Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1888, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1888, Blaðsíða 3
107 II. Um búsetu fastakaupmanna á Islandi. Samkvæmt tillögu frá Skúla Thoroddsen var eptir litlar umræður sam- þykkt í einu hljóði svofelld fundarályktun: Fundurinn skorar á alþingi að semja og sampykkja lagafrumvarp, er geri fasta- kaupmönnum á íslandi að skyldu, að vera búsettir hér á landi. III. Kvennfrelsismálið. Skdli Thoroddsen las upp áskorun til pingvaUa- fundarins frá 73 konum í ísafjarðarsýslu um aukin réttindi kvenna, og ápekka áskor- un las upp Pétur Jónsson, fulltrúi Suður- Tpingeyjars., frá 27 konum á fundi á Ein- arsstöðum. Eptir nokkrar umræður var sampykkt að kjósa 3 manna nefnd, og hlutu kosningu: Skúli Thoroddsen (19 atkv.), Pétur Jónsson (17 atkv.) og Hannes Haf- stein eptir hlutkesti milli hans og Jönasar Jónassonar, er hlutu jöfn (7) atkvæði. Nefndin kaus fyrir framsögumann H. Hafst., og var síðari fundardaginn sam- pykkt i e. hl. svofel.ld tíllaga nefndarinnar: „þingvallafnndurinn skorar á alpingi að gefa málinu um jafnrétti kvenna við karla, sem mestan gauiu, svo scm með því f'yrst og fremst að samþykkja frumvarp, cr vcitir konum í sjálfstreðri stöðu kjörgengi í sveita- ogsafnaðarmálum, í ööl'U lagi með pví, að taka til rækilegrar íhugunar, hvernig eígnar- og fjórráðum giptra kvenna verði skipað svo, að rjettur peirra gagnvart bóndanum sé betur tryggður en nú er, í Jriðja lagi með pvi, að gjöra konum sem auðveld- ast að afla sér menntunar". Jbessi þrjú mal komu til umræðu fyrri fund- ardaginn, en málið um búsctu fastakaup- manna var þá eitt lcitt til lykta. Siðari fuudardaginn stóð fundurinn frá kl. 9 og 15 mín. f. h. til kl. 1 e. h. og M kl. 2 og 30 mín. til kl. 5 og 15 mín. o. h., og komu þú, au]c stjörnarskrármáls- hu og kvennfrelsismalsins eptirfylgjandi mál til umræðu Og alyktuiuir: IV. Um afnám amtmannaem- bættanna. Pétur Jónssou fiutti mál þetta inn a, fundinn, og var eptir nokkrar umræður samþykkt með öllum atkvæðum gegn 3 svolátandi fundara.lyk.tun: „Fnnduriirn skorar á alpingi að. halda enn fastlega fram afnámi amtmannaem- bættanna og koma á fót fjórðungsráðum". V. Gufuskipamálið flutti Frið- björn Steinsson inn á fundinn, og spunn- ust um pað alllangar umræður, er lýstu hinni almennu óánægja manna á liinu ein- ræðislega fyrirkomulagi hinna dönsku strand- ferða, er pykja fremur til styrktar dönsk- um selstöðukaupmönnum, en til eflingar innanlands viðskiptum, Fundarstjóri Björn Jónsson bar fram svofellda tillögú: „Fundurinn skorar á alþingi að taka gufuskipamalið til sérstaklegrar íhugunar og vill mæla einkanlega með gufubáts- farðum eingöngu með ströndum fram og innfjarða". Skúli Thoroddsen lagði til að í stað orð- anna: „Fundurinn skorar á alpingi að taka gufuskipamálið til sérstaklegrar íhug- unar" kæmi; „Fundurinn skorar á al- pingi að veita framvegis ekkert fé til hins danska gufuskipafélags" og var breytingar- tillaga þessi