Heimskringla - 28.05.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.05.1958, Blaðsíða 1
Jl^Stjrto CENTURY MOTORSITD. 247 MAIN—Ph. WHitehall 2-3311 / ______________________ fo TH'iS CENTURY MOTORS LTD, 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. LXXII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN 28. MAÍ 1958 NÚMER 35. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR MAGNÚS JÓNSSON, fyirv. ráðherra, látinn Magnús Jónsson, prófessor, fyrrverandi alþingismaður og ráð herra, andaðist í Landspítalan- um í gær, rúmlega sjötugur að aldri. Hafði hann átt við lang- varandi vanheilsu að stríða og dvalist í sjúkrahúsi síðan i nóv- tmber sJ. Með Magnúsi Jónssyni er til moldar hniginn fjölhæfur gáfu- maður og einn af aðsópsmestu stjórnmálamönnum og rithöfund um þjóðarinnar um árabil. Magnús Jónsson var fæddur 26. nóvember árið 1887 að Hvammi í Norðurárdal. Foreldr- ar hans voru Jón Magnússon, prestur og kona hans Steinunn Þorsteinsdóttir—Magnús lauk stúdentaprófi í Reykjavík árið 1907, heimspekiprófi í Kaup- mannahöfn árið 1908 og embætt- isprófi í Reykjavík ári'ð 1911. Hann var prestur íslendingasafn aoar í Norður Dakóta árin 1912- 1915. Eítir að hann kom heim þaðan var hann um tveggja ára skeið prestur á ísafirði. En árið 1917 var hann skipaður dósent í guðfræði við Háskóla íslands og síóan prófessor í þeim fræðum. Gegndi hann kennslustörfum við háskólann um 30 ára skeið. Rit- aði hann jafnframt kennslunnf fjölda bóka, rita og timarits- greina um guófræðileg efni. Var hann einnig ritstjóri ýmissa tíma rita, svo sem Eimreiðarinnar, Ið- unnar, Stefnis og Kirkjuritsins. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við háskólann í Tartu í Eistlandi árið 1932, en þá var einnig rektor Háskóla ís- iandssögu, er hann ritaði fyrir bókaútgáfu Menningarsjóðs. Mitt í kennslustörfum sínum, stjórnmálabaráttu og ritstörfum hafði Magnús Jónsson tíma til að stunda málaralist með þeim á- rangri, að hann var talinn ágætur listmálari. Stendur um þessar mundir yfir sýning á verkum hans. Mikill sjónarsviptir er að þess um fjölhæfa og gáfaða manni. Magnús Jónsson var kvæntur Bennie Lárusdóttur, er andaðist á s.l. hausti. Áttu þau fjögur börn. —Mbl. 3. apríl Skógareldar Ein afleiðing þurka eins og verið hafa á þessu vori, eru skóg areldar. Þeir hafa og nú verið tíðir. Telst mönnum svo til að þeir hafi sézt á 1100 stöðum í Canada, síðan í ársbyrjun. Mest hefir að þeim kveðið í Ontario og British Columbia. En Alberta manns fleiri vinnu en þá, eins og tölurnar sína, því þá höfðu 5.748,000 atvinnu, en nú 5,969,000. “Frelsari Araba” • Maðurinn sem stendur að baki ofsóknunum í Lebanon, er Nass- er, sami maðurinn og Khrush- chev kvaddi með kossi eftir tveggja vikna heimsókn til Mos- kvu og gaf honum að nafnfesti “Frelsari Araba”, að skilnaði. Hann taldi hann mesta mann V.