Heimskringla - 14.01.1959, Side 1
CENTURY MOTORS LTD.
247 MAlSf—Ph. WHitehall 2-3311
CENTURY MOrORS LTD*
241 MAIN - 716 PORTAGE
1313 PORTAGE AVE.
LXXIII ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 14. og 21. JAN. ’59
NÚMER 15. og 16.
Frá Alsherjarþingi S. Þ.
THOR THORS GAGNRÝNIR
FRAMKOMU BRETA
VIÐ ÍSLAND
Eftir Morgunblaðinu 12. des., ’58
Landihelgismálið var leitt til
lykta á Allsherjarþinginu í gær,
eins og skýrt var þá frá í Mbl.
Samþyktti þingið að halda skuli
nýja alþjóðlega ráðstefnu um
réttarreglur á hafinu í marz eða
apríl 1960 og á hún að fjalla um
hið umdeilda mál: ákvörðun um
lögsögu og fiskveiðilandhelgi.—
72 ríki greiddu tillögunni at-
kvæði, 6 sátu (hjá. Það var tillaga
Mexico, Ohile, Ekvador, Salva-
dor og íraks, sem satnþykkt var
á þinginu.
Orðrómur er um, að Rússar og
Bandaríkjamenn hafi fallizt á
(þessa tillögu, áður en ihún var
borin fram. Vafasamt þykir, að
Sovétrikin sendi fulltrúa á ráð-
stefnuna næsta sumar. Einnig
bar Afganistan fram tillögu, þar
sem því var beint til Hammar-
skjölds, að hann miðlaði málum,
en hún var dregin til baka.
ÚR RÆÐU THOR THORS: j
Thor Thors flutti ræðu á funájr
Allsherjarþingsins í gær. Hann
rakti afstöðu Islands í landhdíg-
is- og fiskveiðimálum og sagði,
að framvinda mála mundi skera
úr um það, hvort ísland tæki
þátt í nýrri ráðstefnu eða ekki.
Hann sagði, að íslendingar álitu,
að tillaga Mexico, o.fl. hefði ver
ið lögð fram í góðri trú á það,
að hún mundi styðja að samkomu
lagi. Hann sagði, að fslendingar
mundu sitja hjá, þar sem þeir
teldu rétt, að þeir, sem vildu nýja
ráðstefnu segðu til Um hvenær
hún yrði haldin. Sendiherrann
rakti siðan þýðingu útvegsins
fyrir íslenzku þjóðina og sagði,
að íslendingar yrðu að vernda
fiskimið sín, “þar sem framtiö
þjóðar okkar er í veði”. Hann
sagði, að fiskveiðarnar væru nauð
synlegri fyrir fsland, en kaffi-
ræktin fyrir Brasilíu, eða sykur-
ræktin fyrir Kúbu, eða bíla iðn-
aðurinn fyrir Detroit. Hann rakti
síðan, 'hvað gerzt hefði á alþjóða
vettvangi síðan 1949, ‘‘þegar Bret
ar með löndunarbanni reyndu að
svelta okkur til hlýðni, en árang-
urslaust”. Þá sagði hann, að
nokkrar þjóðir hefðu mótmælt
síðustu útfærslu landhelginnar
við ísland á þeim forsemdum, að
framkoma fslendinga hefði ekki
átt stoð í alþjóðalögum. “En við
segjum, að engin algild regla sé
um þessi mál, og almennt er við-
urkennt að þriggja mílna land-
helgi heyri sögunni til”. Nú þeg-
ar hafa um 30 þjóðir ákveðið land
helgi milli þriggja og 12 mílna
Alþjóðlega laganefndin sagði að-
eins, að landhelgin mætti ekki
vera yfir 12 mílnur. í Genf kom
í ljós, að 12 mílna landhelgin á
sívaxandi fylgi að fagna. ísland
hefur aðeins stækkað fiskveiði-
lögsögu sína, en ekki landhelg-
ina. Þá benti sendiherrann á, að
36 þjóðir hefðu stutt 12 mílna til-
lögu Kanada go 45 þjóðir verið
með tillögu Bandaríkjanna, en í
henni væri viðurkennd 12 mílna
grundvallarregla. Þetta sýnir, að
(12 mílur eru ekki nein ósann-
gjörn uppfinning af íslands
1 hálfu og rangt er að hún sé gagn-
! stæð alþjóðareglum. 12 mílur eru
viðurkenndar af mörgum þjóðum,
sagði sendiherrann ennfremur.
