Heimskringla - 15.01.1958, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.01.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JANÚAR 1958 Hcimskrinjila ratotnvA litl' Kemur út á hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRF.SS LTD. 868 Arlintiton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Verð blaðsi ns er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 868 Arlington St., Winnipeg 3 Ritstjóri: STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 Arlington St., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authomed aa Second Clctag MalX—Pogt Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 15. JANÚAR 1958 DR RICHARD BECK: JÓN ÞORLÁKSSON, ICE- LANDIC TRANSLATOR OF POPE and MILTON Studia Islandica (íslenzk fræði) ritstj. Steingrímur J. Þorsteins- son, Rvík 1957 Eins og segir hér í fyrirsögn- er þetta 16. heftið af safnritinu Studia Islandica (íslenzk fræði), ritað af Dr. Richard Beck, og fjallar það um þýðingar sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá, einkum á verkum Popes og Miltons, þ.e. a.s. Tiiraun um manninn (Essay on Man), og Paradísarmissi (Paradise Lost). Eins og getur í formála, er hér um að ræða út- drátt úr doktorsritgerð prófess ors Beck, sem hann varði við Cornell háskólann í Bandaríkj- unum 1926. Sextíu blaðsíður eru vissulega allþröngur stakkur svo^ miklu efni, sem þýðingar sr.* Jóns eru, og varla hefir það ver- ið höfundi vandalaust að velja og hafna, þegar til þess kom að draga fram meginatriði langrar doktorsritgerðar. Hefði vissulega verið æskilegra, að ritgerðin hefði birzt óstytt, en þá hefði hún að sjálfsögðu ekki getað staðið sem þáttur í safr.riti, þar sem rúm er mjög afmarkað. Um þetta skal þó ekki fengizt, enda hefir Beck áður ritað mikið um Jón Þorláksson og vitnar hann hér til þess, þeim til hægðar- auka, sem ger vilja kynna sér efnið. í upphafi bókar rekur höfund- ur helztu æviatriði skáldsins og þýðandans, sr. Jóns. Er þar vik- ið að meginatriðum, og stillir höfundur lengd þess þáttar mjög í hóf, eins og vera ber. Ævisaga sr. Jóns er um margt sérstæð. Sr. Jón var fæddur í Selárdal í Arnarfirði árið 1744. Árið 1760 lauk hann námi í Skálholtsskóla með góðum vitnisburði. Þjón- andi klerkur gerðist hann ekki fyrr en 1768, er hann vígðist sem aðstoðarprsetur ti! Saurbæjar- þinga. Meiningar eru alldeildar um kennimanninn, Jón Þorláks- son, en hitt er ví$t, að klerklegt líferni stundaði hann miður vel, enda missti hann hempuna tvisvar sinnum. Prestskaparrétt- indi fékk hann þó aftur árið 1796 eða tveimur árum áður en hann flutti að Bægisá í Eyja- íirði, þar sem hann var þjónandi klerkur það sem eftir var ævinn- ar eða til 1819. Við komuna til Bægisár verða þáttaskipti í lífi sr. Jóns, og þar þýddi hann á ís- lenzku þrjú stórverk heimsbók- menntanna, Essay on Man eftir Pope, Paradise Lost Miltons og Messias eftir Klopstock. Þetta aírek hefir hafið sr. Jón til meiri vegs en frumortur kveðskapur hans, bæði innan lands og utan. Erlendir menntamenn gáfu hon- um mikinn gaum og gengu jafn- vel svo langt í umsögnum sínum um þýðinguna á Paradísarmissi, að sums staðar skyggði hún á enska frumtextann. Mátti það kallast með eindæmum, ekki sízt þegar þess er gætt, að sr. Jón Þorláksson kunni lítið í ensku og varð því