Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.03.1894, Page 2
66
Þjódviljinn ungi.
1880 og 1890, því að þau árin nam út-
fluttur íiskur frá Noregi alls: 72 milj.
215 þús. kg. árið 1880, og 74 milj. 143
þús. kg. árið 1890; aptur á móti var
árið 1885 talið afla-leysis-ár í Noregi,
þvi að þá nam útfluttur flskur alls að
eins 54 milj. 202 þús. kg.
Frakkar reka, sem kunnugt er, all-
miklar fiskiveiðar, bæði við Newfound-
land, i Norður-sjónum, og hér við land,
og styrkir rikið þann útveg drjúgum,
sumpart með því, að útgerðarnjennirnir
fá úr rikis-sjóði 12—20 franka fyrir bver
100 kg. af fiski, er þeir flytja til annara
landa, og sumpart með því, að i Frakk-
landi er svo hár innflutningstollur á fiski,
að ókleyft er öðrum þjóðum, að flytja
þangað nokkurn fisk. Telst svo til, að
ríkis-sjóður Frakka borgi árlega um 4
milj. franka í fisk-Verðlaun, og eru út-
gerðarmenn fiski-skipanna því all-vel
íhaldnir, þó að það auðvitað kosti mikið
fé, að gera út fiski-skip til fjarlægra
landa; en á hinn bóginn þykir og lóg-
gjafarvaldi Frakka styrkur þessi borga
sig margfaldlega, af því að sjóvolkið við
Islands- og Newfoundlands-strendur só
ágætur undirbúningsskóli fyrir sjómanna-
efni, og úr þeirn hóp hafa þeir fengið
margan duglegan dreng á herskipa flota
sinn.
Til þess að gefa mónnum nokkra
hugmynd um fiskiveiðar Frakka, má geta
þess, að árin 1875 og 1889, sem hvort-
tveggja voru talin meðal-aflaár, var afli
þeirra, sem hér segir: Við Newfound-
land öfluðu þeir 15 milj. kg. árið 1875,
og 21,3 milj. kg. árið 1889; en aflinn,
sem þeir fengu hér við land, og í Norð-
ursjónum, var 13,7 milj. kg. árið 1875,
og 12,8 milj. kg. árið 1889.
All-flest fiski-skip Frakka eru frá
Dunkerque og öðrum bæjurn á norðan-
verðu Frakklandi; en ekki er fiskurinn
þó þurkaður þar, heldur eru aðal-verk-
unarsvæðin á sunnanverðu Frakklandi, í
Bordeaux, Cette og Marseille.
Eins og gefur að skilja, þar sem óðr-
um þjóðum er ókleyft, vegna toll-álaga,
að flytja fisk til Frakklands, þá borða
Frakkar mikið af fiskfeng sínum sjálfir;
en þó telst svo til, að þeir selji árlega
til annara þjóða tvisvar til þrisvar sinn-
uin eins mikinn fisk, eins og Islending-
ar flytja íit á ári hverju.
(Niðurlag.)
---- —~o-------
LEYNDARDÓMAR LÍFSINS. í blaðinu
„New York medical Times“ er skýrt frá því,
að grasafræðingur á Indlandi hali ný skeð gjört
all-ýtarlegar rannsóknir, til þess að komast eptir
því, hvort jurtirnar muni hafa nokkra sjón, og
hefir hann komizt að þeirri niðurstöðu, að svo
muni vera, að minnsta kosti að því er sumar
plöntur snertir; rannsakaði liann þetta einkum,
að því er snertir jurt eina, er grasafræðingar
nefna „convolvulus“, — eins konar vafningsvið-
ur —, sem vefur sig utan um ýmsa hluti sór
til styrktar; segist liann hafa marg-tekið eptir
því, að ef hann rak niður spitu nokkuð nklægt
plöntu þessari, en þó svo, að blöðin urðu að
snúa sér frh sólar-ljósinu, til þess að ná í spít-
una, þá liðu þó aldrei nema ör-fáar klukku-stund-
ir, unz plantan vafði sig utan um spítuna, og
telur hann þetta vott um einhverja sjón-glætu
hjá plöntunni.
15 STÓR HERSKIP hafa Bandamenn í N'orð-
ur-Ameríku i smiðum, og eiga þau öll að vera
full-gjör innan 2—3 ára; stærsta skipið k að
heita Jowa, og verður það 11,296 sink lestir að
stærð.
100 ÞÚSUND PUNDUM STERLING varð
onska verzlunarf'élagið i Suður-Afríku í vetur
að kosta til ófriðarins við Lobengula, konung
Matabela.
PAPPÍR sá, seni haf'ður er til blaða- og
bóka-gjörðar nú á dögum, er miklu lélegri,
en pappir sá, sem notaður var á 16. og 17. öld,
enda hafa margar bæltur frá þeim timum hald-
ið sér mæta vel frani á þenna dag; en nú eru
menn farnir að gjöra pappir úr miklu óvaldara
efni, en áður, af þvi að allt h að vera sem ó-
dýrast; tusku-pappír þekkist varla, heldur eru
notaðar ýmis konar viðar-tægjur, og detta svo
vonum bráðar gulir blettir h J)appírinn, unz
hann rotnar niður.
