Heimskringla - 18.07.1956, Blaðsíða 1

Heimskringla - 18.07.1956, Blaðsíða 1
 CENTURY MOTORS LTD* 247 MAIN — Phone 92-3311 LXX ÁRGANGUR FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR íæðu, 69 þurftu umbóta við af ýmsu tæi, og 27 voru langt frá að fullnægja hreinlætiskröfum til framleiðslunnar. Rannsóknir íþessar voru gerðar 1953 og segir Dr. Thatcher, for- maður rannsóknarinnar, að bæt ur hafi orðið á ostagerðinni síð- an. En hún eigi þó langt í land, að geta heitið fullkomin. . . .... * .. Það hefir verið slagorð nokk. a algengri matvoru að vorinu „ , ? , veldur þessu (kjöti, kartöflum ur slðustu árin að bfUa hugum og kaffi). En húsaleiga hækkaði manna hér að hvi’ að ,eta meiri ' ost . Sjálfur sagðist lækmrmn ekki hafa hlýtt því boði of vel Framfærslukostnaður hækkaður En á ný hefir framfærslukosn- aður í þessu landi hækkað. Sam- kvæmt skýrslum sambandsstjórn ar s.l. viku, nam hækkunin í maí meiru en 1.2 stigi, og er vísitalan því nú 117.8. En það er meiri hækkun en átt hefir sér stað í einu á fimm árum. Verðhækkun einnig 1. maí, á hinum almenna flutningsdegi. Ýmsir húsmunir hafa einnig hækkað, ifatahreins- un og vottur. Vísitalan er nú tvo-fimtu lægri, en þegar hún var hæst í desember 1951 og varj þá 118.2 (alt borið saman við handa verð ársins 1940.) fremur en áður, greindra ástæða. vegna ofan- Eisenhower hefst “Hin óviðráðanlegru öfl” í samningunum milli sam- bandsstjórnar og Trans Canada Pipe Line Ltd. áhrærandi 80 milj ón dala lánið, stendur að nema því aðeins að óviðráðanleg “öfl Eisenhower hefir ákveðið að vera á íundi amerískra ríkjafor- seta í Panama 21 og 22 júlí. Telur hann sig af því að dæma orðinn vinnufærann eftir síðari veikindakastið, sem leiddi af sér uppskurð í mjó-girninu. Læknar hans töldu honum strax trú um skjótan bata, og að þetta sjúk- dóms tilfelli mundi ekki koma í taki í taumana, eigi pípulagning _ . unni að vera lokið frá Alberta1 báSa við ákvarðanir hans, að til Winnipeg 31. desember á! sækJa um íorsetastöðuna á þessu þessu ari. Hin óviðráðanlegu öfl eru eitthvað, sem guð lætur fyrir koma, verkföll, stríð, upp- þot, bylting. Síðast liðna viku, vildi eitt af þessum óviðráðan- legu öflum til. Það var verkfall stálframleiðslumanna, þeir hættu að framleiða stálpípur, sem lof- aði ekki neinu góðu um, að pípu- lagningunni yrði lokið á tiltökn- um tíma. A hendi eru pípur til fyrir fyrstu 125 míiurnar af vegalengd inni allri, sem er 574 mílur. End- ist verkfallið aðeins 10 daga, er hætt við að verkinu ljúki ekki á tilteknum tíma. Trans Canada Pipe Lines Ltd. verður fyrirgefið, þó framkvæmd ir dragist af þessum völdum. En sambandsstjórn getur átt á ný fyrir dráttinn að svara. ári. En forsetinn var ekki eins sannfærður um þetta og þeir, og mun hafa átt í baráttu við sjálf- an sig um hvað gera skyldi. Er haft eftir hans nánustu, að þeir hefðu lengi búist við, að stjórn- málastarfi hans væri lokið. En raunin er alt önnur. News Week heldur fram, eins og fleiri blöð, að