Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1894, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.01.1894, Qupperneq 1
Verð á.rgangsms (minnst 40 arka) 3 kr.; í Ameríku 1 doll. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. DJÓÐVILJINS UNGI. -*■— ÞbIÐJI ÁBOANÖUB. ===|--. = RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. M io. ÍSAFIBÐI, 28. JAN. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar. 18í)4. Þingkosningarnar að vori. — II.— í síðasta blaði voru bentum vér á það, að eigi væri gjórlegt fyrir kjósend- ur landsins, að hrapa að þvi um of, að velja menn úr embættis-flokknum, nema kunnir væru að einurð, frjálslyndi og sannfæringar-festu. Vér tókum þetta þá sérstaklega fram, að því er embættismennina snertir, ekki af þvi, að vér mistreystum þeim yfir liöfuð, beldur af þvi, að líkur liggja til þess, að sjálfstæði þeirra á þingi geti verið tóluvert hættara, en sjálfstæði ann- ara, meðan ekki breytist til batnaðar um skijiun stjórnarinnar hér innan lands. En þó að vér sórstaklega bentum á þetta, að þvi er ernbættis-stéttina snert- ir, þá er það vitaskuld, að þessum sómu hæfilegleikum þurfa ekki síður ónnur þingmanna-efni að vera búin. Hér á landi er bænda-staðan einna óháðasta staðan, ef bóndinn er nokkurn veginn sjálfbjarga i efnalegu tilliti, og rir þeim flokkinum mætti þvi ætla, að fengizt gætu liklegustu þingmanna-efnin. En þvi rniður er því svo farið um ýmsa af bændum vorum, er á þingi hafa setið, — þó að auðvitað séu all-margar undantekningarnar —, að það er eins og Reykjavíkur-vistin hafi á þá óheppileg áhrif. Þeir eru djarf-rnæltari og einarðari heima í sveitinni sinni, heldur en þeg- ar á þingið er komið. Nægir í þessu efni að minna á það eitt til dæmis, að i „bitlinga‘!-bardðgun- um, sem einatt eru háðir af all-miklu kappi á hverju þingi, standa bændurnir yhr höfuð engu betur, en aðrir, á víg- vellinum, enda þótt bænda-stétt landsins se, í orði kveðnu að minnsta kosti, sara lítið um alla svo nefnda „bitlinga” gefið. Svo er og annað, sem einkennir mjög þingsögu íslendinga, ekki sízt á siðari árum, og það er þessi einstaka liræðsla eða varasemi, ef eitthvað á að finna að gjórðum stjórnarinnar. Lýsir það sér ekki hvað sízt, þegar innlenda stjórnin á hlut að máli, þvi að þá verður hvert orðið að vega sem vand- legast. Aptur á móti heyrir, eða fregnar, erlenda stjórnin miklu síður, hvað fram fer, og fyrir hennar liönd eru menn þvi ekki alveg eins hórunds-sárir. Nú er það, sem kunnugt er, eitt af aðal-ætlunarverkum þingsins, að hafa eptirlit með umboðsstjórniuni, og taka i taumana, ef eitthvað fer af-laga. En hvernig á þingið að fullnægja þessari epirlits-skyldu sinni, ef mikill hluti þingmannanna gengur með þær grillur, að ekki sé þó vert, að fara frekt út í þetta, þvi að hann kunni að þykkja það, karlinn. Þessi of mikla varasemi leiðir til þess, að annað hvort er mórgu nauð- synja-málefninu alls ekki hreift, eða þá ályktanirnar svo magnlausar, — þegar engan má styggja —, að þeir, sem í lilut eiga, gera gjarna ekki annað, en að brosa að þeim eptir á. Og margt fer svo fyrir bragðið óðru visi í landstjórnar-háttum, en fara myndi, ef alþingi rækti betur eptirlits rétt sinn og skyldu. --------------- TJm ritdómana i SUNNANTABA, III, 4, 0G ÞjÓÐOLFI, XLV, 52. (KVÆÐI eptib HANNES HAFSTEIN). (Eptir Jón minri). Þessir ritdómar eru eitt liið merki- legasta, sem komið heíir fyrir manna sjónir á seinni tímum, og má ætla sem vist, að höfundur kvæðanna muni ekki þykjast hafa ástæðu til, að vera mjög þakklátur þeirra vegna, þar sem hann mun sjálfur vita, að hin rnestu höfuð- skáld, sem hafa haft áhrif á alla Evrópu- menntun, Iiafa aldrei verið yfix ausin með slikri lofgjörð, og voru þeir þó ekki af verri endanum, sem um þau rituðu. Það er náttúrlega rétt, að hrósa því, sem hrósvert er; en það er miður lieppilegt, að dengja yfir mann því oflofi, sem gæti gefið grun um, að það væri tómt háð, eða lofgjórðin yrði svo megn, að hún bæri manninn ofurliði; — það er eins og dæinisagan segir um asnann, sem fór að faðina manninn, og gerði það svo fast, að honurn lá við bana. Hér má minna á orð Snorra Sturlusonar: „engi mundi þat þora, at segja sjálfum hánum þau verk lians, er allir þeir, er heyrði, vissi, at hégómi væri ok skrók, ok svá sjálfr hann; þat væri þá háð, en eigi Iof“. Réttsýnir og heiðvirðir ritdómarar liafa iieldur ekki þann sið, að lasta aðra merm, sem ekkert koma málinu við, þó að þeir lofx einn; en í þessum ritdómum hafa liöf- undarnir ekki getað stillt sig um, að lmýta í Bjarna Thorarensen, og alla þá, sem hafa notað náttúruna oe; fevurð hennar og ófl, til þess að framleiða skáldskapinn, enda þótt dýrðlingur þeirra geri það engu siður, en aðrir; þannig er Bjarni sneiddur fyrir línuna: „eða þær kristalls ár, á hverjar sólin gljáru - ritdómaranum liefir liklega sviðið, að Bjarni orti föðurlands-kvæði, því að þessir nútiðarinnar Hafnarmenn hafa optar en einu sinni látið i ljósi óánægju sína, út af þessu vansæmi, og kemur það fram í þessu tölublaði Sunnanfara; en Þjóðólf- ur segir skáldið eigi ltafa þórf á „nátt- gala-klið né tunglskini“, og er það frern- ur barnalega að orði komizt. Aðal-málið er í Sunnanfara, því að hann byrjaði; en Þjóðólfur apaði eptir, og tuggði upp sumt, sem Sunnanfari hafði spúið úr sér. Vér tókum þvi eink- um tillit til Sunnanfara, og einkennum orð hans, þegar vér setjum þau fram. Sunnanfari segir: „fátt er ljótt á Baldri“ — sagði Skaði; en það var þá ekki Baldur eptir allt saman, svo likingin fer i kundana. „Eg get varla hugsað mér það dauðýfli, að ólundin detti ekki úr því um stundar sakir við að vera úti i öllum þeim stormi, sem þýtur gegnum“ þennan meistaralega ritdóm, sein sýnir svo aðdáanlega, hvernig rit- dómar eigi ekki að vera. Fyrst er farið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.