Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.05.1895, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.05.1895, Blaðsíða 2
94 Þjóðviljinn unqi. IV, 24. stjórnina, er það eitt af örþrifsráðum liennar, þegar allar aðrar skynsamlegar í ökseindir brestur, að berja það blákalt fram, að það só ekki vilji þjóðarinnar, sem þingið flytur. Ilversu marklítil sem slík viðbára er af munni þeirrar stjórnar, sem árlega sýnir, að hún virðir að vettugi augljósan vilja þings og þjóðar, þá er þó engu að síður í alla staði rétt og nauðsynlegt, að gjöra þessar viðbárur að hógóma í augum allra skynberandi manna með sem skýrustum og eindregnustum yfirlýsingum frá allri þjóðinni. Getur verið, að slíkar yfirlýsingar geti fengizt frá öllum þingmálafundum, en hætt er við, aö þær verði aldrei eins samhljóða og greinilegar frá 21 kjördæmi, eins og frá einum allsherjar-þjóðfundi, enda þótt vilji kjósenda sé í öllu veru- legu hirin sami. Það hefir verið látið liggja að því í Þingvallafundar-leiðurum „Isafoldar“, að á Þingvallafundi gætu einstakir menn borið þorra fundarmanna ofurliða, og haft í gegn sinn villja, án þess það væri almennur fundarvilji. Þetta er ekki ný kenning. Það er hin gamla og marg- slitna kredda dansk-íslenzku stjórnarinn- ar og liennar fylgifiska, að á Islandi sé enginn þjóðarvilji, eða almennings álit, til í framsóknaráttina, annað en þetta garg „þjóðmála-skúmanna“ svo nefndu, er þeir séu nógu fræknir að berja inn í hina sauðsvörtu alþýðu. En þessi kredda er.jafn ósörm, eins og hún er ófram- bærileg. En látum nú svo vera, að einstakir menn geti ráðið lögurn og lofum á Þing- vallafundi, eins og „ísafoldu gefur í skyn, skyldi þá ekki vera liætt við hinu sama á þingmálafundum í héruðum? Það er þó ekki óhægra t. d. fyrir ráðrika þing- merm, að ráða við nokkra óvalda kjós- endur á misjafnlega sóttuin þingmala- fundum, lieldur en að leiða menn eptir vild sinni á Þingvallafundi, þar sem ætla má, að sarnan séu komnir hinir greindustu og gætnustu menn úr flokki kjósenda alls landsins. 1 seinni tíð hefir kosningum til Þing- vallafunda verið liagað þaimig, að kosn- ingar hafa verið tvöfaldar; kjörinenn, kosnir úr hreppi hverjum í kjördæmi, liafa á kjörfundi fyrir allt kjördæmið kosið fulltrúa á Þingvallafund. Þessa kjörfundi geta kjósondur og þingmenn haft í sambandi við þingmálafundi í héruðum, og þar sem kjósendur annars vilja gefa Þingvallafundi nokkurn gaum, þar er meiri trygging fyrir því, að þing- inálafundirnir verði vel og almennt sótt- ir, þegar kjósa á til Þingvallafundar, en ella. Þeir þingmálafundir munu færri, er 2 menn úr hverjum hreppi kjördæm- isins mæta á; venjulegast munu næstu hreppar við fundarstaðinn einkum fjöl- menna, og því ráða atkvæðum. Mæti aptur á móti kosnir menn úr öllum hreppum kjördæmisins, þá má fremur gjöra ráð fyrir, að ályktanir héraðsfund- anna séu samkvæinar almennum vilja héraðsbiia, heldur en þegar ekki mæta nen.a tveir til þrír hreppar kjördæm- isins. Þingvallafurulir verða þannig til að styðja að þvi, að þingmálafundir í hér- uðum verði betur og almennar sóttir, en ella, og málin því betur undirbúin og íhuguð. Að þingmálafundir séu „undir- lyllur“ Þingvallafundarins, er undarieg kenning hjá „Isafold“, nema ef það er undirtylluskapur, að ræða og álykta um almenn landsmál, og senda Þingvalla- fundi og alþingi áskoranir um, hvað gjöra skuli. Undirtyllulegra er hitt, að minnsta kosti við döiisku stjórnina, að vilja koma í veg fyrir almenn fundar- höhl til að ræða uin liin méstu velferðar- mál þjóðarinnar. Það