Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.10.1893, Blaðsíða 1
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júni-
mánaðar.
Verð árgangsins (minnst
30 arka) 3 kr.; í Ameríku
J doll. Borgist fyrir júní-
mánaðarlok.
DJOÐVILJINN UNGI.
— |= Annab, ábgangub. =|--———
-*—Bitstjóbi SKÚLI THORODDSEN cand. jub. ===|sx*g;-—s-
M 30.
ÍSAFIBÐI, 21. OKT.
ÞUjui iturinn „Björninn"
er til sölu. — Lysthafendur snúi sér til
konsúls 8. H. Bjarnarsonar á Isafirði.
Sumarið, sem kvaddi oss í gær,
má óefað teljast eitt af blíðustu og ár-
gæzkumestu sumrum til lands og sjávar,
sem hér á landi geta komið; en því mið-
ur munu þó ástæður almennings, nú
undir veturinn, eliki vera að því skapi
góðar, sem náttúran virðist að liafa lcik-
ið við menn, og stafar það að mestu
leyti af óhagkvæmri verzlun; íslenzk
vara öll i afar-lágu verði, en útlenda
varan dýr á'móti; og svo ber þvi eigi
heldur að neita, að mórgum hættir til
þess, einkum við sjávarsiðuna. að eyða
um of í ógengd og ráðleysi, þegar björg-
in berst nóg i hendurnar, og hugsa eigi
til hörðu tímanna, sem öumliýjanlega
hljóta þó að korna, fyr eða síðar, éptir
því sem hér á landi hagar.
En þrátt fyrir það, þó að eptirtekjan
hafi hjá mörgum orðið minni, en skyldi,
megum vér þó vera forsjóninni þakk-
látir fyrir þetta ný afstaðna góða sumar.
---— -fx=3g-'J3--
Bitdómur „Fjallk.“
xuii GJaunguI>.rd>lfsrlmu7.
(Niðurl.) Fórlazt heíir ritstjóra „Fjall-
konunnaru, þar sem hann segir, að far-
ið hafi verið að prenta rímurnar á Ak-
ureyri fyrir mörgurn árum, og hafi mýs
etið upplagið; þetta er alveg tilhæfulaust,
nema hvað það kom t.il tals, að prenta
rímurnar; lengra kornst það aldrei, og
þá voru ekki nema nokkrar fyrstu rím-
urnar búnar. En jeg skoða það þó sem
mikla meðmælíngu, að fá ekki verri út-
reið, en þetta — og það þó herra Helgi
ekki hafi gert við þær annað eins lag, eins
og við „Brúardrápu14 — grafarlagið, sem
gaulað var i grenjandi regni við Gjall-
arbrú —; en þar skal lika „stórskáldu til,
að öðlast ritstjóra „Fjallkonunnar“ fyrir
Panegyrist og Helga snikkara fyrir Com-
ponist!
Mörgum hefir þótt vænt um, að jeg
hef þannig kveðið út af einhverri hinni
fegurstu sögu, sem til er á ísleruzka
tungu, og þó viðar væri leitað (þvi all-
ar hinar eldri Gaunguhrólfsrimur eru ö-
nýtar; þær eru einmitt fullar af smekk-
leysum og málvillum), og allmargir liafa
þegar keypt mínar rímur, einmitt síðan
getið var um þær í Fjallkonunni, svo að
jeg má enn til að reka mitt eldlieita
hjartans þakklæti framan i ritstjórann,
og ausa mínum brennandi tilfinningar-
gusum yfir skallann á honum, þóaðhann
kynni að verða alveg liárlaus eptir.