sampykkt að við hðfðu nal'na- kalli með 15 atkv. gcgn 7 og sögðu Já: A. Fjcldsted, P. Fr. Eggerz. Skúli Thoroddsen, f>orst. Benediktsson, Arnór Arnason, Arni Arnason, P. Jóns- son, Svcinn Brynjölfsson, Jón Jónsson á Sleðbrjót, séra Piíll Pálsson, Guttormur Vigfiisson. próf, Jón Jónsson, Jön Ein- arsson, Jón Hjðrleifsson og Jón Sigurðss. Nei: séra Stefán Jónsson, séra Stef- án M. Jónsson, séra Einar Jónsson, Frb. Steinsson, séra Jón Stcingrímsson, J>órður Guðmundsson og H. Hafst. Fjarverandi voru Jón Jakobsson, Jön- as Júnasson og Magnús Helgason; en As- gcir Bjarnason og Páll Pálsson i Dæli greiddu ckki atkvæði. Tillaga Björns Jónssonar með áorð- inni brcytingu var pvi næst samþykkt með samhljóða atkvæðum. VI. Um afn.'im dónisvalds hæsta- rettar í Khöfn í íslcnzkuin málum va.r eptir nokkrar umræður samp. í einu hljóði tillága þcssi frá scra P. P.: „Fuudurinn skorar i'i alþingi að hlutast til um, að dómsvald landsins verði skip- að með lögum þannig, að hæstirettur í Kaupmannahufn verði oigi lengur æðsti •dómstóll í íslenzkum málunr'. VII. Landsskóli. Eptir tillögu frá Jóni Steingrímssyni var samþykkt svo- látandi tillaga í því máli: „Fundurinn skorar á alþingi að semja og samþykkja enn á ný frumvarp um stofnun landsskóla á íslandi". VIII. Um tollmál var samþykkt svolátandi tillaga frá fundarstjóra: „Fundurinn skorar á alþingi, að leitast við að rétta við fjárhag landssjóðs með tollum á óhdfs- og munaðarvöru, þar á meðal kaffi og sykri" og viðaukatillaga frá Arnór Arnasyni o. fl.: „svo og á alnavöru, glysvarningi og að- tíuttu smjöri". Samþykkt með 15 atkv. gegn 8, IX. Alþýðumenntunarmálið. Páll prestur Pálsson flutti mál þetta, og voru eptir litlar umræður sampykktar svo- felldar tillögur: 1. Fundurinn skorar á alpingi, að styðja alþýðumenntunarmálið eptir því, sem efni og ástæður landsins leyfa". Samþykkt með samhljóða atkv. 2. „Fundurinn skorar á alþingi, að aí- nema Möðruvallaskölann og verja heldur því fe, sem til hans gengur, til alþýðu- menntunar á annan hátt". Sainþ. að við höfðu naínakalli með 14 at- kv. gegn 13, og sögðu Já: séra Stefán Jónsson, Pétur Fr, Eggerz, séra Stefán M. Jónsson, Jón Ja- kobsson, Eiuar Jónsson, Arni Arnason, Pétur Jónsson, Sveinn Brynjólfsson, Jón Jónsson á Sleðbrjót, Jón Einarsson, Jön Hjörleifsson, Jón Sigurðss., Magn. Helga- son og þórður Guðmundsson. Nei: A. Fjeldsted, Asgeir Bjarnas.. Jporst. Benediktsson, Arnór Arnason, Páll Pálsson i Dæli, Frb. Steinsson, Jónas Jón- asson, séra Páll Pálsson, Guttormur Vig- i'iisson. próf. Jóu Jónsson, sera Jón Stein- grimsson. H, Hafstein og Björn Jónsson. Mcðan tvö liin síðast nefndu mál voru rædd, stýrði varaforseti Skúli Thoroddsen l'undi, og tók því eigi þátt í atkvæðagreiðslu um þau. X. Um fjölgun þingmanna var nálega í e. hl. samþ. svolátandi tillaga frá Skúla Tlioroddsen: „Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja log um breytingu á 15. grein

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.