Heimskringla - 08.07.1959, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.07.1959, Blaðsíða 3
WINNIPEG 8. og 15. JÚLf ’59 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA henni. Hvað gerðist þá? Út með það. Hvað gerðist?” Ben hrökklaðist aftur á bak út að veggnum. ‘‘Eg sá ekkert”, sagði hann. “Mig langar til að vera heima. Eg ætla ekki að fara á vitfirringahæli'ð. Eg hefi aldrei séð þig. Aldrei, áður. Eg sá aldrei þig, og hana í skógin- um’. Hann fór að hrína og gráta eins og barn. “Þú vitlausa litla fjörurotta”, sagði Favell hægt, “þú bölvaða vitlausa fjörurotta”. Ben var að þurka sér um aug un á treyju erminni sinni. “Þetta vitni þitt virðist ekki hafa styrkt þig mikið”, sagði Julyan hershöfðingi. “Vitna- leiðslan hefir ekki verið mikið annað en tímaleyðsla, er það eikki? Óskarðu eftir að spyrja hann að nokkru öðru?” “Það er samsæri”, hrópaði Favell. “Samsæri á móti mér. Þið eruð öll í því, hvert einasta ykkar. Einhver hefir keypt iþenn an fábjána til þess að bera fram þessar svívirðilegu lygar”. “Eg held að það ætti að lofa Ben að fara heim til sín”, sagði hershöfðinginn. “Gott og vel, Ben”, sagði Max im. “Robert skal fara með þig aftur. Og enginn skal láta þig á vitfirringahæli, vertu ekkert hræddur um það. Segðu Robert að ná í eitthvað handa honum i eldhúsinu,” sagði hann við Frank. “Kalt két, eða hvað sem hann langar í”. “Það er þóknun fyrir trúa þjón ustu, er það ekki?” sagði Favell. “Hann hefir unnið þarft dags- verk fyrir þig í dag, Max, hefir hann ekki gert það?” Frank fór metS Ben út úr her- berginu. Julyan leit á Maxim. “Þessi náungi leit út fyrir að vera frávita af hræðslu”, sagði hann, “hann titraði eins og lauf- blað. Eg vaktaði hann. Honum ihefir aldrei verið misþyrmt, er það?” “Nei”, sagði Maxim, “hann er algerlega meinlaus, og eg hefi alltaf lofað honum að vera hvar sem hann hefir viljað vera að dunda í skóginum og niðri við ströndina.” “Hanrt hefir verið ihræddur ein hvern tíma”, sagði hershöfðing- inn. “Hann ranghvolfdi augun- um, alveg eins og hundur gerir 'þegar einhver ætlar að berja hann.” “Jæja, hversvegna barðirðu hann þá ekki?” sagði Favell. — “Hann hefði munað fljótt eftir mér ef að þú hefðir barið hann. Ó, nei, hann á að fá góðan kvöld- mat fyrir vinnu sína í kvöld. Ben verður ekki barinn”. “Hann hefir ekki styrkt fram- burð þinn, er það?” sagði Julyan rólega, “við erum um nákvæm- lega þar sem við vorum. Þú get- ur ekki kornið með snefil af sönnunum á móti de Winter og iþú veitzt það. Aðal rökin sem þú barst fram standast alls ekki. Fyrir dómsrétti, Favell, mundir þú ekkert hafa til að styðjast við. Þú segir að þú hafir verið tilvonandi eiginmaður frú de Winter, og að þið 'hafið fundist leynilega í þessu húsi fyrir ofan fjöruna. Jafnvel þessi vesalings fáviti sem var inni í þessu her- bergi rétt áðan sver að hann hafi aldrei séð þig. Þú getur engin rök fært fram fyrir þinni eigin sögu er það,” “Get eg það ekki?” sagði Fa- vell. Eg sá að hann brosti. Hann kom yfir að eldstæðinu og hringdi 'bjöllunni. “Hvað ertu að gera?” sagði Julyan hershöfðingi. “Bíddu augnablik og þú munt sjá þa'S”, sagði Favell. Frið svar aði hringingunni. “Biddu frú Danvers að koma inn hingað”, sagði Favell. Frið Ihöfuðið stuttlega. Frith fór út leit til Maxims. Maxim hneigði úr iherberginu. Er ekki frú “Er ekki frú Danvers ráðs- konan hér?” sagði Julyan. “Hún var einnig persónuleg INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU A ÍSLANDI Reykjavík.Björn Guðmundsson, Grenimel 26, Reykjavík ICANADA Árnes, Man............................. Árborg, Man----------------------- Tímóteus Boðvarsson Baldur, Man............................... T. E. Oleson Bredenbury, Sask__JHalldór