Þá benti hann ennfremur á, að
ýmsar þjóðir hefðu mótmælt ein-
hliða útvíkkun íslenzku landhelg
innar. En það hafa um 30 þjóðir
aðrar þegar gert. Hvernig var
hægt að búast við, spurði Thor
Thors, að við einir myndum bíða
eftir alþjóðlegu samkomulagi.—
j Öll ríki, sem hafa mótmælt út-
'víkkun íslendinga áv landhelgi
sinni hafa gert það eftir diplomat
iskum leiðum og á kurteisan hátt.
Framkoma aðeins einnar þjóð-
I ar er andstæð stofnskrá Samein-
^ uðu þjóðanna, þar sem segir, að
aðildarríki skuli hvorki beita né
j hóta valdi. Brezk heskip beina
I fallbyssum sínum að litlum varð
skipum okkar og brjóta á þann
hátt stofnskrá Sameinuðu þjóð-
anna á hinn grófasta hátt. Ef
brezku herskipin eru til að halda
uppi alþjóðlegum lögum, eins og
það heitir á máli Breta, hví var
þá brezki flotinn ekki sendur inn
fyrir 12 mílna mörk Sovétríkj-
annaHefur_ núverandi_ ríkis-
stjórn Bretlands tvenns konar
sjónamið um framkomu á al-
þjóða vettvangi, eftir því hvort
hún á í höggi við stórveldi eða
ríki, sem brezka ljónið óttast,—
eoa iivóST um er að ræða smá-
pij>ð?
Þá vék ræðumaður að þeirri
uþpástungu, að landhelgismálinu
Verði vísað til úrskurðar Haag-
flómstólsins.
• i
Hann sagði að slíkur gangur
málsins minnti einna helzt á það,
bö maður miðaði byssu á annan
mann og byði honum síðan að
leggja málið fyrir dómstól. Þetta
brezka ævintýri er orðið grátbros
legt. Fyrst var brezkum togurum
skipað að vera þrjá, en nú tvo
daga innan íslenzkrar landhelgi,
hvort sem þeir fá ugga úr sjó
eða ekki. Allur heimurinn hlær
að þessu. En i okkar augum er
þetta hörmulegt allt saman. Bret
ar þekkja Islendinga lítið, ef þeir
búas við að þeir gefist upp fyrir
fallbyssuvaldi. Það gera íslend-
ingar aldrei.
Að lokum sagði Thor Thors:
Við vonum, að almenningsálitið
í Bretlandi snúist gegn þessum
vinnubrögðum. Brezka þjóðin
vill ekki, að sagan minnist þessa
ævintýris. Aldrei hafa jafnmarg-
ir ráðist á jafnfáa. Við vonum, að
herskipin verði kvödd á brott af
íslandsmiðum fyrir ráðstefnuna.
Við Íslendingari eigum það
eina vopn að mótmæla aðgerðum
Breta og valdbeitingu þeirra. Við
ieggjum aðgerðir þeirra undir
úrskurð þess dómstóls, sem heit-
ir samvizka heimsins. Almenn-
ingsálitið er okkur hliðhollt. Við
trúum, að rétturinn sigri valdið.
*
Þess má geta, að samkvæmt
Reytersskeyti til Mbl. í gær, hef
ur æða Thor Thors vakið mikla
athygli á Allsherjanþinginu. Þeg
ar hann hafði lokið ræðu sinni
tók brezki fulltrúinn til máls og
reyndi að svara með nokkrum
orðum. Hann sagði, að Bretar
hefðu áratugum saman veitt við
ísland. Þá benti hann á, að fs-
lendingar hefðu ekki fengizt til
að leggja landhelgisdeiluna fyrir
allþjóðadómstólinn í Haag og eng
inn, sem hefði gagnrýnt Breta
hefði skorað á íslendinga að
MRS. B. GUNNLAUGSSON
(Alla Johnson)
Á íslandi lézt s.l. laugardag
Mrs. B. Gunnlaugsson (Alla I
Johnson), 62 ára, fyrrum fregn-
riti Winnipeg Free Press hérl
vestra. Hún kom á barnsaldri!
frá fslandi, átti lengi heima i1
Baldur, Man., stundaði kenslu í
barnaskólum víða, en átti heima
í Winnipeg frá 1922 til 1931.
Hún vann hér að íslenzkum fé-
lagsmálum, var forseti íslenzka
stúdenta félagsins. Árið 1930 var
hún send til íslands sem fregn-
riti Free Press á 1000 ára hátíð-
inni. Og ári seinna, 1931 flutti
hún heim og hóf starf hjá Út-
varpi íslands.
