Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1889, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1889, Side 2
62 faÓÐVILJINN, Nr. 16. aða fiskiverkun. Kaupfélag ísfirð- inga hafði í ár veitt úr varasjóði sínum 200 kr. til verðlauna fyrir vandaða verkun á saltfiski, og eptir tillögum kaupfélags- stjörnarinnar veitti sýslunefndin kaupfélag- inu 300 kr. í sama skyni. f>essum 500 kr. á að útbýta meðal kaupfélagsmanna einna af stjórn kaupfélagsins og tveim mönnuin, er sýslunefndin kvaddi til (Guðm. Odds- son og Matthías Ólafsson); var svo ráð fyrir gert, að fiskitökumenn félagsins tæki frá sýnishorn af fiski nokkurra Jieirra fé- lagsmanna, er vandaðasta vöru hafa, og vorðlauna öska, og komi sýnishorn pessi síðan tölusett, en án þess nafns eiganda sé getið, undir dóm verðlaunanefndarinnar, sem veitt getur 10—20 mönnum verðlaun, er að upphæðinni til fara eptir gæðum fisksins. —- Við umræðurnar um mál petta kom fram megnasta óánægja yfir pví, hvern- ig kaupmenn hér í sýslu spilla allri fiski- verkun, fyrst og fremst með hinni alræmdu blautfisksverzlun, og par næst með pví, að gefa cfnamönnum hæsta verð fyrir hvaða ópverra, sem peir koma með. IX. Styrktarsjóður handa ekkjum og börnum ísfirðinga, e r i s j ó d r u k k n a . Eptir tillögu odd- vita (Skúla Thoroddsen) ályktaði sýslu- nefndin í einu liljóði að fela öllum sýslu- nefndarmönnum að fara pess á leit við for- menn og útvegsmenn hver í sínum hreppi, að lagðir verði í ár 50 aurar af hlut vet- ur og vor til styrktarsjóðsins. Ef tillaga pessi næði eins góðum undirtektum sjó- manna, eins og vera ætti, myndi sjóðurinn í ár auðgast um full 2000 kr., og gæti á næsta ári tekið að starfa, pótt í smáum stýl væri, að sínu mannkærleiksfulla ætl- unarverki, að bæta úr neyð bágstaddra ekkna og barna drukknaðra sjómanna. Er vonandi, að hver sýslunefndarmanna hafi iieima í sveitum hugföst sín góðu orð og loforð á sýslufundinum. Auk mála peirra, sem nú eru nefnd, hafði sýslunefndin ýms fieiri mái til um- ræðu. Fundurinn var að venju haldinn í heyr- anda hljóði, og fylgdu áhéyrendurnir um- ræðunum með sýnilegum áhuga. Væri æskilegt, að vald sýslunefnda yrði innan skamms aukið svo, að pær hefði fullnaðaratkvæði í innanhéraðsmálum. UM AFNÁM VISTARSKYLIIUNNAR eptir Bjarna Gíslason á Ármúla. —-:o:— Eitt af áhugamálum margra betri manna, er menntun og menning vor alpýðumann- anna, og hafa komið fram ýmsar bending- ar pessu viðvíkjandi; bókleg menntun ung- menna hefir líka verið nokkuð aukin á seinni tímum, en verkleg menning virðist eiga erfitt uppdráttar. Eitt af pví, er að minni hyggju er til hindrunar á menningarbraut alpýðu, er hin eldgamla vistarskylda, er lögin leggja á oss almúgamenn. J>essi ópokki hefir lengi verið talinn bjargvættur bænda, en mér finnst hann réttnefndari meinvættur, og auð- sætt fótakefli á framfaravegi alpýðu. í vel flestum vistnm er of priingt lit- sýni fyrir hið fjöruga og vonríka ungmenni, til að geta fengið yfirlit yfir hið stóra og fjölbreytta verksvið lifsins. J>að er álitið, að búnaðarhættir og heim- ilisstjórn séu almennt í miklu ólagi hér á landi, enda virðist menningarleysi og vesal- dómur bænda staðfesta petta; en af pessu leiðir aptur, að vistin á mörgum heimilum hlýtur að vera fremur spillandi en bæt- andi undirbúningur fyrir húsbændaefni, og eg álít, að miklu hollara væri fyrir menn að mega Iitast