Heimskringla - 14.01.1959, Síða 3

Heimskringla - 14.01.1959, Síða 3
WINNIPEG 14. og 21. JAN. ’59 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA En Sigurður minntist áttlhaga sinna með hlýjum hug. Nokkrum vikum fyrir andlát hans sat eg hjá honum stund, og spurði hann þá margs “að heiman”. Ekki er lengi farið á vorri tíð frá Húsa- vík upp að heiðarbýlinu, sem hann fæddist á, og hefi eg oft átt þar leið um. Gat eg leyst úr því, er hann vildi vita. I>að birti yfir honum við að hugsa heim. Mætti skilja það svo, að honum hefði liðið vel í bernsku, fþrátt fyrir allt. Að honum látntim fannst í ,fór- um hans uppskrifað erindi, sem líta má á sem kveðju hans til átt- haganna. Það er úr ástaróði Sig- urðar Jónssonar skálds á Arnar- vatni til Mývatnssveitar. Ljóð þetta flaug um landið eftir alda- mótin og varð kjörsöngur ís- lenzkra sveita. f æsku hefir Sig- urður átt mörg sporin suður heiðina, er hann smalaði fé eða fór erinda upp í Mývatnssveit. Oft hefir hann verið staddur á Brattás. Þaðan þykir fagurt að horfa suður og austur yfir Mý- vatn, yfir gróna heiðina til vest urs og norðurs og til blánandi fjalla í öllum áttum. Þessu hefir hann aldrei glejmit. Þessvegna fann ljóðið bergmál i huga hans: “Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! Engin, fjöllin, áin þ ín —yndislega sveitin mín!— heilla mig og heim til sín huga minn úr f jarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga!” Þótt Sigurður kynni vel að meta sitt fagra og frjóa kjörland og væri því hollur þegn, var hann að allri gerÖ íslenzkur maður. Oft hafa átthagarnir dregið til sín huga hans úr fjarlægðinni. Og nú, þegar líkamsviðjarnar voru leystar og andi hans orðinn fleygur, flýtti hann sér þá að 3Ö skyggnast “heim”? Eða hefir hugur hans verið gagntekinn af undrum og fegurð annarra ból- staða—hinna fyrirheitnu híbýla Föðursins í landi upprisu og framhaldslífs? Við þökkum honum jarðlíf hans, helgað góðvild og nytsemd. Friðrik A. Friðriksson, prestur, Húsavík, S.-Þing. HRÍFANDI SAGA UM ÓGLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFANSSON þýddi Það ríkti einhver taugaæsing- ur og flýtir við dagverðinn. Eg fékk þennan þráláta verk aftur. Mig langaði ekki í neinn mat. Eg gat ekki rennt honum niður. Það var fróun þegar þessari láta- lætismáltíð var lokið, og eg heyrði Maxim fara út á akbraut- ina og setja bilinn í gang. Hljóð ið í vélinni hafði friðandi áhrif á mig. Það þýddi að við urðum öll að fara, við urðum að gera eitt hvað. Ekki aðeins að sitja hér auðum höndum heima í Mander ley. Frank fylgdi okkur eftir í sínum bíl. Eg ihélt hendinni á hné Maxims alla leiðina meðan hann keyrði. Hann virtist alveg rólegur. Ekki í neinum taugaæs- ingi á neinn hátt. Það var eins og að fara með einhverjum á sjúkra! hús, einhverjum sem átti aðj ganga undir uppsurð. Og að vitaj ekki hvað kæmi fyrir. Hvort að uppskurðurinn heppnaðist. Mér var kalt á ihöndunum. Hjartað í mér sló eitthvað svo skrykkjótt og undarlega. Og alltaf fann eg til verksins fyrir hjartanu. Rann sóknar réttinn átti að halda í Lanyon, verzlunarbæ í sex mílna fjarlægð hinum megin við Ker- tith. Við urðum að leggja bílun-. hm í stórum hellulögðum fer- foyrningi hjá söltorginu. Bíll