Heimskringla - 23.02.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.02.1955, Blaðsíða 1
 V CENTURY MOTORS LTD, 247 MAIN — Phone 92-3311 fð TR^ CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 818 PORTAGE LXIX, ARGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 23. FEBR. 1955 NÚMER 21. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR FyUí/sþing Manitoba Þing þetta hefir nú staðið yfir i nærri þrjár vikur. Heyrðist undur lítið til þess, unz hinn nýi foringi íhaldsflokksins, Duff Roblin, reis upp og lýsti stjórn- arborðskapinn aumlegan: — Þar væri eins og áður skágengin mál efni bænda. Spanst út af því snörp deila milli forsætisráðhr. D. L. Campbells og Roblins. Kvað Campbell Roblin segja þar “hálfan sannleika”. En Roblin gróf upp ummæli Campbells sjálfs um, að hann hafði neitað í ræðu 1951, að hefja rannsókn á ryði í hveiti. Þó Campbell seg#‘ einnig þessa sögu hálfsag®3* varð sú afsökun lítilv^g> þv' Roblin las alla ræ#u hans á þinginu nú. Þar var Því engu við að bæta. Campbell græddi því ekki í þessum orðaleik. Tvær vantraustsyfirlýsingar á stjórnina hafa verið feldar. Var önnur frá CCF þingmönnum og var feld með 43 gegn 6; hin frá ihaldsflokkinum en var og feld með 31 atkv. gegn ,18. Er af þessu ljóst, að íhalds- flokkurinn hefir ekki stutt CCF tillöguna og má einkennilegt heita. Gerðu íhaldsmenn þá grein fyrir þessu, að 3 orð í tillögunni hefði verið hreinn og beinn sós- íalismi, sem þeir vildu ekki und- irskrifa. Er slík flokksblindni ó- réttlætanleg, því í aðalatriðum voru tillögurnar hið sama, um vanrækslu stjórnarinnar gagn- vart nauðsynjamálum fylkisins, eins og efling atvinnu til að koma í veg fyrir yfirvofandi vinnuleysi, hækkun ellistyrks, eins og í öðrum vestur-fylkjun- um sem við sambandsstjórnar- styrkin bæta 10—15 dölum og á bættum rekstri fanganna, o.s. frv. Ron Turner, hinn nýi fjármála ráðherra metur þörf á tekju- hækkun, svo að rúmri miljón nemur. Alls er gert ráð fyrir tekjum er nema $58,318,564. Tekjurnar fara jafnt hækkandi °g í stríði væri og eru á þessu ári hærri en nokkru sinni fyr. Ströndin, Vancouver — Séra Eiríkur Brynjólfsson, Friðfinn- ur Lyngdal. Gimli — Guðm. B. Guðmunds- son, Einar Einarsson. Esjan, Árborg — Herdís Eirík son, Sigurður Einarsson, Mrs. Anna Austman, sr. Robert Jack. Brúin, Selkirk — Mrs. Ásta Eiríksson, Mrs. J- Skagfjörð, Mrs. Sigrún Nordal. Lundar, Man — Dan Líndal, Mrs. L. Sveinsson. Báran, MJountain — Dr. R. Beck, G. J. Jónasson, H. Olafs? son. ★ ★ Tr Fundur verður í stúkunni Heklu 8. marz. BARÐI SKÚLASON RÆÐISMAÐUR Fulltrúar írá deildum á Þjóð- taeknisþinginu Frá Fróni í Winnipeg — Hlað gerður Kristjánsson, Elín Hall, Jón Jónsson, Mrs. Jacobína Nor dal, Mrs. Valdheiður Thorlaks- son, Mrs. Matthildur Gunnlaugs son, Mys. Rósa Magnússon, Mrs. Marja Björnsson, Mrs. B. E. J°hnson, Mrs. Hólmfríður Dan- ielson. Ásmundur Benson dómari Á samkomu Icelandic Can- adian Club, 22. febrúar, hélt Ás- ^undur Benson dómari frá ugby( N. Dak., aðal-ræðuna. alaði hann um stefnu