Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1894, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1894, Blaðsíða 2
62 Þjóbviljiisn ungi. III, 16. getu, til að taka ferðir þessar að sér, þá var ekki loku fyrir það skotið, að ein- liver annar hefði unnizt til þess, með því að fjárveitingin var þannig orðuð, að stjórninni var heimilt að seinja við annan, ef Ramlulff gengi frá; en vita- skuld er það, að liafi stjórnin eigi snúið sér til kapt. Randulff’s, fyr en honum þótti orðinn of naumur undirbúnings- tími, þá er og líklegt, að strandað haii á sama skeri hjá öðrum. En það er vonandi, að stjörnin láti ekki staðar numið, þó að þessi 25 þús. króna fjárveiting þingsins verði ónotuð í ár, heldur noti sem bezt þetta ný-byrj- aða ár, svo að strandferðir þessar kom- ist þó að minnsta kosti á að ári. Annars virðist oss það ihugunar-efni fyrir þingið, hvort það ekki muni fullt eins heppileg aðferð, þegar um það er að ræða, að koma nýjum fyrirtækjum fram, að fela framkvæmdina einhverjum einstókum manni á hendur, eins og að velta allri sinni áhyggju upp á stjórn- ina, og það þó að má ske sé um þau málefni að ræða, sem stjórninni vitanlega eru engin áhugamál. ----------------- ISÝTT HEIMSKAUTALAND. Norskur skip- stjóri frá Hammerfest, Hans Joliannesenað nafni, heíir ný-skeð skýrt frá því í norskuni blöðum, að af hæðstu tinduni á norður-oddanum á Ný-Síberíu eyjum sjkist liylla undir land í norð-vestri, á að gizka 16 nhlur þaðan. Reynist nú svo, að þarna só áður óþekkt land norður f höfum, þykir eigi óh’klegt, að Friöþjófur Nansen muni Sjá það á heim- skautaferð sinni, og að hann muni ef til viil hafa þar vetrar-setu í vetur. SVO ER MÆLT, að Rússar reyki manna mest af „oigarettum11, og því var það, að blað- stjóra einum í Pétursborg hugkvæmdist það snjallræði, að iáta prenta blað sitt á „cigarettu- pappfr, enda liafði það þann árangur, að kaup- endum blaðsins fjöigaði drjúgum. A FJALLI EINU í námunda við borgina Arequípa í Peru hefir fyrir skömmu verið reizt hús. sem ætlað er til veður-athugana; hús þetta stendur 16,650 fet fyrir ofan sjávarmál, og er talið standa hæðst allra sfíkra húsa í heimi. ÓVEÐURS-DAGAR 1894. Prof. Falb, al- kunnur veður-fræðingur á Þýzkalandi, sem opt hefir reynzt sann-spár um veöur, spáði því nokkru fyrir áramótin síðustu, að á þessu ný- byijaða ári yrðu þessir dagar mestu óveðurs- dagarnir: 30. ág., 20. sept., 20. febr., 21. rnarz, 1. ágúst, 6. apríl, 21. jan., 5. maf og 28. okt. Ægilegast segir hann, að óveðrið verði 30. ág., en minnst brögð að þvf 28. okt. PRESTA-BINDINDI. Ár frá ári ryður sú skoðun sér meira og meira til rúms á Stór- Bretalandi, að prestastéttin eigi að vera í al- gjörðu bindindi, enda eru fáir prestar þar í landi Bachusar-dýrkendur, hvaða trú-flokki, sem þeir fylgja. — Af 2726 prestum „oongregationalista“- trúflokksins í Englandi og Wales ern 2100 al- gjörðir bindindismenn; prestar „methodista11 f Englandi eru allir bindindismenn; og að því er „baptista“-trúflokkinn snertir, telst svo til, að af 1758 prestum þess trú-ílokks á Stór-Breta- landi séu 1424 í algjörðu bindindi. í SÍDUSTU 500 ÁR hefir það aldrei komið fyrir, að neinar þær misferlur hafi orðið við bankana f Kfna, að bankarnir hafi eigi jaf'nan gotað sýnt full skil, enda þótt banka-hrun hafi opt orðið í ýmsuin öðrum löndum; segja menn, að þetta stafi af því, að lög Kfnverja mæla svo fyrir, að of einhver banki eigi geti borgað liverj- um sitt, skuli taka alla stjórnendur og starfs- menn harkans, — saklausa sem seka —, og