Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1889, Síða 3
Nr. 16.
63
um sjálfsmennsku, en þvinga liann í vist.
og svipta hann pannig eðlilegum rétti, til
að geta neytt allrar sinnar atorku, til að
hafa fyrir vandamönnum sínum.
|>ví hefir opt verið svarað til og verður
máske enn, að menn geti keypt sig lausa
við vistarskylduna; en auk pess er marga
hrestur efni til pessa, virðist pað nokkuð
óeðlileg verzlun, ekki miklu frjálslegri en
einokunarverzlunin alræmda, sem nú er bú-
jn að fá sinn dóm. Margir óttast, að ef
menn hefðu frjálsan aðgang að lausa-
mennsku, mundi pað leiða af sér vinnuhjúa-
skort hjá bændum, en eg hygg pað ástæðu-
lausan ótta, pví að pað er hvorttveggja, að
alltaf yrðu margir sem réðu sig í vistir, til
að losast við pær áhyggjur, sem sjálfs-
mennskunni eru samfara, eða til að tryggja
sér atvinnu, og svo myndu bændur við
fjölgun lausamanna eiga lisegra með að fá
daglaunainenn, skemmri eða lengri tíma
cptir pörfum, er að öllura jafnaði mundi
peim allt eins holt og margt vinnuhjúahald,
sera opt og tíðum ekki svarar kostnaði at-
vinnuleysis vegna. Ske kynni að vísu, að
niargir yrðu til að nota sér lausamennsku-
leyfið fyrst í stað, en pað yrði aldrei til
lengdar, pví að hver vildi vera við pann
kolann, er bezt brynni, og atvinnufrelsið
niyndi pví skipa hæfilega mörgum um hverja
atvinnugrein.
Enn eru sumir, er óttast, að ótakmarkað
frelsi til að vera i lausamennsku, myndi
leiða af sér leti og lesti, pjóðfélaginu til
þyngsla og vanprifa; en eg pykist áður í
grein pessari liafa leitt rök að og sannað,
hvað ástæðulaus pessi óttí sé.
Eg er líka peirrar skoðunar, að frjáls
aðgangur að lausamennsku, geti leitt til
meiri aðgrciningar á atvinnuvegum, einkum
kndbúnaði og fiskiveiðum; en margir álíta,
»ð pað dragi talsvert úr alúð og dugnaði
manna við báða pessa atvinnuvegi, hvað
peir eru flæktir sainan.
Eg mun nú pykja orðinn nógu marg-
orður, en máske ekki að pví skapi gagn-
orður, og skal eg pví að oins bæta pví við,
að mér virðist vistarskyldan koma í bága
við 51. or< stjórnarskrárinnar, pví að örð-
ugt mun að sanna, að almenningsheill heimti
oins óeðlilegt hapt á atvinnu manna.
Í>JÓÐVILJINN.
HY ALAPRIÐUNARLÖGIN
19. febr. 1886
og hvalaveiðar hér við land.
Eptir Pál J. Torfason.
Eg hugð:, að pekking hinna menntaðri
manna á „voru landi“, einkum pekking
hinna betri pingmanna, hefði vaxið svo við
reynslu pá, er vér Islendingar nú höfum
fengið fyrir pví, að hvalaveiðar séu arð-
berandi atvinnugrein og nauðsynleg landi
voru, að uppi mundi fótur og fit til að
hlúa að henni og styrkja á alla vegu, með-
an hún væri að komast á fót, og að engin
gagnstæð rödd pyrði að koma fram, nema
pá í pukri undir fjögur augu.
Eg hugði einnig, að engin rödd mundi
pora að láta til sín heyra, nema. til lofs og
dýrðar alpingi ’89, ef pað viðstöðulaust
næmi úr gildi hvalfriðunarlögin 19. febr.
1886, sem til eru orðin af of mikilli var-
kárni, mistrausti á nýungum og eptirhermu-
skap eptir Norðmönnum, er óttuðust verð-
lækkun á porsklýsi.
