Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.04.1889, Side 4
64
■þJÓfiVlLJINN.
Nr. 16,
1880 var hvalveiðafloti Ameríkumanna
171 skip, ertilsamans höfðu 38638 tonna
rúm. Á þeim voru 4191 menn. Verð
skipanna var um 10700000 kr. eða að
meðaltali 63 pús. á skip. Stærsta skipið
var 440 tons, minnsta 66 tons. Afrakst-
ur pað ár nam alls 9886000 kr,
Hvalveiðar hafa mér vitanlega eigi
verið reknar hér við land, að undantekn-
um tilraunum Hammers og Ameríku-
manna á Seyðisfirði, fyr en Norðmennirn-
ir Mons Lars & Co. stofnuðu hvala
stöð við Alptafjörð í ísafjarðardjúpi. Um
árangur hvalveiða par er mér eigi svo
kunnugt, er ætla mætti, par eð skýrslur
fyrir „privat“menn eru ekki auðfengnari
um pessa veiði en aðra, hér á voru landi
Islandi. J>að veit eg pó, að hinn núver-
andi eigandi, hr, Amlie, mun einn af betri
skattborgurum Islands, og auk pess hefir
frá hvalstöð hans komið svo mildll matar-
forði fyrir menn og skepnur í undanfar-
andi harðæri, að vart verður til peninga
metinn.
Hvaltegundir pær, er helzt munu veidd-
ar hér við land, eru:
Balænaptera sibbaldi (bláhveli).
Lengd sjaldan yfir 80 fet. Hvalur pessi
er fardýr, og eigi bundinn við hin köldu
höf. Við Nýj'a Sjáland er mestí fjöldi af
hvölum pessum. I>að pykir nú fullsannað,
að á norðurhluta jarðar komi stórhópar af
hval pessum vestan frá ströndum Ameríku
og haldi til austurs, allt austur í Hvíta-
liaf eða lengra, og snúi til baka sömu leið
að álíðandi sumri. Sannanir fyrir pví, að
svo sé, eru einkum pær, að fundizt hafa
ameríkanskir skutlar, sem menn vita, hve-
nær hefir verið skotið í hvalinn, í hvölum
í Finnmörku. Sömuleiðis hafa norskir
skutlar fundizt í hvölum við Ameríku norð-
anverða. Fæða hvals pessa eru smáir
gagnsæir krabbar. Síld eða loðna hefir
aldrei fundizt í hval pessum.
B. musculus, á norsku „Finhval“,
„B,örhval“, og pegar hann cr magur „Lang-
öre“. Um 70 feta langur. Hann er al-
gengur alstaðar í kuldabeltinu og suður á
móts við Miðjarðarhaf. Hefir einnig hittst
inn í Eystrasalti, Fæða hans er síld, loðna,
smáporskar og smákrabbar.
B. Borealis (hrefna), allt að 50 feta.
Mjög útbreidd hvaltegund.
Og Megaptera boobs, á norsku
„Knaalhval41. Lengd 45 og allt npp að
60 fet. Hvaltegund pessi er mjög ill við-
fangs og leggja hvalveiðamenn eigi að henni,
nema engin veiði önnur sé fyrir höndum.
Hornið upp úr bakinu er mjög lítið og lík-
ist fituhnúð. Bakliturinn dökkur eða kol-
svartur. Kviðurinn ljósleitur með svörtum
deplum. Hvalur pessi er útbreiddur um
öll höf. (Niðurlag síðar).
Frá Bolvíkingum.
|>ess var getið í greinarstúf í ..pjóðvilj-
anum“, að ómannblendni, rustaskapur og
óprifahjal ætti hér djúpar rætur; en pað
hefði átt eins vel við að segja, að óeining,
rustaskapur og óprifahjal ætti hér djúpar
rætur, pví að öðru hverju eru hér mál á
prjónunum, stefnur, rifrildi, vitnaleiðslur
og svardagar. Málapras petta hefir lengi
verið kennt einum manni, eins og synda-
spillingin forðum, og pó að allur porri
manna sé hógvær og friðsamur, eða vilji
vera pað, hefir pó illa tekizt að bæla niður
óróabelginn, svo að neistaflug óeiningarinn-
ar hafi eigi við og við gosið yfir héraðið.
