Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1893, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1893, Blaðsíða 1
Verð á.rgangsins (minnst 30 arka) 3 kr.; í Ameriku 1 doll. Borgist fyrir maí- mánaðarlok. M 14. DJÓÐVILJINN UN GI. --...... ÁNNAK ÁKGANGUB. =|" ".......'^==- -f—gs»g|== Ritstjóei SKÚLI THOEODDSEN cand. juk. ÍSAFIKBI, 29. AFRÍL. Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 1. dag júni- múnaðar. 1NÍ>3. Konráð Maurer, háskóla- kennari í Miinchen, verður í dag fullra 70 ára, og ætla landar vorir í Kaup- mannahófn i þvi skyni, sem maklegt er, að senda honum ávarp og hamingjuóskir. Það er alkunnugt, hve hlýtt og ófl- uglega Konráð Maurer opt og einatt tal- aði máli voru í hinni fyrri stjórnarbar- áttu vorri, og hve annt hann hefir látið sér um Island og íslenzkar bókmenntir, enda heíir hann, og Vilhjálmur heitinn Finsen hæztaréttardómari, bezt rannsak- að hin fomu lóg vor og réttarástand. Slika vini, sem Maurer, á þjóð vor þvi miður of fáa í útlöndum, og þvi frem- ur er oss skylt, að minnast hans með þakklæti, og árna honum allra heilla á þessum 70. afmælisdegi hans. Fréttir útlendar. ----------- í nýjustu útlendu blöðum, er oss hafa borizt, má heita fremur tíðindafátt, og skal hér getið hins helzta, er markvert þykir. Isalögin, sem um hríð höfðu teppt siglingar til flestra danskra hafna, héld- ust fram i öndverðan marzmánuð. Kóleran hefir í vetur gert vart við sig á Rússlandi, og i sumum bæjum á Fralik- landi, einkum sunnanverðu, þótt eigi hafi kveðið mikið að henni vegna vetrarkuld- anna; hvort drepsótt þessi muni ganga yfir Evrópu á þessu sumri, er auðvitað bágt að segja með fullri vissu, en fleiri partur lækna mun þó á þvi máli. Danmörk. Ríkisþingi Dana sleit, án þess fjárlóg væru samþykkt, og gaf þvi stjórnin sjálf að vanda út bráðabirgða- fjárlóg. Seint í marzmán. brann Valló-klaust- ur á Sjálandi; var það framfærslustofn- un mikils háttar fyrir aðalbornar gamal- jungfrúr, og er mælt, að sumar af hinum tignu meyjum hafi nauðuglega komizt undan eldinum. Noregur. A þingi Norðmanna er con- fsúla-málið enn aðal-umtalsefnið; vilja Norðmenn, sem kunnugt er, hafa sérstaka. verzlunarfulltrúa, en þetta hefir mætt nokkurri mótspyrnu frá hálfu Svíanna; stóð um þetta all-hörð rimma í stórþing- inu norska 10. marz þ. á., og fylgdi meiri hluti þingsins þvi fast fram, að Norð- menn ættu að njóta jafnréttis við Svi- ana í þessu máli, og útkljá það sjálfir, án íhlutunar hinnar sænsku þjóðar; þyk- ir nú og liklegt, að þess verði eigi langt að bíða, að máli þessu verði svo til lykta ráðið, sem meiri hluti hinnar norsku þjóðar óskar, og var Oscar konungur væntanlegur til Kristianiu, til þess að gera i máli þessu. England. Enska þingið hefir í óða önn verið að íjalla um sjálfstjórnarmál Ira, og hófst önnur umræða um niálið þegar eptir páskana. Megin þorri Ira er kaþólskrar trúar, nema Ulsterbiiar; þeir fylgja mótmæl- anda trú, og erumjóg mótsnúnir heima- stjórn, með því að þeir þykjast munu verða ofurliða bornir á liinu væntanlega Dvflinar-þingi af kaþólskum mönnum; kveður svo rammt að, að þeir látast munu gripa til vopna, ef heimastjórn verði lögleidd á Irlandi, og hafa enda byrjað að afla sér vopna og æfa sig í hermennsku. Frakklancl. Ráðherraskipti eru enn orðin á Frakklandi; liefir Ribot, og félag- ar hans, vikið úr stjórninni, en sá heitir Devalle, er tekizt hefir á hendur að skipa liið nýja ráðaneyti. 17. marz andaðist Jides Ferry, einn í röð helztu stjórnmálamanna á Frakk- landi; hafði hann ný skeð verið kjörinn forseti öldungaráðsins, og var Challemel- Lacour kosinn eptirmaður hans. í Panama-málinu hefir Baihaut, er áð- ur var ráðherra, verið dæmdur í 5 ára varðhald út af mútuþágum, en ýmsir þingmenn og ráðherrar, er hafðir voni fyrir sömu sök, voru sýknaðir, með því að gógn vantaði gegn þeim. ÞyzkaJund. Út af Panama-hneixlinu í Paris, hafa spunnizt all-mildar umræð- ur um það í þýzkum blöðum, hvernig varið hafi verið vóxtunum af „Welfa- sjóðnumu, en svo nefnist fé það, er Prússar tóku af Georg V., konungi í Hannover, er þeir ráku frávöldum 1866; hefir sá grunur leikið á, að Bismarck gamli hafi varið vöxtunum til mútugjafa handa þinginönnum og blaðstjórum, er liann þurfti að hafa sér hliðholla; og i vetur gaus upp sá kvittur, að til væru kvittanir, er sónnuðu þenna grun manna; en stjórn Prússa bældi málið niður, svo að ekki yrði hneyksli úr. Um lieraukalögin urðu harðar deilur á þingi, og er búist við, að Caprivi hleypi upp þinginu, og efni til nýrra kosninga, ef ekki gengur saman með honum og þinginu. RtissJand. Borgarstjórinn i Moskva, Vassili Alexeieff að nafrii, var nýlega myrtur af manni nokkrum, er Adrianoff hét, og talinn er nihilísti; hefir verk þetta mælzt illa fyrir, ineð þvi að borg- arstjórinn þótti mjóg ötull maður, og var mikils virtur. Italia. Þar í landi hefir orðið upp- víst líkt hneyksli, sem Panama-Jmeyksl- ið í Frakklandi; stærsti bankinn þar i landi heitir „banca rornana11, og hafði lagzt sá orðrómur á, að fé hans myndi eigi hafa verið sem bezt stjómað; kom svo, að máli þessu var hreift á þingi, og nefnd skipuð til ranrisóknar, og varð það þá uppvíst, að fleiri miljónum króna hafði verið varið til mútugjafa handa ýmsum stórmennum; var þá bankastjór- inn, Tardongo að nafni, og fleiri starfs- inenn bankans, teknir til rannsóknar, og þykir séð, að mál þetta verði all-um- fangsmikið og hneyksliskennt. Gjafir þær, sem Leo páfi fékk á 60 ára biskups-afmæli sínu i síðastl. febrúar- mán., kvað hafa verið virtar yfir 4 milj. króna. Yictoria Englands drottning var i marzmánuði á ferð suður á Ítalíu sér til heilsubóta. ----------------

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.