Heimskringla - 18.05.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. MAÍ 1955
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
flestir fegurstu draumar mann-
anna líða sitt síðasta skipbrot.
Næsti eigandi Hvítárvalla var
Ólafur Davíðsson frá Þorgauts-
stöðum í Hvítársíðu. Bjó hann
þar stóru og myndarlegu búi til
margra ára. Nú býr þar ekkja
hans, María Sæmundsdóttir, með
syni sínum Davíð. María er syst-
ir Jóhanns Sæmundssonar sem
um fjöldamörg ár ihefir átt
heimili á Gimli. Ekki er að sjá
að búskapnum á Hvítárvöllum
hafi í neinu farið aftur. Er þar
hið blómlegasta bú og bygging-
ar allar með ágætum. Gullnáman
gamla þar, Hvítá, hefir heldur
ekki gengið til þurðar, og er þar
iandburður af laxi alla daga ver-
tíðarinnar.
Eitt af því merkilegasta sem
eg sá þar, fanst mér vera hið afar
stóra og traustbygða kúafjós.
Aldrei hefði eg trúað því að eg
gæti orðið svo hrifinn af bústað
kúanna, né heldur af kunnáttu
og tækni þeirra eins og nú kom á
daginn. Þetta fjós var eins og
feiknarmikill skáli, með rennandi
silfurtæru vatni á bak við allar
jötur. Hafði hver kýr sinn eigin
drykkjarbolla, sem voru smá
vatnsker til hliðar í hverri jötu.
Þegar kýrin þurfti að drekka
þrýsti ihún smáloki með grönun-
um, og eftir að hún hafði drukk-
ið gnægð sína lokaðist trogið
sjálfkrafa (automatically), og
enginn dropi fór til spillis.
Þegar eg var búinn að horfa
é þetta um stund, segi eg við leið
sögumann minn: Hafið þið hér
í Borgarfirðinum einhverskonar
Héraðs-kúa-gagnfræðaskóla, sem
kúnum eru kennd þessi fræði,
eða hafa þær öðlast þessa sér-
gáfu síðan eg átti heima á Is-
landi? Hann svaraði mér bros-
andi: Nei, en við búum svona í
haginn fyrir þær, og þær komast
strax upp á lag með að notfæra
sér þessar nýtízku umbætur. —
Eg hafði alla mína æfi gengið
með þá grillu í höfðinu, að kýrn-
ar væru einhverjar naut-heimsk-
ustu skepnur sem eg hafði nokk-
urn tíma verið samtíða, en nú
varð eg að skifta um skoðun, og
það þegar eg var kominn á gam-
als aldur.
Um kvöldið, eftir ógleyman-
legan dag og íslenzka gestrisni
á Hvítárvöllum, fórum við aftur
til Stóra-Kropps, og var margt
«ð athuga á þeirri leið, og marg-
ar voru endurminningarnar sem
komu fram í huganum það kvöld.
Framh.
The Dorcas Society of the
Gimli Lutheran Church will
hold its fourth annual Tulip Tea
in the Beaver Hall of the Huds-
on’s Bay Co. on Thursday, Mayl
19, 1955, from 1:30 to 4:30 p.m.
There will be a sale of home
baking, handicrafts, surprise
packages, white elephant, and
cook books. General conveners
are Mrs. J. T. Arnason and Mrs.
Ellert Stevens. Mrs. George
Johnson and Mrs. S. Josephson
are in charge of tea tables Mrs.
A. Jacobson and Mrs. J. Smale,
handicrafts, Mrs. B. V. Arnason
and. Mrs. H. Johannesson, home
cooking; Mrs. H. Johnson and
Mrs. D. R. Oakley, surprise
packages. Receiving will be Mrs.
J. T. Arnason, Mrs. R. Mossman,
and Mrs. H. S. Sigmar.
COPINHAGIN
“HEIMSINS bezta
NEFTÖBAK”
Thelma
(RAGNAR STEFANSSON ÞÝDÐI)
“Hvar er Sigurd?” hrópaði bóndinn.
“Kominn í einhvert ferðaslangur”, svaraði
Errington, greiðlega. “Þú þekkir uppátektirnar
hans!”
“Eg vildi óska að hann fengi ekki þessi
köst”, tautaði Guldmar. “Hann lofaðist til að
kveikja eld og framreiða máltíðina, og nú, hver
veit hvett hann héfir slangrað?
“Það gerir ekkert til, herra minn”, sagði
Lorimer “Eg skal verða eldhúsdrengur. Eg get
kveikt upp eld, og setið við hann eftir að hann
er kveiktur. Meiru get eg ekki lofað. Eins og
herbergisþernur segja þegar þær hafa á móti þvi
að aðstoða nokkuð við matreiðslu!”
