Heimskringla - 22.08.1956, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.08.1956, Blaðsíða 1
 CENTURY MOTORS LTD. 247 MAIN — Phone 92-3311 L CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE LXX ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. ÁGÚST 5619 NÚMER 47. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Stevenson og Kefauver kosnir Flokksþingi demókrata í Chi- cago s.l. viku, lauk þannig að Adlai Stevenson var kosinn for- setaefni flokksins, en Ester Ke- fauver vara-forsetaefni. Verða þeir því kapparnir sem á 'hólminn ganga í forsetakosn- ingunum í haust á móti Eisen- hower og Nixon af hálfu republ ikana. Þíngi republikana er að vísu en ekki lokið og stendur yfir í San Francisco þessa viku. En líkindin eru mikil, að breyt- ing á vali forustu manna repu- blikana verði engin. Þing demókrata* 1 var eitt hið hávaðasamasta sem það hefir nokkru sinni verið. Þar voru tveir sterkir, er sóttu um að vera kjörnir, Harry S. Truman barð- ist af öllum kröftum við að fá Averell Harriman fylkisstjóra j New York valinn af hálfu fíokksins, en Frank S. Clen^ent, fylkisstjóri frá Tennessee, reið á vaðið með að mæla með teven- son. Honum fylgdi Mrs. Frank- lin D. Roosevelt að máli. Var hún gerð kunnug af stjórnanda þingsins sem “mesta kona heims”, og var mjög fagnað. Jafnvel Truman, sem hún and- mælti, stóð upp úr sæti, er hún kom fram og klappaði sem aðrir. En' Truman sagði síðar, að hún hefði illa misskilið málin, því Harrimans sinnar berðust fyrir New Deal, en ekki breytingum þeim, sem Stevensons-menn stefndu að. Sú stefna er svipuð gegn demókrataflokkinum og Eisenhowers gegn republikum. En hvað sem um það er, var Stevenson kjörinn með sæmileg um meirihluta. Var kosningu hans fagnað með básúnum og sigurgöngu. En hið sama var gert af fylgjendum Harrimans, eftir kjörið sem sýndi kappið cg hitann. Kjörið gekk ekki af hávaðalaust af hálfu keppenda. Og hávaðinn minkaði ekki, er kom til kjörs vara-forsetaefnis- ins, er Ester Kefauver hlaut. Hafði hann áður barist sem ber- serkur á móti Stevenson, en rétt fyrir þing lýsti yfir að hann væri hættur við að sækja, sem for- setaefni en ætlaði að fylgja Stev- enson að máli. Þetta þótti kyn- legt í svip, en þó var það látið gott heita, þar til að upp kom um að Kefauver yrði í vali, sem vara forsetaefni og að hann var settur í það sæti af fylgjendum Stevenson. Truman fór ekkert dult með þetta og taldi hrossa- kaupin þar augljós. Adlai Stevenson tók við em- bættinu og þakkaði hði sínu góða framgöngu í kjörbarátt- unni. Um val Kefauver sagði hann, að hann gæti, ef það væri vilji forsjónarinnar, að hann félli úr leik á kjörtimabiliu, glatt sig við, að góður vara- forseti hefði verið kjörinn til að taka við af sér. Að þessu undan- skildu, fórust forsetaefninu vel orð í ávarpi sínu og í samræmi við, það sem væntá mátti. Harry S. Truman fyrverandi forseti beið þarna mikinn ósig- ur og langt fram yfir það, sem hann eða nokkur annar mun hafa átt von af því líkum athesti, sem hann hefir oft virst vera. En þrátt fyrir það er búist við, að það verði