Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1893, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.02.1893, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn ungi. 43 II, 11. 27. des. f. á. varð Pasteur, læknirinn iieimsfrægi, 70 ára gamall, og voru hon- um þá sýnd ýms vináttu- og heiðurs- merki af frakknesku þjóðinni; meðal ann- ars lét háskólinn i Paris slá handa hon- um gull-medalíu, og var á mynd hans annars vegar, en ýms viðurkenningar- og lofs-orð hins vegar. FRÁ fræðimönnum. COB ’Vísindin efla alla dáö‘. Skáldið Matthías Jochumsson hefir í smíð- um söguljóð, er hann nefnir ’Grettisljóð1, með þvi að efnið er tekið úr Grettissögu; liafði hann lesið upp það, sem fullgert er af ljóðum þessum, á skemmtisamkomu á Akureyri fyrir skömmu; fer hið nýja eyfirzka hlað 'Stefnir1 um það svo felldum orðum: „Þann 27. des. s. 1. las skáldið séra Matt- hías Jochumsson, í húsi gestgjaf'a L. Jensens hér í bænum, um 20 kvæði, er hann heflr ný- lega ort út af Grettissögu. Tilhoyrendur voru um 80, og höfðu hina beztu skemintun, enda eru kvæðin yflr höfuð snilldarlega ort, og sag- an þjóðleg og vinsæl. Söguijóð þessi, sem ekki munu vera nema liálfnuð enn, verða sjálfsagt hið mesta skáldskapar þrekvirki séra Matthias- ar, ef honum endist aldur og heilsa tíj að full- gjöra þau*‘. Kennari Uorvalduk Thokoiidsex dvelur í Kaupmannahöf’n vetrarlangt, og starfar að 'land- fræðissögu1 sinni; on fyrsti partuv þess rits kom út á næst liðnu ári á kostnað hins íslenzka bók- rnenntafélags, eins og lcunnugt er. Dr. Björn Maonússon Ólskn, kennari við lærða skólann í Reykjavik, hefir sem kunnugt er, i fleiri ár varið suinarfrítímum sínum, til að ferðast um landið, og safna mállýz.kum og yfir höfuð ýmsu þvi, sem einkennilegt og sér- Staklegt. er við tungu vora, eins og hán er töl- uð í ýmsum héruðum landsins; höfuin vér heyrt, að safn þetta sé all-merkilegt, og væri óskandi, að það gæti komið fyrir almennings sjónir; en því miður mun dr. Olsen, vegna annríkis þess', er embættisstaða hans heflr í for með sér, ekki hafa nægan tima til að samlaga þetta safn sitt vísindalega i eina heild, nema hann gæti feng- ið ’permission' frá embættinu um 1- -2 ái a tíma; mun og mega telja það óefað, að fjárveitingar- valdið teldi ekki eptir, að veita honum fjár- styrk, sem þyrfti, til þess að hann gæti fengið embættinu þjónað þann tima. Hauksbók. Landar vorir, dr. Finnur Jóns- son og vara-prófastur á Garði Eiríkur Jónsson, éru í sameiningu að' gófa út. Hauksbók þ. e. hið merkilega handrit, sem Haukur Erlendsson skrifaði. Af bók þessari er komið út 1. hepti, 17 arkir. Dr. Valtýr Guðmundsson. Eins og áður hefir verið minnzt á í islenzkum blöðum, hefir forstöðunefnd Chicago-sýningarinnar áformað, að senda i vor gufuskip til Kaupmannahafnar, til þess að sækja hið merkilega handrit af ’Flateyj- arbók*, sem sýna á í Chicago; dr. Valtýr Guð- mundsson háskólakennari á að fylgjast með ’Flateyjarbók1 til sýumgarinnar, sem umsjónar- maður af hálfu Kaupmannahafnar háskóla. Cand. mag. Bógi Th. Melstbd hefir verið skipaður aðstoðarmaður við ríkisskjalasafn Dana um næstu 3 ár, og fær hann fyrir þann starfa 1000 kr. á ári. SnæpellsnessýslU, 17. jan. ’98: „Héð- an undan Jöklinum er að frétta ó.gæta ti'ð og aíla dágóðan, en þó mega heita mestu vandræði hér um sveitir, af því að engin björg hefir verið fáanleg úr kaupstaðnum, siðan í september; þá fékk Sæmundsen kaupmaður nokkra matvöru með skipi, sem siðan strandaði; en mat- vara þessi var strax uppseld, og mun aldrei hafa verið hér jafn hörmulegt verzlunarástand, sem núu. Noeðue-Múlasýslu, 18. jan. ’93: „A- meríku-hugur er hér í mesta lagi; 200 menn úr Vopiiafirði hafa shrifað Canada- stjórn bœnarskrá mn ókeypis fíutning til A- meríku. Útlit er hér hið versta; fjár- fækkim, auknar skuldir, ilJur