Heimskringla - 18.09.1957, Blaðsíða 1
LXXIÁRGANGUR
MERKUR V.-ISLENDING-
UR LÁTINN
GUNNAR B. BJÖRNSSON
Um klukkan 10 á sunnudags-
morgun (15. september) barst
skeyti um að látist hefði í Min-
neapolis einn af víðkunnustu
mönnum í hópi Vestur-íslend-
Gunnar B. Björnsson, fyrr-
um ritstjóri og útgefandi blaðs-
ins Minneota Mascot.
Gunnar var 85 ára að aldri, og
hafði lifað athafnasömu lifi, en
bar samt aldurinn vel. Hann
sagði ekki fyr en 1. apríl 1955
lausri stöðu sinni í skattanefnd
iíkisinst fyrir aðeins tveimur ár-
um, er hann hafði þá skipað í
30 ár og var orðinn 83 ára.
Höfðum vér heyrt kunna menn
segja> að hann hafi átt ómögulegt
með að vera aðgerðarlaus. En
þetta sýnir óvanalegt starfsþrek.
Gunnar var fæddur að Más-
seli í Jökulsárhlíð í Norður Múla
sýslu, 17. ágúst 1872. Lagði móð
ir hans með hann 4 ára gamlan
ein síns liðs út á hið ókunna haf
og nam land í grend við þorpið
Minneota þar sem Austlendingar
hafa fyrr og síðar kosið sér ból-
festu. Ólst hann upp hjá henni
og aðstoðaði hana er hann hafði
aldur til gekk á barnaskóla,
vann þess á milli alt er til féll
svo sem smíðar, búðarvinnu og
fleira. Gekk svo fram að alda-
mótum. En árið 1901 byrjaði
hann blaðaferil sinn, keypti
blað er stofnað hafði verið í
bygðinni og hann hafði um tvö
ar starfað við og hét Minneota
Mascot. Hélt hann því úti í 40
ár. Giftist hann árið 1903
Ingibjörgu Ágústínu, ættaðri úr
Hörðudal í Dalasýslu. Hún dó
71 árs 19. ágúst 1949. Hún kom
vestur unj haf með foreldrum
sínum 5 ára gömul. Var hún
fyrstu árin í Winnipeg.
Aðalstarf Gunnars og það sem
hann er kunnastur fyrir, var
blaðamenskan. En langt var frá,
að hún væri eina starf hans.
Hann var urrj 11 ára póstmeistari
i Minneota, friðdómari um langt
skeið, þingmaður á ríkisþingi
Minnesotaríkis tvö kjörtímabil,
-íyrst kosinn 1912. Hann sótti síð
ar um kosningu á sambandsþing
Bandaríkjanna, en tapaði. Þá var
mikil uppgangsold bænda og
verkamanna, er öllu sopaði burtu
er á veginum varð. Gunnar var
republicani og hafði verið síðan
á dögum McKinleys. Hann
studdi og lútersku kirkjuna í
Minneota af ráði og dáð, sótti
kirkjuþing, íslendingadaga og
þjóðræknissamkomur. Hann var
ræðumaður hinn bezti, samdi
þær vel og af málsnild góðri,
eins og leiðara sína í blaðinu,
sem eftirtekt vöktu víðar en
flest bygðarblöð eiga að fa'gna.
í skattanefnd Minnesotaríkis
(Tax Commission) fiefir Gunnar
verið síðasta aldar-fjórðung að
minnsta kosti.
Til fslands fór Gunnar tvisv-
ar, fyrst árið 1930, og kom þar
fram fyrir hönd Minnesotaríkis.
Síðar var honum og konu boðið
heim af stjórn íslands.
Börn Gunnars og Ingibjargar
konu hans eru:.
Hjálmar, Valdimar, Björn, Jón,
Helga og Stefanía. Komust þau
öll til menta á háskóla. Eru
drengirnir sumir blaðamenn og
aðrir í ábyrgðarstöðum. Má það
vissulega mikinn heiður telja
foreldrum, að afla öllum börnum
sínum háskólamentunar.
f nýútkominni bók “Foreldrar
mínir” er grein eftir Valdimar
Björnsson, skrifuð um foreldra
hans. Eru þar svo margar og góð-
ar karakterlýsingar af hinum
látna, að vér viljum benda íslend
ingum á það. Kemur þar fram á
fagran og eftirminnilegan hátt
hver maðurinn var.
