Heimskringla - 25.09.1957, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 25. SEPT. 1957
HEIMSKBINGLA
3. SlÐA
HRÍFANDI SAGA UM
ÓGLEYMANLEGA EIGIN-
KONU
REBECCA
RAGNAR STEFANSSON
ÞÝDDI
-------------------------r1
“Ó fjandinn hafi þennan and-
stygg*lega ástarguð”, sagði Max-
im, þreytulega. “Heldurou virki-
lega að mér sé ekki sama hvort
að hann er í tíu þúsund brotum
eða ekki?”
“Var hann mjög verðmætur?”
“Það má hamingjan vita. Eg
hefi gleymt því. Eg geri ráð
fyrir að hann hafi verið það.”
“Eru allir þessir hlutir í morg
unherberginu verðmætir?”
“Já, eg held það”.
“Hversvegna voru allir verð-
mætustu hlutirnir látnir i morg
unherbergið”.
“Eg veit það ekki. Eg geri
ráð fyrir að það hafi verið vegna
þess að þeir litu vel út þar.”
“Voru þeir alltaf þar? Þegar
móðir þín var lifandi?’’
“Nei, nei, ekki held eg það.
Þeir voru á víð og dreif um hús-
ið. Stólarnir voru á geymsluloft-
inu, held eg.”
“Hvenær var morgunherbergið
búiö að húsgögnum eins og það
er nú?”
“Þegar eg giftist.”
“Eg geri ráð fyrir að ástarguð-
inn hafi verið látinn þar þá?”
“Eg býst við því ’.
“Fannst hann á geymsluloft-
inu?”
“Nei, nei, það held eg ekki.
Hvað það snertir þá held eg að
hann hafi verið giftingargjöf.
Rebecca þekkti mikið inn á post-
ulín.”
Eg leit ekki á hann. Eg fór að
f*gja á mér neglurnar. Hann
hafði nefnt nafnið alveg eðlilega,
alveg rólega. Það hafði ekki kost
að hann neina áreynzlu. Eftir
fáein augnablik leit eg til hans
fljótlega. Hann stóð við arin-
hilluna, með hendurnar í vösun-
um. Hann horfði beint framund-
an sér. Hann er að hugsa um
Rebeccu, sagði eg við sjálfa mig.
Hann er að hugsa um hversu ein-
kennilegt það er að giftingargjöf
sem mér var gefin skyldi verða
orsök t því að giftingargjöf sem
Rebeccu var gefin eyðilagðist.
Hann er að hugsa um ástarguð-
inn. Hann er að reyna að muna
hver gaf Rebeccu hann. Hann
er að fara yfir það í huganum
hvernig böggullinn kom og hvað
Rebecca var ánægð með gjöfina.
Rebecca þekkti mikið inn á post-
“Betel” $180,000.00
Building Campaign
Fund
--—180
Additional
Govemment
Grant
$5,600.66
$42,500—
—$164,288.60
—160
—140
—120
—100
—80
—60
—40
—20
MAKE YOUR DONATIONi
TO BBTEL BUILDING CAM-
PAIGN — 123 PRINCESS ST.
WINNIPEG 2, MANITOBA
ulín. Ef til vill kom hann inn í
herbergið, og kraup á gólfinu
og opnaði kassann sem búið var
um ástarguðinn í. Hún hlaut að
hafa litið til hans og brosað.—
Sjáðu, Max, mundi hún hafa
sagt, sjáðu hvað okkur hefir ver
ið sent.— Og hún hlaut þá að
hafa kafað ofan í umbúðirnar og
tekið ástarguðinn upp sem stóð
á öðrum fæti, með bogann í hend
inni. —Við skulum hafa hhnn í
morgunherberginu,— hlaut hún
að hafa sagt, og hann hlaut að
hafa kropið niður við hlið henn-
sr, og þau höfðu horft á ástar-
guðinn. Eg hélt áfram að laga á
mér neglurnar. Þær voru ekki
ósvipaðar og neglur skólastráka
eru vanalega. Neglur þumalfingr
anna voru nagaðar upp í kviðu.
Eg leit til Maxims aftur. Hann
stóð enn fyrir framan arininn.
“Hvað ertu að hugsa um?”
sagði eg. Rödd mín var styrk og
köld. Ekkert lík hjartanu sem
barðist ótt og títt í brjósti mér.
Ekkert lík hug mínum, sem allur
var í uppnámi af beiskju og
gremju.