Jeg hef valið það form, sem þjóðlegast
var, og sem tíðkazt hefir hjá oss frá gam-
alli tið, og það á bezt við, þó það ekki
sé sönglóg; þvi það má ætið finna að öll-
um rimum, að lögin sé tilbreytíngalítil,
en þó eru þau miklu fjölbreyttari, en
hexametrum, sem liin heimsfrægu kvæði
Hómers eru ort undir — þessi kvæði,
sem kveðin voru, eins og rímur, um allt
land á gullöldum Grikkja — og mörg
önnur fræg kvæði eru ort undir þessum
eina bragarhætti, án nokkurra tilbreyt-
ínga, og þykir ekkert að. En hvað
rímnakveðskapinn sjálfan snertir (þetta,
sem Magnús Stephensen gamli kallaði
í eptirmælum átjándu aldar „rimna ófag-
urt ýlfuru), þá tiðkast svipaður rímna-
kveðskapur víðar, en hór; að minnsta
kosti er sagt, að hann só ekki betri hjá
Grikkjum, sem enn tiðka að kveða ýms
söguljóð; en ekki fyrir það, það getur
verið skemmtilegt, að heyra vel kveðið,
og það er vandi, eins og hver önnur list,
þö að sumir hafi nú fengið ímugust á þvi,
af því að það er „þjóðlegtu. Söguljóð,
sem ort eru undir sönglögum, hexametr-
is eða slíkum bragháttum, verða ekki
sungin eða kveðin, þau verða einungis
lesin, og fæstir munu lesa svo vel, að
veruleg nautn verði að.
Rvik, -4/,, 93. Ben. Gbóndal.
ísaflrði 21. okt. ’93.
Tíðakfab. í f. m., um göngurnár, gerði
hór all hart norðanhret með töluverðri fann-
komu, en síðan liefir all optast verið stillt norð-
anátt með nokkru frosti, nema bíotar síðustu
dagana.
'Maðub vakd úti k Botnsfjalli í Reykjar-
1893.
fjarðarhrcppi hér i sýslu 18. f. m. snjóhret-
inu, sem þá var; hann var vinnumaður síra
Stefáns í Vatnsfirði, og hét Jóhann Rögnvalds-
son; hann var í fjárleitum, og hafði villzt frá
hinum gangna-mönnunum.
Síldakafli. í öndverðum þ. m. fékk Jak-
0b bóndi Rosinkarsson í Ögri um 70 tunriur
af síld í vörpu á Seyðisfirði, og auk þess hefir
í haust aflazt töluvert af síld í lagnet hér við
Djúpið.
Fisk-afli. Siðan sildin fór að veiðast, hefir
verið prýðis góður afli á Snæfjallaströndinni;
í vestanverðu Djúpinu heflr og aflazt all vel,
en mikið af aflanum er ísa.
Fjárheimtur hafa í haust orðið all góðar
hjá almenningi, en fé með rýrara móti til frá-
lags.
Fjárprísar. Iiet hefir i haust verið selt
hér í kaupstaðnum fyrir 16—20 a. pd., eptir
gæðum, mör á 30—36 a., gærur af rosknu fó
á 1 kr. 60 a.—2 kr., og innmatur á 1 kr.
BRULLAUP. Hjalti bóndi Sveinsson i
Súðavík hélt 16. þ. m. brúðkaup þriggja barna
sinna í barnaskólahúsinu í Alptafirði; gengu
þeir synir hans, Hjalti og Björn að eiga:
hinn fyr nefndi ungfrú Sigríði Bjarnadóttur,
hreppstjóra í Tröð, en hinn síðar nefndi ungfrú
Matthildi Þórðardóttur, fyrrum alþingis-
manns í Hattardal; en ungfrú Daðínu Hjalta-
dóttur gekk Fridrik barnakennari Guðjóns-
son í Alptafirði að eiga.
MANNALÁT. í þ. m. andaðist hér í kaup-
staðnum Þorsteinn húsmaður Jóakimsson, og
í sumar lézt hér 'í bænum húsmaðurinn Sig-
URÐUR Björnsson.
Björn gullsmiður Guðmundsson hér í hæn-
um hefir og ný skeð misst bam, er kona hans
ól í haust.
ANNAR FERÐAVOTTA Lárusar sýslu-
manns, SIGURÐUR stúdent JÓNSSON, bró,
sér skyndilega burt úr bænum 16. þ. m., rétt
áður en málaferli Lárusar sýslumanns eiga að
fara að byrja, og er sagt, að hann sé seztur
að suðnr í Barðastrandarsýslu; verður því tölu-
vert örðugra, en ella, að leiða hann sem vitni,
ef einhverjum kynni að þykja þess þörf, þegar
til málanna kemur.
Vér leyfum oss að leiða athygli að auglýs-
ingu praktíserandi læknis Odds Jónssonar,
sem prentuð er hér aptar í blaðinu, með því