Viljum vér hér á einn póst i
grein hans benda.
“Pabbi man varla eftir íslandi
£rá bernsku, þar sem vantaði
nokkra mánuði á það, að hann
væri fjögurra ára þegar hann
fór þaðan með mömmu sinni sum
arið 1876. En íslenzkari manni á
eg eftir að kynnast. Þar sem upp-
eldi foreldra minna var nærri að
öllu leyti í Vesturheimi, finst
mér undarlegt með þau, hve sann-
íslenzk þau voru. Pabbi hefir
ávalt talað málið eins og hann
hafi aldrei frá fslandi farið—
hreimurinn, orðavalið, hugtök-
in, setningaskipun, andinn —
nlt saman íslenzkt. Og þetta
hefir haldist, þrátt fyrir það
að hann varð virkilega að sjá
fyrri sér og sínum með notk-
un enskunnar sem ritstjóri blaðs
á því máli. Aldrei hefir kunnátt-
an í íslenzku orðið honum að
faratálma, heldur hið gagnstæða.
Hún hefir að mínum dómi aukið
vald hans og skilning á ensku—
og voru ritstjórnargreinar hans
á því máli taldar lang snjallastar
meðal vikublaða Minnesotaríkis
um margra ára skeið.
Eitt er það sem sjaldan
hefir verið minst á, í sambandi
við»lífsstarf Gunnars en það er
að hann átti góðan þátt í útkomu
Vínlands, er prentáð var í hans
prentsmiðju og hann réði ís-
lenzkan prentara nýkominn að
heimann, Svein Oddsson, til
starfs við. Þetta rit mun ávalt
hafa verið þar prentað.
Jarðarförin höfum vér frétt að
íarið hefði fram í gær frá lút-
ersku kirkjunni í Minneota og
þar, í landnámssveit hans, verði
hann grafinn.
Með Gunnari er einn hinn
vaskasti forustumanna úr land-
nemahópi Vestur-íslendinga fall
inn. ,
EFTIR ÍSLENZKU
TfMATALI
Septembermánuður, — einnig
nefndur tvímánuður í þjóðvina-
félagsalmanakinu, er nú rúmlega
hálfnaður.
f dag (18. sept.) eru 22 vikur
liðnar af sumri.
Jafndægri á haust eru 23. sept.
Haustmánuður byrjar 26. sept.
Til Vetrardagsins fyrsta er þá
réttur mánuður. Hann er laugar-
daginn 26. október.
Hinn 29. september er Mikjáls
messa, til minningar uni Mikjál
höfuðengil. Eru að vísu fleiri
messur í þessum mánuði og lang-
ar frásagnir um þær í gömlum
almanökum en á aðeins þessa
skal minnast.
Þessi hátíðisdagur var fyrst í
lög leiddur á dögum Karlamagn
úsar Keisara, og er frá því árið
813 almennur hátíðisdagur um
nllan hinn kaþólska heim. Á ís-
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 18. SEPT. 1957
NÚMER 51.
landi var Mikjáll höfuðengill
mjög tignaður í fornöld. Fyrsta
messa sem þangbrandur prestur
hélt á íslandi, var á Mikjals-
messu, og þá sagði hann Halli
á Síðu, “að Mikjáll væri af guðí
settur til þess að fara mót sálum
Kristinna manna”, og í Njálu
stendur í líku sambandi, að hann
skuli meta alt, sem menn geri,
bæði gott gilt, “og er hann svá
miskunsamur að hann metur alt
það meira, er vel er gert.” Líkt
kemur fram hjá Arnóri jarla-
skáldi, þar sem hann segir:
Mikjáll vegr þats misgjört
þykkir
mannvitsfróðr ok allt et góða,
tiggi skiftir síðan sieggjum
solarhjalms á dæmi stóli.
Mikjalsmessa var úr lögum
numin á íslandi árið 1770 en eitt-
hvað um 9 kirkjur eru helgaðar
Mikjál höfuðengli.
UM STRÍÐSFÁNGA
Skömmu fyrir aldamótin áttu
Bandaríkin í erjum við Spán á
vesturindlands eyjunni Kúba. í
íyrstu orustunni tók bandarísk-
hersveit nokkra fánga. Þeim var
veittur beini til jafns við banda-
ríska hermenn, gefnir vindling-
ar, klæði og önnur hlunnindi og
aðbúnaður sem væru þeir gestir
fremur en herfángar.