Hann kveikti í vindlingi, vissu
lega þeim tuttugasta og fimmta
þann dag, og við höfðum aðeins
lokið við dagverðinn. Hann
fleygði eldspítunni í tómt eld-
stæðið, og tók blaðið upp. “Ekk-
ert svo sem sérstakt, hversvegna
spyrðu?” sagði hann.
“O, eg veit það ekki” sagði eg,
"þú leitzt svo alvarlega út, eitt-
hvað í svo mikilli fjarlægð.”
Hann blistraði lag utan við
sig, og vindlingurinn snérist í
hendinni á honum.
“Eiginlega held eg að eg hafi
verið að hugsa um hvor flokkur
inn mundi vinna í fótboltaleikn-
um milli Surrey og Middlesex”,
sagði hann. Hann settist í stólinn
aftur og braut blaðið saman. Eg
horfði út um gluggann. Bráðlega
kom Jasper til mín og skreið upp
i kéltu mína.
13. KAPITULI
Maxim hafði farið til London
í endann á júní til þess að taka
þátt í einhverju almennu borð-
haldi—kvöldverði aðeins fyrir
karlmenn, sem eitthvað hafði við
fylkið að gera. Hann var tvo
daga í burtu, og eg var skilin ein
eftir. Eg kveið sárt fyrir að
hann færi. Þegar eg sá bílinn
hverfa fyrir hornið á bugðu ak-
brautarinnar fannst mér alveg
eins og þetta væri alger skiln-
aðarstund og að eg mundi aldrei
sjá hann aftur. Það mundi verða
slys auðvitað og seinna um dag-
inn, þegar eg kæmi aftur heim
úr göngutúrnum mínum, mundi
eg sjá Frith náfölan og óttasleg-
inn að bíða eftir mér með skeyti.
Læknirinn mundi hafa hringt
upp frá sjúkrahúsinu. —:Þú verð
ur að vera mjög hugrökk—
mundi hann segja eg er hrædd-
ur um að þú verðir að búa þig
undir mikið reiðarslag. — Og
Frank mundi koma, og við mund
um fara til sjúkrahússins. —
Maxim mundi ekki þekkja mig.
Öllu þessu frá fyrir í huga mín-
um meðan eg neytti dagsverðar
ins. Eg gat séð fólkið úr nágrenn
inu fyrir hugskotsjónum mínum
þyrpast inn í kirkjugarðinn að
jarðarförinni, og sjálfa mig
styðja mig við handlegg Franks.
Eg sá allt þetta svo greinilega að
eg hafði litla matarlyst, og eg
hlustaði vandlega til þess að
geta heyrt ef að síminn hringdi.
Eg sat úti í garðinum undir
greinum valhnotutresins síðari
hluta dagsins með bók í kéltunni,
en eg las hér um bil ekkert þó!
Þegar eg sá Robert koma eftir
grasflötunni vissi eg að það var
síminn og eg fann sáran verk
fyrir hjartanu.
“Skilaboð frá Klúbbnum, frú,
til þess að segja að herra de Win
ter náði þangað fyrir tiu minút
um.”
Eg lokaði bókinni. “Þakka
þér fyrir, Robert. En hvað það
var fljót ferð.”
“Já, frú. Mjög fliót ferð.”
Beiddi hann um að tala við
mig, eða skildi hann eftir nokk
Ur sérstök skilaboð?”
“Nei, frú. Aðeins það að hann
hefði komist þangað slysalaust..1
Það var dyravörðurinn sem sím-'
?ði”.
“Gott og vel, Robert. Þakka
þér mjög vel fyrir.”
Mér létti stórkostlega fyrir
brjóstinu. Mér fannst eg alheii
aftur. Verkurinn var ho'rfinn.1
Það var eins og að vera komin i
iand eftir vonda sjóferð. Eg fór
að finna til þess að eg var frem-
ur svöng, og þegar Ro’oert var
kominn inn í húsiö laumaðist eg|
inn í borðsalinn gegnum langaj
gluggann og hnuplaði nokkrumj
kökum af hliðarborðinu. Og
epli einnig um leið. Eg hafði’
tnga hugmynd um að eg værij
svo innantóm. Eg fór út í skóg
inn, ef ské kynni, að þjónustu-
fólkið sæi mig úti í garðinum
útum gluggana, og færi svo tii
og segði matreiðslumanninum að
það héldi að frú de Winter þætti
ekki mikið koma til þess sem
matreitt væri í eldhúsinu, þar
sem það hefði einmitt séð hana
vera að háma í sig kökar og á-
vexti. — Matreiðslumaðurinn
mundi verða móðgaður, og ef til
vill, kvarta yfir þessu við frú
Danvers.