“Matreiðslu”, hrópaði Duprez, sem hlustað
bafði á samtalið. “Eg get mattreitt! Fáið mér
eitthvað til að matbúa, og það skal verða tilreitt.
Þið hafið kaffi—eg skal búa það til.”
Hann fór úr jakkanum á svipstundu, bretti
upp ermarnar, og bjó sér i skyndi til matsveins-
húfu úr dagblaði og setti hana á höfuð sér. “Hér
er eg ,herrar mínir, reiðubúinn að þjóna ykkur!’
Léttlyndi hans og glaðværð kom þeim öll-
um í gott skap; og þeir byrjuðu allir á því í
ákafa að undirbúa máltíðina, og eftir litla stund
logaði eldur á skyndihlóðum, og undirbúningur
máltíðarinnar fór fram með mikilli glaðværð og
hlátri. Ilmur af sjóðandi kaffi blandaðist fljótt
sterkum ilm grenitrjánna í kring—og Macfar-
lane vann það frægðarverk að veiða vænan lax
í lygnum hyl þar rétt hjá, og Duprez matreiddi
hann s<ro snilldarlega, að ekki varð betra ákosið.
Þeir nutu ágætrar máltíðar, og sungu til skiftis
og sögðu sögur. —Ólafur Guldmar sagði sér-
staklega magnaðar og ægilegar munnmælasög-
ur frá Dofrafjöllunum, og aðrar aldagamlar og
frumlegar sögur þrungnar af rótgróinni hjátrú
—sögur um galdranornir, djöfla, og drauga bæði
illa og góða, sem ennþá áttu að hafa aðsetur á
fjalllendi Noregs—því eins og bóndinn komst
að orði brosandi, “þegar menninginn hefir aukist
svo mkið að þessar ójarðnesku verur fá hvergi
skjól annarstaðar í heiminum, mega þær eiga
víst að þær verða velkomnar í Noregi.”
Klukkan var orðin ellefu þegar þeir að lok-
um fóru inn í kofann til þess að hvílast yfir
nóttina, og hinn óútreiknanlegi Sigurd var ó-
kominn. Sólin skein í allri sinni dýrð, en það
var enginn gluggi á kofanum, og birtu og lofti
var aðeins hægt að fá gegnum dyrnar, sem voru
látnar standa opnar. Hinir þreyttu ferðamenn
lögðuSt fyrir á niðurbreiddum feldum og tepp-
um, og buðu hver öðrum glaðlega góða nótt, og
sofnuðu brátt. Errington æar fremur eirðarlaus
og lá vakandi um stund, og hlustaði á hin drynj
?ndi fosshljóð, en að siðustu seig svefn á augu
hans. En sólin seig í öllum sínum litbrigðaljóma
hægt niður að sjóndeildarhringnum—og litaði
loftið með róslituðum bjarma. Það byrjaði að
hvessa, og vindurinn hvein draugalega í greni-
' trjánum og rann saman við drunurnar í fossin-
um. Gegnum rifurnar á hinum fornlega kofa
barst ýskrið í vindinum og fossdrunurnar eins
og fyrirboði illra tíðinda—og allt í eínu vakn-
að Philip, eins og ósýnileg hönd hefði snert
hann. Rauðan glampa lagð gegnum opnar dyrn-
ar beint í hin svefnþrungnu augu hans—var það
skógareldur?
Hann reis upp í æði ihálfsofandi—en þá
mundi hann hvar hann var. Honum skildist að
loftið hlyti að vera sérstaklega uppljómað til
, þess að varpa svo sterkri birtu fra ser, hann
kastaði yfir sig kápu og fór út. Sýnin sem mætti
augum hans var svo mi'kilfengleg, að í fyrstu
' fannst honum að hann þyrfti að hrópa upp yfir
sig af hrifningu—eða standa kyr í þögulli ti
beiðslu. Hinn tröllaukni foss var ekki lengur
hvítt æðand froðuhaf—heldur eins og flæðandi
glitrandi skæðadrífa af rauðum gimsteinum eins
og jötunn, sem fengið héfði leið á sínum dýr-
niætu fjársjóðum, væri að grýta þeim ofan af
berginu í miklum flýti. Við rætur fossins reis
rautt mistur eins og stórkostlegt eldhaf. Allt
landslagið var ummyndað. Það þaut í grenitrján
um og laufinu og hvassviðrið skók trén; á allt
skóglendið sló rósrauðum töfrabjarma, og grátt
grjótið, klettarnir og urðirnar glitruðu eins og
gull og gimsteinar. “Eg má til með að vekja
Lorimer , hugsaði Errington með sjálfum sér.