að bjargast við danska og þýzka þýðingu á þessu verki, og er þá einmitt komið að því atriði, sem dr. Beck ræðir með nákvæmni í ritgerð sinni. Höfundur dregur fram megin- atriðin sem hér seg'r: Sr. Jón sneri Essay on Mar. eftir Pope á ísl. eftir danskri þýðingu. Verkið hóf hann 1789, en lauk því 1796, en tveimur ár- um síðar var það gefið út, og er bókartitill á íslenzku “Tilraun til að snúa á fslenzku Popes Til- raun um Manninn. Verkið til- einkaði sr. Jón velgjörðarmanni sínum, Stefáni Þórarinssyni amtmanni. Nákvæmur saman- burður íslenzku þýðingarinnar við enska frumtextann leiðir í ljós, að meginhugsun kvæðisins er haldið, og þýðing furðu ná- kvæm á einstökum ljóðlínum og setningum. Nokkuð ber þó á frá- vikum og villum, en rannsókn sýnir, að slíkt er að langsamlega mestu leyti komið frá dönsku þýðingunni. Sr. Jón velur sér hér form mjög ólíkt hinum enska frumhætti (the heroic couplet). Þannig teygist nokkuð úr ís- lenzku þýðingunni eins og hinni dösku fyrirmyd, og veldur þetta því, að þýðingin er um það bil helmingi lengri en frumtextinn. Nú mun sjálft formið eða stílinn hafa verið með sterkustu þáttum Popes og mikil reisn á ytra borði þess kvæðis. Bragarháttur þýð- ingarinnar er það fjarri formi frumkvæðisins, að mikið af hinni upprunalegu reisn fer for- görðum. Á nokkrum stöðum er veigamiklum ljóðlínum sleppt eins og í dönsku þýðingunni. Mál þýðingarinnar er þó yfirleitt gott, þó að nokkuð örli á dönsku- slettum, sem auðvitað voru fylgj- ur aldarinnar. Höfundi farast sjálfum svo orð: “In short, while the translation is not as “Po- pean” as one might wish, it is, nevertheless, “a pretty poem”, as Bentley said of Popes own translation of Homer, which the former did not find Homeric enough.” Haraldur Hjálmarsson “kon- rektor” á Hólum í Hjaltadal mun manna fremst hafa vakið áhuga sr. Jóns Þorlákssonar á Milton og Paradísarmissi, en þýðingu þess verks hóf hann um 1790. Þessu sinni studdist hann bæði við danska þýðingu og þýzka. Þýzka þýðingin barst honum þó ekki í hendur fyrr en 1796. Fyrstu þrjár bækurnar komu út í ritum hins íslenzka lærdóms- listafélags, 13. til 15. bindi 1794- 1798. Þýðingin -var þó ekki prent- uð í heilu lagi fyrr en 1828. Hér' notar sr. Jón annað ljóðaform en áður, þ.e. fornyrðislag. Það fer1 ekki milli mála, að þessa þýðingu ber hæst meðal verka sr. Jóns, enda varð hún stórfræg og þó nokkuð beri á ónákvæmni af sama tæi og í þýðingunni á Essay on Man. Höfundur ritar um þýð- inguna með nákvæmni og er þar i hófsamur í dómum. Eg hygg, að margir fslendingar hafi allranga hugmynd um þetta verk. Dómur Englendingsins sr. E. Hender- son, um íslenzku þýðinguna á Paradísarmissi er mörgum kunn- ur á íslandi, en sr. Henderson, sem var samtíðarmaður sr. Jóns Þorlákssonar, telur þessa þýð- ingu hans með slíkum ágætum, að sums staðar skari hún fram úr enska frumtextanum. Dómar annarra menntamanna frá önd- verðri 19. öld um þetta sama efni eru alþýðu manna á íslandi mið- ur kunnir. Á eg þar við umsagn- ir þeirra Rasks og Finns Magnús- sonar. Rannsóknir dr. Becks sýna, að öllum þessum mönnum hefir skjátlazt talsvert. Umsögn Hendersons er úr hófi fram lof- leg, en aftur gengur Finnur Magnússon of langt í gagnstæða átt, er hann telur, að tæpast sé um þýðingu að ræða, heldur eins konar