Heimskringla - 26.01.1955, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.01.1955, Blaðsíða 4
4. SfÐA HEIMSKBIKGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1955 MARGSKONAR NOT FYRIR LYE A SVEITAHEIMILtJM Auk þess að vera ágætt til hreins- unar og heilbrigðistryggingar á 'húsum og húsmunum, cr Lye nyt- samt til margs annars. NÆR BURT MÁLNINGU Ein lítil kanna af Gillet’s Lye í einu galloni af vatni. Er síðan bot- in á, með brúkuðum málbursta og látin éta sig nokkrar klukkustundit inn í viðinn. Málningin næst þá auðveldlega af. En þvo verður blelt inn mcð vatni áður. SAMSETTUR ABURÐUR Lye er gerir ágætan áburð skjótt gerðan og mjög ódýrann. Sláið upp viðarborðum, um flöt 6’xlO’ á stærð. Mokið f hann rotn- andi dyraleifum, taði, strái, illgresi, hálmstrái úr fuglakofum, córn cobs, o.s.frv., um 2’ djúpu lagi og hellið í það sinn galloni af blönd- uðu Gillet’s Lye, þ.e. með konnu af Lye í gallon af vatni. Bætið ofan á það 6” lagi af úrgangi, meira af lyevatni, öðru legi af mold. Haldið þessu áfram og notið ærið af lyt- vatni, þar til úrgangsefnið er alt notað. Á einum mánuði verður þetta ágætur áburður. ONE-TWO HREINSING ’Gillette’s Lye “One-Two” tekur burtu feiti-óhreinindi og olíu á skjótum tíma við fyrstu notkuni ONE—Gillet’s Lye verkar sterki á feiti og ol/u-óþrif, það eyðir þeim efnislega! TWO—Efnalegu áhrifin mynda milt sápuvatn. Þessi sápa þvær yfir borðið feitulaust. . . gerir góða lykt af því og heilsusam- lega! Fyrir frekari upplýsingar um noti- un lyes á sveitaheimilum, skritið eftir fríum bæklingi til Standarl Brands, Dominion Stjuare Building, Montreal G.L.F.113 FJÆR OG NÆR ÚTVARPS MESSA MSorgun guðsþjónustunni frá Fyrstu Sambandskirkju í Winni peg verður útvarpað n.k. sunnu- dag, 30. janúar, kl- 11 yfir kerfi CKY-stöðvarinnar. Vonast er að sem flestir veiti því athygli og láti það fréttast. * * ★ Kosningar í fulltrúanefnd Ice landic Good Templars of Winni peg fara fram mánudagskvöldið 7. febrúar næst komandi. í vali eru: J. Th. Beck G. M. Bjarnason S. Eydal S. Einarsson F. fsfeld H. ísfeld R. Jóhannson A. Magnússon E' Sigurdson Th. Thomsen ★ ★ ★ Mrs. Elín Helgason lézt 21. desember á sjúkrahúsi í Wyn- yard. Hún kom frá íslandi vest- ur 1889. Árið 1895 giftist hún Andrési Helgasyni málara. Bjuggu þau í Baldur, Man- unz þau árið 1917 fluttu til Wyn yard Saskatchewan. Áttu þau 'þá fjögur börn. Maður hennar lézt 1932. Átti Mrs. Helgason eftir það iheima hjá börnum sín- um og tengdafólki. ★ ★ ★ Mars. Thora Markusson, kona 78 ára gömul, að 41 Inkster Blvd. dó s.l. laugardag á Princess Eliz abeth Hospital. Hún kom að heiman 1881, og bjó hér í Sel- kirk, Gimli og Wnnipeg. Hún tilheyrði kirkju sjöundadags adventista. Hana lifa tveir synir Neil og Victor Shepphard og ein. dóttir Mrs. R. E. Smith. Hin látna var jarðsungin frá Mordue Bros. funeral home. ÞRÍTUGASTA OG SJÖTTA ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið í Good Templarahúsinu við Sargent Ave. í Winnipeg 21., 22., og 23., febrúar 1955 ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ 1. Þingsetning 2. Ávarp forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Skýrslur milliþinganefnda 8. Útbreiðslumál 9. Fjármál 10. Fræðslumál 11. Samvinnumál 12 Útgáfumál 13. Kosning embættismanna 14. Ný mál 15 Ólokin störf og þingslit Þingið verður sett kl. 9.30 á mánudagsmorguninn 21. febrúar, og verða fundir til kvölds. Að kvöldinu efnir Frón til síns árlega miðsvetrarmóts. Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu verður samkoma undir stjórn The Icelandic Canadian Club. Á miðvikudaginn halda þingfundir áfram og eftir há- degi þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að kvöldinu verður almenn samkoma undir umsjón aðal félagsins. Winnipeg, Man., 21. janúar 1955 VALDIMAR J. EYLANDS, forseti INGIBJÖRG JÓNSSON, ritari í umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, ^ ............................ J ROSE TIIEMEÍ —SARGENT <S ARLINGTON — | JAN. 27-29 Thur. Fri. Sat. (Gen) j THE KIDNAPPERS Duncan MacCrae, Adrienne Come j Those Rcdheads From Seattle (col. j Rhonda Fleming JAN. 31-FEB 1 and 2. (Adult) ! STORY OF THREE LOVES (color j Pier Angeli and Kirk Douglas , COMBAT SQUAD.... .... j I John Ireland and Lon McCallister j Frétt barst hingað í morgun um andlát Sigríðar Sveinson, konu Sveins Sveinssonar í Márquette, Man. Kveðjuathöfn hennar á að fara fram frá út- fararstofu Bardals á föstudag- inn, 28 þ. m. kl. 2.45. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur. ★ ★ ★ Á Fróns fundi 17. janúar vai góð skemtiskrá. Þar flutti Finn- bogi Guðmundsson próf. erindi um handritamálið, þar sýndu og íslenzkir drengir glímu, undír umsjón Art Reykdals og Jóns Jóhannssonar, þar kvaddi Jóh- ann G. Jóhannsson kennari sér hljóðs og Jón Kristgeirsson, kennari frá fslandi, sem hér er staddur- Var skemtiskráin vel rómuð af þeim, sem fundinn sóttu, en þeir voru færri en að jafnaði, aðallega vegna slæms veðurs. ★ ir i EIRKUR KRISTINN SIG- URÐSSON, 63 ára að aldri var jarðsunginn s.l. mánudag, 24. þ. m. í Reykjavíkurbygð í Man. Kveðjuatihöfnin fór fram frá heimili þeirra systkina í því hér- aði. Faðir Eiríks var Guðmundur Sigurðsson ættaður úr Langa- dal í Húnavatnssýslu, en móðir hans hét Eyvör Eiríksdóttir frá Helgastöðum á Skeiðum í Árnes sýslu. Eiríkur kom með foreldr um sínum og systkinum heiman að frá fslandi aldamótaárið. Þau settust fyrst að í Selkirk, en fluttu svo, átta árum seinna til Reykjavíkur. Guðmundur dó ár- ið 1908 og Eyvör kona hans 1937. Systkinin sem lifa Eirík sál, eru Óskar; Albert; Margrét; Krist- ín og Regína. Séra Philip M. Pct ursson flutti kveðjuorðin. ★ ★ ★ SIGURJÓNA HELGA BJARNARSON —í Wynyard, Sask., andaðist Mrs. Sigurjóna Helga Bjarnason, 2. janúar, 82 ára að aldri. Hún var kona Júlí- usar Bjarnasonar, sem lifir hana ásamt börnum þeirra, fjorum, þremur dætrum og einum syn: Þau eru Mrs. Laufey Enerson, í Lethbridge; Mrs. Alma Beatty í Saskatoon; Mrs. Edna Melsted í Vancouver og Arthur í Wyn yard. Barnabörn eru alls ellefu og barna barnabörn átta. Mtrs. Bjarnason var fædd 15. ágúst 1873 á Litlulaugum 1 Tungu á Tjörnnesi. Faðir hennai var Sigurður Þorkellsson og móðir hennar hét Ingibjörg. Til