Sagan ségir að þessir fángar
héldu þetta vera leik, og aðdrag-
anda að aftöku eða öðru verra,
og skildu ekkert í á hverju stóð,
en Roosevelt ofursti (T.R., síð-
ar froseti) hafði sagt fyrir að
herfángar skildu vera jafn rétt-
háir og eigin hermenn þar til
þeim væri skilað heim. En þetta
var nýstárlegt, og óskiljanlegt
Spönskum hermönnum, sem
kannske áttu von á dauða sínum
en ekki slíkri aðhlynningu.
En nokkru áður (1864, meðan
á bandaríska Þrælastríðínu stóð)
höfðu vestur evrópu þjóðir kom-
ið saman í Genf \(Tht Geneva
Convention) og sett reglur við-
víkjandi herteknu fólki. Þó náðu
þessir samningar ekki að nokkru
verulegu leyti til meðferð fánga
í þrælastriðinu (eins og hin nýja
bók Mackinlay Kantors, Ander-
sonville) sýnir, né til Þýzk
Franska stríðsins 1871. Fyrsta á-
berzlan á þessar reglur kom
fram í meðferð spánskra her-
fánga í Kúba stríðinu laust fyr-
>r aldamótin.
Frá ómuna tíð hefur meðferð
herfanga verið ábótavant, eins
og sagan greinilega sýnir. Með-
al fyrstu sagna um þetta er í
íjórðu bók Móse nr. 31-15-18, en
hann sjálfur skipaði að slátra
öllu herteknu fólki, þarmeð kon-
um og börnum. “Drepið nú allt
karlkyns meðal barnanna og all-
ar þær konur sem samræði hafa
átt með karlmenn, en öll stúlku-
börn sem ekki hafa samræði átt
við karlmenn, megið þér láta
lifa handa yður.” Og við Jórdan
vaðið var slátrað fjöiutíu og
tveim þúsund herföngum í eitt
skipti sem ekki kunnu áö kveða
rétt að orðinu “Shibboleth”.
(Dómaranna bók, 12-5-7). Davíð
konungur var engu mildari, því
að hann sagði fyrir, a<5 ekki að-
eins skildi drepa állt hertekið
fólk, heldur þyldi það fyrst pind
ingar á hryllilegasta hátt (í Sam.
29-9, II ;11 Sam. 12-13). “Hann
(Davíð) flutti líka fólkið það-
an, og lagði það undir sagir og
járnvagna og brendi það upp í
teglofnum. Svo gerði hann vi<5
alla staði Ammons barna. “—Var
þar víst hámark sett í illri með-
ferð her- og annara fánga.
Um og skömmu fyrir tíma-
skiptin var meðfer'ð fánga alment
BEZTA YERK
DIEFENBAKERS
Af fleztu eða öllu sem Diefen-
baker-stjórnin hefir gert síðan
hún kom til valda, teljum vér
val hennar á Dr. Sidney Smith, í
ráðuneyti sitt, eitt bezta verk
hennar.
Eins og kunnugt er, hefir Dr.
Smith um langt skeið verið við-
urkendur einn af fremstu menta
og meninngarfrömuðum þessa
lands.
Hann tók 1934 við forsetastarfi
a Manitoba-háskóla þá 37 ára
gamall og því yngsti háskólafor-
seti landsins. Var hann hér til
ársins 1943, að hann flutti til
Austur-Canada og hefir verið há-
skólaforseti þar bæöi í Nova
Scotia og nú síðast við Toronto-
háskóla.
Dr. Smith verður ráðgjafi utan
ríkismála. Á tíð liberalstjórnar-
innar var L. B. Pearson í því em-
bætti og kom í það sem Dr.
Smith frá Toronto-háskóla. Síð-
an stjórnarskiftin urðu, hefir
Diefenbaker forsætisráðherra
haft starfið með höndum.
Hefir Dr. Smith nú tekið við
því en getur ekki í starfi verið
ánæsta þingi vegna þess, að 60
dagar þurfa að líða frá útnefn-
ingu þar til kosningar fara fram
um þingsætið.
Dr. Smith er útskrifaður af
Harvard háskóla. Hann var í
fyrra heimstríði, en aÖ þvi loknu
tók hann upp lögfræðisstörf
1921 í Nova Scotia. Síðan hefir
aðalstarf hans verið háskóla-
^ekstur.