“Hann ætti ekki að fara á mis við að sjá alla
þessa óumræðilegu dýrð.” Hann færði sig í
betri afstöðu til að sjá fossinn. Hvaða lítil dökk
þústa var þetta sem kom í miklum flýti—0g þó
óhikandi fram á hæztu bergbrúnina þar sem
klettasnasirnar voru ægilegastar? Hann strauk
yfir augu sér undrandi—var það—gat það ver-
ið Sigurd? Hann vaktaði þetta augnablik—og
rak því næst upp hátt hljóð þegar hann sá hana
nema staðar á sama klettastallinum sem hann
sjálfur fyrir svo skömmu var nærri hrapaður
fram af. Veran sást nú greinilega, og bar við
eldrauðan himininn—hún stóð bein og baðaði
út handleggjunum eins og hún væri að gefa
einlhverjum bendingu. Það var enginn vafi á
því—þetta var Sigurd. Án þess að hika eitt
augnablik flýtti Errington sér heim að kofanum
og vakti hópinn með miklum hávaða. Stuttar
skýringar nægðu—'þeir flýttu sér allir út —
undrandi og kvíðafullir. Sigurd var enn í sömu
hræðilegu afstöðunni, og meðan þeir horfðu á
hann virtist hann dansa tryllingslega nær og
nær tæpustu brúninni á klettastallinum. Ólaf
Guldmar fölnaði í 'andliti.
“Goðin gæti hans!” tautaði hann—og byrj-
aði ákveðinn að klifra upp klettana hröðum
skrefum—ungu mennirnir komu á eftir ákafii |
og stóðu nálega á. öndinni, allir með einni og'
sömu hugsun—að bjarga Sigurd og allir reyndu
að finna sem grejðasta leið, og verða sem fljót-1
astir upp á brúnina. Þeir voru, meir en hálfnað-
ii upp, þegar nístandi óp barst greinilega gegn-1
um hávaða og drunur fossins—óp sem kom þeim ‘
til að nema staðar augnablik. Sigurd hafði séð
þá á leið til að bjarga honum, og gaf þeim
merki um að snúa aftur með hreyfingum er
lýstu trylltri reiði og mótþróa. Litli vanskap-'
aði líkaminn hans skalf af hamslausum ofsa og
stoltri fyrirlitningu—það virtist eins og hann
væri dverg-konungur sem réði yfir þessu glitr-
andi rauða náttúruundri, og fyrirbyði öllum ó-
við komandi að stíga fæti yfir landamerki töfra
ríkis síns. Þeir héldu samt sem áður áfram enn-
þá hraðara en áður, og voru nálega komnir upp á
brúnina þegar annað skerandi hljóð bergmálaði
í klettagljúfrunum. Enn námu þeir staðar. Þeir
sáust nú allir frá þeim stað þar sem hinn æðis-
gengni Sigurd stóð, og hann leit við og hrissti
löngu, björtu hárlokkarta á sinn venjulega hátt
og hló trylltan gleðihlátur. Því næst rétti hann
upp handleggina eins og vængjaður fugl—bú-
inn til flugs.
“Sigurd! Sigurd!” hrópaði Guldmar, og
sterka röddin skalf af angist: “Komdu hingað!
Komdu aftur heim til Thelmu!”
'Við að heyra þetta nafn, virtist vitfirti ves-
almgurinn hika örlítið, eins og hann væri ó-
ákveðinn—sem gaf Errington og Lorimer tíma
til að hendast fram á klöppina, en of seint! Sig-
urd hafði séð þá, og stiklaði varlega fram á
tæpustu brúnina, þar sem varla var hægt að fóta
sig—þar leit hann aftur fyrir sig á þá sem hefðu
viljað allt til vinna til að geta bjargað honum,
með ólýsanlega leyndardómsfullu augnatilliti,
og hló hátt og fyrirlitlega. Hann spennti greip-
ar brosandi—og lét sem hann heyrði ekki skelf
ingaróp þeirra sem horfðu á hann, hjálparlaus-
ir—og henti sér fram af hengifluginuj Niður,
niður, niður í hið drynjandi straumrót gljúfra-
hyldýpisins!
lEitt andartak, eitt augnablik—skaut vesal-
ings vanskapaða líkamanum upp með leiftur-
hraða eins og dökkum depli á róslitaðri hring-
iðunni—svo hvarf Ihann, sogaðst niður og var
horfinn að eilífu!
Horfinn—með öllum hans trylltu skáldlega
heilabrotum og óráðsdraumum—horfinn—með
leynda ást sem aldrei var gerð kunn og sorgir
sem enginn vissi um eða hefði getað skilið—
Iiorfinn þangað sem myrkrið umhverfist í dýrð
arljóma—þar sem sjúkt sálarlíf og vanþroskaðir
vitsmunir verður grætt og hafið til æðstu full-
komnunar af hinum Alvitra og Algóða Guði—
hvers vegr eru of dýrðlegir og of órannsakan-
legir vorum takmarkaða skilningi. “Horfinn!”
eins og hann myndi hafa sagt við hana, sem óaf-
vitandi var orsök harma hans. og hugarstríðs.
Horfinn þangað, þar sem eg mun verða beinn
og sterkur og hugprúður! Ef við mætumst í
Valhöll, muntu elska mig!”
Professional and Business
—= Directory—
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEÐICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögírceðingar
Bank of Nova Scotia Bldc.
Portage og Garry St
Sími 928 291
Dr* P. H. T. Thoríakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
H. J. PALMASON
CHAR.TERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phone 92-7025
Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 927 538 .
308 AVENUE Bldg. — Wlnnipeg
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Datne Ave
Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Dally.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
V-
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors- ol
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
A. S. BARDAL
LIMITED
selur líkkistur og annast um
utfarir. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
niinnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
M. Einars$pn Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osbome St. Phone 4-4395
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sfmi 92-5081
508 Toronto General Trusts Bldg.
'\
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
396 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s)
Office 92-7130 House 72-4315
l
Bookkeeping, Income Tax, Insurance
Mimeographing, Addresaing, Typing
HaUdór Sigurðsson
* SON LTD.
Controctor <S Builder
•
526 ARLINGTON ST.
Sími 72-1272
1
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man. v
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Building
275
Portage Ave.
PHONE 92-2496
Winnipeg
—— — "...J
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
r/~”
Vér verzlum aðeins ineð íyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsta.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI 3-3809
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 36-127
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
17 KAFLl
iSjónarvottarnir að lokaþætti þessa harm-
leiks stóðu um stund grafkyrrir -og þögulir—
agndofa og óttaslegnir.
Þeir hröðuðu sér því næst einhuga niður á
jafnsléttu, að bökkum hins straumhraða vatns-
falls, með þeim ásetningi að reyna að finna lík
dvergsins ef mögulegt væri, áður en það bærist
að mjóum og hrufóttum klettanybbum, sem
stóðu upp úr froðu hins straumþunga fljóts, og
myndu áreiðanega höggva og tæta svo líkið að
það yrði óþekkjanlegt. En jafnvel um þessar
litlu sárabætur var þeim neitað. Engin merki um
fljótandi líkama sáust neinstaðar.
Og á meðan þeir svipuðust um, þögulir og
angistarfullfr, tók loftið að breytast. Eldslitur-
inn breyttist smátt og smátt í græna móðu með
purpuralitum flekkjum og með lit himinhvolfs-
ins breyttist einnig rósroði fossins.. Guldmar
varð fyrstur til að rjúfa þögnina, og lýsti sér;
djúp geðshræring í rödd hans.
“Það er öllu lokið fyrir honum, aumingja
drengurinn!” sagði hann og tárin glitruðu í
hvössu gömlu augunum. “Og þó að goðin viti
vafalaust hvað honum var fyrir beztu—þá er
þetta þó ekki endirinn sem eg hafði búist við!
Það verður dauf heimkoma fyrr okkur—-því
með hvaða hætti á að segja Thelmu tíðindin er
meira en eg veit.”
Hann hrissti höfuðið sorgbitinn, og þrýsti
hönd Erringtons, sem hafði reynt að votta hon-
um þögula og hlýja samúð sína.
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res., 403 480
LET US SERVE YOU
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.
r'“
Hafiö HÖFN í Hog;
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
GILBARTFUNERAL
HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer
PHONE 3271 - Selkirk
GUARANTEED WATCH, & CLOC
REPAIRS
SARGENT JEWELLERi
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Cloc
Silverware, China
884 Sargent Ave. Phone 3-31
JACK POWELL, B.A. LL.B.
BARRISTER, SOLICITOR,
NOTARY PUBLIC
Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015
206 Confederatioo Buildlng,
Winntpeg, Mæa.
S.
HERE _NOW!
T OASTM ASTER
MIGHTY FINE BREAI
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALT
Manager Sales Mt
PHONE 3-7144