B. Johnson, Churchbridge, Sask. Churchbridge, Sask-------------------Halldór B. Johnson Cypress River, Man--------------------- Elfros, Sask....................... Rósmundur Árnason Eriksdale, Man._______________________ ólafur Hallsson Foam Lake, Sask........... Rósm. Árnason, Elfros, Sask. Fishing Lake, Sask.........Rósm. Árnason, Elfros, Sask. Gimli, Man------------------------------- Th. Pálmason Glenboro, Man_____________________________T. E. Oleson Hayland, Man---------------------------Sig. B. Helgason Hecla, Man___________________________ Jóhann K. Johnson Hnausa, Man____________________________.Gestur S. Vídal Langruth, Man______________________ Mrs. G. Thorleifsson Leslie, Sask......................... Th. Guðmundsson Lundar, Man.............................. D. J. Líndal Mozart, Sask----------------------------Thor Asgeirsson Otto, Man______________________D. J. Líndal, Lundar, Man. Piney, Man—.......................—........S. V. Eyford Riverton, Man------------------------ Einar A. Johnson Selkirk, Man......................................Einar Magnússon Silver Bay, Man..........................Hailur Hallson Steep Rock, Man___________________________Fred SnædaJ Stony Hill, Man------------ D J. Líndal, Lundar, Man. Tantallon, Sask_________________________Árni S. Árnason Vancouver, B. C.....Gunnbj. Stefánsson, 1075—12 Ave. W. Winnipeg—--------------------------- Gestur Davidson Winnipegosis, Man.............................. Oliver Wynyard, Sask.....— í bandarikjunum Akra, N. D--------- Bellingham, Wash___ Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. Árni Simonarson Blaine, Wash........................... Árni Simonarson Boston, Mass........................Palmi M. Sigurdsson Cavalier, N. D- Crystal, N. D. Edinburg, N. D____ Gardar, N. D______ Grafton, N. D_____ Hallson, N. D----- Hensel, N. D----__ Ivanhoe, Minn._ -----Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D. Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D. Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D. Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D. - Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Stefán Indriðason, Mountain P.O., N.D. .......S. Goodman Milton, N. Dak_____________ Minneota, Minn............. Mountain, N. D--Stefán Indriðason, Mountain P O N D. Seattle, 7 Wash---j. j. Middal, 6522 Dibble Ave.,’N.W. The Viking Press Ltd. Wmnipeg, Manitoba vinkona Rebeccu”, sagði Favell. “Htún var með henni mörg ár áður en hún giftist, og ól hana eiginlega upp. Þú munt komast að því að Danny reynist allt öðru vísi vitni en Ben var”. Frank kom aft-ur inn í herbergið. “Ertu nú búinn að koma Ben í rúmið?” sagði Favell. Búinn að gefa hon um kvöldmat og segja honum að hann væri góður drengur? í þetta skifti verður það ekki alveg eins auðvelt fyrir ykkur sem að sam- tökunum standið”. “Frú Danvers á að koma ofan”, sagði Julyan. “Favell virðist halda að hann geti fengið eitt- hvað út úr henni“. Frank leit fljótlega til Max- ims Julyan sá augnatilitið. Eg sá að hann beit fastara saman vör- unum. Og fr-ú Danvers kom inn í herbergið. Ef til var það vegna þess að eg hafði venjulega séð hana eina, og í samanburði við mig hafði hún virzt há og grannholda, en i nú leit hún út fyrir að hafa j skorpnað og rýrnað, og vera enn þá visnari en eg hafði áður tekið eftir, og eg sá að hún varð a<5 líta upp til Favells, Franks og Maxims. Hún stóð fyrir innan dyrnar, og hé-lt að sér höndunum, og horfði frá einum til annars. “Gott kvöld frú Danvers”, sagði Julyan hershöfðingi. “Gott kvöld, herra minn” sagði hún. Rödd hennar var ellileg, köld og hljómlaus, samskonar rödd og eg hafði heyrt hana nota svo oft. “Fyrst af öllu, frú Danvers, langar mig til að spyrja þig spurningar”, sagði Julyan, “og hún er þessi: var þér kunnugt um náið vinfengi milli hinnar látnu frú de Winter og herra Favells hérna?” “Þau voru systkinábörn”, “Eg átti ekki við blóðtengsli, frú Danvers. Eg á við eitthvað nánara en það.” “Eg er hrædd um að eg skilji þig ekki, herra minn”, sagði frú Danvers. “ó, láttu ekki svona, Danny”, sagði Favell. “Þú veitzt fjandi vel hverju hann er að grafast eft ir. Eg er búinn að segja Julyan hershöfðingja það, en hann virð- ist ekki trúa mér, að Rebecca og eg hefðum -búið saman með köfl um í mörg ár, höfðum við ekki gert það? Hún elskaði mig, gerði -hún það ekki?” Mér til undrunar horfði frú Danvers á hann augnablik þegj- andi, og það var fyrirlitning í augnaráðinu. “Þa ðgerði hún ekki”, sagði hún. “Hlustaðu nú á mig, þitt gamla fífl . . .” byrjaði Favell, en frú Danvers tók fljótt fram í fyrir honum. “Hún elskaði þig ekki, eða hr. de Winter. Hún elskaði engan. Hún fyrirleit alla karlmenn. H-ún var fyrir ofan allt slíkt.” Favell blóðroðnaði af reiði.— “Hlustaðu nú. Kom hún ekki ofan götuna gegnum skóginn til móts við mig, kvöld eftir kvöld? Vaktir þú ekki eftir henni. Var hún ekki hjá mér í London um helgar?” “Jæja”, sagði frú Danvers í skyndilegri geðshræringu, “og hvað um það, ef að svo var? Hún hafði fullan ré-tt til þess að skemmta sér, er ekki svo? Ásta- mök voru leikur hvað hana snerti —aðeins leikur. Hún sagði mér það. Hún gerði það vegna þess að það vakti hlátur hjá henni Það var henni -hlátursefni, segi eg. Hún hló að þér eins og hún hló að öllum hinum. Eg hefi vit að hana koma aftur Iheim og sitja á rúminu sínu uppi á lofti og hlæja sig máttlausa aÖ ykkur öllum”. Það fvar eitthvað hræðilegt og viðbjóðslegt við þennan skyndi- lega orðastraum, eitthvað and- styggilegt og óvænt. Hann fyllti mig megnasta viðbjóði, jafnvel þó, að mér væri kunnugt um alt þetta áður. Maxim var orðinn mjög fölur. Favell starði á hana tómlátlega eins og hann hefði ekkert skilið. Julyan rjálaði við litla yfirskeggið á sér. Enginn sagði neitt í fáeinar mínútur. Og það heyrðist ekkert nema þetta eilífa regnhljóð. Svo fór frú Dan vers að gráta. Hún grét eins og hún hafði gert um morguninn í sverfnherberginu. Smám saman, hægt og hægt, hætti hún að gráta. Hún stóð grafkyr, og reyndi að koma and litinu í samt lag, og hún hélt höndunum þétt að sér. Að lokum þagnaði hún alveg. Þá sagði Jul- yan hershöfðingi ihægt og sein- lega. “Frú Danvers, geturðu hugsað þér nokkra ástæðu ihversu fráleit sem hún virtist, fyrir því að frú de Winter mundi hafa fyrirfarið sér?’ Frú Danvers, kyngdi munn- vatninu. Hún hélt áfram að rjála með höndunum við svarta kjól- inn sinn. Hún hrissti höfuðið.— “Nei,” sagði hún. “Nei.” “Þarna sérðu”, sagði Favell fljótt. “Það er óhugsandi. Hún veit það eins vel og eg. Eg er búinn að segja þér það.” “Geturðu ekki setið á þér og verið hægur” sagði Julyan hers- höfðingi. “Lofaðu frú Danvers að hafa tíma til að hugsa. Við erum því öll samþykk að á yfir borðinu er hugmyndin fjarstæða, getur ekki komið til greina. Eg rengi ekki eða deili um sann- leiksgildi framburðar þíns hvað þennan miða snertir. Hann er til sýnis ihér fyrir okkur öll. Hún skrifaði þér þann miða einhvern tíma meðan hún var í London. Það var eitthvað sem hún þurfti að segja þér. Það gæti hugsast að ef við vissum -hvað þetta eitt- hvað var þá fengjum við, ef tli vill svar við þessari hræðilegu ráðgátu. Láttu frú Danvers lesa miðann. Það má vera að hún gæti gefið einhverjar skýringar um efni hans.” Favell yppti öxlum. Hann þreifaði ofan -í vasa sinn eftir miðanum og fleygði honum á gólfið við fætur frú Danvers. Hún laut niður og tók hann upp. Við sáum varir hennar bærast þegar hún las orðin. Hún las hann tvisvar yir. Svo hrissti hún höfuðið. ‘Það er ekki til neins -gagns”, sagði ‘h-ún. “Eg veit ekki hvað hún hefir átt við. Ef það var eitt hvað áríðandi sem hún þurfti að segja herra Jack þá hefði hún sagt mér það fyrst.’ ’ “Þúl sást hana aldrei þetta kvöld?” “Nei, eg var ekki heima. Eg fór til Kerrith og var þar allan seinni hluta dagsins og fram á kvöld. Eg get aldrei fyrir-gefið sjálfri mér það. Aldrei meðan eg lifi.” “Þá veitztu ekki um neitt sem hún gæti hafa -haft í ihuga, þú getur ekki hugsað þér neina úr- lausn, frú Danvers? Þessi orð — eg þarf að segja þér nokkuð— veita þér alls enga skýringu á því hvað hún gæti hafa átt við?” “Nei”, svaraði hún. “Nei, herra minn, alls enga.” “Veit nokkur hvernig hún eyddi tímanum í London þennan dag?” FRÚ STELLA MILLER Þessi glæsilega unga kona var Fjallkona á Íslendingadeginum, sem haldinn var ií Seattle 17. júní. Frú Stella er fædd og uppalin á ís- landi, en gift amerískum manni, Frank Miller að nafni. Professional and Business .......Directory— Thorvaldson, Eggertson Bastin & Stringer Lögfræðingar BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage Ave. og Garry St. Sírai: WHitehall 2-8291 1 Off. SP. 4-5257 Res. SP. 4-675S Opposite Maternity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets — Cut Flowers Funeral Designs — Corsages Bedding Plants S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ph. WH 3-2934 FRESH CUT FLOWERS DAILY PLANTS IN SEASON WE SPECIALIZE IN - Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs. — Icelandic Spoken — A. S. Bardal Limited FUNERAL HOME Established 1894 843 SHERBROOK ST Phone SPruce 4-7474 Winnipeg ’L MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springi 175 FORT STREET Winnipeg Phone WHitehall 3-7487 S.--------------------—-----r P. T. GUTTORMSSON, B.A. LL.B. Barrister, Solicitor tc Notary 474 Grain Exchange Bldg. Lombard Ave. L Phone WHitehall 2-4829 Erlingur K. Eggertson BA, LJL.B. Barrister, Solidtor, Notary Public DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Building — Winnipcg 1 WH 2-3149 - Res. GL 2-6076 Hvernig á að brugga hvíthvótt til sótthreinsunar Það er auðvelt, ódýrt og varan- legt og heldur hreinum bænda- býlum. Blandið 1 pundi af Gilletts Lye í 5 1/2 galon af vatni, og síðan bætið i það 2 1/2 pund af vatns-blönduðu líni. Bursta, eða betra er að sprauta því á svo það ifylli betur sprung- ur og ójöfnur á yfirborÓinu. Áður en sprautað er, sígið það gegnum þétt vírnet svo ójöfnurnar verði eftir. Þegar búið er að sprauta, hellið yfir það hreinu vatni. Ef frekari upplýsingar vanta, þá skrifið til Standard Brands Limited, 550 Sherbrooke St., W„ Montreal, og yður verður -sent frítt, pési um hvernig eigi að nota Gillett’s Lye. GL-169 L Halldór Sigurðsson tc SON LTD. Contractor & Bullder • Office and Warchousei 1410 ERIN ST. Ph. SPruce 2-6860 Res. SP. 2-1272 J F- GUARANTEED WATCH. ic CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 8-3170 c'— — SK YR LAKELAND DAIRIES LTU SELKIRK, MAN. PHONE 3681 At Winnipeg IGA FOOD MARKET 591 Sargent Avenue CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. Page, Managing Director WHOLESALE DISTRIBUTORS OF FRESH and FROZEN FISH 311 CHAMBERS STREET Office phone: SPrucc 4-7451 Umboð Heimskringlu á Lang- ruth hefir Mrs. G. Lena Thor- ieifson góðfúslega tekið að sér. Eru áskrifendur blaðsins beðnir að afhenda henni gjöld og yfir- leitt greiða fyrir starfi hennar eins og hægt er. GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. SP. 4-4558 Res. VE. 2-1080 S.------------------------^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.