Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1894, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1894, Qupperneq 2
102 Þjóðviljinn itngi. m, 26. Samg'óngumálið var og nokkuð ráett á Mýra-fundinum, og var meiri hluti fund- armanna á þeirri skoðun, að til þess að koma strandferðunum í viðunanlegt horf, væri það nauðsynlegt, að landið sjálft ætti eitt eða tvö guluskip. — Um fjblg- un íijörstaða var einnig rætt á þessum fundi, og voru allir á þeirri skoðun, að breyta ætti alþingiskosningalögunum í þá átt, að 3—4 kjörstaðir væru i hverju kjördæmi. Hvalafriðunar lugunum vildu ýmsir Bolvíkingar á Grundar-fundinum, að breytt yrði í þá átt, að Djúpið væri friðað fyrir hvalaveiðum á óllum tim- um árs. Nokkur önnur landsmál, og héraða- inál, komu og til umræðu á fundum þessum. FORSETAKOSNING á að fara fram i Frakk- landi í nóvembermán. næstk., og er mælt; að Sadí Carnot, sem nú er þar forseti, muni ekki vilja taka endurkosningu. Ýms lielztu blöð Frakka eru þvi þegar farin að ræða um það, hver líklegust séu forsetaefni, og eru helzt til nefndir: Casimir-Perier. sem í vetur hefir verið æðsti ráðherra Frakka, Challe- mel-Lacour, forseti öldungadeildarinnar, Brisson, sem lengi heíir verið forseti fulltrúadeildarinnar, og Magnin þjóðbankastjóri; en þeir, sem mestir eru Itússa vinir, nefna Gervais aðmírál, og ætla, að kosniiig hans myndi tryggja vináttu-bandið við Rússa. En þar sem enn er nálega "t ár til stefnu, þá er vandi að vita, hvað efst verður á baugi, þegar til kosningar kemur; það skipast margt á skemmri tíma hjá Frökkum, þvi að enii virðist það eiga við frakknesku þjóðina, sem Cæsar gamli sagði, að Frakkar séu „studiosi rerum novarum“, gjarnir á ýmsa nýbreytni. ALÞJÓÐLEGUR LÆKNAFUNDUR hófst í Rómaborg 29. marz þ. á., og mættu þar um 6000 læknar, þar á meðal ýmsir frægustu lækn- ar álfu vorrar. í FJÁRHAGSLEGU TILLITI or árið 1893 tajið einna óhagstæðasta árið, sem um langa hrið hefir komið í Bandaríkjunum; 16,650 vorzl- anir „fóru á höfuðið“, og misstu einstakir menn við gjaldþrot þessi 331,492,000 dollara. — Járn- brautafélög ýms biðu stór-tjón, og nam fap þeirra mörgum milj., og við hrun ýmsra banka töpuðust alls 210,956,864 dollarar. TEKJUR RÍKIS-KIRKJUNNAR 1 WALES nema á ári um 5 mifj. króna; en nú hefir enska stjórnin 26. f. m. lagt fyrir brezka þingið fruinvarp í þá átt, að af nerna ríkis-kirkjuna í Wales, og er jafnframt áformað, að tekjum kirkjunnar verði framvegis varið til þess, að styrkja skóla, almenn bókasöfn, koma á fót sjúkrahúsum, uppeldis-stofnunum fyrir fátæk verkmannabörn, o. fi. Hvað myndu menn segja, ef farið væri fram á, að afnema þjóðkirkjuna hér á landi, og Verja tekjum hennar á líkan hátt? „Inlluenssa^-veilcira gekk sem ákafast í Eyjafirði og í Skagafirði, þegar strandferðaskipið „Thyra“ kom þar nú um mánaðamótin; á Akureyri lá fólk lirónnum saman, og enginn á ferli í sumum húsunum. I Þingeyjarsýslunum var og veikin í byrjun, fólk farið að leggjast þar á stöku bæjum. f Með „Thyru“ fréttist, að síra .Tón Hallsson, fyrruin prestur í Glaum- bæ og prófastur í Skagafirði, væri ný- lega látinn úr „influenza“ að heimili sinu á Sauðárkrók; hann var 'fæddur 13. júli 1809, og þjónaði prestsembætti í hálfa öld, unz hann árið 1890 sagði Glaumbæ lausum. Skipstrand. 