Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1895, Blaðsíða 4
152
Þjóbviljinn ungt.
IV, 38.
ingu hjá undirgefnum embætfcismönn-
um gagnvart yfirboðurum þeirra, ef
stjórnin veitti fulla uppreisn manni,
eins og honum“.
Með því nú að vér getum eigi við-
urkennt, að þær sakir, er bornar voru
á Sk. Th. fyrir embættisfærslu hans,
og hæztiréttur sýknaði hann af, hafi
verið nægar, til þess að vikja honum
frá embætti fyrir fullt og allt, verðum
vér að skoða þessa síðast nefndu poli-
tisku ástæðu, sem aðal-ástæðu fyrir því,
að honum var vikið frá embætti.
Þessi ástæða til þess, að víkja manni
frá embætti, er nú svo alveg ný hér
á landi, að vér erum eigi enn búnir
að læra að sjá, að það só nauðsýnlegt,
að beita henni, eins og hér hefir verið
gjört, til þess að ekki falli niður „öll
hlýðni og virðing hjá undirgefnum
gagnvart yfirboðurum þeirrau. Vér
verðum að álíta, að öllu fremur megi
búast við, að það verði til þess. að ekapa
bfrjálsan lmgunar-anda hjá embœttislgðn-
nm*. En með því að vór álítum, að
embættísmannaflokkurinn eigi að ganga
á undan þjóðinni í frjálslegri framsókn,
til að efla drenglyndan, sjálfstæðan hugs-
unarhátt og framkvæmdarsaman kjark,
með hina æðstu stjórnendur landsins í
broddi fylkingar, þá teljum vér það
mikla óhamingju fyrir land vort, ef
hór skyldi fara að tiðkast, að beita
pólitiskum ástæðum á þann hátt, eins
og gjört hefir verið að þessu sinniu.
Nefndin hyggur og, að „hin politiska
ástæðau hafi þegar í byrjun verið „aðal-
orsökin til þess, að tekin var upp sú að-
ferð gegn honum (Sk. Th.), sem beitt
hefir veriðu, en að stjórnin hafi „hikað
sér við að ganga beint að honum með
iiina politisku ástæðu“, og liafi því „tekið
það ráð, er liún tók, að réyna að fá hann
frá embætti fyrir galla á embættisfærslu
hans, og gripið því hið fyrsta tækifæri,
enda þótt sakirnar væru talsvert veikaru,
og bætir nefndin svo við:
„Þessa skoðun styður að nokkru
leyti sú ófrjálslega hulda, sem er yfir
fyrstu aðgjörðum landshöfðingja, við-
víkjandi rannsókninni gegn Sk. Th.,
sem virðist benda á,.að liann hafi eigi
viljað hefja máls á henni fyr við amt-
mann, en hann sæi, hvort ráðgjafinn
vildi ganga inn á sínar tillögur.
En sé nú þetta þannig, sem ekki
eru svo litlar líkur til, þá þglár oss hír
Ifonta fram shortur á virðingu fgrir þrí,
hrcrnig réttvisinni ber að hcitali*
Um þá afsetningarsök, sem Magnús
notar í bréfinu góða, að Sk. Th. hafi verið
kaupfélagsstjóri Isfirðinga, stingur nefndin
ofur-óþægilega upp i landshöfðingjann
með þessuin orðum:
„í sarnbandi við þotta getum vér þess, að
*) Auðkennt af oss. Ritstj.
skömmu áður en Thoroddsen er vikið frá
embætti, var sýslumanninum i Rangárvalla-
sýsiu veitt amtmannsembætti, sem vér auðvit-
að höfum ekkert að athuga við. Báðir vorU
kaupfélagsstjórar, hvor í sínu héraði, en öðr-
um er gefið það að sök til afsetningar, en
ekki minnzt a það við hinn“.
Þá segir og nefndin um „lítilsvirðinguu
þá, sem höfðinginn þykist hafa orðið
fyrir í „Þjóðv. ungau, að hún hafi ekki
haft tíma til að ganga gegnum blaðið,
og vilji því ekki segja neitt „ákveðið
álitu um það; en „fyrir minni voru stend-
ur það svo“, segir nefndin, „sem hann
hafi í því blaði sjaldan beitt hörðum orð-
um í stjórnarinnar garð*, nema helzt
að því er málareksturinn gegn honum
snertiru, og finnst nefndinni það vorkunn,
„eptir því sem oss virðist mál hans allt
til komiðu.