er sérstaklega kemur til Þing- vallafundar þess, sem nú er boðaður, og sem „IsafohÞ virðist vera svo umhugað um að eyðileggja, þá þarf henni vissu- lega ekki að standa mikill stuggur af honuin i stjórnarskrármálinu. Ef það er vist, eins og liún lætur í veðri vaka, að öllum þorra landsmanna muni það næst skapi, að hætta við endurskoðun stjórn- arskrárinnar, þá má að likindum gjöra ráð fyrir, að Þingvallafundurinn verði einmitt til að staðfesta þann vilja þjóð- arinnar. Að minnsta kosti er all-ólíklegt, að allslierjar-þjóðfundur láti sér standa nokkurn „geig af veiðibjöllu-glamri grunn- hygginna þjóðmála-glamrarau, og það því síður, þegar Isafold liefir varað við því. Við slíkum afvega-leiðslum er miklu liættara á þingmálafundum i héruðum, og þess vegna verður liklega að ári af einhverjuin stór-pólitíkusa réttast talið, að leggja þá einnig niður. Vér erum framfara-menn í lok 19. aldarinnar! Hver árangur verður af þessum Þing- vallafundi, ef hann kemst á, gefur raun vitni um. Verði hann til þess, að kveða niður endurskoðun stjórnarskrárinnar, og önnur þau mál, sem dansk-íslenzku stjórn- inni er verst við, þá er hann sannarlega ekki þýðingarlaus, og „ísafold“ iná þá vera þeim mönnum þakklát, sem geng- ust fyrir honum. Verði hann aptur á móti til þess, a.ð sýna að íslenzka þjóð- in vilji þó ekki einum rómi syngja þess- ari stjórn einskært lofgjörðar- og þakk- lætis-„lsafoldar“-credo fyrir lagasynjan- irnar, og önnur afreksverk hennar í landstjorn íslands, og þingmálafundirnir verða þannig líka hjáróma við „ísafold“, þá er ekki annað, en færast enn betur í aukana móti þess háttar fundahöldum næsta ár, og harðbanna, ekki einungis Þingvallafund, heldur líka þingmálafundi í héruðum; og hver veit, neina alþingi mætti þá lika missa sig! „Isafold“ er lögð af stað í þennan leiðangur; það er ólíklegt, að hún haldi honum ekki áfram. ----oOOggOO-o---- Kiiltliista liyjrffða hýlið á jörðinni segja menn, að sé í þorpinu Werchpjansk, sem liggur á 67° 34' norðlægrar breiddar og 133° 51' austur fra Greenwich; meðal-hitinn er þar í des. -4- 50 gr. Celsíus, en í janúar -4- 53 gr., og stundum hafa þar enda komið 68 gr. frost. — Eins og gefur að skilja, væri þar öllum ólifandi, ef eigi væri jafnan blæja-logn, þegar þessar frosthörkur eru. I næstk. septembermán. verða 25 ár liðin, sfðan Rómaborg sameinaðist ítalska konungs- ríkinu, og stendur þvl til, að þar verði mikið um dýrðir þa dagana, líkneskjur afhjúpaðar af Garfbaldi, og öðrum þjóðhetjum Itala, o. fl. A loptfari til norðurheimskautsins. Sænsk- ur verkfræðingur, Andrée að nafni, ætlar vor- ið ’96 að leggja af stað frk Stockhóimi við 3. mann, og freista að komast k loptfari til norð- urhoimskautsins; gerir bann ráð fyrir að leggja svo snoinma á stað, að hann í mið.jum júní ’96 verði kominn til Norsku-eyja, sem eru fyrir norðvestan Spitsbergon; þar biður hann eptir góðum sunnan-kalda, og telur víst, að ekki þurfi nema 10—43 kl.stundir, eptir því bver vindhi-aðinn er, til þess að komast til norður- heimskautsins, og þaðan ætlar hann svo að láta berast í Joptfarinu suður eptir, og lenda einhvers staðar í Norður-Ameríku, fyrir sunnan Behrings- hafið. Andrée flytur með sér vistir til 4 mánaða, og öll nauðsynlegustu tæki til rannsókna, og til þess að taka ljósmyndir af öllu því mark- verðasta, sem íyrir augun ber; sleða. og bát- kænur úr striga eða skinnum, hefir hann einnig meðferðis, til þess að reyna að bjargast á, et eitthvað ber út af. — En aðal-vankvæðin eru,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.