Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1894, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.11.1894, Page 2
10 ÞjÓBVrLJIiVN UNGT. IV, 3. astl.; haí'Si blaðstjórinn, — eins og all- títt er í útlöndum —, gert mann á fund dr. Ehlers, til þess að spyrja hann úr spjörunum, og skýrir svo frá nýjungun- um, eða samræðum þeirra sendimannsins og dootorsins; og munum vér nú, les- endum vorum til fróðleiks og skemmt- unar, birta liór nokkra kafla úr grein þessari í „Dannebrog“. Dr. Ehlers lýsir fyrst búsakynnunum, — torfbæjunum —, hér á landi, og hinu óheilnæma lopti, sem só í baðstofunum, þar sem aldrei séu opnaðir gluggar, svo að ekkert hreint lopt geti komizt þar inn, nema það sem berist gegnum hin löngu og kol-diinmu bæjar-göng; og sið- an kemst hann þannig að orði: „Baðstofan er íveru- og svefn-her- bergi Islendinga; allt heimilis-fólkið sef- ur i fasta-rúmum með fram lilið-veggj- unum, — karlar, konur og börn saman, og sofa þar all-optast tvisvar eða þris- var sinnum fleiri, en rúmstæðin eru; og verst er það, að só þar staddur holds- veikur maður, þá er hann látinn sofa í rúmi hjá hinum. — Búmin eru fyllt heyi og skítuguin fötuin, sem aldrei eru und- ir bert lopt látiri(!) — A baðstofu-bitunum hanga sokkar til þerris, — og fiskurinn þar inn anum(!!) —, og á baðstofu-gólfinu, sem er skitugt og rykugt, skríða krakka- angar, kettir og hundar, hvað innan um annað, svo að sízt er að furða, þó að marg- ir Islendingar íái sullaveikina (bendil- orm lxundanna, blöðru-orm mannsins) þegar á barns-aldri; og er þetta fyrir- komulag allt því meiri óhæfa, þar sein i raun og veru er nóg rúm í bænum, ef hin herbergin öll væru eigi notuð til annars; en það er arftekin venja, að all- ir sofi saman“. Spurull: „Detta kalla jeg í meira lagi ólystilegt“. „Já, en hvað gera menn eigi, til þess að lialda á sér liita? Islendingar eru nú svo gjörðir, að þeir eru hræddari við kuldann, en við slæina loptið“. Sp.: „Voruð þér, og fólagar yðar, eigi hræddir um, að þér kynnuð að sýkjast?“ „Vér beitturn auðvitað sjálfir öllurn þeim hreinsunar- og hreinlætis-reglurn, sem auðið var við að koma; en opt var það reyndar, þegar maður var ný-búinn að þvo sér uin liöndurnar, að stungið var að manni holdsveikum hnefanum. og maður kvaddur með þessu vanaloga: „Verið þér sælir“; og að taka ekki slíkri kveðju, það er blóðug móðgun, sem vér sjaldnast dirfðumst að gjöra oss seka í; en aptur á móti lánaðist oss jafnan að komast undan kossunum þeirra“. Sp.: „Nú, er þjóðin þá svo kossa- kær ?“ „Sannir Islendingar hittast og kveðj- ast aldrei svo, að þeir skiptist ekki á tillilýðilega mörgum rembings-smelling- um, og karlmennirnir eru enn þá verri með kossa-lætin hver við annan, heldur en enda kvennþjóðin; og það þarf sann- arlega stakt lag, til þess að smeygja sér laglega undan þrssum áþreifanlegu vin- áttu-merkjum. (Meira). ------------------ Býrar harns-skírnir. Þegar sonar-sonar- sonur Yictoríu Breta-drottningar, sonur her- togans af Torlc, var skírður í sumar, var svo mikiu kostað til skírnarinnar og skírnar-veizl- unnar, að það skipti hundruðum þúsunda að lcrónu tali; en þó segja ensk blöð, að aliur sk tilkostnaður hati eklci getað heitið nema smá- munir, í samanburði við það, sem slcírn prinzins af Wales kostaði um áriö, þvi að