ekki til að kljúfa demókrataflokkinn. Kosningar í B. C. í British Columbia fara fram kosningar 19. september á þessu hausti. Það þykir furðu gegna, því stjórnin hefir fylsta rétt að sitja á valdastóli þar til 1958. En hvað kemur til? Forsætis- ráðherra W. A. C. Bennett vill leyta álits kjósenda um stefnu sína aðallega viðvíkjandi aðstoð sem hann ráðgerir fyrir heimilis- ! eigendur, sem illa eru staddir vegna skulda á eignum sínum með að greiða háa skatta. Fer stjórnin fram á að veita þeim nokkra skatt-undanþágu. En andstæðingar stjórnarinn- ar, liberalar og CCF-sinar, telja stjórnina í vanda stadda út af kæru sem á ráðgjafa hennar var Hafist handa um framkvæmdir við Betelbyggingarnar á Gimli B etelbyggingarnar eins og þeim er ætlað að vera að ytra útliti Nú hefir svo skipast til, að Betelnefnd, í samráði við fjár- öflunarnefnd byggingarsjóðsins, hefir ákveðið að hafist skuli nú þegar handa um framkvæmdir við Betelbyggingarnar á Gimli, þar sem búinn skal friðsæll dval- borin og laut að því, að ráðgjaf- arstaður öldruðum mönnum og inn hafi þegið mútur við úthlut- j konum af íslenzkum stofni, sem un leyfa til viðartekju. Heitir. eigi hafa í annað hús að venda hann R. C. Sommers. Sagði hann' — - - - ------ aí sér 27. febrúar, en stefndi þeim er kæruna bar á hann og heitir Sturdy, CCF-sinni. Til- kynti Sturdy áður konunglegrij nefnd frá sambandsstjórn Can- þegar kvölda tekur og á daginn líður; að hér sé um mikilvægt mannúðarmál að ræða verður ekki efað, að ihér ræði um mikið menningannál, sem almenningi beri að styðja; en fyrst af öllu verða menn að láta sér skiljast, aö umönnun hinna öldruðu þegna sé þjóðfélagsskylda, sem enginn megi láta undir höfuð leggjast að fullnægja, Svo sem þegar er kunnugt, er allur kostnaður við áminsta byggingu metinn á $180,000.00. Af þeirri upphæð, að meðtöldu $42,500.00 tillagi fylkisstjórnar- iunar, er sjóðurinn nú kominn upp í $91,127.29. Það er þvi sýnt, að enn sé langt í land unz loka- takmarki verði náð. Hálfnað er verk þá hafið er, segir hið fornkveðna; og það út af fyrir sig, að nú verður þegar tekið til starfa við byggingarnar, hlýtur að blása málinu byr I segl cg hraða fjárframlögunum. Arfleiðið Betel. Heitið á Betel. Látið Betelbyggingarsjóð inn verða aðnjótandi næstu jóla- gjafa yðar, er þar að kemur! GUÐMUNDUR FRANK- LIN OLSON 1896 — 1956 ada mútuþágu Sommers. Er málið enn fyrir dómstólun- um. Segja stjórnar andstæðingar kosningarnar háðar vegna ótt- ans á útkomu í málinu. En Ben- nett segir málið ekki koma kosn- ingunum neitt við, þar sem það sé í höndum réttvísinnar Liberal ar hafi og talið anuðsynlegt, að íá úrskurð frá kjósendum um traust þeirra á fylkisstjórninni. En málið virðist ekki tekið neitt sérlega alvarlega af almenn ingi. Þjóðeyrisstjórnin er sterk í fylkinu, hefir nú, er þing er leyst upp, 28 þingmenn, en CCF 14, liberalar 4, óháðir 1, og verka menn 1. Sagan um mútur, er, meðan ekki er kunnugt um við hvað hefir að styðjast, varla næg til að verða svo sterkri stjórn að falli. Þingmönnum hefir verið fjölg að, svo að þeir verða í næstu koshingum 52 í stað 48 nú. V.