- Asíu. Þetta er uppsláttur fyrir mann, sem var óbreyttur herfor- íngi hjá Egýptum fyrir ekki all-j löngu. í ferð þessari til Moskvul gerðu þeir félag með sérl Khrushchev og Nasser, sem nefnt er Moskva-Cairo-öxullinn. Fyrir Nasser er verkefnið það,j að sameina allar þjóðir Araba< ; eitt sambandsríki. Og til aðl byrja með er hann að hrifsa hvert smáríkið af öðru eins og Sýrland, Yemen og nú síðast Lebl anon í hið fyrirhugaða alríki Ar- aba. Lebanon er land á stærð við Nova Scotia-fylki með 1.3 miljón Saskatchewan og Manitoba hafa íhúa. Um það var lengi togast á einnig haft nokkuð af þeim að af Gyðingum og Múhameðstrúar segja. Ontario fylki hefir mikil mönnum, en upp úr alheimsstríð Ein kommúnista kúgunin enn! 1 Berlín er nú verið að kúga V.-Þjóðverja að gera samning og ný slökkviáhöld, er þeir segja inu 1914, hlutu Frakkar þar eftir að unnið hafi hið bezta verk. Enjiit. en þeir gáfu Lebanonbúum mikla skaða hefir hlotið að leiða sem Drúsar eru nefndir og eru af 728 eldum er þar hafa orðið. skyldir Sýrlendingum, frelsi í British Columbia voru 273 eld- 1926. ar og er skaði af þeim talinn nema $11,000.00 86 dauðsföll Á þremur helgidögunum í viku lokin frá laugadeginum 17. maí við Austur-Þjóðverja, sem er al til 19. maí, fórust 86 manns af, gerlega nýtt spor í málum Rússa slysförum í Canada—37 fórust íjog Þjóðverja. Það sem samning- umferðaslysum, 35 drukknuðu, 4,urinn fer fram á, er að hækkaður fórust af bruna; 10 dóu af ýms-l sé til muna innflutningstollur á um slysum, svo sem byltum, járnj vörum frá Vestur-Þýzkalandi,! brautaslysum, skotum, rafvíra-j sendum til Rússlands. Verði það bruna, o.s.frv. ekki samþykt, bíður það eitt, að semja nýtt viðurkenningarsam-j band við Rússland, sem líkast því er Austur-Þjóðverjar hafi Siglingar—vetur og sumar r Siglingum er nú talið að hægt, sé að halda uppi vetur og sumar ** til hafnborganna Fort William'TT * i n i ia- og Port Arthur. Hvað lelddl Ul b5'ltmKar h«n lands. Magnús Jónsson var kjörinn þingmaður Reykvíkinga árið 1921. Var hann þingmaður höfuð borgarinnar til arsins 1946, eða samtals í 25 ár. Mun enginn hafa verið lengur þingmaður fyrirj Reykjavík. Þegar Ólafur Thorsl myndaði fyrsta rúðuneytið sitt vorið 1942 varð Magnús Jónssonj átvinnumálaráöherra. ____ Hann1 gegndi fjölda trúnaðarstarfa, m. a. átti hann sæti í undirbúnings1 nefnd Alþingishátiðarinnar, var! yfirskoðunarmaður landsreikn- inga u m árabil, átti sæti í dansk-; íslenzku ráðgjafanefndinni og í utanríkismálanefnd Alþingis um margra ára skeið. í bankaráði Landsbankans átti hann einnig sæti í rúma tvo áratugi og var formaður þess síðustu árin. For- maður útvarpsráðs var hann einn ig í mörg ár. Formaður fjárhags- ráðs var hann þann tíma, sem það starfaði. Magnús Jónsson var einnig af kastamikill rithöfundur. Eins ogj áður er getið, ritaði hann fjöldaj fræðirita um guðfræðileg efni i sambandi við kennslustörf sín í Háskólanum. Einnig ritaði hannj mikið um þjóðleg fræði og sagn- fræði. Af ritum hans má nefna Skagfirzk fræði, Alþingishátíðin 1930, Kinkjumálin og Alþingi,1 Sögu Sjálfstæðisflokksin6 og ís- Á s.l. vetri voru tilraunir gerð- ar til þess að halda höfnunum auðum og tókst vel. Að skipaleið sé einnig hægt að halda íslausri út frá höfnunum suður eftir Lake Superior, nægilega bi'eiðri, er einnig talið framkvæmanlegt. Algeríu hersins Lítum á þessar staðreyndir: Hernaður fór af stað fyrir nær fjórum árum eða 1954. Um 400,000 frakkneskir her- menn og um 100,000 manna lög- reglulið, fór á móti uppreistar- Vatninu er haldið auðu með mönnum, 25,000 alls. áhöldum og pípum er a