ÞEGAR LANDFARSÓTTIR. GANGA ættu
menn helzt að gera sér það að reglu, að sjóða
ailt neyzlu-vatn, því að það er marg-sannað
um ýms sóttnæmis-kvikindi, að þau þola eigi
vatns-suðu; og síðast var þetta rannsakað í
vetur á Frakklandi af tveim vísindamönnum,
Balland og Mason, að þvi er kóleru-„bakteriuna“
snertir, og varð niðurstaðan sú sama.
Bamakeniiari nn sannsögli.
—cr/i—
12. þ. m. liöfum vér sont ritstjóra
„(xrettis“, Grími bamakennara Jónssyni,
grein þá, er hér fer á eptir:
Leiðré t-1 ing.
IJt af meiðyrðum og missögnum um
mig í 8. nr. „Grettis“, krefst jeg þess, sam-
kvæmt 11. gr. tilskipunar 9. maí 1855,
að ritstjóri hans taki upp í blaðið þessa
leiðréttingu:
1" Það eru ösannindi, að jeg á al-
þingi 1891 hafi útvegað „nánustu ætt-
ni, 17.
ingjum“ mínum „árlega fúlgu úr lands-
sjóði“, enda er mér eigi heldur kunnugt
um, að neinir þeirra njóti slíkrar fúlgu,
nema móður-systir mín, ekkju-frú Katrín
Þorvaldsdöttir í Reykjavík, ekkja Jóns
heitins Árnasonar bókavarðar, er þjóð-
sögum vorurn safnaði, og löngum vann
launa-lítið fyrir landið; en þennan lítil-
fjörlega elli-styrk hennar, 300 kr. á ári,
get jeg því miður engan veginn þakkað
útvegum mínum, því að það var stjórn-
in sjálf, sem árið 1889, — áður en jeg
varð þingmaður —, lagði það til, að veita
lienni þessa upphæð í virðingar og viður-
kenningar skyni fyrir starfseini manns
hennar sáluga; alþingi kleip þá að vísu
100 kr. af styrknum, og ákvað liaiin að
eins 200 kr. á ári, en eptir tillögu fjár-
laganefndarinnar i neðri deild var svo
styrk-upphæðin hækkuð árið 1891, svo að
styrkurinn yrði, eins og stjórnin hafði
upprunalega farið fram á.
Annars kannast líka „Grettiru sjálfur
við það, að styrktar-fé þetta só veitt „að
maklegleikum“, og þvi er það óneitan-
lega dálítið kynlegt, þegar „Grettir“ þó
i.efnir þetta í því skyni, að leggja á
móti þingmennsku minni, því að eptir
hans eigin orðum, ætti það þó miklu
fremur að vera mér meðmæli, ef jeg
hefði átt einhvern þátt í þessari „mak-
leguu fjárveitingu.
Að öðru leyti er það mín skoðun, að
þér, hr. ritstjóri, hafið sjálfur nauða-lítið
kynnt yður þingtiðindin, og séuð heldur
ekki sá merkismaður, að orð yðar megi
sín ýkja-mikils; stendur mér því hjartan-
lega á sama, hvaða dóm „Gretti“ þókn-
ast að leggja á þingmennsku mína, enda
eru það fleiri, en liann, sem um hana
hafa dæmt, og þar á meðal ísfirzkir kjós-
endur all-áþreifanlega við alþingiskosn-
inguna 1892.
2° Það eru iinnur ósannindin, sem
„Grettiru fer með, að jeg hafi „eigi látið
eins eyris virði af hendi raknau við hr.
Jón bónda Guðmundsson i Eyrardal fyrir
kaupfélagssjjórf þau, er hann framkvæmdi
min vegna, ineðan jeg var fjarverandi á
þingi.
Reyndar m, jeg nú bágt með að skilja,
hvað almenningi kemur þetta við; mér
finnst það vera jafn mikið blaðamál,
eins og ef jeg færi að gera það að blaða-
efni, hverju ritstjóri „Grettisu myndi
launa þeim, sern hann fær í sinn stað
við barnaskólann, þegar hann eigi treyst-
ist í skólann drykkjuskapar vegna; en
íir því ritstjóri „Grettis“ hefir gert þetta
að umtals-eíni, lýsi jeg hann hjer með
opinberlega ósannindanumn að ummælum
sinum, því að auk þess sem hr. Jön Guð-
mundsson fékk umsamda borgun frá kaup-
félaginu fyrir afhendingu og móttöku á
vórum, þá borgaði jeg honum einnig í
síðast liðnum októbermánuði, — eins og
kvittun hans sýnir —, nokkurn hluta af