-lslenzkur glímumaður í Evrópu íslendingar hafa allt af gam.- an af að frétta af löndum sínum hvar sem þeir eru víðsvegar út um heim, og ekki sízt ef eitthvað nýstárlegt ber á góma í lífi þeirra eða starfi. \ Eg lagði því hlustirnar við er Skúli Bjarnason, sem hér var á ferð frá Californíu, um íslend- ingadagsleitið, sagði mér frá systursyni sínum sem nú er ung- ur glímukappi í Þýzkalandi. Þetta er nú auðvitað ekki ís- lenzk fegurðarglíma, en þvert á móti nútíma íþrótt sem virðist hafa náð miklum tökum á almenn ingi, og ekki sízt síðan hægt er að horfa á hana endalaust í sjón- varpi. Til þess að vera góðir glímu- kappar verða menn að vera sterk ir, vel byggðir og þrautsegir, og ckkert af þessu virðist vanta hvað Leonard Earl Edwards snertir. Leonard er sonur Kristínar Gissurardóttir Bjarnason frá Hafnarfirði, á íslandi, sem kom til Canada 1913, en Skúli Bjarna- son, bróðir hennar, kom 1912. Maður Kristínar og faðir Leon- ard, starfaði fyrir CPR járnbraut nrfélagið, en hefur nú látið a*f starfi, og á heima að 619 Furby St. Kristín féll frá árið 1948, eft “Og vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt” Þann 13. marz s.l. andaðist á spítalanum í Beausejour, Man., Guðmundur Franklin Olson, eft- ir stutta legu, tæplega 60 ára að aldri. Hann var fæddur í Glen- boro, Man., 19. apríl 1896. For- !eið frá Los Angeles til þess að sækja hana, ef ske kynni að hún fengi þar bót á meini því sem dró hana til bana. Olive leit einn ig til með hinum unga frænda sínum og liðsynnti honum að ýmsu leyti þar til hann útskrif- aðist frá Manitoba háskóla í þeirri grein sem nefnist “Com- merce”. Þá var Leonard aðeins tuttugu-og-eins árs, og mjög myndarlegur piltur, bæði í sjón og reynd. Hann starfaði um sinn hjá James Richardson, og svo fyrir Burrows Business Ma- chines, en tók, sem fyrir, mikinn þátt í alls konar íþróttum. Hann var “Champion Weight Lifter” i Manitoba. Nú virðist hann hafa lennt með öðrum piltum sem gáíu sig: við æfingum í glímu, og varó hann brátt afar vel þjálfaður í þeirri íþrótt. Það varð úr að hann og tveir aðrir piltar, annar frá Texas en hinn frá Ástralíu, voru sendir til Englands þar sem þeir sýndu íþrótt þessa fyrir fullu húsi, tvísvar í viku um sex mánaða skeið. Nú eru þeir í Þýzkalandi, hafa verið í Munich cg víðar, og glíma þrisvar eða fjórum sinnum á viku. Hvar sem Leonard fer lætur hann þess getið að hann sé fs- lendingur, og segjir hann að víð ast hvar virðist vera upphefð af því, og er hann þá nefndur “Vík- ingurinn Móðir Leonards, Kristín, starfrækti um langt skeið mynda tökustofu hér í Winnipeg, sem var rétt þjá Lyceum kvikmynda- húsinu, á Portage Ave. Hún vann( fyst er hún kom til Winnipeg, hjá Walter Photo Studio, en seinna keypti hún af Walters, og var stofa hennar nefnd Lyceum Photo Studio. Foreldr- ar Kristínar voru Gissur Bjarna- son frá Steinsmýri í Skaftafells- sýslu, og kona hans, Sigríður eldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson Olson, bygginga- meistari frá Geitdal í Skrídal i S. Múlasýslu og kona hans