vatns- botni vinna að því, að halda vatn mu á yfirborðinu á hreyfingu nægilegri tii þess, að það legg- ur ekki. Low ráðinn kennari Solon E. Low, foringi Social Credit flokksins, en sem tapaði í kosningunum 31. marz, í Peace River kjördæmi, hefir verið ráð- inn skólastjóri við miðskóla í Raymond, Alberta. Low er 58 ára. Hann var skóla- kennari, en hætti kenslu 1935, er hann var kosinn á fylkisþing Alberta frá Warner-kjördæmi. Það var á stjórnartíð Aberharts; var hann kosinn fjármálaráðhr. 1937. Vinnulausum fækkar Á tímabilinu milli 22. marz og 19. apríl á þessu ári, fækkaði at- vinnulausum í Canada um 74,000 segir Weekly Free Press. Voru atvinnulausir þá komnir niður í 516 þúsund, úr 590 þúsundum. Að vísu er það meira en í apríl fyrir ári síðan. En þegar innflutningur er dreginn frá, verður tala atvinnulausra svipuð nú og á tíð liberala. Uppreistarmenn nota sprengju —byssur og hnífa, eins og skæru liðar gera—hvað sem er. Frakkar mynda herborg um borgir og býli. Af uppreisnarmönnum hafa fallið um 63,000 manns. Af her- liði Frakka um 6,000. Nýlega íiértu uppreistarmenn sóknina. Þeir fengu mikið af hernaðarvörum frá 'kommúnist- um í Tunis, næsta landi við Al- geríu. Þegar herforingjar Frakka sáu þetta, kröfðust þeir, að þesSu hræðilega og ójafna Algeríu- stríði væri hætt, jafnvel þó það kostaði stjórnarskifti í París,— “Algeríu yrði að frelsa”! Segir þörf fjár frá Sam- bandsstjórn í mentamálum Hinn ungi þingmaður frá Norður-Winnipeg, M u r r ay Smith, hélt iþví fram i fyrstú ræðu sinni á Sambandsþingi, að Sambandsstjórn yrði að .láta sig mentamál landsins meira skifta, en lög gerðu ráð fyrir. Hann sagði lögskipaðan skólaskatt sem mentamál stjórnuðust nú af, okki einihlít. Hann vildi að sam- bandsstjórn kysi ráð til eftirlits En nú hafa um 221 þúsund 0g legði fram fé, eins og fram- farir tímans kölluðu fyrir í mentamálum. Og það væri hægt án þess að takmarka að nokkru verulegu yfirráðarétt fylkjanna, þar væri aðeins um meiri sam- vinnu að ræða. Vill flytja þingið —vestur á strönd! Einn af Ottawa þingmönnum —John Drysdale, íhaldssinni frá Burnaby-Richmond, hreyfði því á þinginu s.l. miðvikudag, að það væri þarft verk að flytja Ottawa þingið, vestur á Kyrrahaís- strönd yfir sumarmánuðina, að minsta kosti. Það væri ekkert sumar að hafa í Ottawa. Veðrið vestra væri mildara, sólrikara og skemtilegra, en hvar annars stað ar sem væri, vetur, sumar, vor og haust. British Columbia væri staður Ottawa-þingsins. Annar stuðningsmaður hásætisræðunnar Gunnar S. Thorvaldson, hinn nýbakaði senator frá Manitoba, tók til máls, s.l. miðvikudag, sem annar stuðningsmadur hásætis- ræðunnar: Mæltist honum hið bezta og hljómaði frá áheyrenda- pöllunum heyr, heyr, heyr, upp aftur og aftur. Eftir að hafa heils að upp á þingið sem nýliði, snér ist ræða hans um mikilvægi þess að Bandaríkin og Canada stæðu samhliða, eins og þau hefðu á- valt gert. En þess bæri eflaust að gæta, að vegna hins hraða vaxtar Canada sem þjóð, að hafa gætur á því sambandi og endur- nýja það og sníða, sem oftast eftir þörfinni. $1,000,000,000 Þegar ein biljón dala er eytt í eitthvert fyrirtæki í þjóðfélagj inu, er vanalega spurt uin hvort: slík eyðsla borgi sig. Síðast 1 iðna ; viku