Banda- riifjanna í utanríkismálum og ^æltist hið skörulegasta. Árið 1876 fluttu skagfirzk hjón, Guðmundur Skúlason og Guðrún Guðmundsdóttir frá Reykjavöllum í Skagafirði til Ameríku, slíkt voru engin tíð- indi í þann tíð. Þau settust að í Nýja-fslandi en dvöl þeirra þar varð þó skammvinn, því að 1880 fluttust þau til Dakota og sett- ust að í Víkurbyggð. Af 14 börnum, sem þau Guð- mundur og Guðrún eignuðust, komust ekki nema 5 til fullorð- ins ára. Elztu börnin voru fædd heima —i Skagafirði—meðal þeirra drengur er hlaut nafnið Barði. Um hann segir Guðmundur faðir hans í bréfi, er hann ritar bróður sínum í Skagafirði 3. dag. maí- mánaðar 1901: “Barði sonur okkar lifir í Grand Forks, þar er allmikill bær, um 75 mílur sunnar en eg lifi, í þessu ríki. Þegar hann var búinn að læra það sem hægt er að nema á alþýðuskólanum hér hjá íslendingum, gekk hann á ríkisháskólann í Grand Forks, 18 ára gamall, og útskrifaðist eftir 7 ár, síðan lærði hann lög fræði, og er nú málfræðslumað ur. Hann er fríður maður sýnum °g vel gáfaður og talinn með hin um betri ræðismönnum þessa rík is, reglu- og snyrtimaður í allri framgöngu”. —Enginn mun nú það mæla, að Guðmundur hafi borið oflof á son sinn í bréfi þessu, svo vel varð Barði að manni. v Frá Grand Forks flutti Barði Skúlason sig um set og settist að í borginni Portland í Oregon- ríki. Hann gerðist umsvifamikill lögmaður og var kjörinn á þing þar í ríkinu. Á þeim árum var haft á orði, að Barði væri mest- ur mælskumaður vestan Kletta- f jallanna. í dag er dáðadrengurinn Barði Skúlason 84 ára. Nýlega heim- sóttum við hjónin hann í starfs- stöðvum hans í Portland. Frá hornsal á 12. hæð í Public Ser- vice Building hefur Barði mikla sýn yfir borgina og allt til fjall- anna inn til landsins. Hann er ungur i fasi, SVo að engum kem- ur til hugar aa þar farj nær hálf- níræður öldungur, stilitur og fyr irmannlegur í framgöngu og þó hvatur og snarlegur. Starfsfólk- ið, 5 lögfræðingar á bezta skeiði og einkaritari, sem lengi hafa unnið með húsbóndanum og fyr- ir hann, koma inn, til þess að heilsa löndum hans. Það leynir sér ekki að Barði er enn hús- bóndi á sínu lögmannsheimili, vinsæll og virtur húsbóndi. Ekki kann eg að rekja þann frama sem Barða hefur fallið í skaut, sem lögmanni og starfs- manni, í trúnaðarstöðum hjá ríki og borg og í félögum. Meðal annarra kosta, er hafa gert hann vel til mikilla starfa fallnn, er málakunnátta hans. Barði les og talar, auk ensku og íslenzku, norðurlanda málin, frönsku, þýzku og latínu. Við arineldinn á hinu glæsi- lega heimili Barða, Hlíðarenda, spyr eg húsbóndann hvort hann vilji lofa mér því örugglega, að verða jafnvígur að ári, 85 ára. Hann kvaðst vona að svo verði, en báðir vitum við að enginn ræður sínum næturstað. Fyrr en varir verður hver, hversu röskur sem hann er að snúa sínum hí- býlum á leið, í hinzta sinn. Þess vegna rita eg nú þessar línur á 84 ára afmæli Skagfirðingsins Barða Skúlasonar. Um leið brýni eg hann lögeggjan að láta nú, að óbreyttu heilsufari, áratuga- ætlun