Hana lifa maður hennai*
Bjarni tvær dætur, Brynhildur
Lilja og Oddný Björg. Ennfrem
ur tvær systur, Mrs. Kristín
Smith og M,rs. Guðrún Einars-
son. Útför fór fram frá Grenjað-
arstaðar kirkju.
BYLTING A CUBA
Á Cuba, sem kölluð hefir ver-
ið “perla Vesturheims-eyjanna”
lauk byltingu um þessi áramót,
sem staðið hefir yfir alt að því
fimm ár. Þeir sem hafa í stimp-
ingum átt þar um völdin, eru
ieggía málið fyrir alþjóðadóm-
stólinn í Haag. Loks sagði hann,
að Bretar vonuðust til, að unnt
yrði að leysa málið á nýrri ráð-
stefnu og var á honum að heyra,
að Bretar mundu beygja sig fyrir
niðurstöðu slíkrar alþjóðlegrar
landhelgisráðstefnu.
Thor Thors svaraði Bretanum
og tók undir, að Bretar hefðu
veitt við ísland áratugum saman.
En það væri einmitt þess vegna,
sem þeir væru nú beðnir um að
fara, því þeir hefðu ekki skilið
eftir nema lítinn hluta af stofn-
inum. Hann benti á, að Bretar
hefðu víða verið, s.l. í Indlandi,
Ceylon og Burma, en orðið að
hverfa frá þessum löndutn fyrir
rás viðurðanna. Bretinn svaraði
enn stuttlega, en síðan tóku til
máls fulltrúar þessara ríkja: —
Sovétrikjanna, Danmerkur, Ástra
líu, Guatamala og Kanada.
Þess má loks geta, að öll Norð
urlöndin og Kambodia sátu hjá
þegar aðaltillagan var borin und-
ir atkvæði, en hún var samþykkt!
með 72 samihljóða atkvæðum eins
og fyrr segir.
—Ofanskráð grein var prentuð
er oss barst ræða Thor Thors
sendiherra, í hendur sem þar um
getur, og hann flutti á fundi S.
Þ. Verður ræðan, þó bagalegt sé,
að bíða prentunar í þetta sinn.
Er höfundur beðinn að afsaka
það; rúmleysi blaðsins einu er
um að kenna. —S.E..
Batista forseti, sem nú tapaði fyr
ir uppreistarfyrirliðanum Castro
sem nú er seztur að völdum. En
Batista flýði með fjölskyldu
sína og nánustu meðstjórnendur
til Dominican lýðveldisins, sem
er austust af eyríkjum þessum.
Eyjan Cuba er á stærð við ís-
land, en hefir um 8 miljón íbúa.
Columbus fann fyrstur hvítra
manna eyjunna 1492, og réðu
þeir lögum og lofum fram eftir
öldum og Havana, höfuðborgin,
með fast að miljónum íbúa nú,
varð miðstöð viðskifta og sigl-
inga frá Evrópu til Vesturheims.
Með viðskiftum sínum við Banda
ríkin iblómgaðist þjóðlífið og
1902 aðstoðuðu þau Cuba til að
verða lýðríki. Gekk stjórnin oft
stirt, en upp úr árunum 1932,
voru einnir fimm stjórnendur
þar reknir. Batista náði þá völd-
um og stjórnaði sem einræðis-
herra að talið er og kom upp mikl
um erlendum'viðskiftum. Batista
lofaði þjóðinni’ kosningum, en
dróg það, en var loks kosinn.
Um Castro uppreistarforingja
er það að segja, að hann var hand-
tekinn og var ein 15 ár í fangelsi
á óeyrðar-árunum. Batista lét
hann lausan, en hann hóf þá bylt
ingarstarfið, með uppreistar
segSÍum a meginlandinu. Og
nú er hann aftur kominn til
valda.
Cuba er vell-auðugt land og fag
urt. Árið 1952, var sykurfram-
leiðsla þar 8 miljón tonn og er
hún hvergi meiri í heimi. Kaffi,
tóbak, hrísgrjón, aldini, og málm
ar, er þar alt unnið.
En í þessu gæða landi, geta
menn ekki komið sér saman um
neitt.
Einn fjórði íbúanna eru Negr-
ar, Indíánar, sem þar voru frum-
byggjar, flúðu til meginlandsins.
fbúarnir eru nú flestir afkomend
ur Epánverja.