26. apríl strandaði í Fáskrúðsfirði eystra skipið „IngolP, skipstjóri Tórresen; hafði það komið frá Mandal í Noregi með timbur-farm til verzlana Gránufélags 0. fl.; skip og farm- ur hafði selzt við strand-uppboð fyrir mjóg lágt verð. f 2. apríl þ. á. andaðist í Winnipeg Jónína Margrét Paulson, 32 ára, kona W. H. Paulsonar; hún var dóttir Niku- lásar Jónssonar á Hallson, hálf-bróður síra Jóns Bjarnasonar; hafði hún flutt til Yesturheims árið 1887, Og giptist þar árið eptir; lifir hana maður hennar og 4 bórn þeirra hjóna; hún var „éin meðal hinna menntuðustu ísl. kvenna vestan hafs, og ástsæl mjög og mikilsvirt með- al allra, sem kynntust henni“ (Lögberg 4. apríl ’94) Sjálfsmorð. Beykir á Oddeyri, Ouðjbn Sigfússon að nafni, skar sig á háls 11. f. m., og hlaut bana af áverk- anum. Ný þingmannaefni. Yið al- þingiskosningarnar, sem fram hafa farið þessa dagana, liafa, auk þingmannaefna þeirra, er áður hefir verið minnzt á í blaði voru, verið í kjóri: í Reykjavík Hannes landritari Hafstein og i Borgar- fjarðarsýslu: síra Þórhatlur Bjarnarson prestaskólakennari. Árni prófastur Jónsson á Skútustóðum í Þingeyjarsýslu, sem feng- ið hafði prests-köllun frá Argyle-söfnuði, fer ekki til Vesturheims i ár, hejfl ur fyrst að vori, að því er skýrt er frá i „LögbergiL Sent ritstjórninni. Holdsveihin á íslandi („Den spedalske Sygdom paa Island“) heitir ofur-lítill ritlingur eptir dr. Edvard Elders, holds- veikislæknirinn, sem getið var um í síð- asta blaði voru, að væntanlegur væri hingað til landsins í sumar. I ritlingi þessum minnist dr. Ehlers á ýmislegt, sem áður hefir verið ritað um holdsveikina á Islandi, bæði af Jóni landlækni Thorsteinsen, dr. Hjaltalín, o. fl., og lætur í ljósi, að tala holdsveikra manna her á landi muni vera mun meiri, en ráðið verði af opinberum skýrslum um það efni; en samkvæmt skýrslum þessum var tala holdsveikra árið 1847: 69, árið 1872: 43 og árið 1889: 47. Syndaftóðið heitir fyrirlestur eptir Magn. J. Slmfitason, sern í ár hefir verið prentaður að Gimli í Manitoba, og er aðal-efni hans, að sýna fram á, að frá- sögn ritningarinnar um syndaflóðið og Nóa gamla komi í bága við rannsóknir visindamannanna, og sé því eigi sögu- lega rétt. Athu gasem d. Það er rétf, að senda blöðunum reyk- inn af réttunum, ef eitthvað það ber á rekana, sem undirstöðumatur er í. En þá er betra, að fréttaritararriir fari rétt með, og felli eigi undan. Það er sann- girnis-krafa, sem þeir eiga heimting á, að fullnægt sé, er tilefni gefa til frétt- anna. En ef fréttaritararnir eigi eru færir um þetta, þá gerðu þeir réttara í því, að hjálpa konunni sinni til við elda- mennskuna, eða grípa í strokkinn, held- ur en að bera aflagaðar fréttir til blað- anna, og um leið út um allt land. í bréfi af Húsavík, dags. 2. dag páska, og sem prentað er i 21. tölubl. „Þjóðv. ungaý er gert að umræðuefni erindi það, er jeg flutti um biskupsemb. ogfl. Það

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.