Heimskringla - 04.05.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.05.1955, Blaðsíða 1
CENTURY MOTORS LTD, 247 MAIN — Phone 92-3311 LXIX, ARGANGUR CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE WINNIPEG, M3ÐVIKUDAGINN. , 4. MAÍ 1955 ________ NÚMER 31. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR VERKFALLINU Á 1S- LANDI LOKIÐ 'Sú fregn hefur borizt frá ís- landi, að hinu langvinna verk- falli, er Iþar hefur staðið síðan 18. marz, sé lokið og hafi samn- ingar tekizt hinn 1. maí. Flygur til Danmerkur Frú Vilhjálmur Stefánsson, kona heimskautafarans nafn- kunna, kom flugleiðis frá Los Angeles til Winnipeg 2. maí. Hún var á leið til Kaupmanna- hafnar. Viðdvöl í þessum bæ nam nokkrum mínútum. Mrs. Stefánsson er með ferð þessari að lifa draum manns hennar, er fyrir mörgum árum spáði, að aðal flugleiðin milli Los Angeles Og Norður-tvrópu yrði um Norð ur heimskautið. Mrs. Stefánsson er rithöfund- ur ágætur og hefir nú í smíðum bók um Alaska. Dr. og frú Vilhjálmur Stefáns son eiga heima í Hannover, New Hampshire, en Vilhjálmur er þar kennari við Dartmouth Col- lege. Hann á eitt mesta bókasafn áhrærandi íshafslöndin, sem skólinn er frægur fyrir að hafa í þarfir kenslu um þessi kuldans og klakans lönd, sem svo fáum eru kunn. Ford Foundation fylk- isstofnunin hefir iheiðrað Vil- hjálm Stefánsson með því að skipa honum í hóp fimtán fræg- ustu núlifandi Bandaríkjamanna sem almenningur á eftir að ikynn- ast bráðlega í sjónvarpi og á hreyfimyndum. Sækir um skólaráðsstöðu ií skólaráði Winnipegborgar er um eina opna stöðu að ræða. — Verður kosið í hana í júni. Tveir umsækjendur hafa þeg- ar boðið sig fram. Er annar þeirra íslendingur, Paul Thor- kelsson, forseti Thorkelsson E'd. Hann sækir undir merkjum borgaraflokksins (Civic Elec- tion Committee). Hinn heitir Andy Robertson, CCF sinni. Mr. Thorkelsson er fæddur í Winnipeg 1904. Hann er sonur Soffóniasar Thorkelssonar, hins nafnkunna viðskiftahöld. Hann er giftur og á þrjú börn. The Icelandic Centenary in Uiah Any person interested in the excursion sponsored iby the Ice- landic Canadian Club to the Ice- landic Centenary at Spanish Fork, Utah, is requested to con- tact Mrs. J. R. Cross, 645 Queenston St., Winnipeg. This should be done immediately by as many as possible, in order to ensure reservation of a bus. This notice is directed to people at Selkirk, Gimli, River- ton, Arborg, Lundar, and in Argyle and in other Icelandic Settlements, as well as in Winm Peg. The cost of the fare for the round trip and hotel accom- modation en route is $55.00, as previously announced, but meals are not included. This is provid- ed 37 passenegers offer them- selves. The bus will leave Winnipeg Tune 12th and return June 20th. W. K. tJR ÖLLUM ÁTTUM Minnesóta-ríki, Suður-Dakota, Norður Dakota og Mbntana, kaupa Selkirk hveiti frá Canada til útsæðis. Ríki þessi urðu fyrir nokkru tapi af ryði á uppskeru sinni á s.l. ári. Ef Selkirk hveiti verður sáð í alt það svæði, get- ur sala á því héðan numið tals- verðu. Útsæðið er selt stjóm Bandaríkjanna. Við er búist að sáning fari al- ment fram undir lok þessarar viku í suðvestur og vestur hluta Manitoba-fylkis. í austur helm- ingi þess