Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.09.1891, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.09.1891, Blaðsíða 4
8 Í>JÓÐVILJINN UNGI. SKÝRSLA ura afla-upphæð peirra pilskipa, er gengið hafa frá |>ingeyrarverzlunarstað, suraarið 1891: ísafjörður, skipstj. H. H. Bagger, hélt úti til 2. júlí, 7 532 stykkjat.il. Dýrafjörður, skipstj. H. Johansen, hélt úti til 26. ág., 20 249 stykkjatal. Rösamunda, skipstj. Matth. Asgeirsson, h. ú. til 26. ág., 26 680 stykkjat. Mary, skipstj. Ól. Pétursson, hélt úti til ] 24. ág., 23 380 stykkjat. Christian, skipstj. Benj. Bjarnason, hélt titi til 24. ág., 17 016 stykkjat. Alexander, skipstj. Pr. Hallgrírasson, h.ú. til 26. ág., 15 543 stykkjat. Guðný, skipstj. Kjartan Rósinkranzson, 375 tunnur lifrar. Síðast nefnt skip hætti fyrst veiðum 16. sept., og lagði pá enn frerour upp 30—40 tunnur lifrar. UM „SUNNANFARA“. Prá Kaupmannahöfn er ritstjórn „ J»jóð- viljans unga“ ritað á pessa leið: „Ný byrjað er blað hér í Kaupraanna- höfn. j>að er ein 12 nr. að stærð, en kostar pó 2 kr. og 50 a., svo að ekki er nú bitinn gefinn. En verst er pað fyrir framtíð nýrra blaða, pegar pau eignast eigi ritstjóra, sem góðir menn geta borið traust til, pví satt er hið fornkveðna: Ritstjóri með tungur tvær, er temur sér f... og 1..., almennings trausti aldrei nær, pótt allar dyr hann knýi. B. M.“ Sýnir petta, að misjafnar eru spár kunn- ugra um blað petta, og færi betur, að rit- stjórn „Sunnanfara11 sæi svo um, að slikar og pvílíkar spár rættust eigi. PRESTSKOSNINGIN i Rafnseyrar- prestakalli á að fara fram 30. p. m. að Rafnseyri; mynd af öðrum umsækjandan- um, séra Pétri Jónssyni á Hálsi, og af konu hans, kvað hafa verið látin ganga bæ frá bæ milli góðbúanna í Arnarfirði, hvort sem pað nú hrífur; en ekki hefir heyrzt, að hinn umsækjandinn, kand. Ríkarður Torfason, hafi sent, eða látið senda, neina inynd af sér eða konuefninu. árspræna, er rennur út í Önundarfjarðar- botn, fannst í ágústmánuði í sumar hrúts- haus, og voru skorin af bæði eyrun upp við hlustir; pótti petta, sem von var, all- kynlegur fundur, og bárust böndin að bönda einum par í firðinum, og lagðist á hann töluverður pjófnaðargrunur, svo að hafin var réttarrannsókn út af peim oi^Jasveim; sannaðist pað pá, að petta var haus af vönkuðum lirút, sem bóndinn hafði skorið, og sein honum var fyllilega frjáls; eu um • nokkurn tíma hafði „vankinn“ gert mjög vart við sig í fé bónda, og hugði hann nú að koma „vankanum“ af sér og yfir í land granna síns, og pví hafði hann fært haus- inn af vankaða hrútnum úr sinni landar- eign; en eyrun hafði hann skorið af, til pess að eigi skyldi vitnast, hvaðan hausinn væri, pví að hann óttaðist, að hausinn yrði pá fluttur aptur 1 land sitt, og pá myndi hann að sjálfsögðu verða að sitja uppi með „vankann“. ísafirði, 26. sept. ’91. H é r a ð s f u n d fyrir Norður-Isafjarð- arsýslu prófastsdæmi átti að halda hér á ísafiiði mánudaginn 21. p. m.; en ekki gat neitt orðið af pví, með pví að af níu safn- aðarfulltrúum sótti að eins einn fundinn, og af 5 prestum prófastsdæmisins mættu að eins tveir; bakaði pó eígi veður, pví að pann dag var