Phillips læknis var þar kominn, og einnig ibíll Julyans hershöfð- ingja. Aðrir bílar voru þar líka. Eg sá einhvern sem fór framhjá stara forvitnislega á Maxim, og hnippa svo í félaga sinn. “Eg held að eg verði hér”, sagði eg. “Eg held að eg fari ekki inn með ykkur eftir allt saman”. “Eg vildi ekki að þú kæmir”, sagði Maxim. “Eg var á móti því frá byrjun. Þér hefði verið miklu betra að vera heima í Mander- ley.” “Nei”, sagði eg. “Nei, það fer vel um mig að sitja hérna í bíln- um”. Frank kom og leit inn um gluggann. “Ætlar frú de Winter ekki að koma inn?” “Nei”, sagði Maxim. “Hún vill vera hér í bílnum”. “Eg held að það sé rétt af henni”, sagði Frank. “Það er hreint engin ástæða til þess að hún ætti að vera viðstödd. Við verðum ekki lengi”. “Það er allt í lagi”, sagði eg. “Eg skal hafa til sæti handa þér”, sagði Frank, “ef að þér skyldi snúast hugur.” Þeir fóru og skildu mig eftir sitjandi í bílnum. Það var lokað snemma þennan) dag. Búðirnar voru heldur illa útlítandi og fáskrúðugar. Það sást ekki margt fólk á ferð. Lan- yon var ekki skemmtilegur stað- ur fyrir fólk að eyða frídögum sínum í, hann var of langt inni í landi. Eg sat og horfði á mann- lausar og þögular búðirnar. Tím inn leið. Eg hugsaði um hvaðj þeir væru að gera, líkskoðarinn, j Frank, Maxim, Julyan hershöfð- ingi. Eg fór út úr bílnum og fór að ganga upp og niður sölutorg- ið. Eg leit inn um búðarglugga. Svo hélt eg áfram að ganga um torgið. Eg sá lögregluþjón sem vak^aði mig forvitnislega. Eg snéri inn á hliðargötu til þess að verða ekki á vegi Ihans. Einhvern veginn óafvitandi komst eg að því að eg var komin að bygging- unni sem rannsóknarrétturinn var haldinn í. Það íhafði ekki ver- ið mikið auglýst ’á hvaða tíma ihann yrði, og þessvegna var ekk ert fólk að bíða þar eins og eg hafði óttast og búist við. Það virt ust ekki vera margir þar. Eg fór upp tröppurna og stóð rétt fyrir innan hurðina. Lögregluþjónn i kom þar allt í einu á vettvang. I “Vildir þú finna einhvern?” sagði hann. “Nei”, sagði eg. “Nei”. “Þú mátt ekki bíða hér”, sagði hann. “Eg bið afsökunar”, sagði eg. Eg fór út á tröppurnar og ætlaði ofan á götuna aftur. “Fyrirgefðu mér frú”, sagði hann, “ertu ekki frú de Winter?” “Jú”, sagði eg. “Auðvitað er það þá allt annað mál”, sagði ihann. “Þú mátt bíða hér ef þú viit. Vildirðu fá þér sæti inni í þessu herbergi?” Hann vísaði mér inn í lítið her- bergi sem leit út eins og biðher- bergi á járnbrautarstöð. Eg sat þar með hendurnar í kéltunni. Fimm mínútur liðu. Ekkert gerð ist. Þetta var verra heldur en að vera úti, verra heldur en að sitja í bílnum. Eg stóð upp og fór út í ganginn. Lögregluþjónninn stóð þar ennþá. “Hvað ætli þetta standi lengi yfir?” sagði eg. “Eg skal fara og spyrja um það ef þú villt sagði hann. Hann hvarf inn úr ganginum. Eftii*fá- ein augnablik kom hann aftur.