Nú þegar Maxim hafði komist
með heilu og höldnu til London,
og eg hafði gert mér gott af kök-
unum, fannst mér eg vera miklu
hressari og líða einkennilega
vel. Eg fann til einhverrar frjáls
iæðiskenndar, eins og engar á-
hyggjur gætu komið til greina.
Það var frekar svipað því eins
og það væri laugardagur þegar
eg var barn. Engar kennslustund
ir og ekkert heimaverk. Maður
var frjáls að því að gera það
sem manni þóknaðist.
Eg hafði ekki fundið til þann
íg lagaðrar frjálsræðiskenndar
nokkurn tma fyr síðan eg kom
til Manderley. Það hlaut að vera
af því að Maxim hafði farið til
London. Eg var fremur undrandi
yfir sjálfri mér. Eg gat ails ekki
skilið í því. Mig hafði sannar-
lega ekki langað til þess að
hann færi. Og nú var mér svona
lett fyrir^ brjósti, svo létt um
sporið, og langaði eins og barn
til að hlaupa ofan flatirnar, og
velta mér ofan brekkuna. Eg
þurkaði mér um munninn eftir
kökuátið og kallaði á Jasper. Ef
til vill leið mér svona vel af því
að það var svo yndislegur dagur.
. . . Við fórum gegnum sæludal-
inn ofan að litla voginum. Az-
aleas-blómin voru nú algerlega
söinuð. Blöðin lágu brún og
visnuð á mosanum. Bláklukkurn-
ar voru ekki fölnaðar ennþá. Þær
voru eins og þéttofinn gólfdúk-
Ur í skóginum fyrir ofan dalinn,
og unga burknanum hafði skot-
ið upp, laufríkum og grænum.
Það var sterkur og áfengur ilm-
ur af mosanum og bláklukkublöð
unum. Eg lagðist niður í háa
grasið með hendurnar undir
hnakkanum, og Jasper við hlið
mína. Hann horfði niður til mín,
másandi, hann var bjálfalegur á
svipinn og munnvatnið lak af
tungunni og úr munnvikjunum.
Það voru dúfur einhverstaðar
uppi í trjánum. Það var mjög ró-
legt og friðsælt. Eg braut heil-
ann um hversvegna staðir eru
svo miklu yndislegri þegar fólk
cr einsamalt. Það mundi vera
hversdagslegt og dauft ef að ein
hver vinstúlka hefði verið með
mér, einhver sem eg hefði þekkt
í skóla, sem mundi segja: “Meðal
annars orða, eg sá Hildu um
daginn. Þú manst eftir henni,
hún var svo góð að leika tennis.
Hún er gift, og á tvö börn.” Og
við mundum ekki taka neitt eftir
bláklukkunum við hliðina á okk-
ur, eða dúfunum uppi í trján-
um. Eg vildi ekki neinn með
mér. Jafnvel ekki Maxim. Ef að
Maxim hefði verið með mér nú,
mundi eg ekki liggja þarna eins
°g eg gerði, að tyggja strá, með
augun aftur. Eg hefði verið að
vakta hann, vakta augu hans og
svipbrigði. Brotið heilann um
hvort hann væri ánægður, hvort
honum leiddist. Hvað hann væri
að hugsa um. Nú gat eg notið
hvíldar til fullnustu, ekkert af
þessu gerði neitt til nú. Maxim
var í London. En hvað það var |
yndislegt að vera alein aftur. j
Nei, eg átti ekki við neitt slíkt. j
Það var ótryggð, illgirni ,eg
meinti ekki neitt slíkt. Maxim
var mér dýrmætari en mitt eigið
líf, dýrmætari en allt annað í
heiminum. Eg reis upp frá blá-
klukkunum og kallaði höstugt á
Jasper. Við fórum saman eftir
dalnum ofan að ströndinni.
Það var fallið út. Það var dá-
samleg kyrð yfir sjónum. Fló-
inn leit út eins og stórt lyngt
stöðuvatn. Eg gat ekki ímyndað
mér hann úfinn núna, ekki frek
ar en eg gat ímyndað mér vetur
að sumarlagi. Það var blíðalogn,
og sólin skein á litlu pollana á
milli klettana. Jasper fór að
klifra upp klettana undireins,
og leit til mín.
