Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1893, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.12.1893, Blaðsíða 4
28 ÞjÓðviljinn ungi. m, 7. lagðar, — sem stefnt liafði verið til vitna- leiðslunnar viku til hálfum mánuði, áður yiirheyrslan fór fram —, né heldur rifj- að neitt upp, hvað í réttarhöldunum hafði fram farið i fyrra. Svo sór liinn virðulegi vottur. ---tgmsag*- í „BJÓít-MÁLINU“ svo nefnda gjörðist það sögulogt síðast, þegar Lárus vék dóinara-sœti í máli þessu, að umboðsmaður hinna stefndu fékk fjögra mánaða frest, til þess að útvega sér setudómara! Mun það einsdæmi, að sakbornir rnenn sæki þannig um dómara, til þess að dæma sig, og meira að segja kosti til þess ærna fé; gæt- um vér því trúað, að amtmaðurinn yrði nokk- uð brosleitur, þegar honum berst jafn nýstár- leg beiðni! ----------- As!U'ðiii' almennings hér V'estra munu nú undir áramótin yfir höf- uð mega teljast i all-góðu lagi; íiestir munu i sumar hafa getað birgt sig nokk- uð með matbjörg til vetrarins, og má ó- efað þakka það kaupfélags-skapnum að nokkru, að þvi er norður hluta sýslu þessarar snertir. Heyfengur bænda i surnar var og í all-góðu meðal-lagi, svo að vonandi er, að menn standist nú veturinn þolanlega, þótt hann, sem allt útlit er á, verði i harðara lagi. ísafirði 30. des. ’93. TÍÐABFAR. Aðfangadag jóla,, 24. þ. m., gerði hér vestra all-mikinn blota, og hefir síð- an haldizt frámunalega stirð og óstöðug tíð, ýmist norðan-hriðir eða suðvestan ofsa-rosai', nema stillt veður jóladaginn sjklfan. SETUDÓMARINN ísfirzki, sýslumaður B.TÖRN B.JARNARSON, sat. hér veður-tepptur fram yfir jólin, og lagði af stað héðan heim- leiðis 28. þ. m. KYÖLDSÖNG flutti prófastur DORVALD- TJ R .TÓNSSON hér í kirkjunni á aðfangadags- kvöld jóla, en ÁRNI kaupmaður SVEINSSON tónaði bæn á undan prédikuninni. KAUPFARID „Árni Jónsson11, eign Á. Ás- geirssonar verzlunar, sem iegið hefir um mán- aðartima á Önundarfirði, fermt saltfiski, og beðið þar byrjar til útlanda, hafði i ofsa-roki rétt, fyr- ir jólin, orðið að höggva bæði möstrin, til þess að bjarga skipi og farmi. Skip þetta verður nú að bíða á Önundarfirði fram eptir vetrinum, með því að engin tök munu vera á þvi, að fá sett í það sigiutrén, fyr en efni fæst frá útlöndum. GUÐMUNDUR TORFASON, ungliflgspiltur frá Kjós í Grunnavikurhreppi, var fimmti mað- urinn, sem drukknaði við skipskaðann áJökul- fjörðum 9. þ. m., sbr. 6. nr. „Þjóðv. unga“ þ. á.; sjötti maðurinn, sem fórst við nefndan skip- skaða, hafði verið norðan af Ströndum. Hr. JÓHAJSNES TH. JÓHANNESSON, sem liéðan flutti til Vesturheims á síðastliðnu sumri, biður þess gotið, að hann hafi i „Lögbergi“ 11. og 22. okt. þ. á. svarað miður góðgjarnlegum ummælum ritstjóra „Heimskringlu11 um sveit- unga hans, út af för Jóhannesar til Vesturhems. MAGNÚS kaupmaður JOCHUMSSON, sem í vetur hefir all-optast verið við rúmið, vegna heilsu brests, kvað hafa sótt um lausn frá sátta- nefndarstörfum hér í kaupstaðnum, og eiga því kaupstaðarbúar innan skamms að kjósa annan mann í hans stað. AFLABRÖGÐ. Svo má heita, að aldrei gefi á sjóinn, vegna ótiðarinnar, en þá sjaldan róið er, má heita mikið góður afli hér við Djúpið. SIGGI „SKURÐUR1* gjörist nú héraðsiikur hjá Önfirðinguin i meira lagi, enda mun hann og þykjast eiga ærið traust hjá landshöfðingjum; hefir hann, að sögn, ný skeð ráðið á mann einn þar í firðinum, og BITIÐ hann í kálfann! AF SNÆFJALLASTRÖND er oss ritað 