voru skýrslur birt.ar um slíka útborgun, en svo varlega var um það rætt, fyrir hvað hún var, að maður vissi ekkert um það fyr en í lok fréttarirmar.; Og fyrir hvhð skyldi hún hafa verið? Áfengisneyzla Canada- þjóðar nam þessu á árinu 1957. Hún hefir samkvæmt þessu auk- ist á s.l. rúmum 20 árum tífalt! Það er vel að verið! Nehru ofboðið Þegar Khrushchev ætlaði að bjóða Tító forseta Júgóslavíu upp á sömu kosti og peðríkjúm sínum í Austur-Evrópu, stjórn- larslega, jjat Nehru, stjórnari Indlandi ekki staðist mátið. — Hann birti ómengaðar skammir um þetta athæfi Khrushchevs og líkti því við sáningu stjórnar- farslegs illgresis. Nehru hefir til þessa haldið sig að hlutleysis- stefnu, er við öðru eins og þessu má sín lítils. Hann veit petta af eigin reynslu að nokkru, því kommúnistar í Indlandi krefjast hins sama af indversku þjóðinni og bíða eftir því einu, að eflast í landinu, svo að þeir geti komið henni í framkvæmd. Nehru dæmdi og aðfarir Rússa í Ungverjalandi. En þó hann sýndi þá meiri vægð en nú, var þjóð hans Ula við það. Skyldi Nehru nú vera farinn að sjá, að 10 peðríkjum Rússa og þar á meðal Eystrasalts þjóðum hefði nú verið borgnara, ef Rúss um hefði ekki verið sýnt hlut- leysi eins og gert vra af Norður- lándaþjóðunum og Nehru, er eins oft tók svari stefnu Rússa og vest lægra þjóða? Og kastar þetta ekki um leið neinu ljósi á stefnu Bandaríkjanna, er þakka má alt það er bjargast hefir fyrir það að þau stóðu ekki hjá hlutlaus,— eins og Nehru nú er orðinn hræddur um að eftir eigi að koma honum í koll. Gestkvæmt á Islendinga- deginum? Eric Stefánsson þingmaður Selkirk-kjördæmis hefir af blaða fregnum að dæma, átt tal við þingfélaga sína í Ottawa um ís- lendingadagshátíð á Gimli. Þótti þeim það fróðlegt og kom þar að Eric fanst stjórnarformaður ætti að heimsækja daginn, ogj eins margir þingmenn og því nentu. Þetta er snjallari hug-j mynd en margur kann að ætla,| því það er einmitt á slíkum stöðj um, sem stjórnendur og þingm.,1 kynnast þjóð sinni eins og þeiml er hin mesta iþörf á. Heiðraður af Manitoba háskóla Einn af fjórum sem heiðraðir voru við uppsögn Manitoba há- skóla með doktors-nafnbót í lög um, var íslendingurinn J. T. Thorson, forseti Exchequer Courts í Canada. Átta hafskip seld Flota átta skipa, sem eru eign Canadian National Steamship Co. og flutninga höfðu með hönd um til Vestur-Indlands, kvað stjórn Canada ætla að sélja. Skip in hafa verið aðgerðarlaus síðan í verkfalli, er sjómenn gerðu 4. júlí s.l. • Þó með þessu sé slitinn hlekk ur í siglingum þjóðeigna flotans við Austur-Asíu, þykir þetta eina sjálfsagða úrræðið. Skip eystra, sem verkamenn fá fyrir lægra kaup, en hér- er hægt að fá þá, hafa nú tekið allmikið af starfi þessara skipa upp. Mundi erfitt reynast að ná því aftur. Vel spáð fyrir Winnipeg . Nefnd sem starfar að því, að sameina Winnipeg og útborgir: hennar í eina stóra heildarborg —Metropolitan Planning—spáir vel fyrir framtíð og vexti borgar innar. Skýrsla nefndarinnar er ekki komin út, en fregnritar hafa náð í þessa mola hjá einstaklingum hennar. Slátur hús gera þeir ráð fyrir að dreifist þannig út að peningn um verði slátrað víðar og þar sem beitiland er fyrir hann. Slíkt yrði borg þessari aðeins í útjöðr um hennar til góðs. En á stálverkstæðum er búist við m iklum með lagningu brauta eða vega norður um Canada. Við vefnaði, ullarverksmiðjum er hér miklum búist því sala fyr- ir þá framleiðslu sé ærna hægt að fá í Bandaríkjunum, sé sú sala greið gerð af stjórnum. Sú framleiðsla hafi og þann kost, að hún afli kvenfólki mikla vinnu. í útjöðrum bæjarins muni mik ill iðnaður vaxa upp fyrir karl- menn o.s.frv. Roblin í Árborg Foringi Conservativa Duff Roblin fór s.l. miðvikudag norð- ur til Árborgar í kosninga erind- um flokks síns. í ræðu hans benti hann á nauðsyn þess, að skifta um stjórn í þessu fylki, liberal- stjórnin væri þegar búinn að vera oflengi við völd. En að skifta um stjórn væri hægra sagt en gert, meðan fjórir eða fleiri flokkar berðust um völdin. í Gimli kjördæmi hefði í kosn ingunum 1953, 60% allra atkv., verið á móti stjórninni, en um þau keptu fjórir, sem bjargaði Campbell. Bænda- og fiskimál þessa kjör JACK ST. JOHN endursækir Einn af’ kunnustu mönnum Wellington kjördæmis og núver andi þingmaður þess, er Jack St. John, frambjóðandi liberala í kosningunum sem fara í hönd 16. júní til fylkisþings Manitoba. Mr. Jack St. John var 10 ár í bæjarráði Winnipegborgar og varð þar brátt einn af vinsælustu starfsmönnum ráðsins, bæði inn á við og út á við gagnvart almenn ingi. Hann er framsýnn maður og gætinn og ferst hvert starf sem er farsællega úr hendi. Að kynna hann hér er engin þörf. Prívat viðskifti hans sem lyfsali í kjördæmi hans og opinbert starf hans, bæði í bæjarráði og á þingi, hafa aflað honum virð- ingu og trausts hjá almenningi. Hann er nú einn af þremur, er í Wellington kjördæmi sækja, og mun er út í kosningabardagann er komið, gera fulla grein stefnu sinnar og starfs á þingi. í aðal- atriðum stjórnast það af stefnu liberal-flokksins eins og gengur og gerist í flokksmálum. dæmis þyrftu betri talsmann en þau hefðu átt. Dr. George John- son, sem af hálfu íhaldsflokks- ms sækti, væri læknir þeirra mála, sem líkamlegra meina ein- staklinga. , Ungui' söngvari í áliti Magnús Jónsson kom fram i fyrsta sirtn í Konunglega leikhús inu á sunnudagskvöld 13. apríl í óperunni II Trovatore eftir Vérdi! Hinn ungi tenor fær góða dóma í blöðunum. Socialdemo- kraten segir, að það sem hafi gert sýninguna mest spennandi hafi verið “debut” hins unga fs- lendings. “Röddin er aðlaðandi, ljóð- rænn tenór með dásamlegum, hlýjum og áreynslulausum ítölsk um hljóm. f sinni tveggja metra hæð leit Jónsson vel út á svið- inu, en frá leiklistar sjónarmiði er hann enn ekki fullþroska. Allt bendir til”, segir blaðið, “að i Jónssyni hafi Konunglega leik- húsið loksins fundið tenór, sem hægt er að fá úrval verkefna.” —Alþbl. MOLAR Menn spyrja, hvað sé að frétta af fylkiskqsningunum í Mani- toba. Það er heldur lítið enn sem komið er. Sannleikurinn er, að það er meira talað um \eðrið en þær. • “Hin sönnu undrabörn vorra tíma eru sextugu karlarnir, sem enn trúa á réttlæti í heiminum og skynsamleg samskifti mann- anna.” —E. Hemingway • “Það er ekki hægt að kaupa frið á niðursettu verði.” —Eisenhower forseti • Sönglistin er það eina sem við höfum fengið hér af himnum ofan —Addison

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.