Eisenhower muni hlífa sér við ferðalög en nota útvarpið því meira. En hverjar sem kosninga-aðferðir hans verði, muni engum, hvorki' innanflokks hans né utan sigur vísari. Það er gefið í skyn, að aðal- lega sé það sjúkleiki Eisenhow- ers, sem á móti kosningu hans mæli. En það mun meira þurfa til en það, að draga valdataumana úr hendi hans, ekki sízt þar sem heilsan fer óðum batnandi. Fals-hringing Nokkur blöð í þessu landi hafa hátt um það, að bandarísk menn- ingaráhrif séu hér ofmikil 0g vilja á móti þessu sé spyrnt, alt sem hægt er. Almenningur virð- ist lítið láta sig málið skifta. Við spá-atkvæðagreiðslu fullorðinna um það nýlega, voru 63% at- kvæða með að hér væri engin hætta á ferðum. Aðeins 27% voru óttaslegnir út af bandarísku á- hrifunum. En þeir eru nú 25% ifærri en voru við svipaða at- kvæðagreiðslu 1951. og samt hafa fjármálaáhrifin aukist. “Ostur er mata beztur” Orðtak þetta getur haft við mikið að styðjast. En af skýrslu að dæma, sem skordýrafræðingar Canadastjórnar birtu nýiega eft- ir að hafa rannsakað ostagerð iandsins, gæti margur efað þetta. Af 300 sýnishornum af osti sem nefndin rannsakaði og keypt voru í búðum landsins til og frá og voru frá 133 ostagerðarhús- um, er rannsökuð voru sérstak- lega af 700 iframleiðslustofnun- um alls í landinu. f 106 sýnishornum af osti gerð um úr un-pasturized mjólk, fund ust agnir af taði í 88%, hár af skepnum í 74%, nagdýrahár í 22%, agnir af skorkvikindum í 19%, og fiðuragnir 10%. Aif 133 stofnunum heimsóttum, 37 virtust framleiða gallalausa Ársreikningurinn Pjármáladeild Bandaríkja stjórnar hafð frá dálítið sögu- legu að segja s.l. viku. En það var, að deildin hafði í fyrsta skifti á fimm árum, átt tekju- afgangi að fagna við lok fjárhags ársins 30. júní 1956. Það er í fjórða sinni á einum aldar-fjórð ungi, sem þetta á sér stað. Tekj. ur á fjárhagsárinu, námu 67.7 biljón, en útgjöldin 65.9 biljón dölum. Esenhower stjórnin hafði lækkað heildarskuldina um 1.6 biljón dali á árinu. Er hún það miklu lægri en áður og nemur 272.7 biljónum. LJóSMYNDASAFN úr LÍFI ISLENDINGA í VESTURHEIMI Finnbogi GuðmundSson pró_ fessor^ sem verið hefur kennari við Manitoba háskóla í Winnipeg undanfarin fimm ár, er nýlega kominn til landsins og hefir lát- ið af starfi sínu vestra- Við heim komuna hafði hann með sér myndabók mikla með ljósmynd- um úr lífi íslendinga í byggðum þeirra vestanhafs. Myndirnar tók Kjartan Ó. Bjarnason í leið- angri, sem farinn var að ifrum- kvæði Finnboga um íslandsbygð ir, fyrst og fremst í því skyni að taka þar kvikmyndir. Myndabók ina sendir Manitoba háskóli Þjóðminjasafni fslands að gjöf ■ ásamt segulböndúm, sem hafa að geyma viðtöl við f jölmarga landa vestanhafs. Þetta eru myndarlegar og merkar gjafir, sem eiga vel heima í mannamynda- og raddupptöku- söfnum Þjóðminjasafnsins. Nán- ari atvik að þessari gjöf er að finna í meðfylgjandi bréfi frá rektor Manitoba háskóla til for- stöðumanns Þjóðminjasafnsins. Allar Ijósmyndir í safni þessu