Hann er fyrirlesari ágætur og
er girnilegt til fróðleiks hvað
sem hann talar um. Stjórnmál
sem önnur mál. Var mikið sótt
eftir honum sem foringja íhalds
fiokksins, er Drew lét af því
starfi, en hann afþakkaði það. |
grimmilega hörð. Aiexander|
mikli mun hafa verið harðstjóri
eins og aðrir leiðtogar á hans^
dögum, og haft litla meðlíðun
með herteknu fólki. En Hanni-j
bal frá Kartagó innleiddi krossi
festinguna í Róm skömmu fyrirj
Kristsburð. Féll þessi aftökuað-
íerð svo vel í geð Rómverja að
flestir sem aftöku þoldu voru
þannig líflátnir. Hraustur mað-
ur gat hángt með lífcóru svo
dögum skipti, sérstaklega ef
hann var bundinn á krossinn en
ekki negldur. Þannig hékk Jos-
ephus, hinn mikli sagnaritari
(skömmu eftir Krist) í sex sólar-
hringa á krossi, en þá bjargað
og lifði til að segja frá.
En nýleg ritgerð — (Mac-
lean’s Magazine) um þessa að-
ferð aftöku segir að þegar neglt
var, þá var naglinn rekinn gegn-
iun úlnliðinn en ekki lófann
(eins og flestar krossmjmdir og
styttur sýna), því að annars var
hætt við að holdið rifnaði milli
fingranna.
Sagan af Spartakusi foringja
uppreisnarmanna í Róni (The
Servile Wars) skömmu fyrir
tímaskiptin, segir að þegar her
hans var yfirunninn voru flestir
herfángar krossfestir. Um eitt
skeið þá héngu 6472 á krossum
beggja vegna stígsins frá Róm
til Padúa, tvær dagleiðir gang-
andi manni, til viðvörunar öðr-
um þræl'um sem dirfðust að
hugsa til uppreisnar. Og svo sem
hundrað árum siðar, þegar Titus
sat um Jerúsalem, umkringdi
hann borgina með röð af kross-
festum gyðingaföngum, sjálfsagt
til að kynna þeim hræðum innan
borgarmúranna hvað biði þeirra
þegar þeir gæfust upp. Mætti
virðast, að þetta tiltæki stuðlaði
ekki að því að hinir umsettu
legðu árar í bát, þar sem kvala-
iullur dauði beið þeirra hvort eð
var. Það er kannske nær sanni að
Titus og menn hans höfðu gaman
af að horfa upp á þjáningarnar,
og treindu sér það í lengstu lög
Borgin hlaut að falla í hendur
hans fyrr eða síðar. Því þá ekki
eð gera sér leik úr^þessu?
Á dögum Nero, Kaligula og
annara Rómverskra “guða” var
það siður að smyrja þræla og
herfanga tjöru og öðru eldfimu,
binda þá við staura og kinda
undir þeim bál, til skemtunar og
uppörvunar áhorfendum. Mun
þetta hafa verið alltýtt og varað
lengi, því að fimmtán öldum síð-
ar var þetta enn kvöldskemtun
latneskum í vestur-Indlands eyj
unum á dögum Kolumbusar, að
Indíánar þar voru brendir unn-
vörpum ef út af bar, og þeim
brenndu til sáluhjálpar, þar sem
þeir voru heiðnir, og á þeim for-
sendum eins og með Njáli, að
Guð myndi ekki brenna þá bæði
þessa heims og annars fyrir ó-
kristni.
Saga myrku aldanna er óljós
um þetta efni sem annað, svo lít-
io sem var skráð um annað en
trúmál á þeim hörmunga tímum,
og þá að mestu af munkum i
klaustrum. En geta má nærri að
herfángar áttu ekki upp á há-
borðið á þeim dögum, svo mikla
niðurnýðslu sem almúginn átti þá
við að búa. Á miðöldunum tók
ekki betra við, eins og saga vík-
inganna, krossferðanna og rann-
sóknanna sýnir. Herfángar voru
réttdræpir, og ef ekki var nóg
um matarforða, eins og alloft var,
var þeim lógað. Jafnvel á dögum
Napóleons fyrsta, var þetta enn
viðhaft. Hann segir sjálfur frá
því í eigin ævisögu að hann lét
skjóta 500 Tyrki í hóp sem hon
urn þótti farartálmi eftir að þeir
höfðu gefið sig á vald hans.
Genghis Khan, snemma á þrett
ándu öldinni, tók á sig enga
króka fyrir hertekið fólk, sem
þó var margt, .þar sem hann æddi
yfir meginland Asíu og allt að
landamærum Evrópu. En matar-
forði (commissariat) hermanna
hans var með þeim hætti, að hver
einn riddari opnaði æð í kné
hests síns einu sinni á dag og
lagði munninn að og drakk fylli
sína. Þetta nægði riddaranum, en
cá var ekkert umfram og þess-
vegna herfangar óalanai. Enda
er saga austurlandafólks (orien-
tals, mongols, tartars) sú, að með
aumkvun með þeim niðurnýddu
er af skornum skamti. Tii dæmis,
þegar Jón hinn ógurlegi (Ivan
the Terrible) Rússa keisari á 16.
öldinni, þótti nóg um frjálsræð-
ishreifingu í Novgorod, lét hann
hertaka borgina og opinberlega
slátraði 70,000 borgarbúum. Sjálf
ur sat hann í dómstól og sagði
fyrir og horfði á aftökurnar,
ílestar á hryllilegan og kvala-
fullan hátt—samfleytt í 35 daga,
2,000 manns á dag. Þótti hann
vera mikill höfðingi. 1
Gimli þingmannsefni
íhaldsflokksins
Dr. George Johnson
Á útnefningarfundi Progres-
sive Conservativa flokksins á
Gimli, s.l. miðvikudag, var Dr.
George Johsnon, hin vinsæli
læknir Gimlibúa og Ný-íslend-
inga, kjörinn merkisberi flokks-
ins í næstu fylkiskosningum.
Læknirinn var kjörin gagnsókn-
arlaust.
Það er raunar óvíst enn, hve-
nær kosningarnar fara fram. En
þær geta ekki úr þessu dregist
fram yfir komandi sumar. Ef
Campbell-stjórnin sæi sér nokk-
urn hag í því, gætu kosningar far
ið fram á þessu ári. Þetta yfir-
standandi ár, er kosninga-árið.
Af hálfu CCF flokksins, hef-
ír verið útnefndur sem þing-
mannsefni Sigurður Vopnfjörð,
núverandi Sveitastjóri í Bifröst
En af hálfu liberala hefir enginn
verið kjörinn ennþá. Núverandi
þ.maður Gimli kjördæmis, er dr.
Steinn Thompson, en hann hefir
ekkert látið uppi um fyrir ætlan-
ir sínar.
Ef þrír íslendingar sækja í
þessu kjördæmi og engir aðrir,
er það eitt víst, að þetta forna
íslenzka kjördæmi, verður ís-
lenzkum þingmanni skipað. Og
með því er nokkru af óskum fs-
lendinga fullnægt.
Tamerlane), keisari á Indlandi
síðla á 14. öldinni, svæsnasti
morðvargur á miðöldunum. Toyn
bee fer þessum orðum um hann
(lausleg þýðing):
“Um tuttugu og fjögra ára
skeið fór hann (Timur Lenk)
sem eldur í sinu yfir nágranna
lönd í “helgri styrjöld”, og eyddi
jafnt fólki og fé, oftast á hrylli-
legan hátt. Þegar hann tók borg
ína Isfarain (á austur Indlandi)
árið 1381 og lagði hana við jörð,
lét hann grafa lifandi þúsundír
fólks þar eins og víða annars-
staðar. í Isfahan lét hann slátra
70,000 manns og í Delhi 100,000
og lét svo byggja pýramída úr
hauskúpum, í þágu guðs sins.”
Marlowe lætur hann segja:
“The God of War resigns his
roume to me,
Meaning to make me generall of
the world . . .
Millions of soules sit on the
banks of Styx,
Waiting to bajk returne of
Charon's boat. ,
Hell and Elysian swarm with
ghosts of men
That I have sent from sundry
foughten fTelds,
To spread my fame through Hell
and up to Heaven.”
Og um Kromwell, einráða á
Englandi árin 1649-’5S segir
Toynbee þetta:
“Hann herjaði á frlandi með
En sjálfsagt var Tummi Halti j tug-þúsunda sveit og sat um
(Timur the Lame, Tumur Lenk,| Framh. á 2 síðu