— “Eg held að þetta geti ekki stað- ið yfir mikið lengur”, sagði hann. “Herra de Winter var rétt að bera vitni í málinu. Kapteinn Searle, og kafarinn, og Phillips læknir hafa lagt fram sín sönnunargögn. Það er aðeins einn eftir að tala,‘ herra Tabb, bátasmiðurinn frá Kerrith”. “Þá er því hér um bil lokið, sagði eg. “Eg geri ráð fyrir því, frú”, Svo sagði hann, eins og hon-J um hefði hugsast það allt í einu: “Mundirðu vilja heyra það sem eftir er af vitnaleiðslunni? Það er sæti rétt fyrir innan dyrnar. Ef að þú smeygir þér inn núna þá tekur enginn eftir því.” “Já”, sagði eg. “Já, eg held að eg geri það”. Því var nálega lokið. Maxim hafði lokið framburði sínum. Mér var sama um hitt. Það var Maxim sem eg vildi ekki hlusta á. Eg hafði verið of taugaóstyrk til að hlusta á framburð hans. Þess- vegna fór eg ekki inn með hon- um og Frank í fyrstunni. Nú gerði það ekkert til. Hans þátt- töku var lokið. Eg fylgdi lögregl u þjóninum eftir, og hann opnaði hurð við enda gangsins. Eg fór inn, og settist niður rétt fyrir innan dyrnar. Eg beygði höfuðið svo mikið til þess að eg þyrfti ekki að líta á.neinn. Herbergið var minna en eg hafði ímyndað mér. Frekar heitt þar inni og loftlítið. Eg hafði búist við stórum húsgagnasnauð um sal með bekkjum eins og í kirkju. Maxim og Frank sátu yfir í hinum endanum. Líkskoð- arinn var horaður, aldurhníginn maður með nef-klemmu gleraugu. j Það var fólk þarna sem eg þekkti ekki .Eg gaf því auga án þess að láta bera á því. Hjartað kippt- ist skyndilega við í brjóstinu á mér þegar eg sá frú Danvers þar. Hún sa alveg aftast. Og Favell við hliðina á henni. Jack Favell,! frændi Rebeccu. Hann hallaði sér áfram í sætinu og studdi höndun um undir hökuna, og horfði stöð ugt á dómara rannsóknarréttar- ins, herra Horridge. Eg hafði ekki búist við að hann yrði þarna. Eg fór að hugsa um hvort Maxim hefði séð Favell. James Tabb, bátasmiðurinn, var nú að standa upp og réttar- dómarinn bar upp fyrir hann spurningu. “Já, herra minn, eg breytti bát frú de Winters. Hann var fransk ur fiskbátur í fyrstunni og frú de Winter keypti hann fyrir sama sem ekkert yfir í Brittany, og lét flytja hann hingað. Hún lét mig hafa verkið að breyta honum og búa til úr honum litla lysti- snekkju”. “Var báturinn í góðu ásigkomu lagi og fyllilega sjófær?” “Hann var það þegar eg lét hann frá mér í apríl síðast liðið ár. Frú de Winter lagði hann upp eins og venjulega hjá mér í bátastöðinni í október, og svo í marz fékk eg boð frá henni að sjá um allan útbúnað eins og vanalega, seml eg gerði. Það mundi hafa verið fjórða sumar- ið sem frú de Winter íhafði bát- inn eftir að eg breytti honum fyr ir hana." “Hafði það nokkurn tíma kom ið fyrir að bátnum hætti við að kollsigla sig áður?” “Nei, herra minn. Eg mundi fljótlega hafa fengið að heyra það hjá frú de Winter ef eitthvað slíkt hefði komið fyrir. Hún var ákaflega ánægð með bátinn að öllu leyti, eftir því sem hún sagði mér.” “Eg geri ráð fyrir að það hafi þurft að gæta mikillar varúðar að fást við að sigla bátnum?” sagði dómarinn. .“Jæja, já Iherra minn, allir verða að vera aðgætnir og hafa auga á öllu, þegar þeir sigla bát- um, eg skal ekki neita því. En bátur frú de Winter var ekki einn af þessum litlu völtu kænum sem ekki er hægt að líta af eitt augnablik, eins og sumir bátarnir sem maður sér í Kerrith. Hann var sterkbyggður og stöðugur, og fór vel í sjó og þoldi mikið hvassveður. Frú de Winter hafði siglt honum í verra veðri en nokk urn tíma var það kvöld. Það voru aðeins dálitlar vindkviður með köflum. Það er sem eg hefi allt- af sagt síðan. Eg get ekki