endursögn. Var þó síður en svo, að Finnur væri blindur á ágæti versksins. Dr. Beck þræðir milliveginn og reynir ekki að hefja þýðinguna yfir frumtext- ann, en sýnir hins vegar, að skoð un Finns sé röng, þar sem hann segir, að þýðing (translation) sé ekki rétta orðið, heldur endur- sögn (paraphrase). Þessi skoðun er vafalaust hárrétt, enda byggir dr. Beck hana á umfangsmiklum rannsóknum. Jón Þorláksson mun alltaf verða talinn meðal stórmenna íslenzkrar bókmenntasögu vegna þýðinga sinna, en þau verk öðlast aukið gildi, þegar litið er til þeirra aðstæðna, sem þýðandinn átti við að búa, og eins hins, hve frjó áhrit þau höfðu á sum mestu skáld 18. aldar. Má í því sambandi minnast á Jónas Hallgrímsson. Allt þetta tekur höfundur fram í ritgerð sinni og auðvitað miklu fleira, sem hér er ei kostur að telja upp. Þessi ritgerð er mjög vel unnin og sýnir ljóslega, að höfundur gjörþekkir efnið. Hon- um hefir tekizt að þjappa miklu saman innan þröngs ramma, en gætt þess þó vandlega, að höíuð- atriðin yrðu ekki útundan. Höf- undur og útgefendur ciga þakkir skilið fyrir þetta verk. Haraldur Bessason Nærri hver einasti maður áiítur ölgerðar framleiðslu góða boraralega iðn Það er miklu meira fólgið í viðskiftum en það eitt, að framleiða góða vöru og sýna skiftavinum þínum skilvísi. Auk þess, að greiða reikninga þína stundvíslega og fara vel með vinnufólk þitt, verðurðu einnig að taka þátt í lífi borgaranna. Gerirðu það ertu kallaður góður borgari. Öigerðar-iðnaður Manitoba-fylkis, hefir verið hluti þjóðlífs- ins hér frá byrjun. (Skýrslur sýna, að ölgerð var einn af fyrsta viðskiftarekstri hér um slóðir).) Almenn atkvæðagreiðsla sýnir, að mikill meiri hluti borgara þessa fylkis, viðurkennir þann sann- leika, að ölgerðar-iðnaðurinn eigi mikinn þátt í velmegun þjóðfé- lagsins. Meðlimir ölgerðarinnar eru nálega í hverri einustu vel- ferðarnefnd fylkisins. Tylft nemenda í þessu fylki hefir verið hjálpað efnalega á hverju ári af ölgerðinni. Gerir sá iðnaður í hverju öðru sem til velferðar horfir, að jafnaði eða sínum hlut, oftast öðrum betur. Auðvitað er að þeir sem í þjónuetu iðnar vors eru, hugsa sem hver annar um velferð sína. Og þeir hafa séð að íbúar fylkisins styðja ölgerðarfélögin og álíta hann hjálp á góðum tímum sem slæmum, alveg eins og þeir gera. Hagurinn er almennur af rekstr- inum. Og það á orsök að rekja til framkomu hans sjálfs. Þess- vegna er hann hér stöðugt rekinn í Manitóba og hefir verið um langa hríð. Hann á djúpar rætur í félagslífinu. Hann ræður menn héðan í þjónustu sína. Reksturinn tekur mikinn og ötulann þátt í öllu sem á meðal brogara þjóðfélagsins gerist, alveg eins og borgararnir sjálfir væru. Ölgerðarreksturinn er viðurkendur af megin hluta manna í Manitoba, sem góð borgaraleg stofnun. Þeir sem að iðnaðinum vinna, vita að þeir eru að vinna þarftþjóðfélags verk með honum og að það er engin minsta ástæða til, að amast við hinum borgar- legu réttindum hér í því efni fremur en annarstaðar. THE BREWING INDUSTRY MANITOBA Fort Garry Brewery Ltd. Johii Labatt Limited Kiewel Brewing Co. Ltd. O’Keefe Brewing Company (Manitoba) Ltl. Pelissiers Brewery Ltd.. Thc ( arlings Breweries (Manitoba) Ltd. Elliott-Haynes 1956 •Poll of Public Opinion

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.