En petta átti ekki svo að verða. Rödd
hefir heyrzt, og pað frá kaupstaðnum Isa-
firði, er vill stemma enn meír stigu fyrir,
að atvinnugrein pessi komist á fót hér á
landi. 1 „ísafold“ 6. febr. p. á., er frétta-
pistill írá ísafirði dags. 6. jan., og ummæli
fréttaritara pessa um hvalaveiðar, hversu
ómerkileg sem pau kunna að vera í sjálfu
sér, gefa inér tilefni til að fara nokkrum
orðum um hvalveiðar og hvalfriðun. Að
vísu hefði eg helzt óskað, að pingið í sumar
næmi hvalfriðunarlögin úr gildi, án pess að
kæmi til umræðu í blöðunum, pví allar op-
inberar umræður um mál pað, hljóta að
skýra enn betur fyrir almenningi, hversu
pingi voru stundum geta verið mislagðar
hendur, og pess álit eg nú sem stendur
enga pörf.
Um hvalaveiðar er pað fyrst að segja,
að pær eru ekki nein nýung hér á norð-
urlöndum. |>eirra er getið í Gulapings-
lögum, Erostapingslögum og í lögbókum
vorum, Grágás, Járnsíðu og Jónsbók. A
íslandi sjálfu hefir að vísu aldrei kveðið
að veiði pessari, pvi hefir ómennska og
deyfð landsmanna valdið; en pess meiri
stund hafa aðrar pjóðir lagt á hana.
Hér er ekki rúin fyrir sögu hvalveiðanna,
en eg ætla að eins að tilfæra nokkrar töl-
ur, til að sýna, að hvalveiðar hafa verið
stundaðar „friðunarlagalaust“. án pess að
tölu hvala hafi fækkað sjáanlega. Tölurn-
ar og fleira er að mestu tekið eptir „Den
spitsbergenske Hval- og Robbefangst efter
Dr. Otte Ulc“, og „Hvalfangsten i Einn-
marken efter Kapt. Juul“.
Arið 1697 láu í einu 121 hvalveiðaskip
frá Hollandi, 54 frá Hamborg, 15 frá
Bremen og 2 frá Emden, á hinum „enska
flóa“ á Spitsbergen. Yeiði peirra pað sum-
ar var 1888 stórhveli.
Á tímabilinu 1720—1729 fóru 2252
skip frá Hollandi og 427 frá |>ýzkalandi
á hvalaveiðar.
Erá 1750—1779 fóru alls 738 skip frá
Englandi, Hollandi, Hamborg, Altona,
Bremen og Glilckstad til hralaveiða.
Veiðistöðvarnar voru að sögn Zorgdray-
ers: frá Davissundinu eða Islandi fram
með vestlæga ísnum til Jan Mayen og
Spitsbergen; síðan frá Sydkap langs suð-
læga ísnum suður og austur af Spitsber-
gen til Nowaja Semlja, og paðan gegnum
Waigatsundið til Tartariska hafsins.
Frá 1669 til 1769 eða á 100 árum fóru
14167 hollenzk skip til hvalveiða í norður-
íshafinu. Alls veiddu pau 57590 hvali.
Hreinn arður af útvegi pessum var nokk-
uð yfir 44 miljónir gyllina.
Nú á timum eru pað einkum Ameriku-
menn, sem rekið hafa veiði pessa í stór-
um stýl. Um miðja pessa öld var hval-
veiðafloti peirra 736 skip til samans 231000
smálesta. 1854 nam veiði peirra 40500000
króna.
Styrjaldir Napoleons mikla hnekktu at-
vinnu pessari í Norðurálfunni, en „Gas,
Mineralolíur og Bómolía í Ameriku.
Nú sem stendur eru Norðmenn og A-
meríkumenn fremstir í flokki, livað veiði
pessa snertir.
Hvalveiðar Norðmanna byrjuðu með til-
raunum Svend Eoyns 1864. Árið 1866
fékk hann engan hval. 1867 fékk hann
einn. 1868 fékk hann prjátíu hvali, Árið
á eptir setti hann tvo gufubáta á stað, en
fékk ekki nema 17 hvali. 1870 fékk haim
36. 1871, 20. 1872, 40. 1873, 36 og
1874, 51. Alls frá 1865—1874, 231 lival.
Árið 1877 rar stofnað nýtt hvalveiðafélag
í Austur-Finnmörku og 1881 prjú, eitt í
Austur- og tvö í Vestur-Einnmörk.
1882 ráku 8 félög hvalveiði með 12 gufub.
1883 — 14 —
1884 — 16 —
1885 — 18 —
1886 — 19 —
1887 — 20 —
-----_ 20 —
-----— 24 —
----- _ 31 —
Alls hafa Norðmenn veitt rúmt hálft sjötta
púsund hvali síðan 1865.