verða að veruleika, að koma i heimsókn til íslands og Skagafjarðar, næsta sumar. Sem íslenzkum ræðismanni verður þér vel fagnað, Barði, sem dáða- dreng og snjöllum manni enn betur, en bezt sem Skagfirðingi. Gæfan fylgi þér heim, að heiman heim, og alla daga. Þökk fyrir síðustu samfundi, mætumst heil ir á sumri komanda. Árni G. Eylands —Mbl. 19. jan. Sæmdir af íslandsstjórn Lárus Sigurðsson læknir Walter Lindal dómari ÚR ÖLLUM ÁTTUM | Til þess að þurka burtu reksturáhalla strætisvagnafélags ins í Winnipeg, gerir stjórnar- nefnd þess nú ráð fyrir fargjalda hækkun. Það getur verið að það sé eina úræðið. En er hún ávalt örugg? í öðrum bæjum er reynsla fengin fyrir að það mis- hepnist. Toronto, Montreal og N. York, hafa allar reynt að hækka Margrét Pétursson Forseti íslands hefir að tilhlutan Orðunefndar, sæmt þau ungrú Margréti Pétursson, Walter Lindal dómara, og Lárus Sigurðsson lækni, riddarakrossi Fálkuorðunnar; voru þessum nýju ridd- urum afhent heiðursmerkin og heiðursskjölin á sunnudaginn á heimili ræðismanns íslands í Winnipeg, 76 Middlegate. Við afhendinguna flutti Grettir ræðismaður Jóhannson þessi orð: “Mér hefur verið falið að framkvæma starf sem mér er ljúft að inna af hendi. Svo er mál með vexti, að forseti íslands, vegna tilmæla Orðunefndar og Thor Thors sendiherra, hefur sæmt ykkur ungfrú Margréti Pétursson, Walter Lindal dómara, og Lárusi Sigurðsson lækni, riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu í viðurkenningarskyni fyrir störf ykkar í þágu ís- lenzkr'a menningarmála meðal okkar Vestur-íslend iríga; með þessu hefur einu sinni enn hlý bróður- hönd verið rétt yfir hafið til eflingar hinu andlegu sambandi milli íslendinga austan hafs og vestan. Eg tel mér það mikla sæmd að mega nú afhen da ykkur, hverju í sínu lagi, í umboði forseta ís- lands riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu og heiðursskjal, sem eg vona að þið njótið vel og lengi. Svo bið eg ykkur blessunar Guðs í framtíð allri.” Grettir L. Jóhannson fargjöld sín, en það hefir ekki orðið þeim til heilla. Farþegum hefir fækkað svo, að kauphækk unin hefir að engu gagni komið. Er nokkuð liklegra, en að svo fari hér í bæ? t í fréttum frá Síðasta sveit- f " arraO’.undi á Gimli, getur þessa: B. Egilson borgarstjóri, B. V. Árnason og J. T. Howardson, voru kosnir í nefnd til að undir- búa móttöku landsstjóra Can- ada, er ráð hefir verið gert fyrir að heimsæki Gimli með vorinu. ÁRSSKÝRSLA forseta Þjóðræknisfélags tslendinga í Vesturheimi, VALDIMARS J. EYLANDS, 21. febrúar 1955 DR. Háttvirtu þingmenn og gestir: “Fylkjum liði á .