Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.05.1893, Blaðsíða 4
60
ÞjÓDVIL.JíVX unoi.
og þó svo uýtt, er þá einnig í raun réttri
i bráð hœfilegast svarað urri því, sem al-
kunna, en; ónefnilega, tvífætta „hlaupa-
gagnið“ sýðra hefir eigi alls fyrir löngu
út bopsað með illum látum um ritstjóra
blaðs þessa.
Svar til „ísafoldar“ kunn-
ingjans kemur í næsta blaði.
WINNIPEG, 8. febr. '93. „Hagur
landa hér virðist vera öðruvisi, en heim
er skrifað; hann er að vísu ekki svo ó-
glæsilegur hjá sumum, þegar á það eitt
er litið, hvað þeir hafa undir höndum;
en hjá mörgum er allt í skuld, svo að
þeir vita ekki, á hverri stundu að verður
gengið; þannig er það t. d. hjá fjölda
manna i Argyle-nýlendunni, að eigur
landa eru marg-veðsettar, og þegar kall-
að er eptir skuld úr einum staðnurn, þá
er lánað i hinum. Þrátt fyrir þetta lifa
þó inargir ágætu lifi, en yfir höfuð er eg
sannfærður um, að flestir, sem heim skrifa
til vina og kunningja, lýsa hag landa
glæsilegri, en hann er; en það sé eg þó,
að blásnauðir menn komast hér betur af,
en heima.
Mikill ókostur er það við þetta land,
hve margir verða heilsu-veiklaðir, og er
það einkum tæring, sem þjáir menn.
Tíðin hefir verið mjög stirð undan-
farna daga, allt að 48 gr. fyrir neðan
zero, og kafaldsbyljir 2 — 3 síðustu
daganau.
YESTMANNAEYJUM, 12. marz ’93.
„Hér er all-tiðindalítið. Yeturinn var
heldur stirður til 20. des. f. á., síðan á-
kjósanlegasta tíð fram að Góu, en um-
hleypingasamt frá því, og sjógæftir allt
af stirðar, en verstar frá byrjun vetrar-
vertíðar. Fiskur liefir allt af verið hér
i kring um eyjamar, meir og minna, i
allan vetur, og margir voru búnir að fá
talsverðan afla með vertíðar byrjun. Nú
mun vera hér hæztur hlutur 250, og
margir hafa aflað nálægt 200 frá byijun
febr. Um þessa daga er all-mikil silferð
og hvalur hér í kring, ognægur þorskur;
í gærdag var hæzt 44 í hlut. Er mikið
mein að gæftaleysinu. Sýnileg órbirgð
er hér fyrir höndum hjá inórgum, ef ekki
fiskast vel í vetur. Menn eru sokknir
svo djúpt ofan í skifldadýpið við verzl-
animar.
Um ekkert hefir verið hér tíðræddara
í vetur, en þau verzlunarókjör, sem menn
verða að búa hér við ár eptir ár, en þó
allra lökust hið liðna ár, og það sem af
þessu er; t. d. er rúgtunnan hér enn 24
kr., og yfir tekur, að komið getur varla
heitið mannamatur, og allur kommatur
er með sama óverðinu og næst liðið sum-
ar. Ymislegt er þrotið hér í búðum, svo
sem kaffi, sykur, tóbak og fl. Allar (3)
verzlanirnar hér lúta einum og sama
kaupmanni, etazráði Bryde. 1 liaust var
tekið fyrir allt lán við Juliushaabs- og
Godthaabs-verzlanir, og takmarkað injög
við Garðsverzlun eptir nóvemberferð
„Lauruu. Fjöldi manna neyddur til að
leggja fisk sinn blautan inn í búðina, og
margir að veðsetja hús sín og aðra muni
í tilbót. Lýsipundið af blautum fiski er
50 aura, en ekki nema 40 aura séu öng-
ulgöt eða rifur á honum. Hrogn eru 30
aura kúturinn, lifur 50 aura kúturinn.
Ameríkuhugur er hér í mörgum, og
það mest vegna verzlunarinnar. Er illt
að vita til þess, ef menn flýja fóstur-
jörðu sína fyrir þess háttar orsakir.
Afbréfum, sem berast hingað frá fyrri
Eyjaménnum, sem komnir eru til Ame-
ríku, má ráða, að þeir hrósa flestir happí
að vera losnaðir héðan, og að þeir una
þar flestir allvel hag sínumu.
Ísafirði, 'M’/, ’93.
Tíðarfar. Um undanfarinn viku- til hálfs-
mknaðar-tima hefir all-optast verið góð vorveðr-
átta, svo að tún eru ögn farin að litkast.
Aflabröoð. All-góður afli helzt enn hér við
Utdjúpið, og fiskur er genginn alla leið inn fyrir
Ogurhólma, svo að mikið góður afli kvað hafa
fengizt í Ogurnesinu, og í verstöðunum við
Mið-Djúpið.