26. þ. m.: „Skepnuhöld eru hér bærileg, en tíð til lands og sjávar ófær; frost hafa verið hér mest í þ. m. 20gr. á R.., en ekki var þó frost-hark- an svo mikil, nema einn dag; snjókoma hefir verið mikil, svo að haglaust er fyrir skepnur, sem stendur, enda hefði eigi gefið að nota haga, þótt þeir hefðu verið. Afli sá, er fengizt hefir, síðan í haust. hefir að mestu verið lagður inn til verzlananna á ísafirði; deildarstjóri vor (Sig. Jósepsson) hefir þó saltað sinn fisk, og mun kafa saltað úr rúm- um 40 tn., siðan hann byrjaði róðra í 18. v. s.“ j LÁTIN er í þ. m. að Skálavík í Vatns- fjarðarsveit unglingsstúlkan ELÍZABET GUÐ- MUNDSDÓTTIIl, tæplega tvítug, mesta eí'nis- stúlka talin; faðir hennar er Guðmundur Hall- dórsson i Hafnarfirði, bróðir Gunnars í Skála- vík, Jóns á Laugabóli og þeirra systkina. Hr. MAGNÚS ÁRNASON, skósmiður hér i kaupstaðnum, hefir fyrir skömmu keypt af ekkju- frú A. THORSTEINSEN verzlunar- og vöru- geymsluhús það, er maður hennar, Th. Thor- steinsen sálugi, hafði reisa látið hér í kaupstaðn- um árið, sem hann dó. HAFÍSHROÐA all-mikinn hafði rekið inn á Arnarfjörð dagana fyrir jójin, svo að auka- pósturinn til Bíldudals hafði ekki komizt yfir fjörðinn, heldur orðið að bíða nokkuð á Rafns- eyri. HRADBOÐI sá, or Lárus sendi til Víkur27. nóv. þ. á.( er ókominn enn. EEjá undirritiiðuin fást ný reiðtygi, og alls konar ólar, er til heyra reiðskap. Einnig veiti jeg aðgerð fornum reiðtygj- um. Enn fremur sel eg töskur, sjóskó, mitt- is-ólar, úlfnliðaskjól og ólar í skauta.— Þeir, sem panta vilja hjá mér ný reiðtygi, eða viija fá aðgerð á fornum reiðtygjum, á þessurn vetri, ættu að gera það sem fyrst. ísafirði, 17. des. 1893. I >«'<> Eyjólfsson, söðlasmiður. h1undi/;t hafa hjá húsi herra Ein- ars Bjamasonar hér i kaupstaðnum einir sjóvetlingar með ýmiskonar smálegu dóti í, og var bundið fyrir þá. — Eigandi vitji fundar þessa í prentsmiðju „Þjóðv. ungaa, og borgi þessa auglýsingu. TJn dirskrifaður tekur að sér alls konar gull- og silfur-smiði, allt vel af hendi leyst og fljótt. — Sami kaupir brota- silfur. Yerkstofa mín er í Norðurtan ga-liús i M. Jochumssonar. (íuðjón I j. Jónsson. Vottorð. Þá er konan mín hafði nokkra hrið þjáðzt af óreglulegri meltingu, ásetti eg mér að láta hana reyna „Kína-lífs-elixírli lierra Valdemrs Petersen’s í Frederiksliavn. Er hún hafði eitt úr einni flösku tók matarlystin að aukast, og við brúkun annarar og þriðju flöskunnar, fór henni dagbatnandi, en jafnskjótt, sem hún hætti að neyta þessa ágæta læknis-lyfs, jukust veikindin aptur, eg er eg þvi sannfærður um, að hún má eigi án þess vera nú fyrst um sinn. Þetta get eg vottað með góðri. sam- vizku, og vil því ráða sérhverjum, sem þjáist af samkynja veikindum, að reyna heilbrigðisbitter þennan. Skipholti i Ytrahrepp, í janúar 1893. Jón Ingimundsson, hreppstjóri. Kina-lifs-elixirinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kina-lifs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að —-Þ,—” standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir liinu skrásetta vöru- merki á flöskumiðanum: Kínverji með glas i hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen. Frederikshavn, Danmark. PREXTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS UNGA.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (30.12.1893)
https://timarit.is/issue/155169

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (30.12.1893)

Aðgerðir: