Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1889, Síða 2
82
ÞJÓÐVILJINN.
Nr. 21
ríkjum skrifa á farmskrár skipa fteirra, er
paðan fara til Islands, pví að optast láta
peir sér lynda, að votta á skipaskjölin, að
pau liafi sér sýnd verið, eða pegar bezt
gegnir, að skipið flytji svo og svo marga
lcassa af víni, ílát af spiritus o. s. frv. I
stað þess er haft er eptir Fornleifafélaginu,
að það í rannsóknum sínum fylgi peirri
reglu, að „engin ástæða sé til að efast“,
getuin vér tollheimtumenn sagt, að ávallt
sé ástæða til að efast.
Eg vil ekki segja, að eg, eða aðrir toll-
heiintumenn, höfum haft pessa reglu, en
eg bendi að einsápað, að svona gæti toll-
eptirlitið verið, og svona ætti pað að vera.
En pegar vér liöfum gjört oss pað glöggt,
að eptir gildandi toll-lögum parf í raun
og veru að fara fram rannsókn á hverjum
skipsfarmi, pá er og auðsætt að ekki vaxa
örðugleikarnir að pví skapi sem aðflutn-
ingstollarnir aukast. Orðugleikarnir með
tolleptirlitið verða mikið til hinir sömu,
og nú eru peir, pó að nokkrar nýjar vöru-
tegundir verði tollaðar.
Sé toll-lögunum á penna liátt framfylgt,
myndi landssjóði að visu bakast nokkru
mciri kostnaður við tollheimtuna, en nú á
sér stað; en sízt ættu peir að ætla hann
mikinn, sem öllum ætla tollsvik, ef aðflutn-
ingstollum yrði fjölgað, pví að rannsóknar-
kostnaðurinn yrði pá eigi til að ípyngja
landssjóðnum, heldur lenti hann á hinum,
sem vörurnar flytja til landsins.
Eklci get eg álitið, að petta lögboðna
eptirlit yrði ókleyft, pví að eigi ætla eg
lögreglustjórunum sjálfum að vera sem
keppur í hverri kyrnu, heldur myndu peir
öðru hvoru láta eiðsvarna menn framkvæma
rannsóknina fyrir sína liönd og undir sinni
yfirumsjón.
Eg pykist pá hafa sýnt, að pað sé ekki
nema óparfa grýla, að setja pui-fi sérstaka
kostnaðarsama tollembættisstétt, undir oins
og aðflutningstollum er eitthvað fjiilgað.
Og eg vil bæta pví við, að eg efast um,
að eptirlit sérstakra tollembættismanna yrði
stórum betra, en eptirlit pað, sem lögreglu-
stjórarnir geta haft á lu-ndi á ofannefnd-
an hátt, pví að í jafn víðlendu og fólks-
fáu landi, eins og Island er, yrðu tollpjón-
ustumennirnir aldrei nema fáir.
>Satt er pað, að pegar tollarnir fjölga,
verða freistingarnar til tollsvika meiri; en
sannarlega væri land vort pá í hræðilegum
„andlegum uppblástri“, ef löggjafarvaldið
eigi pyrði að leggja á nokkra nýja tolla af
ótta fyrir svikum og prettvísi.
Hjá hverri pjóð. og hversu ströng og
margbrotin sem tollgæzlan kann að vera,
má ávallt vænta einhverra tollsvika, pví að
aldrei verða öll lagabrot fyrirbyggð; en
aldrei hefi eg lieyrt, að menn hafi horfið
frá að setja nytsöm nýmæli af ótta fyrir
pví, að einhver kynni að brjóta.
Fráfælumst pví eigi aðflutningstollana
eptirlitsins eða tollsvikanna vegna, pví að |
pað er ógjörlegt að ætla upp á útflutn-
ingstollana, eins og eg ætla mér að rök
styðja í næsta kafla.
LÆEBI SKÓLINN.
J»að er nauðsynlegt, að almenningur eigi
sem greiðast með að fá upplýsingar um
opinberar stofnanir, svo að dæmt verði um,
hvort fé pví, sem til peirra gengur, sé vel
varið, og á hvern hátt pær verði hagan-
legast styrktar, og gerðar gagnlegar fyrir
landið.
Lærði skólinn í Reykjavík er ein af peim
stofnunum, sem landsbúum hefir löngum
verið annt um, enda er hann langpýðing-
armesta lærdómsstofnunin á landi voru;
sé hann andlaus og kreddukenndur, dreif-
ast kreddukenningarnar og óhollustan von-
um bráðar út uiu allt landið ; og að sínu
leyti mun eins marka fyrir, ef skólinn á
blómaöld.