“Ekki þessa leið, Jasper”,
sagði eg. Hann fór ekkert eftir
því sem eg sagði vitanlega. Hann
hélt áfram ákveðinn í því að
hlýða mér ekki.
“Hvílík fyrirhöfn og vandræði
er alltaf að eiga við hann,” sagði
eg upphátt, og fór að klifra upp
klettana á eftir honum, og lét
með sjálfri mér eins og mér væri
óljúft að fara yfir í hinn voginn.
“Nú, jæja”, hugsaði eg, ‘það
er ekki hægt við því að gera.
Eftir allt saman, þá er Maxim
ekki með mér. Það snertir mig
ekkert á neinn hátt.”—Eg stikl-
aði yfir pollana á klettunum, og
raulaði lag. Vogurinn leit öðru-
vísi út nú þegar fjarað var út.
Ekki eins ægilegur. Það var ekki
nema eins og þriggja feta dýpi
af sjó í sjálfri höfninni. Lítill
bátur gæti aðeins flotið þar þægi
lega. gerði eg ráð fyrir. Duflið
var þar ennþá. Það var málað
hvítt og grænt. Eg hafði ekki
tekið eftir því áður. Ef til vill
vegna þess að þá var rigning og
litirnir óskýrir. Það var enginn
i fjörunni. Eg gekk eftir sand-
inum yfir að hinni hlið vogsins,
og klifraði upp á lága múrgarð-
inn. Jasper hljóp á undan eins
og hann var vanur. Það var
hringur í grjótveggnum, og járn
stígi ofan að vatns-yfirborðinu.
Þar mundi báturinn vera festur,
gerði eg mér í hugarlund, og
maður mundi klifra ofan í bátinn
úr stiganum.
Duflið var á móti, um þrjátiu
fet í burtu. Það var eitthvað letr
að á það. Eg reyndi að komast
fram úr stöfunum. “Je Reviens”
—það var skrítið nafn, ekki líkt
nafni á bát. Ef til vill hafði það
verið franskur bátur, fiskibátur.
Fiskibátar hétu stundum eitt-
hvað svipað þessu. “Je Reviens”
—“Eg kem aftur, — Já, eg gerði
ráð fyrir að það væri mjög gott
bátsheiti. Aðeins hafði það ekki
verið ráttnefni á þeim sérstaka
báti sem mundi aldrei koma aft-
ur. Það hlaut að vera kalt að
sigla þarna úti á flóanum hinum
megin við höfðann sem vitinn
stóð á. Það var lyngt og kyrt úti
s flóanum, en jafnvel á svona
logn degi voru hvítfextar öldur
!indan höfðanum. Þar sem flóð
aldan kom æðandi að utan. Lítill
bátur mundi leggjast illa fyrir
vindinum þegar hann kæmi fyr-
ir höfðann. Það mundi gefa
drjúgt á, og sjórinn mundi flæða
yfir þilfarið. Hver sem væri við
stýrið mundi þurka sjávarfroð-
una úr augunum og af hárinu,
og verða litið til mastursins
hvernig það sveigðist til í storm
hviðunum. Eg fór að hugsa um
hvernig báturinn hefði verið lit-
ur. Hvítur og grænn ef til vill
eins og duflið. Ekki mjög stór,
hafði Frank sagt, með litlum
skipsklefa.
Jasper var að þefa að járn-
stiganum.
“Hættu þessu snuðri, og
komdu þér héðan”, sagði eg. —
“Eg ætla ekki að fara að vaða
neitt eftir þér.”
Eg fór til baka eftir hafnar-
garðinum upp í fjöruna. Húsið
— «
Professional and Business
——= Directory—
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögfisðingar
Bank of Nova Scotia Bldv
Portage og Garry SL
Slmi 928 291
Frá Vini
R°vatz°s Floral Shop
253 Notrc Damc Avc. Ph. 932 9S4
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize ln Weddlng and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors o!
Fiesh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. SPruce 4-7451
A. S. BARDAL
LIMITED
selur likkistur og annast um
útfarir. Aliur útbúnaður sá bestl.