heyja-á- setningm*, vinnufólksleysi og frámuna- lega óhagstæð verzlun þröngvar kjörum manna. Pólitikin bggur i dái, nema þegar hún litur út uudan „brekáninu i ’Austra1. að var hérna um árið, biðum nú við, það var á útmánuðimum 1889, að mig minnir, sem ýmsir. íbúar Isa- fjarðarkaupstaðar skrifuðu bæjarstjórn sinni, og beiddu hana að sjá um, að klukka yrði keypt handa bænum, er sæist á, og heyrðist slá,. sem víðast að úr bænum; en — bæjarstjórnin sá sér slíkt stórræði of vaxið i að ráðast —; það fórst svo fyrir í það sinn, og er ekki komið til fram- kvæmda enn. AUh' verða þó að játa, að slíkt hefði verið sóini fyrir bæinn, og þá ekki siðiu nauðsyn, bæði þegar litið er til vinnutíma verkafólks, fundamóta og annara móta, sem bnndin eru við vissan tima. Hins vegar liggur það i augum uppi, að þetta er alls ekki ókleyft fýrir bæinn, sizt ef varið væri 3.—4. ára tírna, til að safna verði klukkunnar, er ekki mun fara fram úr 2300 kr., þótt hún væri vel vönd- uð og áreiðanleg. Að útsvör bæjarbúa hafaverið hlægi- lega lág um langan tíma, sýnist og benda a, að annaðhvort hljóti að eiga sér stað almenn fátækt meðal gjaldenda, eða að rótgróið pukur og skortur á fegurðartil- finning séu þvi til fyrirstÓðu, að nokkuð verulegt sé lagt í sölurnar, til að prýða bæinn. Hið fyrra atriðið er, sem betur fer, alls ekki orsök hinna lágu gjalda, þvi að kaupstaðarbúar hér standa alls ekki á bakiíbúum annara íslenzkra kaupstaða í efnahagslegu tilliti, svo að séð verði. Ekki má maður heldur láta sér detta i hug, að niðurjöfnunarnefndin hækkaði gjaldið um þriðjung eða helming hjá hin- um hærri gjaldendum, þó að það hækk- aði að þvi skapi hjá hinum lægri; slikt væri og of ósanngjarnt. Hið siðara atriðið liggur því að lík- indum til grundvallar fyrir þessum skorti á fegrun og framförum þessa bæjar, og er það sorglegur vottur smekkléysis, fé- lagsleysis og pukursanda bæjarbúa, sem þó að öðru leyti hafa orð á sérfyrirjafn- an dugnað í að eyða og aflá. Þannig er nú þessu bæjarklukkumáli farið; en hvað skyldi bæjarstjórnin hugsa og segja, ef einhver kæmi fram með þá uppástungu, að leiða hreint og gott renn- audi vatn úr einhverju gilinu í hlíðinni ofa.n í bæinn, og inn í húsin? Ja, það yrðu ef til vill fleiri, en bæjarstjórarnir einir, nokkuð hvumsa við slíka dirfsku og þeytingsflug i framfara-áttina. Og þó yrðu menn á þenna hátt lausir við hina leiðu saltstemmiibrunna, sem börnin af óvitaskap og ihugunarleysi tina meira og minna i af ýmsu rusli. — Eða, hvað skyldi líða langt til þess tíma, að rennur verði gérðar hér í bænum, til að flytja burtu staðið og úldið vatn, skolp og annan ó- þverra ? Kaupstaðarbúi. f ANDRÉS skipstjóri PÉTURSSON. —o— Hinn 1. júlí f. á. andaðist að Hauka- dal i Dýraflrði merkismaðurinn Andrés skipstjóri Pétursson. Hann var fæddur að Kjaransstöðum i Dýrafirði 5. ágúst 1832. Foreldrar hans voru þau Pétur bóndi Ólafsson, Hákonarsonar, af ætt Mýramanna í Dýrafiröi, og kona hans Marsibil Ólafsdóttir frá Mosdal í Önund- arflrði. Á unga aldri ólst Andrés heit- inn upp i lieimahúsum að Kjaransstöð- um, Hvammi og Hofi. Árið 1857 flutti hann vistferlum að Höll í Haukadal, og dvaldi þar jafnan siðan, fyrst hjá Eggert bónda Magnússyni, og siðan hjá Guð- mundi syni lians. Hinn 7. október 1894 gekk hann að eiga ungfrú Sigríði Jóns- dóttur, dóttur Jóns bónda Ólafssonar í Hóll, Jónssonar, Þorvaldssonar, Jónsson- ar, Pálssonar, Ólafssonar prests að Sönd- um i Dýrafirði. Þau Andrés og Sigriður eignuðust að eins eitt bam, er fæddist andvana. ------- m------------=> Lkonh. T a n g’s verzlun fæst: SS" góð Steinolía* Ef heil föt eru tekin, þá með afslætti.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (28.02.1893)
https://timarit.is/issue/155141

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (28.02.1893)

Aðgerðir: