eins og héldust í hendur öll samvistar- árin og unnu hvort öðru jafn innilega síðasta dag samvistanna eins og þann fyrsta. Þau áttu fagurt heimili og voru með af brigðum gestrisin. Það var alltaf hlýtt og bjart á heimili þeirra í Winnipeg og Vancouver. Mót- tökurnar, sem gestirnir fengu þar, voru svo höfðinglegar og ástúðlegar að slíkt gleymist aldrei. Með þeim hjónum dvaldi um 30 ára skeið móðir húsmoð- urinnar og var hún alblind í mörg ár. Leifur Summers var tengdamóður sinni svo góður og skilningsríkur, að oft talaði hún um það, að ekki gæti hann verið sér betri þó hann væri hennar eigin sonur. Þegar Leifur E. Summers tók að sér forsetastarfið i heimilis- nefnd elliheimilisins “Höfn” hér í Vancouver hafði hann dýrmæta reynzlu í því að starfa fyrir og vera með fólki á gamals aldri. Hann skildi það betur en flestir aðrir. Hann sagði oft: — Það verður að gera allt sem hægt er til þess að gamla fólkinu líði vel. Hann kom oft að “Höfn” og ræddi af vinsemd og velvild við hvern sem var. Þar var hann alltaf aufúsugestur. Hjá T. Eaton’s félaginu hafði hann mikla trúnaðarstöðu, þar sem hæfileikar hans og mann- kostir hans nutu sín vel. Hann var þar deildarstjóri og hafði eftirlit og umsjón með starfi fjölda fólks. Hversu vinsæll hann var í stöðu sinni sýna bezt bréfin og samúðarkveðjumar, sem ekkju hans bárust að hon- um frá fólki, sem starfað hafði i áratugi með honum og fyrir hann. Hann var ekki aðeins yfir- maður eða húsbóndi heldur ur, þegar mest reyndi á. Og allir ljúka upp einum munni um það, að fyrst og fremst var hann góð- ur maður. Honum var margt vel gefið og til lista lagt. Á yngri árum var hann góður íþróttamaður og fékk mörg verðlaun sem góður hlaupari. Þá var hann meðlimur “The North End Athletic Club” í Winnipeg. Einnig hafði hann mikla ánægju af því að leika golf í frístundum sínum. Hlann var ágætur taflmaður og hefði orðið þar í flokki hinna fremstu, ef hann hefði haft tíma til að stunda þá göfugu íþótt. Og svo lék allt í höndunum á honum og var hann listasmiður. Hafði bann smíðastofu á heimili sínu og úrvalsverkfæri af öllum teg- undum. Smíðaði hann marga fagra gripi, er prýða heimili þeirra hjónanna og margra ann- arra. Þetta var hans tómstunda- vinna og honum til mikils yndis- auka. — Úti í blómagarðinum við íbúðarhús sín átti hann mörg handtök og allt var þar með mesta snyrtibrag. Leifur E. Summers var prýði- lega vel gefinn og minnugur, sérstaklega á ættir fólks, og bókhneigður. Honum gafst ekki tækifæri til mentunar við æðri skóla, en að loknu barnaskóla- fór hann aldrei og vissi ekki hvað það var að gera sér manna- mun. Það kom fagurlega í ljós við útför hans hversu frábærlega vinsæll hann var og þau hjónin vinmörg. I kringum kistuna hans á útfararstofunni var eins og blómhaf og heim til ekkju hans bárust auk þess fjöldi feg- urstu blóma. Víðsvegar að bár- ust samúðarkveðjur og hefur þetta allt verið ekkju hans ó- metanlegur styrkur í hennar djúpu sorg. Fjöldi fólks var við- statt kveðjuathöfnina, sem var innileg, samúðarrík og hátíðleg. Kæri vinur, Leifur E. Sum- mers! Það sakna þín allir, sem þekktu þig og þeir mest, sem þekktu þig bezt, því að það eru of fáir góðir