Ennfremur selur hann aUskonai
minnisvaxða og legstelna
843 SHERBROCKE ST.
Phone SPruce 4-7474 Winnipeg
1
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTTI.I.FW
and Parts Service
99 Osbome St. Phone 4-4395
S.-------------------------- ----
Union Loan & Investment
COMPANY
Bental, Insurance and Finandal
Agents
SIMI 92-5061
Crown Trust Bldg., 364 Main St., Wpg.
virtist ekki eins eyðilegt, niður-
nítt og skuggalegt við skógar-
jarðarinn eins og það hafði sýnst
áður. Sólskinið gerði svo mik-
inn mismum. Engir regndropar
skullu á þakinu að þessu sinni.
Eg gekk hægt.upp fjöruna í átt
ma til þess. Eftir allt saman var
það aðeins smáhýsi, sem enginn
bjó í. Þar var ekkert að óttast.
Alls ekkert. Allar byggingar
sýndust rakar og eyðilegar þeg-
ar þær höfðu staðið auðar vissa
tímalengd. Jafnvel ný hús. Auk
þess höfðu þau samát og tungl-
skins-skemmtanir hér. Gestir
komu hér um helgar ef til vill
til að fara í sjávarböð, og fara
svo í siglingartúr á bátnum.
Eg stóð og horfði á vanrækta
garðinn kafinn í illgresi. Ein-
hver ætti að koma hér og koma
honum í rækt aftur. Einhver
garðyrkjumannanna. Það var
engin þörf að láta hann vera í
þessari óhirðingu. Eg opnaði
litla garðshliðið og gekk upp að
dyrum hússins. Hurðin var ekki
alveg aftur. Eg var viss um að
eg hafði lokað henni þegar eg
var þar seinast. Jasper fór að
urra og snuðra undir hurðina.
“Hættu þessu, Jasper”. sagði
eg. — Hann hélt áfram að þefa
1 og snuðra og þrýsti trýninu ofan
að þröskuldinum. Eg ýtti á hurð
! ina og leit inn. Þar var mjög
dimmt eins og það hafði verið
áður.
j Engin sýnileg breyting var á
I neinu. Kötigulóarvefirnir voru
.ennþá á skipa-eftirstælingunum.
Hurðin að bátageymsluhúsinu í
hinum enda herbergisins var þó
Jopin. Jasper urraði aftur, og
það var hljóð eins og eitthvað
| hefði dottið niður. Jasper gelti
|injög æstur, og hentist gegnum
! opnar dyrnar inn í geymslu-her-
bergið.
r—
Halldór Sigurðsson
4 SON LTD.
Contractor & Bullder
•
Office and Warehouse:
1410 ERIN ST.
Ph. SPruce 2-6860 Res. SP. 2-1272
CHi. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Are.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone SPruce 4-5257
~
MANITOBA AUTO SPRING
WORKS
CAR and TRUCK SPRINGS
MANUFACTURED and REPAIRED
Shock Absorbcrs and Coii Springs
175 FORT STREET Winnipeg
- PHONE 93-7487 -
—
r
P. T. GUTTORMSSON,
B.A. LL.B.
Barrister, Sotidtor & Notary
474 Grain Exchange Bldg.
Lombard Ave.
Phone 92-4829
GUARANTEED WATCH. Sc CLOC.R
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings. Clock*.
Silverware, China
884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170
V.
SK YR
LAKELAND DAIRIES LTD
SELKIRK, MAN.
PHONE 3681
At Winnipeg
IGA FOOD MARKET
591 Sargent Avenue
INCO NÁMSTYRKIR
til boða fyiir burtskráða mið-
skóla nemendur
Til þess að hjálpa hæfum og
maklegum miðskóla- og undir-
búningsskólanemendum til að
öðlast háskóla menntun, hefir
INCO stofnað 100 fjögra ára
námstyrkja í canadiskum háskól-
um. Tuttugu og fimm námstyrk-
ir verða veittir á náfsárinu 1957-
1958, og tuttugu og fimm árlega
svo að 100 alls verða í gildi í
september 1960. Skrifið eftir
fríum bæklingi sem veitir full-
komnar upplýsingar um INCO
námstyks prógramið.
pany of Canada, Limited.
The International Nickel
Company oi Canada, Limited
55 Yonge St. Toronto
THE WATCH SHOP
699 SARGENT AVE.
WATCH, C'.IXXK Sc JEWELLRK
REPAIRS
— All Work Guaranteed —
Large Assortment Costume Jewellry
V. THORLAKSON
699 Sargent
1
Res. Phone: 45-943
—
L
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. SP. 4-4558 Res. VE. 2-1080
BALDWINSON’S BAKEKY
740 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe Sc Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pðntun
Sími SUnset 3-6127