bezta blíðviðristíð; er pví eitt af tvennu, að áhuginn er lítill, eður að fundurinn hefir verið illa boðaður. Hr. aukalæknir Oddur Jónsson frá {>ingeyri kom hingað til kaupstaðarins 17. p. m. í lækningaferð; hafði verið sóttur hingað til sjúkrar konu, par sem héraðs- læknir {>orr. Jónsson fékk lítið að gjört; pyk- ir hr. Oddur Jónsson einkar laginn og heppinn við lækningar, og penna stutta tíma, sem hann stóð hér við, mátti heita, að einatt væri ös hjá honum, rétt eins og hér hefði ekki sézt læknir í fleiri ár; myndi margur kjósa, að hann sæti nokkru nær kaupstaðnum, eða hefði tækifæri til að koma hingað við og við, svo að sjúklingar hér úr kaupstaðnum og úr Norður-fsa- fjarðarsýslu yfir höfuð gætu sótt hann að ráðum. Galeas „Christine“, sem hvolfdi hér á höfninni síðastl. vetur, og sem hr. A. As- geirsson keypti síðar á uppboði, fór liéðan 24. p. m. til Kaupinannahafnar með 709 skpd. af fiski; með skipið fór skipstjóri H. P. Nielsen. I, 2. fjarðareyri, efnispiltur um tvitugt, fyrir- vinna og einkastoð aldraðs fóður, er býr á Hrafnfjarðareyri. Formaður á bátnum var Guðmundur þorláksson frá Snæfjöllum, og komst hann á kjöl, er bátnum hvolfdi, á- samt öðrum karlnianni og kvenninanni, sem á bátnum voru ; en ineð pv| að slysið bar að nálægt bænuni Kvíar, og bóndinn par, Samúel |>orkelsson, mannaði pegar út bát, pá t' kst að ná peim preniur lifandi. Slys petta er eignað óvarlegri eða of djarfri siglingu. sem iná ske hefir stafað af pví, að peir félagar, sem voru að koma frá Hesteyrar verzlunarstað, voru að minnsta kosti ekki allir alveg „fríir við vín“. — Lík Jóns Eyleifs Jónssonar hefir ekki fundizt. Verð á slátursfé hefir orðið með lægsta íuóti hér í kaupstudnum i haust, ket 14—18 aura, eptir gæðuui, mör 30 aura og gærur 1 kr. 50 a. — 2 kr. — Stöku menn innan úr ísafjarðardjúpi munu pó hafa borið nokkru meira úr býtum, enda er fé paðan vænna, en vestau úr fjörðunum. "lAg undirritaður hefi næst undanfarin 2 ár reynt „Kina-lífs-elixír“ Valdimars Pet- ersens, sem hr. H. Johnsen og M. S. Blöndahl kaupmenn hafa til söln, og hefi eg alls enga magabittera fundið að vera jafn góða sem áminnztan Kína-bitter Valdi- mars Petersens, og skal pví af eigin reynslu og sannfæringu ráða Islendingum til að kaupa og brúka penna bitter við öllum magaveikindum og slæmri meltingu (dyspep- sia), af hverri helzt orsök. sem pau eru sprottin, pvi pað er sannleiki, að “sæld manna, ungra sem gamalla, er komin und- ir góðri meltingu“. En eg, sem hefi reynt marga fleiri svo kallaða magabittera (ar- cana), tek penna opt nefnda bitter langt fram yfir pá alla. Sjónarhól, 18. febr. 1891. L. Pálsson, prakt. læknir. OOO 503 coo Kína-lífs-elixírinn fæst á öllum verzlun- arstöðum á Islandi. Nýir útsölumenn á Norður- og Austur-landi eru teknir, ef menn snúa sér beint til Consul J. V. Hav- steen á Oddeyri. Valdemar Petersen. Frederikshavn. Danmark. KERLINGABÓK. í Hcstsá, sem er Drukknun. Fimmtudaginn 17. p. m. varð bátstapi í Jökulfjörðnm, og drukkn- aði par Jóu Eyleifur Jónsson frá Hrafn- Prentsmiðja Isfirðinga. Prentari: Jóhannes Yigfússon.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.