Gísl- ína, Gísladóttir ættuð úr Köldu kinn. Flutti hann vestur 1878 en hún 1873. Eru þau bæði fyrir skömmu dáinn. Hinn látni átti heima í Victoria Beach og hafði verið þar að mestu sína búskapartíð. Hann stundaði fiskiveiðar, algenga- vinnu, jarðrækt og á seinni árum loðdýrarækt, trésmíði, o.fl. Hann var giftur Eyjólfínu (Enu) Árnadóttir Pálssonar og konu hans Guðbjargar Eyjólfsdóttir. Voru þau hjón systkinabörn. Syrgir ekkjan nú ásamt einum syni og tveim dætrum ástríkann eiginmann og föður. Frank var 1 .herþjónustu í fyrri heimsstríðinu, var lengi á vígstöðvunum, og tók þátt í mörgum orustum. Douglas, son- ur hans var í flughernum í síð- ara heimsstríðinu við góðann orð stýr. Frank á fjórar systur og einn bróðir; Mrs. Helgi Benson, vestur á Strönd; Mrs. B. Ander- son, og Mrs. Webb, Winnipeg; Mrs. Carrie Paulson, í Charles- wood; og Arthur, í Selkirk, Man. Frank var góður drengur, lífs glaður og bjartsýnn. Hann lét lít ið yfir sér, en vann í kyrþey, og gerði aðeins sanngjarnar kröfur til lífsins. Vertu blessaður og sæll frændi, 'og þakkir fyrir marga gleðistund, og Guð gefi þér sól- bjartann daginn á landi lífsins, og leiði og styrki ástvini þina í baráttu þessa heims. —G. J. O. FRÉTTIR FRÁ STARF- SEMI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA ir erfitt sjúkdómsstríð, og kom1 Sveinsdóttir frá Vatsnesi í Húna systir hennar, Olive Nelson allaj vatnssýslu. —H.D. ÓLL NORÐURLÖNDIN TAKA ÞÁTT í NÝRRI S. Þ. STOFNUN Aðalbankastjóri Alþjóðabank- ans, Eugene R. Black, skýrði ný lega frá því, að ný alþjóða- lána stofnun hefði tekið til starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna. Biaðalesendur munu á næstunni kynnast skammstöfun á alþjóða- stofnun, IFC, sem þýðir “Inter- national Finance Corporation”. Þessari stofnun er einkum ætlað, að örfa einkafjánmagnslána starf semi til vanryktu landanna. Lánastofnunin byrjar starf- semi sína með 100 miljónir doll- ara í sjóði, sem stofnaður var með framlögum frá þeim ríkis- stjórnum, sem taka þátt í stofn- uninni. Nú þegar ihafa 31 ríki lagt fram samtals 78.366.000 doll- ara í sjóðinn. Samkvæmt stofn- skrá IFC gat stofnunin tekið til starfa er 30 ríki höfðu staðfest stofnskrána og lagt fram samtals 75 miljónir dollara í sjóðinn. Nýlega undirskrifuðu Frakk- land og Vestur-Þýzkaland stofn skrána, en 20 ríki hafa tilkynt að þau munu á næstunni staðfesta þátttöku sína í IFC. Er þannig trygt, að þátttöku ríkin verða að minsta kosti 51. Óll Norðurlöndin fimm hafa þegar gerst aðilar að IFC og hafa hvert um sig lagt fram eftir farandi tillög: Danmörk ......... $753.000 Finnland 421.000 ísland 11.000 Noregur 554.000 Svíþjóð 1.108.000 Öll ríki, sem eru meðlimir í Alþjóðabankanum geta gerst aö- ilar að IFC. Stjórnarmeðlimir hinna ýmsu landa í Alþjóðabank anum taka sæti í stjórn IFC.. Eins og stendur eru 12 stjórnar- meðlimir í FC. Fulltrúi Norður landanna í stjórninni er íslend- ingurinn Jón Árason, banka- stjóri. Gert er ráð fyrir, að IFC not iæri sér starfsfólk Alþjóðabank ?ns og reynslu hans til þess að rpara kosnað við mannahald. IFC er