þessa lands kom hún árið 1893 og settist að í Argyle þar sem hún bjó um skeið, og flutti svo til Winnfpeg. En árið 1905 giftist hún eftirlifandi manr.i sínum, Júlíusi Bjarnasyni, í Virden, Man. Árið 1911 fluttu þau vestur og settust að í Wyn- yardbygð og ráku landbúnað til 1939 er þau fluttu inn í bæjinn og bjuggu þar úr því. Júlíus er smiður góður og hefur lengi stundað smíðar auk annars. Helga var félagslynd mjög og vann auk annars með og fyrir kvenfélag Sambandskirkjunnar í Wynyard alveg fram að hinu sið asta og hafði æfinlega mikinn áhuga fyrir hina frjálsu trúar- stefnu. Hún var um skeið for- seti kvenfélagsins og sinti þvi embætti samvizkusamlega og vel. Hennar verður mikils sakn- að úr þeim félagsskap. Þó að hún væri orðin fullorð in mjög og aldurinn hár, var hún ætíð ung í anda, og átti eins marga vini meðal yngri kynslóð arinnar eins og hinnar eldri- Enda var kirkjan þétt skipuð vina fjölda miklum við útfarar- athöfn hennar. Hennar verður lengi minst meðal bygðarmanna. Útförin fór fram frá Sambands kirkjunni í Wynyard, 5. janúar þ.á. og flutti séra Philip M. Pét- ursson kveðjuorðin. Jarðsett var í grafreit Wynyard bæjar. ★ ★ ★ The Annual Meeting of the Jon Sigurdsson Ohapter I.O.D.E will be held at -the home of Mrs. E- A. Isfeld, 575 Montrose St. River Heights, on Frday even- ing, February 4th, at 7.30 pan. ★ ★ ★ Leiðrétting Meinleg villa ihefir slæðst inn i Stafholts gjafalistann sem kom í Hkr. 5. janúar. Þar meðal annars þetta— Mrs. G. J. Johannesson, in mem ory of Harold Ahlstedt. .. .6 00 en á að vera: Mrs. G. J. Johannesson in mem- ory of Mrs. Ásta Ahlstedt og enn fremur: Mr. og Mrs. G Guðbrandson and daughter, in memory of Harold Ahlstedt ................100.00 en á að vera: Mr. og Mrs. G. Guðbrandson, in memory of their daughter, Mrs. Ásta Ahlstedt ...........100.00 Á þessari mjög hvumleiðu villu eru hlutaðeigendur beðnir fyrirgefningar. A. E. K. Risajurt, sem unnið hefir mörg verð laun á sýningum, getur orðið um 100 pund á þyngd. Endingargóð, á- gæt til gripafóðurs og eins í skorpu- steik. (Pakkinn 15c) (unza 30c) póst- frítt.) Alveg einstakt fæðujurtasafn.—Jumbo Pumpkin, Jumbo Cabbage, Ground Cherry, Garden Huckleberry, Ground Almonds, Japanese Giant Radish, China Long Cucumber, Yard Long Bean, Guinea Butter Vine, Vine Peach, allar þessar 10 tegundir auð- grónar og nytsamar. Verðgildi $1.60 fyrir $1.00 póstfrftt. og l)lómara*k'-| ÓKEYPIS stór fræ- arbók fyrir 1955___ - ^taststtt^- ‘ n UriiLI • mrnT*7rifl''nF*7,tLyi" Sh • Md is::- y DOMINION SEED HOUSE GEORGETOWN.ONT. i Jean Cocteau var á gangi í Parísarborg og hitti þar ungan kunningja sinn sem var mikill gleðimaður. —Eg er svo dauð- ans þreyttur, sagði pilturinn. Er eg ekki afskaplega fölur? Haldið þér ekki að það væri gott fyrir mig að liggja í rúminu svo sem tvo daga? —Eg mundi heldur ráðleggja yður að liggja í rúminu svo sem tvær nætur, svaraði Cocteau. -------------------------- MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRING« MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springp 