það lcostaði hvorki meira né minna, en um 3 milj. lcróna, að fá liann skírðan. Um 70 inilj. króna gera menn ráð fyrir, að lieims-sýningin inikla, sem Fraklcar ætla að halda í Parísar-borg árið 1900, muni lcosta, og er likast til, að þeir muni þó aldrei sleppa með það. M e n n in ga r-á s Ííl mi þjóðanna má nokkuð marka af því, hve tíðar eru bréfa-skriftirnar í hverju landi. og optir þeim mælikvarða stendur England lang-efst á blaði, þvi að svo t.eist til, að þar komi að meðaltali 53 bréf á hvert manns- barn á ári, en i Svissaralandi ekki nema 34, í Þýzka-landi 33, i Belgiu ‘25, í Dantnörku 24, í Hollandi 23, í Austurríki 22, í Fralddandi 18, og í Itússiandi 1—2. Keisarinn í .Tapan. Uin fátt liefir orðió tiðræddara í heiminum þessa siðustu mánuðina, en uin ófriðinn i Korea, milli Kínverja og Japansmanna; höfðu Japans-búar leikið Kínverja all- grálega, er síðast fróttist, og má því ætla, að lesendum vorum murri það eigi móti skapi, að vita nokkur deili um stjórnanda þann, er nú ræður ríkjum í Japan. Keisarinn, eða „míkadóinn11 — svo er liann einnig nefndur—, sem nú ræð- ur ríkjum í Japan, beitir Mutsuh'to, og er hann enn maður á bezta reki, fæddur 3. nóv. 1852; faðir hans andaðist 1867, og var þar þá all-flest með Austurlanda brag, eins og enn er í Kína; en jaf'n skjótt er Mutsuhítö var tekinn við ríkis- stjórn, fór hann af al-efli að koma á ýms- um þarflegum umbótum í ríki sínu, og má liann óefað teljast einhver frjálslynd- asti og „radikalasti11 stjórnandinn, sem mannkynssagan þekkir; liefir hann árlega sent fjölda ungra Japansmanna til ýrnsra helztu landa í Evrópu og Ameríku, til þess að kynnast af eigin sjón öllu hinu bezta i stjórnarfari og fólagsskipun hinna vestrænu þjóða; hann hefir komið á þing- bumlmni stjornarskipun r riki sinu sem injög er sniðin eptir stjórnar-háttum Eng- lendinga; herlið sitt liefir hann æft og búið að sið Evrópumanna, og einkum tekið þar Djóðverja til fyrirmyndar, enda eru fæstar þjóðir taldar standa þeiin á sporði i hernaðar-íþróttirmi, síðan er þeir sigruðu Frakka. Enn fremur liafa og á siðari árum verið byggðar miklar járnbrautir í Jap- an, skólamálum og alþýðumenntun allri komið í viðunanlegt horf, o. fl. o. fl., sem of langt yrði liér upp að telja. Drottning Japans keisarans heitir Haru-Kö; kvæntist hann henni árið 1868, og er hún talin manni sínum engu síð- ari að mannkostum; liefir hún, meðal annars, gerigizt fyrir því, að ýmsum sjúkrahúsum hefir verið komið á fót, lagt fram fé til skólastofnana o. fl.; hirð- meyjar sinar hefir hún og margar látið inenntast í Evrópu eða Ameríku. Æðsti stjórnar-ráðherrann, sem nú er i Japan, heitir Ito, dugandis-maður, sem stutt hefir keisarann með ráði og dáð í endurbóta starfi hans. Ein af aðal-ástæðunuin til þess, að Japansmenn hafa færzt það í fang, að reka Kinverja burtu úr Korea, er — að því er þeir sjálfir segja — sú, að þeir vílja láta Korea-búa koma á hjá sór ýmsum umbótum að dæmi vestrænu þjóð- anna; og má því svo að orði kveða, að ófriðurinn í Korea snúist í raun. og veru um það, hvort meira skuli ráða þar aust- ur frá menningin eða siðleysið; og í þeirri baráttu munu flestir ánia Japansmönn- um góðs sigurs á Kínverjum, — þeim gömlu vanans tröllum. ----«0§§C<>c----

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.