voru teknar sumarið 1955 í ferð, er þeir fóru prófessor Finnbogi Guðmundsson og Kjartan .0. Bjarnason, myndatökumaður, í því skyni að gera 16 mm litkvik- mynd af fslendingum vestan hafs og byggðum þeirra. En til- efnið var, að þá voru liðin 100 ár frá upphafi vesturferða frá fslandi. Þó að þessi kvikmyndagerð væri aðaltilgangur leiðangursins fannst þeim sem að honum stóðu rétt að gera einnig safn ljós- mynda, sem telja má hafa nokk- urt heimiildargildi, einkum ef myndunum er raðað skipulega og þær skýrðar. Manitobaháskóli ákvað síðar að kaupa ljósmyndasafn þetta og varðveita í hinu íslenzka bóka- safni skólans til framtíðarafnota Jafnframt voru útbúnar tvær myndabækur, önnur til varð- veizlu vestra, en hina sendir Manitobaháskóli Þjóðminjasafni íslands, að gjöf í minningu tveggja sögulegra viðburða: 100 ára afmælis landnáms íslendinga vestanhafs (1955) og níu alda af mælis biskupsdóms og skóla í Skálholti (1956). Gjöf þessari fylgir safn segul- banda, er geyma viðtöl við um 50 íslendinga vestanhafs, flest þeirra tekin upp í fyrrgreindri ferð sumarið 1955. Þegar haft er i huga níu alda skípuiegt skólahald á islandi, skilst oss í Manitoba enn betur skerfur sá, er íslendingai hér um slóðir hafa lagt til menntastofn- ana vorra og þá ekki sízt til Mani togaháskóla, er við hafa starfað í senn um tuttugu kennarar af íslenzkum ættum, auk hinna fjölmörgu nemenda af sama upp- runa. Megi hinn iforni andi Skálholts verða hér eftir sem hingað til hvöt íslenzkum menntamönnum á fslandi og hvar annars staðar er leiðir þéirra hafa legið eða kunna að liggja. —Mbl. 8. júlí hollandsdrottning afsalar sér ekki VÖLDUM I J ú 1 í a n a Hollandsdrottning; mun að líkindum fela von Dress fráfarandi forsaetisráðherra (úr flokki jafnaðarmanna) að mynda nýja stjórn í Hollandi. Flokkur van Drees hlaut 34 þingmenn í kosningunum í gaer 13. júní, hafði áður 30, og sam- starfsflokkur hans í stjórn, ka- þólski flokkurinn hlaut 33 þing menn, hafi einnig 30 áður. Alls eru þingmenn 100. Hollensk blöð báru í dag af- dráttarlaust til baka, að Júlígna Hollandsdrottning ráðgerði að Segja af sér drottningartign. Erlend blöð hafa undanfarið gert mikið veður út af máli “trú arlæknis”nokkurs, ungfrú Hoff- manns, sem sögð er hafa mikil stjornmálaleg áhrif á Júlíönu drottningu. Er læknavísindin urðu að gefast upp við að lækna sjón yngstu dóttur drottningar, leitaði drottningin til “trúarlækn is”, ungfrú Hoffmanns. Ungfrú Hoffmanns hefir ekki tekizt bet ur en læknunum, en samt sem áður nýtur 'hún fullkomins trausts drottningar. Á hinn bóg- inn mun Bernhard prins drottn-' ingarmaður, hafa megnustu van- trú á trúarlækninum. Hollensku blöðin og útvarpið í Hollandi hafa lagt á það á- herzlu, að enginn ágreiningur sé á milli drottningar og hollenszku ríkisstjórnarinnar og að allt tal um slíkt sé “hreinasta bull”. —Mbl. 14. júní SLITUR “Einn eg ræ við radíó og rek svo við í stóna” —Lúlli Eisenhower er orðinn hress á hann “Kratar” grjóna. Lúlli býr til