af- höfða þá, en höfuð þeirra skuli síðan brenna á báli ásamt banka-bókunum. HöfÍLiriíliiT* greinar þeirrar, sem hér fer næst á eptir, hefir að vísu mælzt til þess, að vér snerum henni á íslenzku, en með því að lesendnr vorir munu flestir skilja greinina, þótt liún sé rituð á færeyizku, vonum vér, að þeim sé það eigi ókærara, þó að vér birturn hana, eins og hún kemur frá hendi höfundar- ins, enda gefst þeiin þá um leið kostur á að kynna sér mál þessarar frændþjóð- ar vorrar, Færeyinganna. I öamla dagar kéndist' Föroyingar og Islendingar; tá komu tíðir, — mong árhundraðir —, hvar samgongunar land- ana ámillum vóru so sum ongar; nú eru frændarnir farnir at finnast aftur. Hvört sumar flita nú til Islands fleiri hundruð Föroyingar, og hvört ár koma til, ella fara um, Föroyar mangir íslend- ingar, men trott fyri alt liettar, má tó sigast, at tjóðirnar kenna hvör annans hag ógvulega litið. Tær leggja heldur ikki lag í tað; okkara viðurskiftur hava um langan aldur eingi verið; hvör hev- ur livað út av fyri sig, hvorkir Islend- ingurin eða Fóroyingurin hevur havt eygur fyri, at fregnast eftur, hvursu hvör annar iiagar sær. Tá fer tað at verða óðru visi, og til tess at eyka kunnleikan til okkara land og fólk dálítið, sendi eg yður, harra blaðstýrari, hessar línur. Föroyingar hafa eginlega einki sjálv- ræði. Oyarnar eru sum amt i Dani- mark, undir Sjálands stipt. Tó hava Föroyingar ting, íð kallað er lögting. í lögtinginum sitja 24 lögtingsmenn, og er amtmaðurin har settur formaður. Tingið, er byrjar Ólafsvökudag (29. Júlí), og eigur at standa sex vikur hvört árið, hevur til starvar, at útverka uppskot (frumvörp) til lógur, með samt öðrum málum landinum viðvíkjandi. Frá lög- tinginum vera so tingmálini send til donska ríksdegin, at avgerast har — stað- festast ella ikki. í donska ríksdeginum sitja tveir tjóðkosnir Föroyingar. at greina okkara málum. Ikki skal tað sigast, at donska stýr- ið er treyðugt at játta lógtingiimm. Men tingið hevur skjaldan verið hág- mælt. Hvat sum í seinri áruin er av- rikað, má helst takast til: stýrkin, er veittur er almuguskúlum, teir nýu kii'kjubyggingar, at fisktollurin er lækk- aður(?), at lön er veit búfræðingi, at búnaðarskúli er settur. Yitarnir, sum nú flestur óllur eru byggður, eru ikki reiknaði sum útlegg til Fóroyar. At hágskúli ikki skal vera í Föroy- um undrar ongan, raen at vit ikki hava latínskúla er tvórrlegt. Ein svokallaður „realskúli“ er í Tórsliavn, en hann má heitast litilsverður al tann tið neming- arnir har ikki hava getið tikið „preli- minærexamen‘£ fyrr en teir havaveriðjavn- gamlir studentum í öðrum londum. Entá liava ikki meir enn tveir tikið examen har. Menn, sum vilja hava börn síni væl mentaði, noyðast tí at senda tey útlendis (til Dani-markar) á únguin árum. At sökja sær lærdom i útlqndum kostar so mikið, at tey fægstu lier iiava ráð til tess, og má tað lieitast ein av orsökun- um til, at vit so fáar föroyska embættis- menn liava i okkara egna landi. — Av sjey prestum eru einans tveir fóroyskir, meðan hinir ern danskir, með samt amt- manninum, landfútanum og sórinskriv- arinum. .411'r lseknir eru danskir líka. Tað er „lærarskiíli11 i Tórshavn. Har vera upplærður almuguskúlakennarir. Hessir kenmarir sökja sær pláss við al- muguskúlamar, sum nú ern í flestum byggðum. Föroyingar tala föroysk, men kirkju- rætt og skúlamálið er danstk. Ein flokk- ur, mest av ungum Föroyingum, slóg sig fyi'ir 5 árum síðan saman í felag, ið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.