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - MÍNNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar VINNIÐ AÐ SIGRI 1 NAFNI FRELSISINS -augl- JEHOVA —Akið þér bifreði? spurði tryggingarnaðurinn. —Nei, svaraði umsækjandinn. —Fljúgið þér? —Nei, heldur ekki, svaraði maðurinn aftur. FRÉTTIR FRÁ ISLANDI “Sólarsýn”, ný bók eftir Ara Arnalds 1. desember kom út ný bók eft ir Ara Arnalds, fyrrverandi bæj nrfógeta. Nefnist hún “Sólar- sýn”, en undirtitill er: Gömul kynni. Bókin er í tveim megin- köflum. Fyrri frásögnin nefnist Örlygur í Urðardal, en hinn síð- ari Skilaboð. Hinir fjölmörgu aðdáendur Ara Arnalds fagna útkomu þess arar bókar; en ihöfundurinn er nú á níræðisaldri. —Mbl. 2- des. • Forsetinn sendi Churchill heillaskeyti Samkvæmt frétt frá skrifstofu forseta fslands sendi forsetinn Sir Winston Churchill svohljóð andi skeyti s.l. þriðjudag: “Á áttræðisafmæli yðar sendir islenzka þjóðin ásamt vinum yðar og aðdáendum um allan heim beztu árnaðaróskir um heill og hamingju í óþreytandi starfj fyrir frið og frelsi.” Svarskeyti hefir þegar borizt frá Sir Winston, og er það á þessa leið: • “Beztu þakkir til íslenzku þjóðarinnar fyrir hlýjar afmælis óskir, sem voru mér mjög kær- komnar.” • Hleypidómar hindra framfarir í löndum með frumstæða atvinnu hætti segir í tímariti UNESCO. Þegar átti að gefa hópi ind- verskra bænda kost á því að eign ast betri verkfæri, mótmæltu þeir, með eftirfarandi klausu: “Við viljum ekki eiga járn- plóga. Þeir eru hættulegir okkar góða jarðvegi. Þeir rífa hann gjörsamlega upp. Við viljum hafa tréplógana okkar áfram. Þeir eru miklu betri fyrir jarð- veginn.” Vestur-Afríkumenn líta ekki við appelsínum, því þeir halda að menn veikist af þeim. Sveltandi menn í Puerto Rico eta ekki neina þá ávexti, er vaxa villtir. Síamsbúar drekka ekki kúamjólk- —Freyr. Síðbuxur bannaðar í ísrael Þær fregnir berast frá Israel, að stjórnarvöldin ætli að gera kröfur til þess, að menn hlýði biblíunni um klæðaburð. f sam- ræmi við þetta verður konum til dæmis bannað að klæðast síð- buxum (slacks), sem ryðja sér æ meira til rúms víða um heim og þykja þægileg flík. Skrifstofur í Israel eru ekki með hitunar- tækjum, og hafa konur því grip ið til síðbuxna til að halda á sér hita. —Vísir ★ Maður kemur á tryggingaskrif stofu og ætlar að kaupa sér lífs- tryggingu. —Það þykir mér leitt. Sé því svona farið get eg ekki selt yður lífstryggingu. Fótgangandi fólk er nú alveg útilokað frá trygg- íngu. Mynd að heiraan . . . fyrir Canada hermenn fyrir handan haf Myndin hér að ofan sýnir viðtökur Seagrams myndasafnsins “Borgir í Canada”, er sýndar voru hermönnum héðan í Evrópu. Þessi iheimsókn til Canadadeildar hersins í Evrópu, var hin 16 sýning mynda erlendis. Þær myndir hafa nú farið um 30,000 mílur. Hvar sem sýndar hafa verið í lýðveldum Suð- ur-Ameríku og Evrópu, hefir þeim mjög ver- ið fagnað. En móttökum hjá hermönnum vor um, var ein hin hlýasta allra. Þar var meira en myndir að sjá fyrir þá. Þær brugðu upp leiftrum af heimilum þeirra, sem nú eru að heiman. Che JHouse of Seogram

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.