þjóðræknis- þing til öryggis vorri tignu tungu og menningarerfðum.” — Þannig fórust öðru íslenzka vikublaðinu hér í borg orð fyrir ári síðan, er það í feitletraðri upphrópun á framsíðu, hvatti menn til fundar og þingsetu. Sömu orðin, töluð eða aðeins hugsuð, hafa hrært hugi ykkar, sem hingað eru komin til að sitja þetta 36. ársþing Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi. Eg býð yður innilega velkomin til skrafs og ráðagerða, og eg vona til heillaríkra framkvæmda. Þegar menn fylkja liði mun það jafnan gert til framsóknar, eða til varnar einhverju góðu mál- efni. Svo er það einnig hér og nú. Liðssafnaðurinn er nú sém fyrr á þessum þingum vorum kallaður til öryggis hinni tignu tungu vorri og menningarerfð- um. Öryggisleysið amar að á mörgum sviðum. Eg hygg, að ekki verði á móti því mælt, að margt sé öruggara er síð- ur skyldi, en arfleifð vor íslend- inga hér vestan hafs. Vegna skorts á öryggi kaupa menn sér ýmis konar tryggingar. Getum vér þá ekki með einhverju móti keypt líftryggingu fyrir tungu vora og menningarerfðir hér vestra? Sennilega myndu ið- gjöldin af slíkri tryggingu nokk uð há, jafnvel hærri en ýmsir telja að samsvara mundi þeim hagnaði, sem henni fylgir. Vér erum saman komin til að ræða þessi mál í bróðerni, til þess að rifja upp það, sem gerzt hefir á nýliðnu ári, og til þess að skyggnast fram á veginn. Mál- efnið, sem vér vinnum að, er stórt, baráttan, sem vér heyjum er óþrotleg, og liðið, sem vér fylkjum, er fámennt og dreift. Eftir því sem samverkamönn- um fækkar falla verkefnin á herð ar þeirra, er eftir standa. Margir ágætir verkamenn í víngarði þjóðræknismála vorra hafa fulln að skeið sitt á meðal vor á þessu nýliðna ári, og fáir hafa komið fram á starfssviðið í stað þeirra. Þetta eru óviðráðanleg lög lífs- ins og jjeirrar þróunar, sem vér erum háð. Þessir hafa látizt á árinu, að því forseta er kunnugt: Heiðurs- félagar: Einar Jónsson mynd- höggvari og dr. A. H. S. Gill- son háskólarektor. Þorsteinn Sveinsson, Sveinn Pálmason, Jóhanna Hólm, Böðvar Magnús- son, George Cooney, Hjörtur Brandsson, Einar Thomson, Guð mundur Jóhannesson, séra Sig- urður Christopherson, Finnur Johnson, Salome Backman, Magnús Árnason, Sigríður Hall, Sigvaldi Nordal, Andrew Daníel son, Sigurður Sigurðsson, Frið- rik Fljozdal, Þorbjörn Magnús- son. Stjórnarnefnd félagsins hefir haft marga fundi með sér á ár- inu. Hafa þeir verið haldnir í hinni snotru, en litlu skrifstofu féjlagsins í skódahúsinu gamla á Home St. Er það herbergi einnig að nokkru leyti bókhlaða og forngripasafn, svo að ekki er pláss aflögu þegar tíu manns eru komnir þar inn, en aðsókn að fundum hefir jafnan verið góð, og samvinna í bezta lagi. Umræðuefni fundanna hefir ver ið svipað og á undanförnum ár- um. Hið tvöfalda viðhorf í þjóð- ræknismálum vorum hefir verið rætt, það sem að íslandi snýr og horfur og viðleitni vor hér heima fyrir. Ef til vill má með sanni segja, að ekki hafi verið jöfn hlutföll í þessum umræð- um, eða að oftar og lengur hafi verið horft í austurátt, en á þau verksvið, sem heimta athygli vora hér og nú. En ljósið úr austri lýsir oss enn, og mun svo verða meðan þetta félag stendur. Slokkni það að fullu, verður fljótlega dimmt á vegum vorum 1 Þess vegna teljum vér það frum- skilyrði fyrir allri þjóðræknis- starfsemi vorri, að vér látum þetta ljós loga, og vér viljum efna bjarma þess og yl svo sem frekast má. En það er auðvitað ekki nóg að sitja með krosslagð- ar