menn í heiminum. Okkur fannst, að þú ættir eftir að vinna gott og fagurt starf hér með okkur, en við trúum því að þú hafir verið kallaður til starfa í æðri tilveru. — Guð blessi þig, hjartkæra eiginkonu þína, ættingja og vini. — Hafðu þökk fyrir allt og allt. E. S. Brynjólfsson FJÆR OG NÆR Samkoma, sem Kvennasam- band íslenzkra frjálstrúar kvenna efndi til s,l. laugardag í Sambandskirkjunni í Winnipeg, var hin skemtilegasta. Aðalræð- una flutti frú R. Beck um ferða- lag þeirra hjóna til íslands á þessu sumri. Var frúin, sem hér er fædd og uppalin mjög hrifin af landi og þjóð. Hreif frásögn hennar hvern góðan íslending. Á skemtiskrá var og ljómandi söngur og hljómleikar. Samkoma þessi var lokaþáttur ársþings Kvennasambandsins. Verður vonandi eittihvað sagt af starfi þess síðar. ★ ★ + Presthjónin úr Árborg, Rev. Robert Jack og frú voru stödd í bænum s.l. mánudag. ★ ★ ★ Um það 60 ættingjar og vinir efndu til samsætis 2. október í Clinton Hall i Vancouver. Til- efnið var að Jim og Margret Sig- fússon höfðu þá verið 25 ár gift. Áður munu þau hafa verið í Saskatchewan. Dave Davidson mælti fyrir minni silfurbrúðhjón anna og afihenti þeim borðbúnað námi, stundaði hann nám við úr silfri. Ted Johnson afhenti rl bréfaskóla Central Collegiate i;og peningagjöf dálitla. Silfur- Winnipeg. Hann unni íslenzku j brúðhjónin þökkuðu gjafir og máli og talaði islenzku prýði- góðvild sýnda. Eftir það var lega og studdi íslenzk menning- sezt: ag snæðingi. Lestina rak armál hér í álfu. Og eitt sinnldans. —(úr Wynyard Advance) sagði hann mér, að hann færii ♦ * ♦ alltaf með “Faðir vor á ís- Mrs. L. Summers frá Van- lenzku og aðrar bænir, sem|Couver> b. C„ sem dvalið hefir hann lærði við móðurkné. Trú- nökkra daga í Winnipeg, lagði maður var hann og unni kirkju Lf stað vestur s.l. mánudag. og kristindóm. Þau hjónin voru[ ★ ★ * meðlimir Fyrstu lútersku kirkju | Dánarfregn Winnipeg og sottu einnig guðsþjónustur íslenzka safnað- arins hér í Vancouver og studdu hann af ráði og dáð. Hann hafði sterka trú á því, að réttlætis- og kærleiksboðskapur Jesú Krists væri einasta von mannkynsins. Ranglæti þoldi hann ekki og hafði samúð með öllum, sem áttu bágt og liðu neyð. — Þeim hjón- um fæddust ekki börn, en öll börn er kynntust þeim urðu vin- ir þeirra. Börn okkar hjónanna nutu vináttu þeirra og góðvildar og það mun okkur aldrei gleym- ast. Leifur E. Summers var fríður maður og fyrirmannlegur og háttprúður í framkomu svo að af bar. Hann var jafn við æðri sem lægri, því í manngreinarálit Það fréttist hingað í gær að Hálfdán Pétur Bardal, bóndi við Wynyard, Sask., hafi dáið aðfara nótt sunnudagsins, 17. okt., um 66 ára að aldri. Kveðjuathöfn för fram í gær, þriðjudaginn, 19. okt. frá Sambandskirkjunni i Wynyard. Séra Philip M. Péturs son frá Winnipeg flutti kveðju- orðin. * ★ ★ í morgun, (miðvikud.) lögðu þeir hr. Bjarni J. Goodman og séra Philip M. Pétursson upp í ferð til Fort Frances, Ont. Þeir gera ráð fyrir að koma við i Piney, og ýmsum stöðum í Min- nesota á leiðinni. Þeir fara í heimsókn til Mr .og Mrs. Philip O. Pétursson. En Mrs. Pétursson er dóttir Mr. Goodman.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.