Tvö ný FiSKiSKiP, „Callihog „Fremad“, eru
fyrir skömmu komin frá Tjtlöndum til verzlun-
ar A. Asgeirssonar, og kvað þriðja skipið enn
vera væntanlegt til söinu verzlunar.
Kaupb’ör. 5. þ. m. kom galeas „Ami Jóns-
son“ með ýmsar vörur til A. Asgeirssonar verzl-
unar; hafði skipið haft 35 daga ferð frá Kaup-
mannahöfn. — í dag kom „Palmen“ frá Khöfn
með ýmsar vörur til Leonh. Tang's verzlunar.
Slys. Tómas Eiríksson, húsmaður liér í bæn-
um, slasaðist í f. m. i hendi í vinnu við Ásgeirs
verzlun, svo að yfirlæknirinn á „Diönu“ varð
að taka af honum vinstri hendina.
Annar maður, Sig. Sigurðsson að nafni, til
heimilis í Onundarfirði, slasaðist og þar í vinn-
unni nýskeð, gekk úr liði bæði í liné og ökla;
hafði hann dottið ofan af fiskistakk.
Hr. Guðm. lireppstj. Eiríksson á Þorfínns-
stöðum kom hingað til kaupstaðarins í gær; sagði
hann aftabrögð óvanalega góð á Kálfeyri f Ön-
undarfirði.
ý 27. f. m. andaðist í Furufirði kona Bær-
ings bónda Bæringssonar, Halldóra Gisla-
dóttir að nafni; hafði hún legið rúmföst í ná-
lega misseri.
Bæjarstjórnarfund átti að halda hér í
káupstaðnum 5. þ. m., en fundurinn fórst fyrir,
með því að eigi mættu svo margir bæjarfull-
trúár, að fundarfært yrði.
II, 15.
Sýslunefndarfund ntti að halda hér í
bænum 9. þ. m., en ekki varð fundarfært, svo
að hr. Lárus Bjarnason má nú fara á stað 'i
þriðja skipti, og kann ske hann fái þá fleiri
drætti!
Saltveiíð i „kaupfélagi ísfirðinga“. Eins og
getið var um í síðasta blaði, fékk kaupfélagið
í f. m. 2116'/* tn. af salti með gufuskipinú
„Stamford“, og er verðið á salti þessu, að kostn-
aði á lögðum, 3 kr. 15 a. tunnan.
Strandferðaskipið „Laura“, 689,02 tons,
skipstj. P. Christiansen, kom hingað að sunnan
9. þ. m. — Með skipinu komu hingað frá Kaup-
mannahöfn kaupmennirnir L. A. Snorrason og
Óli F. Asmundarson, og frá Reykjavík sýslu-
nefndarmaður Guðm. Oddsson frá Hafrafelli,
Hannes Blöndal, með unnustu sinni, séra Kjartan,,
prestur Grunnvík., með konuogtengdamóður, o.fl.
„KaUpfélaG Ísfirðinga“ hefir tekið á leigu
skipið „Helge“, 146 tons, og á skip þetta að
leggja af stað frá Englandi i miðjum þ. m. með
ýmis konar vörur til félagsins, og tekur skip-
ið hér aptur 1100—1300 skpd. af Genuafiski.
Enn fremur hefir kaupfélagið leigt skipið
„Marz“, 100 tons að stærð, sem fer frá ' Eng-
landi í miðjum júní, fermt kolum til félagsins,
og tekur svo aptur allt að 900 skpd. af Spán-
arfiski.
Stórt i*úmstæði er til sólu.
Prentarinn vísar á.
Miklar birgðir af Valdemar Pe-
tersens elcta Kína-Hfs-elixír eru ný
komnar í verzlun mína. Mig er að bitta
í húsi mínu, svo nefndu Þorkells húsi á
Isafirði. -— SS. íS. .Ylexíiicioioii.
Þeir, sem skrifa eptir Þ j ó ð-
viljanum unga í þvi skyni, að ger-
ast kaupendur, eru beðnir að tilgreina, í
„pöntunarubréfum sínum, nafn hreppsins
og sýslunnar, sem þeir búa í, auk heim-
ilisnafnsins.
I prentsmiðju „Þ j ó ð v i 1 j a n s unga“
fæst jafnan:
Reikningar: í kvartista broti á
1 kr. hundr. og aðrir á 80 a. hundr.,
— í stóru 8 bl. br. á 1 kr. og aðrir á
90 a. hundr., — í litlu 8 bl. broti á
60 a. og aðrir á 50 a. hundr.
Útsvarsseðlar á 1 kr. hundraðið.
Krókarefssaga á 50 a. hver.
Kvennamunur á 20 a.
Framtíðarmál á 50 a., o. fl. bækur.
ærsveitamenn eru beðnir ad vttja
„Þjóbviljans unga“ í norska bakar-
ílNU HJÁ IIR. I. E. SOLLIE.
íí Prentsmiðja Þjóðviljans unga.
Prentari Jóhannes Vigfússon,