byrjar hún eitthvað seinna. í SaSkatchewan er gert ráð fyrir að alment verði ekki byrjað á sáningu í einar tvær vikur enn, vegna hrakviðra ný- verið vestra. Giovanni Gronchi heitir nú sá er hlaut forsetakosningu á ítalíu s.l. viku. Lízt vestlægu þjóðun- um ekk; meira ’sn svo á hann. Þykir hann líklegur til alls. Hann hlaut kosningu við fjórðu talningu með drjúgu fylgi sósial ista og kommúnista. Er haldið að það geti þegar framlíða stundir dregið úr fylgi Scelba, forsætis- ráðherra, er landeignamenn og viðskiftahöldar styðja. En að andstæðingar hans eflast, er sagt það hljóti að verða undir forustu Christian Demókrata flokksins. er Far Fani stjórnar en ekki sós- ialista eða kommúnista. Nokkrir hafa orðið sjúkir af lömunarveiki, sem bólusettir hafa verið við veikinni. Ekki er það talið Salk bóluefnnu að kenna, af læknum sem það hafa rannsakað. Menn geta að sjálf- sögðu hafa tekið veikina áður. En skipun hefir verið gefin út um strangara-eftirlit framleiðslu á bóluefninu. Þeir eru fáir sem sýkst hafa Syðra en þeir hafa allir verið bólusettir með efm frá einni og sömu stofnun. Er nú ver ið að rannsaka það mál og er hlé á starfi þeirra stofnunnar. Það er annars ekki talið óeðlilegt, þó einn eða tveir af hundruðum þúsunda veikist, þarf ekkert al- varlegt að vera við það. Og jafn- vel þeir sem sýkina hafa haft, hafa læknast, herma nú fréttirn- ar. í Toronto er stofnun sem fram leiðir bóluefni handa Canada- búum handa tveim miljónum, sem hér er gert ráð fyrir að verði bólusettir. «WI Bretar fara hægt í að nota þessa bólusetningu, kváðu ráð- gera að láta hana bíða til hausts, er þeir sjá hvernig hún tekst í Bandaríkjunum; þar sem notkun efnisins er alveg trygg, er ekki hættulaust að fresta bólusetn- ingu. En Bretinn er altaf Breti. Mrs. Áslaug Sigfússon, ekkja Svanebrgs Sigfússonar á Blómst urvöllum í Nýja íslandi var i heimsókn í bænum um síðustu helgi. kaflar úr bréfi Þessa skemtilegu kafla úr löngu bréfi frá Helga Valtýssyni eru til æskuvinar hans skrifaðir, Halls Magnússonar í Seattle. Hefir H. M. nú sem fyr, sýnt Hkr. þann góðvilja, að senda henni bréfin og leyfa að birta þessa kafla úr þeim. Hún hefði verið fús til að prenta alt bréfið, því það er gamansamt frá upp- hafi til enda, en er að vísu að sumu leyti þeirra kunningjanna eingöngu á milli, eins og H. M. segir. Ljóðin um “Vorregn” eru einnig úr bréfinu. Segir höfund- urinn um það: “Þetta máttvana bænarkvak, var raunverulega samið í reglulegum harðindum, þegar útlit var fyrir, að alt líif ætlaði að krókna og vorið gleyma að guða á glugga ástkæra lands ins okkar, og er ekki skáldskap- ur á móts við það sem átt hefði að vera, en það er samtímis hrip- að upp í eftirvæntingu og ótta, vaxandi vonar og að lokum fögn- ugi, sem engin orð fá lýst. Þá langar mann mest til að hljóða og æpa eins og börn sem eiga hvorki né finna aðra tjáningu fyrir til- finningar sínar og hughrif”. —(Ritstjóri Hkr.) Jæja: Góðan daginn! Þá er enn fögrum degi að fagna.Logn og blíða, og hlýviðri! En nú er Dymíbilvika, og ætti þá ekki að vera langt að bíða “Páslkáhrets- iffl”, en það ætti að fara saman við “Hrafnagusuna” að þessu sinni, því að eins og þú eflaust manst, er hún 7 nóttum fyrir sumarmál, og þá á Krummi að verpa! Og eitthvað hafa ipau ver- ið búhyggjuleg, ihrafnahjónin tvenn og þrenn, sem hafa verið að “spígspora” um himingeiminn undanfarna daga! Fyrst eg er farinn að minnast á gamla kunn- ingja okkar, Krumma, vil eg að gamni geta þess, að fuglalíf er alltaf að aukast hér heima! Bæði koma hér fleiri fuglar við á ferð um sínum og dvelja hér um hríð, og allmargir eru orðnir fastir varpfuglar hér, sem áður þekkt- ust hér ekki. Er bæði um spör- fugla að ræða og nokkrar fleiri tegundir. Einnig eru hér nokkr- ar tegundir fugla, sem útrýmt hefir verið nær algerlega víðast hvar annars staðar, t.d. Súlan (“hálfsúlan”), þessi stóri og faliegi fugl verpir hundruðum, ef ekki þúsundum saman á Eld- eyjum fyrir sunnan Reykjanes og er nú friðuð nægilega til þess að stofninn haldist. Annar sjald gæfur fugl núorðið er “Heiðar gæsin”. Hér er mikið af 'henni inn á öræfum sunnan undir Hofs- jökli. Hún er noikkru minni en grágæsin. Hefir brezkur fugla- fræðingur komið hingað tvisvar og farið með ísl. fuglafræðing- um inn á fjöll og merkt fleiri hundruð heiðargæsa. Þeir hafa farið upp á öræfin um það leyti sem gæsirnar eru í sárum (hafa fellt flugfjaðrirnar) og hafa svo rekið þær hundruðum saman inn í net-kvíar, handtekið þær þar og merkt, eins og áður er sagt. En nú er víst nóg komið af “fuglafræði” að sinni. Hér á að vera lands-skíðamót um PáSkana! Ágætis skíðaland er hér skammt frá bænum með fjallahlíðum sem safna geysi- miklum snjó á vetrum og halda 'honum lengur en “öll önnur fjöll”! Er því skíðafæri þar á- gætt, þótt snjólaust sé orðið fyr- ir löngu í sveitum og víðasthvar á f jöllum. Nú fara t.d. langferða bílar milli Akureyrar og Reykja- víkur yfir fjöll og firnindi. En þó hefir orðið að nota snjóbíla Frh. á 4. bls. MINNINGARORÐ Bjarni Guðmundsson 1870 — 1954 Höfuð mitt hneigi helgur drottins dómur beygir reyrinn og reisir hæst Ðlífur andi “laðar og leiðir” unz hjartað kemst Guðs himni næst. (Ingibjörg Guðmundsson) iHinn 24. september árið sem að leið, andaðist á heimili dóttur sinnar frú Önnu Lecoeg ,í Tu- junga, Calif. hinn aldni heiðurs- og hagleiksmaður Bjarni Guð- mundsson trésmiðameistari. Fæddur var hann í Útverkum á Skeiðum í Árnessýslu 1. júlí 1870, sonur Guðmundar Bjarna- sonar, sem að var smiður góður og dugnaðarmaður og Gjaflaugar Þórðardóttur frá Eyði-Sandvík Oddsonar frá Gafli í Flóanum. Móðir Bjarna var systur Magn- úsar í Garðbæ á Eyrarbakka, sem að var orðlagður smiður og hagleiksmaður, og sá sem að smíðaði forláta járnkross á turn- in á kirkjunni á Eyrarbakka, dóttir Magnúsar, Mrs. Kristín Johnson á heima í Bellingham í Washington. Hún er ekkja Jóns Vigfússonar verzlunarm., frá Stokkeyri. Bjarni átti þrjár systur: Anna var kona Jóns Ein- arssonar í Dvergasteinum; Val- gerður gift Lýð Þórðarssyni, þau bjuggu í Reykjavík og dóu þar. Lýður var bróðir Jóns Þórð- arsonar kaupmanns í Reykja- vík; Guðný, var fyrri kona Eyj- ólfs Bjarnasonar í Skipagerði. Þetta fólk var alt búsett á Stokks eyri og nú gengið grafarveg. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sinum á Skeiðunum, um 1886 flutti fjölskyldan til Stoikk- eyrar og bygði sér heimili sem að hlaut nafnið “Stardal”. Bjarni lærði trésmíði, sem að hann stundaði alla æfi, líka var hann formaður á opnum skipum og var bæði aflasæll og varkár sjó- maður, og mun oftar en einu sinni hafa bjargað mönnum úr lífsháska í öfugstreymi hins gjafmilda hafs. 9. nóvember 1895 kvæntist hann Inigbjörgu Jónsdóttur. Sr. Ólafur Helgason gaf þau saman í Stoikkseyrarkirkju. Frú Ingi- björg er fædd í Gaulverjabæ í Árnessýslu 21. júlí 1875, dóttir Jóns Hannessonar Einarssonar frá Kaldaðanesi í Kaldaðanes- hverfi. MJóðir Jóns var Kristín Bjarnadóttir Símonarsonar i Laugardælum. En móðir Ingi- bjargar var Elín dóttir séra Páls Ingimundarsonar í Gaulverjabæ. Kona séra Páls var Sigríður Eiríksdóttir Sverrisen sýslu- manns að Bæ í Hrútafirði. Eins og að þessi nöfn benda á þá átti Ingibjörg ekki langt að sækja gáfur sínar og andríki. Laust eftir aldamótin fluttu þau til Canada, þar sem að ýmsir örðugleikar urðu á vegi þeirra. fyrirtæki, að kaupa og selja hús- in. Þau urðu því oft fyrir happa kaupum í gegnum Jón son sinn. Bjarni setti listaverkin á 'húsin að utan og innan, það greiddi fyrir sölunni. Alls hafði Bjarni lagt hönd á 17 hús hér í Califomia að laga upp. Þar að auki smíðaði hann þrjá “House Trailers” af mis- munandi stærðum, og einn véla- bát, sem var 20—9 fet að stærð, Gunnar Mathíason keypti hann fyrir sjálfan sig og Mathíason línu. Það má segja að hvar sem leið- in lá, þar reisti Bjarni upp húsin stór og smá, ný og gömul, sem en standa óhögguð sem minnis- merki um fallið lauf af íslands fornlistinni. Eins og kona hans kemst að orði í meðfylgjandi kvæði hennar sem bezt mun lýsa verkum hans og ötugleik, gegn- um baráttu þeirra og lífs reynslu. Fyrir tveimur, þremur árum fór Bjarni að kenna þreytu og lasleika, og þrátt fyrir mikla umhyggju og fórnfýsi konu hans og barna, var augljóst hvert stefndi og lítil bata von á hinum þungbæru veikindum hans, síð- Framlhald á 3. síðu DÁN ARFREGN Bjarni með sínum dverghögu höndum kom þó fljótt ár sinni vel fyrir borð, og með sinni gáf- uðu og ráðdeildarsömu konu virtust allir vegir færir í hinum nýja og stóra heimi. Tíu börnum fram að fleita, Fyrir sér hann gjörði leita út á djúpið orku beita oft kom skipið hlaðið forsjón Guðs við stýrið æ fékk staðið. . .Þetta yrkir hún um mann sinn látin. Erindið ber ljósan vott um hið mikla trúartraust írú Ingibjörgu í sigrum hennar og ósigrum, því: “Það er svo oft í dauðans skugga dölum, að dreg ur myrkva, fyrir lífsins sól.” Jafnvel í dásamlegu Californu þar sem að þau tóku sér og sín- um bólfestu fyrir löngu síðan, en trúin og traustið sem að hinir útfluttu Islendingar áttu í fór- um «ínum, hefir svo oft verið eina leiðarljósið. Árið 1946 var haldið hátíðlegt gullbrúðkaup þeirra Bjarna og Ingibjargar hér í Los Angeles af börnum þeirra og öðrum vel- unnurum þeirra, þeim sem að þar voru munu seint gleyma að sjá sjö syni þeirra með konur sinar og börn, og tvær dæturnar með sína menn og börn. Börninn eru öll velgefin til sálar og lík- ama og mjög sannfærandi um ágæti íslenzkt þjóðernis. Öll eru þau gift hérlendu fólki af ýms- um þjóðernum nema séra Guð- mundur e^, kvæntur Rose Gísla son frá Canada. Hér eru börnin talin eftir aldri: Hannes, Guð- mundur, Jóel, Sverrir. Allir þess ir þrír eru fæddir á íslandi. En í Canada eru fædd Elln, Jón, Páll Jakob, Anna Guðný, Þórð ur, Ólafur Jakob (látin) Páll Karl. Fjórir af sonum þeirra voru í herþjónustu. Öll börnin kunna íslenzku. S. 1. 25 ár hefi eg þekkt þessa fjölskyldu mér til fróðleiks og ánægju. Þekkt þau í meðlæti sem mótlæti. Ingibjörg og Bjarni miðluðu bömum sínum ó- spart af umhyggju sinni og ást- ríki. Þess sama nutu drengirnir sem þau tóku í pössun sina, sam- kvæmt einkaleyfi stjórnarinnar hér í Calif. Drengirnir voru að aldri frá 8—18 ára gamlir, sex að tölu máttu þau hafa í heimili sínu í senn, en sú tala var ekki stöðug. En í tíu ár frá ,1930 til 1940 höfðu þau þetta vandasama verk með Ihöndum. “Ingibjörg hefur látið þess getið að hún hafi orðið mikils að njótandi frá barnselsku þessara drengja. Jafn vel líka frá sumum foreldrum j í Mönitoba 1915. Kom hann heim þeirra, sem svo sorglegamistókst'aftur í apríl 1919. Fyrir her- Sgt. Eggert Júlíus Árnason Sunnudaginn 24. apríl lézt að 'heimili sínu í Calgary Eggert Júlíus Árnason, 69 ára gamall. Hann var fæddur 4. júlí 1886, að Minna-Knararnesi á Vatnsleysu- strönd þar sem foreldrar hans, Árni Þorláksson og Helga Kjart- ansdóttir bjuggu. Hann flutti vestur um haf 1905. Fyrstu árin vestra, varð hann brátt kunnur í félagslífi íslend- inga í Winnipeg, enda tíður gest ur á samkomum og mannfundum þeirra, ér hann skemti á með upplestrum, í bundnu og óbundu máli; ennfremur með leikjum. Hann var og skáld gott. En svo kom stríðið fyrsta. Innritaðist hann I 226 fótgönguliðssveitina að finna það góða í brjóstum sinna eigin barna. Það er víst næstum einsdæmi, að oftar en einu sinni kom það fyrir að drengirnir struku aftur til Bjarna og Ingibjörgar frá sín nm eigin foreldrum eftir að tími þeirra var útrunninn samkvæmt lögum í gæslu vandalausra, fyrir átti að vera refsidómur fyrir þeirra afbrot. En réttara sagt fyr ir vanrækslu foreldranna, því fer sem fer. Á þessu tímabili frá 1932 hér í Calif. fór Bjarni aðallega að vinna fyrir sjálfan sig þannig, að þau lögðu í að kaupa gömul nið- urfallin hús og endurbæta. Jón sonur þeirra sem þá var háskóla- kennari og kendi þar bæði mann kynssögu og ritstörf. Hann varð að láta af því starfi sínu, sökum lasleika. Er heilsan kom aftur, þá gjörðist hann fasteignasali og mun hann hafa verið foreldr- um sínum hellubjargið í því sem fleiru, að annast um þeirra mannleg afrek var hann sæmdur og hlaut Military Medal. Áður en hann gekk í herinn, var hann gjaldkeri í banka. Árið 1939 innritaðist Eggert aftur í herinn og þá í 13th Field Regiment, Royal Canadian Eng- ineers, fór til Engl. 1940. Er þvi stríði lauk kom hann heim aftur. Var hann í því seinna stríði gerður að Sargeant. Árið 1920, giftist hann Olive Hermiston frá Carberry. Lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 3 dætur: Phylis, gift W. Tomis, búsett í Calgary; Ivonne, gift D. Moris, búsett í Edmonton; og Lyle Irene, ógift, á heima í Toronto. Hinn látni átti 5 systkini. Voru þau þessi: séra Guðm. Árnason dáinn 1934, og Maríu, Kristínu, Þorlák og Kristinn, sem öll eru heima á íslandi. Eggert átti heima mörg síðari árin í Calgary. Var hann jarð- sunginn þar 28. apríl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.