Hér sem annarstaðar eru pó heiðarlegar
undantekningar; og ætti héraðið mörg sið-
prýðis- og reglu-heimili, eins og Ós, pá
hefði Bolungarvík fegurra útlit. Drykkju-
skapur og slark er einhver skaðlegasta
rótin, er einkum leiðist af Mölunum, par
som vermenn úr öllum áttum eru saman
koninir, og sumir hverjir að eins héraðinu
til hneisu; en vonandi er, að Bolvíkingar
lagi með tímanum pað, sem aflaga fer.
J. K.
ísafirði, 9. apr. ’89.
T í ð a r f a r . Sama einmuna tíðin helzt
enn á degi hverjum.
Afli. I Inndjúpinu og á Snæfjalla-
strönd hefir síðasta hálfa mánuðinn verið
mikið góður afii hjá peim, er kúfisk hafa
til beitu. 2— 3 og enda 4 hundruð (tólfræð)
á skip hjá mörgum, en fiskurinn í smærra
lagi. — í Utdjúpinu allt tregara um afla,
mest vegna beituvandræða, með pví að
hrognkelsi eru enn lítt farin að ganga.
pingmálafund héldu pingmenn
sýslunnar á ísafirði 5. p. m., og bíður
greinilegri skýrsla um hann næsta blaðs.
A uppboðum peim, sem baldin liafa
verið hér á ísafirði pessa dagana, hvert á
fætur öðru, virðist mega marka, að al-
menningur hafi talsvert rýmra um hendur
í efnalegu tilliti, en áður, par sem tíest
hefir farið með geypiverði.
„S i g 1 i n g u n n i seinkar enn sígur að
birgðum*1. Kaupför öll ókomin til Isa-
fjarðarkaupstaðar. og ekkert fæst, sem til
útvegs heyrir, svo að sumír eru illa settir
með útveg sinn, einkum vegna netaleysís.
Til fingeyi’ar kvað vera komin tVö kaup-
för, annað frá Englandi en annað frá
Höfn.
„Yið og Yið“ heitir blað, sem út
kom hér í kaupstaðnum 29. f. m.. og erit
útgefendur peir herrar Kristján Kristjáns-
son, Jóakim Jóakimsson og Jón ]>orkelsj
son. _Blað petta snýst að kalla eingöngu
uin Isafjarðarlífið, — einkum að myrkari
hliðinni —, og mun pví sumt verða tor-
skilið peiin, er ekki eru pví gagnkunnugri
öllu ástandi og hæjarbrag hér í kaupstaðn-
urn. Utgefendurnir segjast hafa „ráðizt í
að láta blaðið koma „við og við“, til pess,
ef unnt væri, að einhverjir sæju myndir
likar sér í skuggsjám peim, er sýndarverða,
svo að poir af pessari hryllilegu mynda-
samlíking „lærðu að laga sinn brest og
leita að pví góða, er peir slepptu11.
V e r ð 1 a g áútlendum varning.i,
Höfn, 26. febr. ’89.
Utlendar vörur eru fremur að stíga í
verði; kaffi 73—75 aura pd., kandís 21
21 og hálfan eyrir pd., hvítasykur 18 og
hálfan eyrir pd.; rúgur 5 kr. 30 a. 100 pd.,
bankabygg 7 kr. 40 a. 100 pd., baunir 17
—19 kr. tunnan, mél 5 kr. 40 a, til 5 kr.
45 a. 100 pd.
AUULÝSINUAR.
jpUNDNIR PENING AR í Hæzta-
kaupstaðarbúðinni. Réttur eigandi má
vitja peirra pangað gegn pví að borga sann-
gjörn fundarlaun og auglýsingu pessa,
Eldgamla ísafold.
Fk Á 1. apríl næstkomandi sel eg undir-
skrifaður ferðamönnum, sem til min
koma, pann greiða, sem peir með purfa, og
mér er auðið úti að láta. Fyrir hagabfeit
hesta tek eg 4 aura um sólarhringinn fyr-
ir hrern liest.
Breiðadal, 10. marz 1889,
Jóhann Gruðmundsson.
— NærsYCÍtamenn eru heðn-
ir að vitja J>jðÖYÍljans í norska
bakaríinu.
Prentsmiðja ísfirðinga.
Prentari: Jóhannes Yigfússon.
i