ætlað að veita ián til arðbærra fyrirtækja í vanyrktu löndunum, þar sem ekki hefir tekist að útvega lán frá einka stofnunum. í framkvænidinni er ætlast til, að IFC búi svo í hag inn, að skilyrði verði fyrir hendi til þess, að enkalán fást til fram- kvæmda og arðbærra fyrirtækja. Stofnuninn getur veitt lán að vild til heilbrigðra fyrirtækja á sviði verzlunar og landbúnaðar, en aðaltilgangur IFC er að styðja iðnaðarframkvæmdir. Það skil- yrði er sett fyrir láni frá alþjóða lánastofnuninni, að það komi ekki í staðinn fyrir lán frá einka fyrirtækjum, heldur sé það veitt, ef ekki hefir tekist að f^ einka- lán, eða til þess að styðja að því, að einkafyrirtæki fáist til að lána til framkvæmda. Alþjóðastofnunin hefir í byggju, að selja hluti sína í fyrir tækjum þegar þau eru kominn á fót og fastan grundvöll og eru íarin að gefa arð. Forstjóri IFC ,er Robert L. Garner, Bandaríkjamaður, áður aðstoðarbankastjóri í Alþjóða- bankanum. Framh. á 4. bls. GÓÐUR GESTUR FRÁ ÍSLANDI Andrés Björnsson, dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins íslenzka í Reykjavík, hefir nokkra undan- farna mánuði dvalið í Bandarikj unum í boði utanríkisráðuneytis þeirra, til þess að kynna sér út- varpsstarfsemi frá sem flestum hliðum. Með það fyrir augum hefir hann stundað nám á Bos- ton University og á Lowell Insti tute þar í borg, og sérstaklega gert sér far um að kynnast starfi útvarpsstöðva á þeim slóðum. Fyrri hluta júlímánaðar brá hann sér vestur á Kyrrahafs- strönd, til þess, um annað fram, að heimsækja nákomið frænd- fólk sitt í Blaine og Tacoma, Washington, en hann er frænd- margur vestur þar. f austurleið- inni var hann nokkra daga í Grand Forks, N. Dakota, og skoð aði þar útvarpsstöðvar borgar- innar ríkisháskólans, en þær eru þrjár talsins. Var komu hans, að sjálfsögðu, getið all ítarlega í dagblaði borgarinnar, einnig kom hann fram í sjónvarpi, og viðtali við hann var útvarpað frá útvarpsstöð ríksháskólans. Fjall aði viðtalið um útvarpsstarfsemi á íslandi, og þótti bæði greina- gott og fróðlegt, að því, er ýmsir, sem á það hlýddu, hafa tjáð grein srhöfundi. f fylgd með ræðismanni ís- lands í N. Dakota, dr. Richard Beck, heimsótti Andrés íslenzku byggðina í Pembina og Cavalier héruðum; dvöldu þeir þar í á- gætri gistivináttu þeirra Kristj- áns kaupmanns Kristjánssonar og frú Valgerðar konu hans, að Gardar, og fylgdi Kristján þeim félögum á ýmsa helztu sögustaði í byggðinni. Einnig komu þeir á íslenzka elliheimilið Borg, að Mountain, og var þar vel fagnað. j Flutti Andrés þar faguryrtar og lilýjar kveðjur heiman um haf. ! Séra Ólafur Skúlason bauð kest- ina velkomna, en Richard Beck kynnti ræðumann. Frá Grand Forks hélt Andrés til Minneapolis til vikudvalat^, en þaðan austur á bóginn. Heim til íslands fer hann laust eftir miðjan ágúst. Löndum hans í N. Dakota var hann kærkominn gestur, og ættlandinu til sóma með prúðmannlegri framkomu sinni bæði i þeirra hópi og ann- arra. Fylgja honum góðar óskir á veg heim til ættjarðarstranda. Richard Beck

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.