Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1894, Page 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1894, Page 4
104 Þjóðviljinn ungi. III, 26. Félagið hefir tekið tvö skip á leigu í útlönd- um, og er annað þeirra, „Svafva“, væntanlegt hingað um miðjan þenna mánuð, fermt ýmis konar nauðsynja vörum, og tekur síðan smá- fisks-farm til Genua; en hitt skipið, „Fin“, er væntanlegt hingað um næstk. mánaðamót, fermt kolum og steinolíu, og tekur síðan málfisks- farm til Spánar. AFLABRÖGÐ haldast enn dá-góð hér við Djúpið, þegar síld fæst til beitu, en þó hefir aflinn nú um hrið verið óverulegri, og fiskurinn smærri, heldur en fyrst eptir að síldin kom. —• Síldar-veiðin er og mjög stopul, svo að almenn- ing hefir brostið beitu alltaf öðru hvoru. -j- 18. marz þ. á. andaðist að Læk í Aðal- víkur-sókn INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, 72 ára, kona Sigurðar bónda Sigurðssonar, sem lengi hefir búið á téðri jörðu. LEIÐRÉTTING. í síðasta blaði, bls. 99., miðdálki, 15. línu að neðan: bóndi í Ögri les: bónda i Ögri; og í sama dálki, 18. linu að neð- an: Guðrún les: Guðlaug. S.yiiílaílóðið, fyrirlestur eptir Magn. J. Slcaptason, er til sölu í prent- smiðju „Þjóðv. unga“, og kostar að eins 30 aura. — Betra að koma heldur fyr, en síðar, svo að ritið ekki verði uppselt. „&jóöv. nnga;“, siðari helming þessa árgangs (frá nr. 20), að minnsta kosti ilO blöð, fá nýir kaupendur fyrir aö eins 1 ls.rónu, og í lmupbœti fá þeir það, sem áður er prentað af sögnsafni blaðsins. Nýir kaupéndur gefi sig fram sem :illi’si fyrst. iTeg undirritaður hefi haft óhraustan maga, og þar af leiðandi hefi jeg einn- ig haft höfuð-þyngsli og aðra veiklun; en með því að nota „Kína-lífs-elixír“ þann, sem hr. Yaldemar Petersen í Frede- ríkshófn býr til, hefi jeg nú aptur feng- ið góða heilsu. Jeg ræð þess vegna öllúm þeim, sem þjást af líkum sjúkdómi, að reyna þessa „bitter“-tegund. Eyrarbakka á íslandi, 23. nóv. 1893. Oddur Snorrason. Kina-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á íslandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eju kaupendur beðnir að lita Sjr. X’. vel eptir því, að 1—— standi á flöskunum í grænú lakki, og eins eptir hinu skrásetta vöru- merki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Yaldemar Petersen. Frederikshavn, Danmark. Kaupið E»jóðviljann unga,! Með því að jeg hefi orðið þess var, að þér hafið birt saknæm meiðyrði um mig i blaði yðar, „Þjóðviljinn ungi“ 2. árg. 16. tölubl., er út kom á Isafirði 20 mai þ. á., þá auglýsist hér með samkvæmt prentfrelsislögunuui, að jeg hefi gert ráðstafanir til lögsóknar gegn yður fyrir þau. Reykjavik 23. september 1893. Björn Jónsson. Með því að jeg hefi komizt að því, að þér hatíð birt saknæm meiðyrði um mig í blaði yðar, 2. árg. 24. tölubl., er út kom í Reykjavík 18. f. m.; þá auglýsist hér með, að jeg hefi gert ráðstafanir til, að lögsækja yður fyrir þau. Reykjavik 27. september 1893. Björn Jónsson. Þareö jeg hefi orðið þess áskynja, að þér hafið birt saknæm meiðyrði i blaði yðar, 2. ár- gangi 27. tölubl., er kom út í Reykjavik 7. þ. m., þá auglýsist hér með samkvæmt prentfrelsislög- unum, að jeg hefi gert ráðstafanir til lögsóknar gegn yður fyrir þau. Reykjavik 25. september 1893. Björn Jónsson. PKENTSMIBJA I'JÓBVILJANS UNGA. 30 enn í dag forviða, þeigar jeg hugsa til þess, hve rólegur jeg var, og hvílíkt snarræði jeg sýndi i svórum mínuro. Ræningjarnir óskuðu okkur allra heilla, og báðu okkur, að tefja ekki lengur, heldur halda áfram för okkar. Við héldum þá enn af stað, og komumst þegar á réttan veg. „Að tíu mínútum liðnum, verðum við komnir til sveitarhófðingjansu, mælti Ned Sweeny í hálfum hljóð- um. „.........Þér eruð inesti dugnaðarmaður, herra minn........en flýtið yður, fiýtið yður!“ Og það var heldur ekki að ástæðulausu, að Ned Sweeny vildi flýta förinni, því að nú var líkast því, sem helvíti sjálft væri á hælunum á okkur. Eptir því sem jeg heyrði síðar sagt, hófðu þeir Bill og Barney fyrst hlaupið áleiðis til þorps þess, er Ned Sweeny hafði átt heima í; en þegar þeir heyrðu ekki til okkar lengur, skunduðu þeir til félaga sinna, og með því að þeir hófðu haldið beinni leið, heldur en við, komu þeir þangað fáum mínútum eptir að við vorum farnir. Ræningjamir þustu þegar af stað, og eltu okkur sem mest þeir máttu. En til allrar hamingju lánaðist okkur að klifra yfir múriún, áður en þeir næðu okkur. Og þá hrópuðum við þegar, svo hátt sem við gátum: „Ræningjarnir eru komnir! .... Takið tilvopna!“ En þegar ræningjamir heyrðu kóll okkar, þorðu 31 þeir eigi að ráða til atlógu, því að þeir héldu, að menn væru viðbúnir til varnar. Sveitarhófðinginn og húskarlar hans flýttu sér þegar á fætur, og vopn voru nóg fyrir hendi, svo að nú vorum við úr allri hættu. Sógusógn mín um það, er fram hafði farið um nóttina, var nóg til þess, að sveitarhófðinginn uppfyllti von þá, er Ned Swéeny hafði borið til hans. Ned Sweeny fór síðan með mér til Dyflinar, og tók sér þaðan far til Englands. Sveitarhófðinginn og jeg urðum beztu vinir, og nokkrum árum síðar fluttist jeg frá írlandi með sveitarhófðingjanum og venzlamönnum hans, og er jeg nú orðinn einn í þeirra tölu. Hvað orðið hefir af Barney, Bill og Nelly gömlu, veit jeg ekki. Engin leit var gerð, og jeg hefi ekkert heyrt um þau síðan. En kofa-hrórið í mýrinni er ekki lengur til. Ned Sweeny er nú einn af efnuðustu ráðsmónnun- um á útibúum mínum, og eins og jeg, lifir hann mjóg hamingjusómu heimilislifi. Jeg heimsæki hann óðru hvoru, og með innilegu þakklæti til forsjónarinnar, minn- umst við þá á þennan liðna atburð, þessa skelfilegustu stund á æfi okkar. X. B.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.