bögu og vers og blæs af krafti í stóna. Valtur er mörgum valda sess og vilja mammon þjóna. Gott sé þeim, er gæta þess góða vísu að tóna. ★ SÓL OG SUMAR Ilma fögur engi og mörk í öllu er líf og kraftur. Sigri fagnar sólkyst björk Sumarið komið aftur. Þó að glói á græna mörk og grösin blómstri aftur. Sjálfur er eg barlaus björk boginn fúa raftur. ★ / DAGRENNING Loftið skrýðist ljósaglóð landið fríða og bærinn. Sumar prýði sólarljóð sýngur þýður blærinn. Jafnt um hól og græna grund grös í skjóli víðu njóta róleg náðarstund nú í sólarblíðu. Ásgeir Gíslason TRUMAN OG ÞÝZKI NJÓSNARINN Truman Bandaríkjaforseti fyrrverandi er nú á Evrópuferða lagi ásamt komu sinni Bess. — Þetta er í fyrsta sinn, sem for- setinn kemur til Evrópu sem ó- breyttur ferðamaður, enda fagn ar hann því og segist nú muni eyða tímanum í að skoða hallir, kirkjur og fögur söfn, en til þess hefir hann aldrei áður haft tíma. A blaðamannafundi, sem Truman hélt fyrir skemmstu í Munchen stóð hann fyrsta sinn augliti til auglitis við einn affremstu njósn urum Þjóðverja í heimsstyrjöld- inni, en Truman bjarg lífi hans. Njósnarinn var Erich Gimpel, einn af allra snjöllustu leyni- þjónustumönnum þýzka njósna- kerfisins. Hann var handtekinn i Badaríkjunum síðasta ár styrj- aldarinnar og dæmdur til dauða 1945. Mál hans kom fyrir Tru- man, sem þá var forseti, en hann náðaði Gimpel. —Þakka yður fyrir, að þér frelsuðuð líf mitt, sagði hann við forsetann á blaðamannafund- inum. Truman brosti og sagðist vona, að hann gerðist aldrei njósnari meir, þar sem nú. hefði hann því miður látið af forseta- embættinu! —Mbl. Heldur vil eg íhaldsmennina. —Kruschev. «WI Þegar eg fékk tvo málsverði á dag, fór eg til Vichy til þess að lækna í mér lifrina, en nú, er eg fæ aðeins einn málsverð á dag, hefi eg aðeins áhyggjur af nýrunum og fer þvi til Evian. —Aga Khan. KOMIN HEIM ÚR LANGFERÐ Dr. Richard og Bertha Beck í Grand Forks, N. Dak., komu ný lega heim úr þriggja vikna ferðá lagi vestur á Kyrrahafsströnd og um Suð-Vestur ríki Banda- rikjanna. Fóru þau ferð þessa sérstak- lega til þess að heimsækja Richard son sinn, vélaverkfræð- ing, sem er sem stendur liðsfor- ingi í flugher Bandarikjanna í Spokane, Washington, og Margréti dóttur sína og mann hennar -Mr. og Mrs. Paul Hvid- ston) og dóttur þeirra í Whit- tier, ICalifornia. Einnig notuðu þau tækifærið til þess að koma á ýmsaTagra staði og fræga. f vesturleiðinni voru þau nokkra daga í Salt Lake City. Á ríkisháskólanum í Utan (Univ. of Utah) þar í borg flutti dr. Beck fyrirlestur um ísl. bók- menntir í boði tungumáladeildar háskólans; í áheyrendahópnum voru ýmsir kunnustu íslendingar þar úr borginni og víðar úr rík- inu. Á undan fyrirlestrinum voru þau hjónin gestir i virðu- legum hádegisverði, er forseti umræddrar háskóladeildar hafði efnt til. f Los Angeles voru þau einnig heiðursgestir í veglegu hófi á heimili þeirra Gunnars og Guð- uýjar Matthíassonar, og var þar saman kominn stór hópur íslend inga. Var þar