EKKERT LÆKNAR MAGA-
SAR EINS OG HÁKARL
Haft er eftir kunnum lækni,
Oddi Jónssyni frá Miðhúsum, að
ekkert læknaði magasár eins og
hákarl, Hvað sem því líður er
það staðreynd, að þeir Reykvik-
ingar verða stöðugt fleiri með
hverju ári sem líður, sem neyta
hákarls meira eða minna. Má
segja að bæjarbúar hafi svo að
segja upp götvað þennan gamla
þjóðarrétt að nýju. Góð veitinga
hús bera hákarl á borð til hátíða-
brigða og hans er neytt á fjöl-
mörgum heimilum svo að segja
daglega.
Flestir bragða hákarl einhvern
tíma á ævinni. Sumum bregður
þannig við, að þeir mega ekki
sjá hann upp frá því, en öðrum
og þeir eru fleiri, finnst þetta
kostaréttur og ræða gjarnan um
hann af sömu ákefð og laxveiði-
menn um þá fiska, sem þeir
misstu.
Margt í nútíma læknavísindum
reíinir stoðum undir þá kenningu
að 'hákarl sé hið bezta læknislyf
Dýralæknar í Danmörku hafa
komist að þeirri niðurstöðu, að
hægt er að lækna magabólgur í
alidýrum með því að gefa þeim
stóra skammta af A og D víta-
mínum. Þessi vítamín eru aðal-
efnin í hákarlinum. Þá hefir
kunnum prófessor í Hamborg
tekizt að lækna illkynjaðan húðs
sjúkdóm (Psoriasis) með D-víta-
mini, en sjúkdómur þessi hefir
verið talinn ólæknandi til þessa.
Þa ðeru því óneitanlega haldgóð
efni í hákarlinum, sem nú er
orðið í svo mikilli tizku að neyta
hér í Reykjavík.
Fjórir eða fimm raenn hér í
Revkiavk raunu einkum verka
DANARFREGN
þann hákarl, sem hér er á mark-
aði. Verkun han er töluverð í-
þrótt ef vel á að takast og hefir
sú íþrótt gengið svo að segja í
erfðir. Sést það á því, að þeir,
sem hér verka hákarlinn, eru
annað hvort Austfirðingar eða
Vestfirðingar, en í þessum lands-
hlutum hefir íþróttin náð hæst.
Fyrrum var hákarl veiddur
vegna lifrarinnar, en nú er þeim
veiðum lítið sinnt. Sá hákarl, sem
verkaður er hér í Reykjavík, fæst
í vörpur togara og er honum
hent, nema samkomulag hafi tek
izt með skipstjóra og þeim, sem
verkar hákarlinn, um að hirða
hann til verkunar.
Hákarlinn er verkaður þannig
að hann er vafinn inn í segl og — ,
sðan grafinn í malarkamb eða n®° Ur anielsun dó snögg-
sand. Þar er hann látinn liggja í lega 2- Íanúar> 1959> ^ Ash-
18—25 daga undir hálfs metra hurn St. Hann var fæddur að
lagi af möl eða sandi. Eftir þessa Markland í Grunnavatnsbyggð, 6.
kæsingu er hann tekinn upp og^desember 1907. Foreldrar hans
þveginn og þurrkaður og látinnj voru Kristján Danielson, sem
hanga í eina sex mánuði. Það kom frá íslandi 1897 og var frum
þykkasta af hákarlinum er hvít- býlingur að Markland. Faðir
INGÓLFUR DANIELSON
leitt á lit og nefnist skyrhákarl,
en þynnri beiturnar eru glærar
hans var Daniel sonur Sigurðar
Jónssonar á Tjaldbrekku í Hraun
og bera nafn af því. Söluverð á hreppi í Mýrar Borgarfjarðar-
hákarlihérí Reykjavkmunuvera'sýsiu. Sigurður var að líkindum
misjafnt, en lætur nærri að vera! yngStur hreppstjóri á íslandi, því
um tuttugu og fimm krónur kíló hann var aðeins 26 ára þá er hann
var kjörinn hreppstjóri á Gauta-
Oft er gott sem gamlir kveða, stöðum í Hörðudal. Móðir Ing-
segir máltækið. Og margt í! ólfs, en kona Kristjáns var Kristj
gömlu mataræði hérlendis er vert ana Kristjánsdóttir, hreppstjóra
efjtirbreytni. Hákarlsát er tví-| Jörundssonar á Þverá í Eyja-
mælalaust hollt og því allt annað
og meira en skemmtilegur og
þjóðlegur siður. Sagt er, að há-
kal og brennivín fari vel saman.