hendur og stara á hinn aust- læga bjarma; hlutverk vort er að færa hann út á slétturnar til þess að vér frjósum ekki í hel, og alt stirðni, hugur, tunga og hönd. Dr. Richard Beck, fyrrverandi forseti félagsins, hefir aftur á nýliðnu starfsári lagt málstað þess lið með ýmsum hætti, sér- staklega sem fulltrúi þess í heim ferð þeirra hjóna til íslands síð- astliðið sumar, en stjórnarnefnd félagsins fól honum það fulltrúa starf. Hann flutti kveðjur félags ins og Vestur-fslendinga á 10 ára afmælishatíð hins íslenzka lýðveldis í Reykjavík, þann 17. júní, ennfremur á Prestastefn- unni, Sjómannadeginum og Skál hotshátíð, og á f jölmörgum öðr um samkomum víðsvegar um land; var mörgum af ræðum hans útvarpað og náðu með þeim hætti til allar þjóðarinnar. Mun dr. Beck sjálfur gera frekari grein fyrir dvölinni á íslandi og viðtökunum þar. Síðan vest- ur kom úr íslands- og Norður- Dakota, Minnesota, og Mánitoba, og Mrs. Beck hefir einnig sagt frá henni á samkomum í Winni- peg og Grand Forks. Dr. Beck hefir einnig á liðnu starfsári rit- að mikið um íslenzkar bókmennt ir og menningarmál; meðal ann- ars birtir hið víðlesna tímarit, The American Scandínavian Review í New York bráðlega rit- gerð eftir hann um Stephan G. Stephansson. Þá hafði dr. Beck samvinnu við nefnd þá af hálfu stjórnarnefndar félagsins, sem ráðstafaði ferðum og ræðuhöld- um Árna G. Eylands stjórnar- ráðsfulltrúa; átti Ihann hlut að því að Árni sýndi íslandsmyndir og flutti ræður á tveim samkom- um í Grand Forks, og einnig á samkomu á Mountain, N. D., á vegum íslendinga þar. Af meðlimum núverandi stjórn arnefndar hefir prófessor Finn- bogi Guðmundsson, vara-skrifari félagsins, verið stórvirkastur og víðförlastur á árinu. Hann varði nokkru af sumarfríi sínu á ís- landi, og rak þar ýmisleg erindi fyrir félagið. Hann er forvígis- maður í mikilvægu nýmæli, sem snertir íslendinga bæði austan hafs og vestan. Er hér um að ræða kvikmynd af Vestur-fsland ingum, sem ætlað er að Kjartan O. Bjarnason, myndatökumaður í Kaupmannahöfn, muni ef til landaferðinni hefir dr. Beck þegar flutt milli 15 og 20 ræður og erindi um ferðina í Norður vill fást til að taka hér að sumri. Mundi hann, ef til kemur, jafn- framt starfi sínu að þessari kvik- myndatöku, ferðast um byggðir vorrar hér ,og sýna nýja og fagra kvikmynd af íslandi og íslend- ingum, sem hann hefir tekið ný- lega, og talin er ein bezta íslands kvikmænd sem gerð hefur verið. Fyrir milligöngu próf. Finn- boga hefir ríkisstj. íslands veitt nokkurn styrk til töku fyrsta þáttar hinnar fyrirhuguðu kvik- myndar af V.-ísl; en sá þátt- ur er tekinn í sveit á íslandi og sýnir brottför fjölskyldu þaðan á öldinni sem leið. Hefir stjórn- arnefnd félagsins heitið þessu fyrirtæki nokkrum fjárstyrk, ef til framkvæmda kemur. Gjafa- bögglamálið, sem þeir Ólafur Hallsson kaupmaður og próf. Finnbogi lögðu fyrir hlutaðeig- andi embættismenn á íslandi fyr- ir ári síðan var til lykta leitt með Framh. á 2 síðu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.