skilið hvernig bátur frú de Winter gat farist í ekki verra veðri en var það kvöld”. “En ef að frú de Winter fór ofan undir þiljur eftir yfirhöfn eins og talið er víst að hún hafi get, og ef að skyndilegur svifti- bylur ihefði komið ofan af höfð- anum, þá hefði Iþað verið nóg til að slá bátnum flötum?” spurði dómarinn. Tabb hrissti höfuðið. “Nei”, sagði hann þrákelknislega, “eg get ekki séð annað en báturinn hefði átt að þola það, jafnvel þó að slíkt hefði komið fyrir”. “Jæja, eg er þó hræddur um að það hafi hlotið að koma fyrir”, sagði réttardómarinn. “Eg held ekki að iherra de Winter eða nokk rum öðrum detti í hug að halda því fram að smíði þitt og útbún- aður á bátnum eigi hina minnstu sök að því að þetta slys vildi til. Þú útbjóst bátinn í byrjun þeirr ar árstíðar sem skemmtisiglingar fara fram á, hann var þá sjófær og traustur að öllu leyti að þín- um dómi, og það er hið eina sem eg þarf að vita. Til allrar ógæfu yfirsást frú de Winter í því að bregða sér frá stýrinu eitt augna blik og hún drukknaði og sökk með bátnum. Þessháttar slys hafa komið fyrir áður. Eg endurtek það að við gefum þér þetta ekki að sök að neinu leyti.” “Afsakið mig, herra minn”, sagði ibátasmiðurinn, “en það er dálítið meira við þetta að at- huga. Og ef að þú vildir leyfa mér það þá mundi mig langa til að gefa frekari skýringu.” “Gott og vel, haltu áfram”, sagði rannsóknardómarinn. “Það er þetta, iherra minn. Eft- ir að slysið vildi til í fyrra gaus óskemmtilegur orðrómur upp meðal fjölda fólks í Kerrith um bátasmíði mitt. Sumir sögðu að! eg hefði látið bát frú de Winter frá mér lekan og fúinn. Eg fékk ekki tvær eða þrjár pantanir vegna þess sem eg hefði annars fengið. Það var mjög ósann- gjarnt, en fáturinn var sokkinn, og eg gat ekkert sagt til þess að hreinsa mig af þessum áburði. Svo strandaði eimskipið, eins og við vitum öll, og bátur frú de| Winter fannst, og var náð upp af sjávarbotninum og fluttur upp á Pmt^ssional and Business -== Directory=----- Thorvaldson, Eggertson Bastin & Strínger Lögfræðingar BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage Ave. og Garry St. Sími: WHitehall 2-8291 J þurt land. Kapteinn Searle sjálf ur gaf mér leyfi í gær til þess að líta á ibátinn, og gerði eg það. Mig langaði til að ganga úr ^kugga um það að viðgerðir mín ar á honum hefðu verið taustar, þrátt fyrir það að 'hann var bú- inn að liggja á sjávarbotni í meira en tólf mánuði”. “Jæja, það var mjög eðlilegt —”, sagði annsónkar dómarinn, “og eg vona að þú hafir verið ánægður”. “Já, herra minn, eg var það. Það var ekkert að bátnum hvað viðgerðirnar og útbúnaðinn snerti. Eg skoðaði hann grand- bæfilega þegar kapteinn Searle var búinn að lyfta honum upp á byrðings^búlkana. Hann hafði sokkið í sendinn botn. Eg spurði kafarann um það, og hann sagði mér að svo hefði verið. Hann hefði alls ekki snert skerjagarð- inn sem var full fimm fet frá þeim stað sem hann lá. Hann hafði legið á sandi, og það sást hvergi á honum að hann hefði snert klett.” Hann þagnaði. Rannsóknar dómarinn leit á hann með eftirvæntingu. “Jæja”, sagði hann, “hefirðu lokið fram- burði þínum?” “Nei, herra minn”, sagði Tabb með áherzlu, “eg hefi ekki lokið við það sem mig langar til að segja. Það sem mig langar til að vita er það Hver bjó til göt á plankaklæðningu bátsins. Það voru ekki göt eftir kletta. Næsti klettur var fimm fet í burtu. Auk þess var það ekki sú tegund af götum sem kemur af því að rek- ast á kletta. Það voru göt búin til með járngöddum”. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ph. WH 3-2984 FRESH CUT FLOWERS DAILY PLANTS IN SEASON WE SPECIALIZE IN - Wedding and Concert Bouqueta and Funeral Designs. — Icelandic Spoken — aTs! Bardal Limited FUNERAL home Established 1894 843 SHERBROOK ST Phone SPruce 4-7474 Winnipeg Erlingur K. Eggertson L13. Barriíter, Solidtor, Notary Public DE GRAVES Se EGGERTSON >00 Power Building — Winnipeg 1 WH 2-3149 — Res. GL 2-6076 M. Einarsson Motors Ltd Buying and Seffia* New and ~ Good Uted Can Distributon for FRAZER ROTOTILLER and Partí Servict 99 Osbome St. Phone 4-439' Halidór Sigurðsson te SON LTD. Contractor & Buílder Office and Warehouse. 1410 ERIN ST. Ph. SPmce 26860 Res. SP. 2-1272 VETURINN er tíminn að nota LÁN TTL HÚSA EÐA HEIMILIS AÐGERÐA sem stjórnin stendur að baki og fáanleg eru nú hjá bönkum Breyting eða viðgerð á iheimilum utan sem innan að meðtöldum bílskúr eða útibyggingum. Einnig kaup, innsetning, viðgerð eða endurbætur hitunar kerfisins. Af rafljósa og orkukerfa og ploming. Septic tanka og sambands við afrensli. Af stormhurðum og gluggum, vírnetagluggum og gluggahlifum. Einnig málning, pappírslagning og venjuleg skreyting, sinking, eða umbætur á brunnum og öðru heima við. LÁN TIL HEIMILISUMBÓTA, eru fáanleg á lágri rentu, upp að $4000.00 og til 10 ára af- borgunar. Til frekari skýringa—Eigið við banka yðar um það, að hafa verkið unnið að vetrinum, þegar menn og efni er fáanlegt. BÆNDITR Spyrjið um þessi umbótalán sem stjórnin stendur að baki og fáanleg eru í banka yðar, að upphæð $5000.00 og til 10 ára að endurgreiða. Lán fyrir áhöld og gripi eigi síður en umbóta á heimilinu. Hví að bíða til sumars— GERIÐ ÞETTA NÚ ÞEGAR! Issued by Authority of Hon. Michael Starr, Minister of Labour Off- SP. 4-5257 Res. SP. 4-6753 Opposite Matemity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets - Cut Flowers Funeral Designs — Corsages Bedding Plants S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKÉN MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRING8 MAN UFACTURED and REPAIRED Shock Ahsorbers and Coil Spring* 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - P. T. GUTTORMSSON, B.A. LL.B. Barrister, Solitítor tc Notary 474 Grain Exchange Bldg. ÍA>mbard Ave. L Phone 92-4829 guaranteed watch. íc a REPAIRS SARGENT JEWELLE H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, C Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset e/~' SK YR LAKELAND DAIRIES LTD SELKIRK, MAN. PHONE 3681 At Winnipeg IGA FOOD MARKET 591 Sargent Avenue CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. Page, Managing Director WHOLESALE DISTRIBUTORS OF FRESH and FROZEN FISH 311 CHAMBERS STREET Office phone: SPruce 4-7451 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNT4NTS arn: AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. SP. 4-4558 Res. VE. 2-1089 9 S._

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.