Hjá almenningi, að einstökum mönnum
frá skildum, ríkir pví miður skaðleg fá-
fræði um skólann, enda er pað sjaldgæft,
að blaðamenn leiðbeini mönnum í peim efn-
um. Hve skaðleg áhrif pessi fáfræði getur
haft á styrkveitingar og önnur afskipti al-
pingis af skólanum, er auðsætt.
En blaðamönnum er nokkur vorkunn, pó
að peir eigi séu mjög margorðir um skól-
ann, og pað sem pargerist; peiin er langt
frá gefið tilefni til að tala máli hans; pað
er ekki svo vel, að blöðunum séu sendar
hinar árlegu skólaskýrslur, sem gefnar eru
út fyrir opinbert fé, og útbýtt ókeypis með-
al ýmsra vina og vandamanna rektorsins;
peir verða pví að lifa á bónbjörgum í pessu
efni.
í sambandi við skólann standa prjú vís-
indaleg söfn, bókasafn skólans, bókasafn
lestrarfélagsins „ípaka“, sem íslandsvinur-
inn W. Fiske kom fótunum úndir, og nátt-
úrusögusafnið.
|>egar litið er yfir pann liluta skólaskýrsl-
unnar síðustu, er ræðir um söfn pessi, má
gera sér nokkurnveginn grein fyrir, lmiða
stefna muni mest ríkjandi meðal kennara
og pilta.
Bókasafn skólans nýtur árlega opinbers
styrks, sem eptir fjárlögunum siðustu er
600 kr. á ári; að undanförnu hetír styrk
pessum opt og tiðum verið varið mjög ein-
trjáningslega, hafa mestmegnis verið keypt
ýms málfræðisrit, grískir og latínskir „doðr-
antar“, sem sáralítil uppbygging er að, en
aðrar vísindagreinir hafa verið hafðar á
hakanum; stefna skólans hefir verið pessu
samkvæm, málfræðin verið álitin upphaf og
endir alls. En pví gleðilegra er að sjá pað
af skólaskýrslunum siðustu, að petta er pó
ögn að breytast; bókasafnið hefir síðustu
árin aflað sér ýmsra almennt menntandi
tímarita, og keypt ýrasar eigulegar bækur
í nýrri fræðigreinum. Fyrir 1880 stóð
Benedikt Gröndal uppi einn síns liðs sem
talsmaður hinnar nýju inenntunar gegn and-
leysinu og málfræðispvöglinu gamla, og bak-
aðisérmeð pví óvild „eintrjáningsbútanna“;
en siðan liafa lærða skólanum bætzt marg-
ir ungir og nýir kraptar, sem pegar liafa
haft töluverð betrandi áhrif.
Bókasafu og bókakaup „ípöku“ er sorg-
legur vottur um áhuga, eða öllu frenmr á-
hugaleysi. pilta, eða peirra, sein safni pessu
eiga forstöðu að veita. Félagið kaupir að
kalla eigi annað en skáldsagnarit; rómana-
rusl, pað er andlega uppsprettan, sem vor
uppvaxandi menntalýður fýkist mest i!
Eptirtektavert er pað einnig, að af 6 blöð-
um, sem koina út hér á landi, kaupir fé-
lagið að eins 2; pað er sýnilegur áhugi á
pví, sem fram fer á fósturjörðinni !
Um náttúrusögusafnið er skólaskýrslan
fáorðari en skyldi; hún gefur að eins upp-
lýsingu um, að næst liggi að „raða pví
niður og láta smíða skápa“, og siðan er
komist svo að orði: „af pví að safn petta
hefir aldrei fvr en nú luift fjárstyrk af
landssjóði, pá hefir pví ekki orðið við hald-
ið sem purfti, og hefir margt skennnzt og
varla orðið notandi“. J»að er leiðinlegt að
pui'fa að lesa petta í embættisskýrslu um
skólann, og ekki ólíklegt, að pað verði sterk
hvöt fyrir alpingi, til að sýna safni pessu
nieiri sóina en að undanförnu, pví að aulj
pess að gott náttúrusögusafn er alveg ó-
missandi við náttúrufræðiskennsluna í lærða
skólanum, myndi pað verða landi voru til
liins niesta sóina í augum erlendra pjóða,
ef vér ættum nokkurn veginn fullkc mið
safn af náttúru lands vors. Allir viður-
kenna nú orðið, hvílíkur sónfi oss sé að
forngripasafniúu, og pó átti safn petta á