Má vel vera, að slíkur kyngikraft
tfr fylgi hákarlinum, að hann
styrki menn jafnvel gegn áhrif-
um áfengis og þarf þá varla frek
ari sannana við um ágæti hans.
—Tíminn
KVÖLDNÁMSKEIÐ í
ÍSLENZKU
í ráði er að hefja kvöldnám-
skeið í íslenzku n.k. þriðjudags-
kvöld, kl. 8 e.h.
Kennsla fer fram í efri sal lút-
esku kirkjunnar á Victor stræti
og verða kennslustundir væntan-
lega einu sinni í viku á þriðju-
dagskvöldum kl. 8—9.30.
Á síðastliðnum vetri var efnt|iagði hönd að verki, og heimili
til námskeiðis af þessu tæi í Jóns f jölskyldunnar ber ljósann vott
Bjarnarsonar skólanum, nánar til Um. Hann var vinsæll og talinn
tekið í fundarherbergi Þjóð- einstakt prúðmenni af öllum sem
ræknisfélagsins. Aðsókn var lé-! hann umgekst. Hann var ókvænt-
leg, en hefði þó ef til vill orðið Ur. Hann var meðlimur “The
betri, ef kostur hefði verið betri Order of Foresters”. Ingólfur
húsakynna. ! var einn af þremur bræðranna
Nú hefir stjórn lútersku kirkj | sem voru f síðasta heimsstríði,
unnar góðfúslega orðið við bón hátt á þriðja ár, og tilheyrði
undirritaðs um að ljá þessu nám- jj0yaj Canadian Engineers og
skeiði staðar í vistlegra húsnæði., var' að síðustu með þeim í orust-
unum í Hollandi til stríðsloka.
Rannveig kom flugleiðis frá
, „ Newfoundland til að vera við-
Texts and Glossary . Er sú bók stödd & jaröarförinni( en Flosi,
fáanleg i bokaverzlun Manitoba-^ ágamt konu sinni> kom flugleiðis
háskóla. Verulegum hluta nám- frá Californiu.
skeiðisins mun þó varið til þess; r, r r .
r * 1 Jarðarförin fór fram fra Bar-
dal Funeral Home. Dr. Valdimar
hreppi í Snæfellsnessýslu. Krist-
ján var áttundi afkomandi Arn-
gríms Jónssonar lærða í bein-
ann karl legg. Ingólfur lætur eft-
ir sig föður og átta systkini.
Nöfn þeirra batt Kristján í vísu
þá er þau voru á unga aldri flest,
og eru þau í röð eftir aldri:
Víglundur, Trausti, nú vinnandi
menn
viðlíka Daníel fylgir þeim senn.
Ingólf og Flosa, þá unglinga tel,
eins Gunnar og Valgeir—stálp-
aðir vel.
Sigríður, Rannveig, þær systurn-
ar tvær,
samríndar eru; hvor annari kær.
lngólfur starfaði við að búa til
raflýst auglýsinga spjöld. Hann
var mjög hagur hvar sem hann
Við kennsluna verður stuðzt
við kennslubók dr. Stefáns Ein-
arssonar “Icelandic Grammar
að spjalla örlítið um íslenzka
sögu og bókmenntir.
Þeir, sem hafa hug á að sækja
þetta námskeið eru góðfúslega
beðnir að hringja til undirritaðs,
sem hefir símanúmep GLobe
2-7712 (heima) og GRover 4-9272
(skrifstofusími).
Kennsla verður ókeypis, en
nemendur verða að afia sér sjálf-
ir bóka.
Haraldur Bessason
FÆR HESTA AÐ GJÖF
Til Philadelphia kom fyrir
skömmu sending frá Nikita
Khrushohev stjórnara Rússlands.
Var hún eyrnamörkuð Cyrus S.
Eaton, bandarískum stóriðju-
J. Eylands jarðsöng, 6. janúar,
en Ingólfur var borin til grafar
af sex bræðrum sínum og jarð-
scttur í Brookside grafreit.
Hjálmar F. Danielson
höld, og var 3 hvítir hestar, virt-
ir af skattstjórum á $8,000.00 til
samans, og hvít kerra virt á 1.000
dali. Eaton heimsótti Rússland
á s.l. sumri, og fann Khrushchev
að máli, og spanst út af því vin-
átta, er gjöf þessi vottar milli
ljónsins og lambsins, stjórnara
biljóna iðnreksturs vestursins og
verndara austræns alþýðulýðveld
is. Hverju erum við að kvíða?