Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.05.1890, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.05.1890, Blaðsíða 1
Verð árg» (minnst 30 arka) 3 luv, í Amer. 1 dolk Borgist tyrir miðjan junimánuð, Uppsðgn skrifleg. ð- gild neina komin sé til útgefanda fyrir 1. dag júlímánaðar. LAGASYNJUN í VÆNDUM, -—;o:—:o:o‘.—:o'.-— Eins og fyrri daginn hafa nokkrir dansk- ir stórkaupmenn, sem hafa i seli liér á landi, snúið sér til ráðherra íslands í vet- Ur, og pegnsamlegast faríð fram á, að hann hlutist til uni, að e k k i fái konungs stað- festingu lagafrumvarp siðasta alpingis, er heimilar mönnuin rétt til að fá útmældar verzlunarlóðir i löggiltum kauptúnum gegn endurgjaldi til lóðareiganda. Frumvarp petta átti að byggja fyrir, að eiustaka stórkaupmenn gerðti löggildingar verzlunarstaða pýðingarlitlar með pvi að sölsa undir sig allt verzlunarstæðið, eins og víða hefir átt sér stað, og banna síðan öðrum lóð til verzlunarafnota, til pcss að geta sem mest einir haft verzlun kring uin liggjandi héraða í höndum sér. Hvað ráðliérrann afræður i pessu efni er enn óvíst; liann er staddur milli steins og sloggju; á eina liliðina liefir hannjafn- an reynzt talhlýðinn löndum sinum, og inun enn langa til að draga peirra taum gagn- vart alpingi íslendinga; en á liinn bóginn héfir svo óheppilega til tekizt, að stjórnin var sjálf flytjandi pessa máls á pinginu, og stjórnarfulltrtiinu notaði fruinvarp petta eininitt seiu ástícðu gegn löggildingu sumra nýrra verzlunarstaða á síðasta pingi; og víst er pað gegn vilja hans, ef ráðherrann gerir nú stjóminni pann stórvanza að kyrkja sitt eigið afkvæmi. |>að rckur sig óneitanlega hvað á ann- ars horn, að heyra, hvernig „miðlunaimcnn“ taka í pessa tilvonandi lagasynjun, og að hugsa til afskipta peirra i stjórnarskrár- málinu. þegar um pað ræðir að fá fram stjórn- arskrárbreytingu, pá er danskur ráðherra oieð alveg óbundnu apturköllunar- eða synjunai'-valdi á öllu lagasmíði alpingis al- veg sjálfsagður og bráðnauðsynlegur, segja peir. En, heiðruðu ,,miðlunarmcnn‘<, hví pá ítafirði, fiuinitudaginn 1. niaí. — 1890. j að vola og veina, pó að pér eigið i vænd- um ofurlitinn forsmekk pess, er pér viljið riú láta pjóðina játa sig undir í stjórnar- ; skránni nýju? Er pað ekki ofboð ástæðulaust? Sannleikurinn er, að pér finnið pó ann- I að veifið, hvar skórinn kreppir að, að Is- ! landi er illa borgið alla pá stund, er j danska stjórnin hefir nokkur afskipti af I löggjöf í vorum sérstöku málum. j Samkvæmnin heimtar pví. að „miðlunar- ! mennirnir“ hætti að berja höfðinu við stein- j inn, liætti að vera merkisberar dönsku stjórnariimar. VIKIÐ FRÁ IvJÓLI OG KALLI. —o—o:o—o— Kirkjustjórnin íslenzka hefir nú ekki lengur staðizt mátið, og allar pær lögeggj- anir, er islenzku prestarnir i Ameriku hafa sent vestan um haf útaf drykkjuskaparó- j reglu meðal islenzku prestastéttarinnar, og hafa peir nafnarnir, séra Stefán Sigfiisson á Hofi og séra Stofán Halldórsson á Hof- teigi orðið fyrstu fórnarlömb hinnar vakn- andi vandlætingasemi poirra báæruverðugu herra biskupsins, (biskups-mágsins ?) og landshofðingja. Um pessar aðgjörðir kirkjustjórnarinnar vorður óefað eigi felldur nema eins konar dómur að pvf leyti, að engum dettur í hug að fegra drykkjuskap presta; drykkjuskap- ur hefir verið, er, og verður einatt hneyksli, hvar og á hverjum, som hann kemur fram, og pá auðvitað ekki sizt á prestunum, pessum andlegu leiðtogum lýðsins, sem eptir sinni háleitu embættisköllun eiga að ganga á undan öðrum með góðu eptirdæmi. Eðlilegast væri pað að vísu, að slík rögg- semi, sem embættisafsetning peirra nafn- anna, hefði byggzt á kæru frá hlutaðeig- andi söfnuðum, ineð pví að sóknarbörn prestsins eru bezt bær um pað að dæma, 1 livort drykkjuskap prestsins cr svo varið, að hann hindri pá virðingu og úmfram allt pað kristilega kærleiksband, sem er nauð- synlegt skilyrði fyrir g<'»ðu og heilsusam- legu safnaðarlifi; að öðrum kosti getur vandlætingasemi yfirboðaranna auðveldlega litið út sem gjörræði, pví að ekki niun pví mótmælt verða, að niiklu meira skiptir pað i sjálfu sér, frá kristilegu sjónarmiði skoð- að, livernig söfnuðinum getzt að presti sín- um, en hvort hann nýtur náðar í augum peirra háæruverðugu kirkjustjóra í Reykja- vik. Vér viljum pví vona, að pessa'r embætt- isafsetningar muni vekjn hjá söfnuðum landsins svo mikið siðferðislegt prek. að peir, sem við óhæfa drykkjupresta eiga að búa, beri upp vankvæði sín fyrir kirkju- stjórninni. og fái leiðrétting pess máls, svo að kirkjustjórnin sjái, að laún purfi eigi framvegis ó t i 1 k v ö d d að fást við eni- bættisafsetningar presta, enda g e t u r pað komið misjafnlega og óheppilega niður. Eins og gefur að skilja, eru pessar em- bættaafsetningar enn sem koniið er að eins til bráðabirgða — lengra nær ekki em- bættisvald i n n 1 e n d u kirkjustjórnarinnar; danska stjórnin verður að liafa par hönd í bagga, eins og endranær i íslenzkum mál- um; pað er nú hennar að ákveða, hvort prestum pessuin skuli vikið frá embætti fyrir fullt og fast með konungsúrskurði, eður peir verða lögsóttir og dæindir frá kjóli og kalli; hverjar verið hafa tillögur hérlendu kirkjustjórnarinnar í pvi efni vit- um vér eigi, með pví að kirkjutíðindin* eigi gefa upplýsingu um pað, en séð höf- um vér á prenti. að officialis stólsins telur pó hið síðar nefnda tiltækilegra. Vér verðum og að álíta, að pað sé að minnsta kosti sanngirnisskylda gagnvart prestum pessum, að peir fái að verja mál *) „ísafold“ er gagnkunnugust öllum kirkjumálaráðstöfunum hér á landi, og i rauninni íslands einustu kirkjutíðindi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.