Að þvi er snertir tilboðið um sýslu-
mannsembættið í Rangárvallasýslu, kemst
nefndin að þoirri niðurstöðu, að róttast
sé, að skoða það sem „eins konar króka-
leið til þess, að fá hann (Sk. Th.) frá
embætti, einkum þar sem Rangárvallsýsla
er miklu tekjuminni, en sýslumanns- og
bæjarfógeta-embættið á ísafirðiu; hyggur
nefndin, að hér sé að ræða um brot á
4. gr. stjórnarskrárinnar, og jafn framt
um brot á eptirlaunalögunurn, þar sem
sérstakt eptirlaunafrumvarp hafi eigi ver-
ið lagt fyrir þingið; en samt sem áður
vill nefndin eigi leggja til, að reynt só
að koma fram á'oyrgð á hendur ráðherr-
anum, rrt af þessu stjórnarskrárbroti, „sak-
ir þess, hve ábyrgð lians er ílla tryggð
nreð lögumu, og af sömu ábyrgðarleysis-
vankvæðunum sór nefndin sér eigi held-
ur fært að ráða til þess, að „reynt só að
koma fram ábyrgð á hendur landshöfð-
ingjanum fyrir misbeitingu á valdi sínu,
þó að oss þyki hann eigi hafa beitt því
réttilegau.
En um frammistöðu Magnúsar lands-
höfðingja Stepherisen í rnáli þessu yfirhöfuð
kemst nefndin að lokum þannig að orði:
„Þar á móti verðum vór að líta
svo á jietta mál í heild sinni, að lands-
höfðinginn hafi frá upphafi lagt það
fram fyrir ráðgjafann með dökkvari
litum, en rétt var, og þannig gefið
honum tilefni til þess, að taka strang-
ari ákvarðanir, en hann annars kynni
að hafa gjört. Ráðgjafinn, sem er hér
ókunnugur, hlaut að líta á málið, eins
og landshöfðingi lagði það fyrir liann,
og fara yfir höfúð optir tillöguin lians,
enda hefir hann og enga íýrirskipun
gjört í málinu, nema beint eptir tillög-
nm landshöfðingja, og sýnir það, að
hann hefir viljað láta liann ráða mestu
um málið. En vér fáum ekki betur
*) Petta er rétt munað af nefndinni; þá
sjaldan Magnúsar landshöfðingja hefir verið
minnzt í blaði voru, befir það fyllilega verið
gjört með svo mikilli virðingu, sem hann verð-
skuldar. Iiitstj.
séð, en framsetning landshöfðingja á
málavöxtunuin geri þá í ýmsum atrið-
um ískyggilegri, en oss ’ virðist hafa
verið ástæða tilu.
Þessum umælum sínum til sönnunar
telur svo nefndin upp 6 atriði, þar sem
henni virðist landshöfðingi scrstalclega liafa
af flutt málstað Sk. Th., og virðist oss,
sem bezt þekkjum málið, að auðvelt sé
að sýna fram á, að þau atriðin séu þó
mun fleiri.
Þá getur og nefndin þess enn fremur,
hve ílla stjórnin hafi gætt hagsmuna
landssjóðs, þar sem dembt sé á hann eigi
all-litlum kostnaði, og ungur maður settur
á eptirlaun.
Síðast i áliti sínu lagði nefndin það
til, að samþykkt væri svo látandi
lillaga til þingsáigktunar:
„Um leið og neðri deild alþingis
lýsir megnri óánægja yfir aðgjörðum
stjórnarinnar. sér í lagi landshöfðingja,
í málinu gegn fyrverandi sýslumanni
og bæjarfógeta Skúla Thoroddsen, og
yfir fjártjóni þvi, er landsjóði hefir
verið bakað með rekstri þess máls og
endalokum frá stjórnarinnar hálfu, á-
lyktar hún að skora á ráðgjafa Islands,
að hafa mikla varúð við, áður en hann
samþykkir tillögur hins nú verandi
landshöfðingja í sams konar málum, ef
þau kynnu að koma fyrir fram vegisu.
Af nefndarmönnum var Sigurður próf.
Gunnarsson formaður nefndarinnar, en
Einar prófastur Jónsson skrifari og fram-
sögumaður.
Að svo mæltu skulum vér í næsta
nr. blaðsins skýra með örfáum orðum frá
úrslitum málsins á þinginu.
Augl^sing.
Kútterinn „Four brothersu, sem ligg-
ur a Hesteyri (Grimli), fæst nú um tveggja
mánaða tima til kaups með vægu verði
hjá eigandanum, sem býr þar á staðnum.
Kúttérinn er vel lagaður til fiskveiða,
og í ágætu standi, c. 30 register-tons á
stærð, og ineð góðu fólks-rúmi.
Hesteyri, 18. sept. 1895.
Fyrir hönd J. Bull’s
C. Jahobsen,
skipstjóri.
KHiipfélagsfundiifinn,
sem auglýstur var í síðasta blaði, verður
haldinn '7'. október, en ekki 12.
w W. F. Sctirams rjóltóbak
er bezta nefitóbakið.
SS Grjalddagi blaðsins var
í síðastl. júnímánuði.
PRBNTSMIDJA ÞJÓÐVILJAN8 UNOA.