Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1894, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1894, Blaðsíða 3
m, 13. Þjódviljinn ungi. 51 BÚDDHA-PRESTARNIR í Japan bera sig hörmulega yfir því, bve átrúriaðinum á Búddha fari hnignandi þar i landi ár fra ári, og eigna það vaxandi trúleysi manna, hvílíkar hörmung- ar hafi dunið yfir landið á síðustu 10—15 árum, svo sem eldgosið úr Bandai-fjalli, flóðin í stór- ánum Tetsu og Kíso, og jarðskjálptarnir í fyrra. EPTIR SÍÐUSTU MANNTAES-SKÝRSL- UM hjuggu í Frakklandi 465,855 Belgir, um 230 þús. ítalir, 83,330 Þjóðverjar, 39,687 Bretar, um 12 þús. Amerikumenn, og þaðan af minna af ýmsum öðrum útlendum þjóðflokkum. í NÁMUNDA við borgina Mecca á Araba- landi er helga lindin Z e m - Z e m, sem allir rétt-trúaðir Múhametsmenn leggja mikinn trún- að á, og þykir því ekki hlýða, að pílagrímar þeir, sem árlega sækja til Mecca, þúsundum saman, neyti annars vatns, en úr hinni helgu lind, meðan þeir dvelja i Mecca. En það er nú komið upp úr dúrnum, að vatnið í þessari helgu lind, Zem-Zem, muni ekki sem heilnæmast, nieð þvi að tyrkneskir læknar, er rannsökuðu það í fyrra sumar, fundu í því mestu kynstur af alls konar rotnunarefnum, og segja það engu betra, en versta skolavatn i stór-borgunum; og af þessu ætla menn með- fram að það stafi, að Mecca er, og hefir verið, mesta kóleru-bæli, svo að síðast liðið sumar dóu margar þúsundir pílagrima, er þangað sóttu. 920 CARATA ÞUNGUR DEMANT fannst í fyrra sumar í Jagersfontein-námunum, og er það lang-stærsti demantinn, sem til þessa hefir fundizt í Suður-Afríku. 60 ÞÚSUND EINTÖK AF BIBLÍUNNI seldust á fáum vikum, þegar hún fyrir nokkru var gefin út i Englandi með myndum eptir Gustave Doré, enda var útgáfunni svo hagað, að biblian var gefin út í viku-heftum, og kost- aði að eins 7« penny (tæpa 4 aura) heptið. hefir verið róttar-ástandið á landi hér, þegar ,J(m sýslumaður Sig- urðsson i Dölum kvað „Tímarímu“ sína, á dógum Odds lógmauns Sigurðssonar, svo sem nokkuð má ráða af þessari al- þekktu stóku lir „Tímarímu“ iians- „Eigi’ er rétti öllum hjá uppi lialdið á gilda vog, gjarna mega garpar sjá ganga lóg sem hafa togu En ósagt látum vér samt, að réttar- ástandið hafi þá verið öllu svartara, en nú gefast dæmi til. En ekki skai þó það mál í þessari grein ræða. Að eins dettur oss i hug eitt dæmi, sem benda virðist á það, að betra rauni vera, að vera vel, en illa, kynntur hjá valdamönnum, ef vel á að togast úr laga-lopanum þeirra. — Sem umboðsmaður bændanna þriggja í Eyrarhreppi (Guðm. Sveinssonar og Páls Halldórssonar í Hnífsdal og Guðm. Odítesonar á Hafrafelli) í máli því, sem hr. Lárus Bjarnason höfðaði gegn þeim i vetur, út af „ísfirzku kærunumu, leit- aði ritstjóri blaðs þessa 8. nóv. f. á. úr- skurðar Amtsins um það, hvort hann ætti eigi — geg11 fyrir fram boðinni borgun — fulla heimtingu á þvi, að fá eptirrit af framburði einstakra manna i réttar-rannsóknum þeim, er Lárus hafði haldið í vetur, er var, í málinu góða gegn Skúla, þar sem sér væri þetta eink- ar áríðandi, til þess að geta komið fram vörn fyrir hina kærðu, enda væri og eitt af kæru-atriðunum til Amtsins, sem um- bjóðendum hans væri stefnt til ábyrgðar fyrir, einmitt í þv? fólgið, að Lárus hefði bókað rangt vitna-framburð í nefndri rannsókn. Fyrirspurn þessari svaraði svo Amt- maðurinn aptur um hæl með bréfi dags. 27. nóv. f. á., í þá átt, að eptirrit þessi yrðu, að hans áliti, alls eigi heimtuð, enda þótt borgun væri i boði. Og á sama máli var Lárus „dómariu einnig, meðan kærumálaþrefið stóð sem hæðst nokkru fyrir ný-árið. En þegar vér nú ihugum þetta, — með Amts-bréfið fyrir framan oss —, kemur oss það dálitið kynlega fyrir, að það er eins og hr. L. Bj. só þeirrar skoðunar, að þessar ofan nefndu leynilegu lögreglu- rannsóknir hans missi þó allan leyndar- krapt sinn, og eigi að liggja sem opin bók, hvenær sem Grimi barnakennara Jónssyni þóknist að athuga þar eitt- livað, til þess að geta þjónað sinni lundu. En eiga þó ekki ein lóg fyrir alla að ganga? Fýsa myndi marga, að fá þeirri spurn- ingu svarað við tima og tækifæri. Um nýja l>l«<5ic5 „Garðar“, sem getið var um í 10. tólubl., er oss ritað svo úr Rvík 4. þ. m.: „Blað-krili þetta á að rífa „Reykvíkingu úr augna-kórl- unum, og liirta útgefanda hans, sem sumum þykir orðinn nokkuð uppivóðslu- samur a siðari tímum. Haldið er, að ritstjóri „ísafoldaru eigi mestan þátt í stofnun blaðs þessa, enda veitir honum ekki af því, sér til styrkt- ar, þar sem „ísafoldu sjálf er farin svo mjög að mjókka og rýrnau. Nýársvísur 1894. __. •._ • • • Ris frá austur öldum enn þá sólin skær. Andblæ andar kóldum enn þá norðan blær. Leikur dátt á legi logageisla rós. Nýjum ný-árs degi nýfætt heilsar ljós. Burt með deyfð og drunga! dagur heilsar þór, ættlands kynslóð unga, er í skauti ber von um langa, ljósa, lífsins betri tíð, skreytta reflum rósa, rauna fyrir stríð. Burt með ófgar allar, öll þin vonar tál! Heyr þú, hátt þig kallar hjartans innsta mál: Áfram! „Aldrei víkjau, áfram, litla þjóð! Áfram! „Aldrei svikjau, er þitt sigur-ljóð. Bindumst traustum böndum bræðralags í dag. Tengjumst hraustum hóndum, hefjum gleði-lag: Lifi foldin fanna, frjáls í lengd og bráð, kóngs, né konungs-manna, kúgun aldrei liáð. H. S. Bl ----»-«s«ss3s=- «*-— Hitt og þetta úr sveitinni Eptir Hávarð karl. (Framhald.) Síðan mála-þrasið byrjaði, eru menn farnir að taka eptir því, að laga-skiim- um er að fjólga óðum í plássinu. Hing- að til hafa að visu verið stöku laga-snáp- ar, sem einkum hafa verið sóttir til ráða, þegar koma hefir þurft af sér ó- mögum á aðrar sveitir, eða svikja kaup- menn um skuldir; og hefir að öðru leyti ekki farið mikið fyrir lógvizku þessara pilta; en nú eru þeir farnir að láta bera meira á sór. Þeir hafa notað sér það,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.