veitt af mikilli rausn og mikið um söng og f jör- ugar samræður. Dr. Beck þakk- aði í stuttri ræðu hinar frábæru viðtökur, ræddi síðan um íslenzk ar menningarer.fðir, og las að lok um upp nýort kvæði eftir sig. Þá tók til máls Gunnar Matthías son og þakkaði þeim Becks hjón- unum komuna og Richard störf hans fögrum orðum. Lauk mann fagnaðinum með almennum söng íslenzkra söngva. Sæmdur riddara krossi Grettir Eggertson í síðustu iferð sinni heim til íslands, var Grettir Eggertson raf-fræðingur sæmdur riddara krossi Fálkaorðunnar af Ásgeir Ásgeirssyni í bústað forsetans á Bessastöðum. Mr. Eggertson var á Eimskipa félagsfundi heima. En hann er þar kunnugur einkum síðan hann dvaldi þar og vann við rafvæð- ingu Reykjavíkur. Geta fáir Vest ur-íslendingar sagt, að þeir hafi vikari þátt í hinum nýju fram- förum ættlandsins en hann, með því starfi sínu. Heimskringla árnar Gretti heilla með sæmdina. í austurleiðinni skoðuðu þau hjónin hið Áikla furðuverk nátt úrunnar Grand Canyon í Ariz- ona, fóru síðan til Albuquerque í New Mexico, þaðan til Color- ado Springs, Colorado, og komu þar á ýmsa merkisstaði; fóru meðal annars bílferð upp á hinn fræga fjalltind, Pikes Peak. Síð- an héldu þau heimleiðis um Denver, Colorado, Omaha, Nebraska, Sioux Falls, S. Dakota. Mun dr. Beck hafa í huga að rita um ferðalag þetta í vestur-ísl. vikublaðið. MINNING ISLENZKRA LANDNEMA Lesið á íslendingasamkomu í Los Angeles, Calif. 3. júlí 1956 Hér þreyttir landar sofa síðasta blundinn í svalri mold hins nýja fósturlands. og legkaup sitt þeir greiddu hörðum höndum, en hnýttu sinni ættjörð frægÖarkrans; \ því íslendingsins heiti er heiðursletri og hetjudáð í sögu byggðar skráð, og landnemanna nöfn og afrek unnin í afkomenda minni geislum stráð. Sem bjartur viti minnismerkið lýsir; af manndómsverki heiðum bjarma slær, sem þeim, er síðar koma, veginn fvísir, og vekur huga líkt og gróðurblær. Um brautryðjendur alltaf leggur ljóma og leiftur stíga upp frá þeirra gröf; þeir samleið áttu dögun dagsins nýja, er dýrðarroða sló á tímans höf. Að dauðastund þeir ættarjörðu unnu með ást, sem dvölin fjarri hennar strönd og þráin djúpa höfðu fagurfléttað og fastar ofið hjartans tryggðabönd. , Því lengra, sem að leið á ævidaginn varð landnemanum kærri æskustund, og myndin sú af feðralandi fegri, sem fjarlægð greypti innst í hugans lund. f friði hvílið dyggir sómasynir og sæmdardætur lands við yzta haf, er þegnar trúir voru Vesturálfu, sem vonum ykkar byr í seglin gaf. En land vort þakkar tryggð við ættarerfðir, sem ykkur vermdi fram á hinzta kvöld, og hitar enn um hjarta ykkar niðjum, þó heil sé þeim að baki liðin öld. , RICHARD BECK Athugasemd: íslenzka landnámið í Spanish Fork, Utah, átti, eins og kunnugt er, aldarafmæli í fyrra. Þar í bæ er einnig fagur minnisvarði landnemanna, og er hann gerður í líki vita. Að framanskráðu er vikið í kvæðinu, sem ort var, er höf. var nýlega á ferð á þeim slóðum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.