dálítið um, og læra að tefla upp á sínar eigin spýtur, heldur en með lögum að vera pvingaðir í vistir, par sem máske ekki er annað að sjá og læra, en sóðaskap og fyrirhyggjuleysi, eða annað enn lakara. Með pví að vera öðrum óháðir og purfa sjálfir að sjá fyrir pörfum sínum, mundu menn fyr fá sjálfstæðar skoðanir, læra að treysta á sjálfa sig, og temja sér framtakssemi og hagsýni, í stuttu máli, menn myndu verða miklu nýtari félagsmenn, en með pví að kúldast í misjöfnum vistum ár eptir ár. Hjú hafa peirri aðalskyldu að gegna, að hlýða fyrirmælum húsbænda sinna, hvort sem pau eru byggð á nokkru viti eða engu, en mjög lítið tækifæri hafa pau til að reyna á eigið hugvit og framkvæma pað, er peim sjálfum sýnist bezt fara; og pegar pær skoðanir hjúsins, er pað pykist sannfært um, að miði til heilla og hagsælda, eru að vettugi vii-taf, pá er eðlilegt, að pví leiðist að berja höfðinu við pann stein, pað hætt- ir að láta skoðanir sínar í ljósi, og íhuga og meta hið sanna og verulega gildi hlut- anna, og mun afleiðingin opt verða sú, að pað gerir skipanir húsbamda sinua með minnkandi alúð, og inissir jafnframt smátt og srnátt allan áhuga til fyrirhyggju og framtakssemi. Yistarskyldan hefir pannig fremur deyfandi en örfandi áhrif á hugi manna. I sjálfsmennsku hafa menn meiri og fjöl- breyttari parfir en í vistum; par láta eigin parfirnar til sín heyra í fullum nueli, ann- aðhvort að duga eða drepast; að bjarga sér, frá örbirgð og volæði; en pað er seint, pegar menn purfa að veita heimili forstöðu, að fara pá fyrst að læra ráðdeild og útsjón. og mér finnst eðlilegt að sá, scm nokkurn tíma hefir verið sjálfum sér ráðandi, hvort heldur í lausamennsku eða nnnari stöðu, hljóti að vera betur undir búsýslu búinn, en hjú, sem allt af hefir rétt fætur undir annara borð, aldrei purft, og máske litla löngun liaft til, að bera umhyggju fyrir eigin pörfum. Yistarskyldan gefur mönnum tilefni til að varpa áhyggjum sínum á aðra, en sjálfs- mennska heimtar fyrirhyggju, og hefir pví örfandi áhrif á hugsunarhátt manna. Flestum mun finnast, að vistarskyldan gangi of nærri almennum mannréttindum. enda hygg eg bágt að neita pví, að hún sé óeðlilegt hapt á atvinnufrelsi alpýðu og ætti pað eitt að vera nóg, til að víkja henni. frá völdum. Eg skal játa pað, að vistar- skyldan mun vera mjög hentugur undir- búningur til að venja alpýðu við að pola gjörræði og ófrelsi af stjórnendanna hálfu, en að hve miklu leyti heill vor alpýðu- mannanna er komin undir umburðarlyndi voru í peim efnum, læt eg ósagt, Enn fremur finnst mér, að vistarskyldan sairian- borin við ýms nýrri lagaákvæði, só mjög tilfinnanleg réttarskerðing, Tökum t. d, ungan mann, sem hefir fyrir farlama for- eldrum eða börnumaðsjá; lögin gera hon- um að skyldu: 1., að vera í föstum ársvistum, sem hjú. (Sbr. tilsk. 19. febr. 1783). 2., að veita skylduóinögum sínum fram- færi, svo að peir komi ekki á sveit, (Sbr. reglugj. 8. jan. 1834), |>að vanalega er, að vinnumenn í góð- um vistum hafi í kaup árlega, sem svarar einu ómagaframfæri; liafi peir pví fvrir meiri ómegð að sjá, verður svcitin að taka við. Aptur er pað algengt, að hversæmi- lega duglegur maður í sjálfsmonnsku, hafi hæglega fyrir 2 ómögum, og enda afgang, ef vel lætur. Mér virðast nú lögin mjög ósanngjörn við pennan vinnumaim, nieð pvi að b;unu lion-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.